Morgunblaðið - 30.12.1947, Side 11

Morgunblaðið - 30.12.1947, Side 11
Þriðjudagur 30. des. 1947 MORGUNBLAÐIÐ !il Fjelagslíf SkíSaferð að Kolviðar- hóli á gamlaérskvöld kl. 6 e.h. frá Varðarhúsinu Farmiðar seldir í versl. Pfaff á gamlársdag. SkíSadeiIdin. ÁRMENNINGAR! Skíðaferð í Jósefsdal i kvöld, þriðjudag kl. 8 4 og miðvikudag 31. des. kl. 3. Farið frá Iþróttahúsinu. Far- miðar í Hellas. Stjórnin. KH Tilkynning Almennar samkomur BoSun Fagn- aðarerindisins á Nýjársdag kl. 2 og kl. 8 e.h. á Austurgötu 6, Hafnarfirði. L O. G. T Barnastúkurnar Jólagjöf no. 107 og Seltjörn no. 109. Jólafagnaður stúknanna verður í góðtemplarahúsinu í dag og hefst kl, 2,30 e.h. Aðgöngumiðar hjá gæslu- mönnunum og við innganginn. Gœslumenn. VERÐANDI Hátíðarfundur í kvöld kl. 8,30. Jóla hugleiðingar flytur Björn Magnús sou dósent. Mætið stundvíslega. Æ. T. SKRIFSTOFA STÓRSTtKUNNAR Wrilárkjuveg 11 (Templarahöllinni). Stórtemplar til viðtals kl. 5—6,30 •lla þriðjudaga og föstudaga. Tapað Parker-penni tapaðist á laugardag í miðbænum. Skilvís finnandi geri að- vart í sima 5916. Brent silfur-armband tapaðist á ann an jóladag í samkomuhúsi Njarðvíkur eða á leið í húsið. Finnandi vinsam- lega geri aðvart í sima 228 Keflavik gegn fundarlaunum. H Kaup-Sala Frímerkjaskipti. Ef þjer sendið mjer 50 blönduð isl. frímerki, vel útlitandi, sendi jeg yður 50 mismunandi merki frá næstum hvaða landi sem þjer óskið. Ef þjer sendið 50 misöiunandi ísl. merki, þá sendi jeg 100 mismunandi í staðinn. Otto Somholt, Godthaabshave 4. Köbenlfcvn F. ÞaS er ódýrara aö lita heima. Litina selur Hjörtur Hjartarson, Bræðraborgarstíg 1. Simi 4256. NotuS húsgögn og lítið slitin jakkaföt keypt hæst verði. Sótt heim. Staðgreiðsla. Simi 6691. Fornverslunin, Grettisgötu 45. o&aabók Gæfa fylgir trúlofunar hringunum frá SIGURÞÓR Hafnarstr. 4 Reykjavík. Margar gerSir. Sendir gegn póstkröfu hveri á land sem er. — SendiS nákvœmt mál — LJ.J.f pjstjalptá tila& cjrœ&a Íanclic). Jiaycj'd sler^ í <=Hanclcjrœc)i iuíjóL *y - ..... u, ddlripitopa _Jdlapparitícj 29 364. dagur ársins. Næturlæknir í læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs Apóteki, sími 1616. Næturakstur annast Litla bilstöðin, sími 1380. Hjónaband. í gær voru gefin saman að Fellsmúla í Lands- sveit Anna Kristjánsdóttir og síra Ragnar Ofeigsson sóknar- prestur þar. Biskupinn yfir ís- landi, herra Sigurgeir Sigurðs- son, gaf brúðhjónin saman. Hjónaband. Á jóladag voru gefin saman í hjónaband í KeflavíkurkirkjU ungfrú Erna Sverrisdóttir og Sigurður H. Halldórsson, húsasmiður. Heim ili þeirra er á Tjarnargötu 22, Keflavík. Hjónaband. Sunnudaginn 21. þ. m. voru gefin saman í hjóna band í kapellu Háskólans mag- ister Sigríður Þ. Valgeirsd'óttir. Hringbraut 75 og Hjörleifur Baldvinsson prentari, Leifsgötu 10. Heimili ungu hjónanna er á Leifsgötu 10. Hjónaband. S. 1. laugardag voru gefin saman í hjónaband af sr. Jakobi Jónssyni ungfrú Bryndís Emilsdóttir (Björnsson ar stjórnarráðsfulltrúa) og Lýð ur Kristinn'Jónsson (Lýðsson- ar verkstjóra). Heimili þeirra er á Grettisgötu 73. Hjónaband. Nýlega voru gef- in saman í Vestmannaeyjum af sóknarprestinum síra Hall- dóri Kolbeins ungfrú Björg Ágústa Ágústsdóttir og Sigur- geir Kristjánsson. — Og sama dag áttu foreldrar brúðurinnar silfurbrúðkaup frú Elín Hall- dórsdóttir og Ágúst Sigfússon verslunarmaður. Hjónaefni. Nýlega opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Jóna Thoroddsen, Sóleyjargötu 19 og og Sigurjón Alexandersson, Skúlaskeiði 16, Hafnarfirði. Hjónaefni. Á aðfangadag op- inberuðu trúlofun sína ungfrú Guðrún Ragnarsdóttir frá Sandi og Lárus Ingimarsson, verslunarm., Vitastíg 8. Hjónaefni. Nýlega opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Pál- ína R. Guðjónsdóttir frá Akur- eyri og Jóhann Ó. Erlendsson, húsgagnasmiður, Bergþórugötu 45. Hjónaefni. Á aðfangadag op- inberuðu trúlofun sína ungfrú Helga Sigurgeirsdóttir, Linnets stíg 13, Hafnarfirði og Bjarni Sumarliðason sjómaður, Reykja vík. Hjónaefni. Á aðfangadags- kvöld opinberuðu trúlofun sína ungfrú Guðfinna Jónasdóttir frá Efri-Kvíhólma, Eyjafjöll- um og Þórður Gíslason, skóla- stjóri, Gaulverjabæ. Hjónaefni. Á aðfangadag op- inberuðu trúlofun sína ungfrú Guðmunda Jóna Jónsdóttir, Sólsetri, Reykjaveg og Kristján Sumarliðason, Baldursgötu 8, Keflavík. Hjónaefni. Á aðfangadags- kvöld opinberuðu trúlofun sína ungfrú Hulda Ágústsdóttir, Bergstaðastræti 10C og Guð- mundur Karlsson, Hverfisgötu 89. Hjónaefni. Á jóladag opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Sigríður Sigurðardóttir, Freyju götu 32 og Hans Hansson, Kjart ansgötu 10. Hjónaefni. Á aðfangadag op- inberuðu trúlofun sína ungfrú Fjóla Björgvinsdóttir, Berg- staðastræti 54 og Vilhjálmur Hjálmarsson. Faxaskjól 26. Hjónaefni. Á aðfangadags- kvöld jóla opinberuðu trúlofun sína Kristín Kristjánsdóttir, Grenimel 3 og Tryggvi Hall- dórsson, Flókagötu 45, Reykja- vík. Til Hallgrímskirkju Saurbæ. I. Þ. 20 kr. Aheit á Fríkirkjuna í Reykja vík, afh. sr. Á. S.: Kr. 50 frá Maríu Jóhannesd., kr. 100 frá Jóni Gestssyni og kr. 10 frá R.J. Heimilisfólkið í Kópavogs- hæli biður blaðið að flytja þakkir Oddfellow-stúkunni „Ingólfi" fyrir allar jólagjaf- irnar og til Rauða Kross ís- lands fyrir jólatrjeð. Einnig þakkar blinda fólkið Rebekku- systrum og Blindravinafjelagi Islands fyrir peningagjafir. Þá viljum við þakka söngkór templara fyrir sönginn við; guðsþjónustuna á jóladag. Öll- um þessum aðilum óskum við hamingju og guðs blessunar á komandi ári og þökkum alla vinsemd á því liðna. — Sjúkl- ingarnir í Kópavogshæli. Kirkjuritið, jólaheftið, hefir borist blaðinu. Efni er m. a.: Konunurinn kemur, sálmur eft ir Vald. V. Snævarr, Sálmur, eftir Petter Dass. Jólahugleið- ing eftir Sigurgeir Sigurðsson, biskup, Helgisagan um jólarós- irnar, eftir Selmu Lagerlöf, Há tíðahöldin á afmæli Prestaskól- ans: Ræða Magnúsar Jónssonar próf., Hátiðarljóð Tómasar Guð mundssonar, Ræða próf. Ólafs Lárussonar, Ræða próf. Ás- mundar Guðmundssonar, „Sáð- maður gekk út að sá“. prjedik- un dr. Sigurgeirs Sigurðssonar biskups. Ræða Eysteins Jóns- sonar ráðherra, Ræða sr. Krist- ins Daníelssonar, Ræða Valdi- mars J. Eylands, Aldarafmæli Prestaskólans, kvæði eftir Böðv ar Bjarnason. Þá er grein um sr. Ólaf Magnússon, eftir Guðm. Einarsson, grein um sr. Ófeig Vigfússon, eftir Ólaf Ólafsson, Kvennabrekku, Svava. minn- ingarkvæði eftir sr. Björn Hall dórsson í Laufási, Sunnudaga- skóli eða barnaguðsþjónusta, eftir Jón Kr. ísfeld, Sjera Egg- ort Ó. Briem, eftir Pjetur Ingj- aldsson o. fl. Dagrenning, 6. tbl. 2. árg., hefir borist blaðinu. Efni er m. a:. Þjóðsaga um Glaðs-tún, eft- ir Jónas Guðmundsson, Hin mikla ábyrgð Stóra-Bretlands og Bandaríkjanna, eftir Adam Rutherford. Leikhús og helgi- dómur, eftir Jónas Guðmunds- son. Friður á jörðu, kvæði eftir Guðm. Guðmundsson, Hin kristilega stjórnmálahreyfing; á Bretlandseyjum, eftir Jónas Guðmundsson og Næsta ár, eft- ir J. G. UTVARPIÐ I DAG: 8.30 Morgunútvarp. 9.10 Veðurfregnir. 12.10—13.15 Hádegisútvarp. 15.30—16.30 Miðdegisútvarp. 18.25 Veðurfregnir. 19.25 Tónleikar: Zigeunalög. 20.00 Frjettir. 20.20 Jólatónleikar útvarpsins, III.: a) Útvarpskórinn (Ró-| bert Abraham stjórnar). b) j Einleikur á fiðlu (Björn; Ólafsson). 21.00 Jólahugldiðing': „Friður á jörðu“ (Grjetar Fells, rit- höfundur). 21.25 Tónleikar. 21.30 Upplestur: „Anna Bo-! le.yn“, bókarkafli (sjera Sig, urður Einarsson). 21.45 Spurningar og svör um: íslenskt mál (Bjarni Vil- hjálmsson. 22.00 Frjettir. 22.05 Jazzþáttur (Jón M. Árna son). Alúðarþakkir til allra þeirra, er sýndu mjer vinsemd á ýmsan hátt á 75 ára afmæli mínu. Sigurjón Jónsson, læknir Hjá vondu fólki er bók, sem allir lesa sjer til mikillar ána'gju,- jafnt ungir og gamlir. Það er erfitt að segja hvort frá- sagnargleði sjera Árna er % þar þyngri á metunum eða ritsnilld Þórbergs. ör- fá eintök fást enn af fyrri bindunum, „Fagurt mann líf“ og „1 sálarháska“. Ef til vill verða þessar bæk- ur ekki fáanlegar eftir ára mót, en í dag fást þær í |> öllum bókabúðum og Garðastræti 17 (s>mi 5314), Aðalstræti 18, Laugaveg 100, Laugaveg 38, Njálsgötu 64, Baldursgötu 11, Bæk ur og ritföng, Austurstræti 1. Maðurinn minn MAGNtJS JÖNSSON, fyrv. sýsluniaður og bæjarfógeti, andaðist 27. þ.m- Gu'Srún S. Oddgeirsdóttir. Fóstra mín KATRlN ÁSBJARNARDÓTTIR, andaðist 28. þ.m. Fyrir hönd aðstandenda. Ásmundur Ásmundsson. öllum mínum hjartkæru ættingjum nær og fjær, vin- um og kunningjum, votta jeg mitt hjartans besta þakk- læti fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför mannsins míns JÓHANNESAR M. SANDHÓLMS. Kristín Agnes Helgadóttir, Vatnsstíg 9. Þökkum auðsýnda vináttu og samúð við andlát og jarðarför okkar elskulegu móður og tengdamóður ÞÓRUNNAR MATTHÍÁSDÓTTUR. GuSbjörg Ólafsdáttir, Jón Pjetursson, Ólafur Ólafsson, Þökkpm innilega auðsýnda vináttu og saniúð við andlát og jarðarför okkar elskulegu móður og tengda- móður GUÐRlÐÁR PÁLSDÓTTUR. fíörn og tengdabörn. Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför SIGRlÐAR BENEDIKTSDÓTTUR. María Benediktsdóttir, börn og tengdabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.