Morgunblaðið - 30.12.1947, Síða 6

Morgunblaðið - 30.12.1947, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagyr 30. des. 1947 tovóutiÞlftMfc Útp.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Frsmkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frj ettaritstj óri: Ivar Guðm undsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjalá kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. Feigðarboði ■, * HINAR TRYLLTXJ árásir blaðs kommúnista á ríkisstjórn- ina og þó fyrst og fremst utanríkisráðherra, Bjarna Bene- diktsson, nú um hátíðimar, sýna greinilega að þeir eru orðnir hræddir um að herferð þeirra gegn hinum nýju lögum um dýtríðarráðstafanir muni mistakast. Kommúnistar hafa sjeð að almenningur í landinu hefur tekið þessari löggjöf með skilningi á því vandamáli, sem henni er ætlað að hefjast handa um lausn á. Þetta eru kommúnistum mikil vonbrigði. Þess vegna skrifa þeir blað sitt þannig nú, að engu er líkara en gjörsamlega óðir menn stýri pennanum. Setningar eins og „heiftardraumar og ofbeldisáform Bjarna Benediktssonar“, „óþokka- og óhappastjórn Bjarna Benediktssonar“ og fleiri þvílíkar setja nú daglega svip sinn á forystugreinar blaðsins. Halda kommúnistar virkilega að „rökræður“ af þessu tagi skaði ríkisstjómina eða einstaka ráðherra hennar? Hvaða fólk er það í þessu landi, sem ekki hefur djúpa fyrirlitningu á slíkum baráttuaðferðum ? Ekkert, að undan- teknum nokkrum ofstækisfullum öfgasnápum, sem hafa vist- ráðið sig hjá hinum alþjóðlegu skemmdarverkasamtökum kommúnista. Islensk stjórnmálabarátta hefur oft. verið hörð og návígið markað svip hennar. En hið brennandi ofstæki og haturs- hugur er þó órafjarlægt íslensku lunderni. Þeirri staðreynd verður ekki breytt. Henni fá hinar trylltu áróðursgreinar kommúnistablaðsins ekki kollvarpað. Þær hafa engin áhrif önnur en þau að gera þjóðinni það enn ljósara en áður, hverskonar menn kommúnistar eru og þær eru jafnframt ótvíræður feigðarboði fyrir flokk þeirra. Lífskjör íslensku þjóðarinnar hafa breyst og batnað ef til vill hraðar en nokkurrar annarrar smáþjóðar. En þau hafa gert það vegna þess að hún leit raunsætt á hag sinn og vann markvíst að því að skapa sjer pólitískt- og f járhagslegt sjálf- stæði. Baráttan fyrir hinu fjárhagslega sjálfstæði, einstakl- inganna og þjóðarheildarinnar stendur nú sem hæst. Frá þátttöku í henni má enginn ábyrgur þjóðfjelgsborgari sker- ast úr leik. Uíhverji óhrij-ar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Ekki viðbúnir. „VERTU viðbúinn", eru ein- kunnarorð skátanna, en það er óliklegt að það sje mikið um skáta meðal þeirra, sem fram- leiða ,og senda á markaðinn dagatöl, vasabækur og þess- háttar. Það kemur varla fyrir, að slíkt sje tilbúið fyrir áramót. heldur er það siður — ósiður — að vera að píra þessu út fram eftir öllum janúar og jafnvel fram á vor. Það er eins og hvíli einhver álöj yfir þessari framleiðslu og það sje alveg nau^synlegt, að da^atalið sje aldrei tilbúið um leið og nýja árið gengur í garð. • Margs að gæta. EN HVAÐ sem dagatali hins nýja árs líður þá er hitt víst, að almenningur þarf heldur ekki að „vera viðbúinn" núna um áramótin. Það ér nú fyrst og fremst eignakönnunin, sem allir tala um, en fáir skilja. Það-er ekki svo lítið stúss við það allt, að tína fram aurana úr handraðanum, sokkunum og hvar sem þeir nú annars hafa verið geymdir og labba með þá niður í banka. Og nauðsyn- legt er að hafa alla aurana með þegar farið er að skifta, því það má ekki gera nema einu sinni. ' Og svo er það skömmtunin og stafróf hennar, sem þarf að læra. Skattauppgjör og sitthvað eina. Það er hætta á að menn fái höfuðverk af fleiru en löng um vökum á gamlárskvöld að þessy sinni. • Nýir peningar. Á MORGUN ganga nýir pen- ingar í gildi. Hvernig þeir eru á litinn vita ekki nema fáeinir trúnaðarmenn. Það eru aðeins fimm og tíu króna seðlar, sem verða í gildi af gömlu peningunum fvrstu dagana og er ætlast til að þeir verði að mestu notaðir milli manna til mjólkurkaupa og sem ferðapeningar í strætis- vögnum. Annars er það nauðsynlegt að kynna sjer allar hinar marg brotnu reglur til þess að menn verði ekki fyrir tjóni. • Gamlárskvöld. TVEIR helgidagar fara nú í hönd, gamlársdagur og nýjárs- dagur. Á gamlársdag er það venja hjá mörgum að gefa sjer lausan tauminn og skemta sjer vel og lengi. Hjer í bænum, sem víða annarsstaðar vilja þessar svokölluðu skemtanir fara út í öfgar. Einkum þar sem margt fólk safnast saman. Leiðinlegast er þegar til skrílsláta kemur á götum úti. Það eru pinkum unglingar, sem ekki kunna sjer læti, sem standa fyrir þeim. Minnst hefir verið á íkveikju æðið. sem er stórhættulegt og mesta mildi, að ekki skuli hafa hlotist slys af. Það þarf að koma í veg fyrir slíkar „skemt anir“ og ættu allir góðir borg arar og leggjast á eitt til að aðstoða við að hindra þau læti. • Sýnishorn af göml- um seðlum. HUGSANDI skrifar eftirfar andi um gömlu peningaseðl- ana, sem nú verður farið að innkalla: „Eins og flestum mun kunn ugt, er vani að brenna þeim seðlum, sem teknir eru úr um- ferð. og býst jeg við, að sú eigi að verða raunin á um þá seðla, sem nú á að fara að inn- kalla. Nú er það svo með mig og íleiri, sem jeg hefi átt tal við, að okkur langar til að eiga sýnishorn af gömlu seðlunum, til minningar um liðið tímabil í sögu þjóðarinnar, en höfum ekki efni á að taka frá sitt ein- takið af hverjum seðli til þess ara hluta. • VilJ selja gamla seðla. „NÚ vil jeg koma með þá tillögu, að bankarnir taki ffá nokkuð magn af seðlum, stimpli þá ógilda og selji þá síðar vægu verði til þeirra, sem geyma vildu þá til minningar. Þessir seðlar hafa um langt skeið verið mikill þáttur í dag- legu lífi þjóðarinnar og undir þeim hefur oft og tíðum ver- ið komið, hverjum augum menn litu til morgundagsins. Einnig vil jeg að sýnishorn af þeim verði látin á Þjóðminja- safnið. Enn mætti athuga hvort ekki væri markaður fyrir þá hjá myntsöfnurum erlendis, og væri gaman að því ef maður sæi þannig krónuna okkar breytast í erlendan gjaldeyri. eftir að við. værum hættir að geta notað seðlana sem gjald- miðil. Minjagripir. „ÞÁ MÁ enn benda á, að gömlu seðlarnir eru vandaðir bæði að efni og frágangi og * mætti ef til vill nota þá til að framleiða minjagripi til að selja útlendingum. Jeg álít verðgildi gömlu seðlanna sem eldsneyti afar rýrt samanbor- ið við það, sem hægt væri að gera úr þeim með þeim að- ferðum, sem áður hafa verið mörgum merki hagsýni á und- anförnum árum, verði notaðir á sem hagnýtastan hátt, þeg- ar þeir hafa misst gildi sitt sem raunhæfur gjaldmiðill". MEÐAL ANNARA ORÐA .... —---J EftirG.J.Á. ]-——-—---- ■ - -- Yíirsjón Ríkisútvarpsins TÍMINN gerir í gær að umræðuefni herfilega yfirsjón, sem Ríkisútvarpið hafi undanfarið gert sig sekt um. Þar hafi hvað eftir annað verið sagt frá því að „nýsköpunartogarar“ hafi komið til landsins, farið á veiðar eða selt afla sinn. Þetta hefur valdið Tímamönnum miklu ergelsi, svo miklu, að nú heimtar blað þeirra að þetta ólukkans orð verði gert útlægt úr Ríkisútvarpinu, verði framvegis alls ekki nefnt þar. Margt er skrýtið í kýrhausnum, segir gamalt íslenskt mál- tæki. Mörgu skringilegu hafa Timamenn fundið upp á í þófi sínu gegn þeirri nýsköpun íslenskt atvinnulífs, sem rikis- stjóm Ólafs Thors lagði grundvöllinn að. En þessi ásökun á hendur Ríkisútvarpinu er þó hvað spaugilegust. Það, sem í henni felst er ekki fyrst og fremst óvenjulega bamalegur hugsunarháttur, heldur ótvíræð viðurkenning á því að sú stjómarstefna, sem rjeði kaupum nýsköpunartogar anna inn í landið, sje vinsæl með þjóðinni. Þess vegna vill Tíminn láta útvarpið hætta að tala um nýsköpunartogara, þess vegna er þetta orð eitur í beinum mannanna, sem áttu „hugsjónina”, mannanna, sem vildu bíða með skipakaup í Englandi þangað til engin skip var hægt að fá þar. Ef þeirra ráðum hefði verið fylgt hefðu engin ný skip komið til landsins. Og þá þyrftu Tímamenn heldur alls ekki að angrast við það nú að heyra útvarp og blöð skýra frá komu nýsköpunartogaranna. En þess mega Tímamenn vera fullvissir, að þótt Rikis- útvarpinu yrði skipað að hætta að nefna þetta orð, þá myftdi íslenska þjóðin ekki gleyma því. Til þess hefur hún bundið alltof miklar vonir við það og til þess á hún of mikiö undir því komið að því merkilega umbótastarfi, sem hafið var fyrir forystu Sjálfstæðismanna, verði fram haldið. Einkennilegt veðurfar um jólin ALLIR TALA um veðrið, á Mark Twain að Hafa sagt, en enginn gerir neitt við því. Þetta er að vísu ekki með öllu rjett nú í dag — vísindamennirnir eru farnir að gera árangurs- góðar tilraunir til að búa til regn — en víst er þó að eng- inn getur komið nókkru tauti við veðrið. sem nú gengur yfir ísland og hluta af Evrópu, Bandaríkjunum og Kyrrahafi. í New York virðist ennþá allt yera í öngþveiti eftir snjó- komuna miklu fyrir helgin? og á Philipseyjum mun ver: um stórtjón að ræða eftir stór- felldan fellibyl. En ennþá e: óvitað um manntjón. • • •kezstebssr- FROST UM ALLT LAND Hjer heima hefur frostið genf ið yfir land allt. Klukkan ell- efu í gærmorgun var mest fros' mælt á Hæli í Hreppum, eð; þrettán stig. Á sama ííma vai frostið sem hjer segir á eftir- töldum stöðum: Reykjavík í stig. Síðumúla 11, Stykkishólm 9, Kvígindisdal 10, Bolungar- /ík 9, Gjögri 10, Blönduósi 8. liglunesi 10, Akureyri 10, Irímsey 10. Raufarhöfn 10, Tólum 11, Fagurhólsmýri 7, Kirkjubæjarklaustri 10, Vest- mannaeyjum 10 og Þingvöllum 11 stig. • • K VEIN STAFIR Flestir hjerna fyrir sunnan að minsta kosti hafa kveinað Og kvartað. Viðkvæðið er, að þessi skolli sje óþolanlegur, ekki síst um jólin, þegar varla nokkurt farartæki var fáan- legt. Og skemtistaðirnir — til Mannhæðar háir skaflar hindra umferð í norð-austur Banda- rílijunum. dæmis kvikmyndahúsin — prðu fyrir barðinu á þessu upp átæki veðurguðanna, eða að minsta kosti er það vitað, að sum kvikmyndahúsanna voru því nær galtóm síðastliðinn laugardag. Annará hafa þessir veður- drotnarar hagað sjer í meira lagi furðulega undanfarna daga. Samtímis því sem New York búar brjótast um á hæl og hnakka í mannhæðarháum mjósköflum, berast þær frjett r, að menn í suðvestur hluta Bandaríkjanna sjeu að drepast ir hita. • • STÓRFLÓÐ En fleira er einkennilegt við oetta veðurfar. í dág berast ’oær fregnir, að ofsarok hafi irandað nokkrum skipum við ’trendur Evrópu, auk þess sem ’.teypiregn og stórflóð mun iafa sjcð fyrir fleiri manns í S'rakklandi. í gær klukkan þrjú 'iermdu fregnir að þrjár stór- ir þar hefðu flætt yfir bakka úna og að borg ein í Elsas. bar sem flóðin eru verst, væri því nær einangruð. • • ALLAR TEGUNDIR Á öllu þessi er sýnilegt, oð hátíðisdagarnir hafa haft upp Frh á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.