Morgunblaðið - 04.01.1948, Blaðsíða 2
MORGUTSBLAÐIÐ
Sunnudagur 4. jan. 1948
I 2
f
í
(
:
Maifh nttaðar framkvæmdir
Rjýkjiwihtritoýir m lnimtfl
arfyrirætlanir
í SAMTALI við Gunnar
Thoroddsen borgarstjóra, er tíð
indamaður frá Morgunblaðinu
átti við hann í gær, skýrði hann
í stuttu máli frá fjárhagsaf-
komu bæjarsjóðs á síðastliðnu
ári, og frá ýmsum helstu fram-
kvæmdum og fyrirætlunum
bæjarstjórnarinnar.
Fjárhagur batnandi á
ártnu.
Um fjái’hag bæjarins komst
hann að orði á þessa leið:
Að hann hafi farið batnandi.
Kemur þetta m. a fram í því að
í ársbyrjun 1947 var yfirdrátt-
arskuld við Landsbankann um
4 miljónir króna En nú er sú
skuld greidd að fullu, og var
inneign bæjarsjóðs í bankan-
um um áramótin kr. 800 þús.
Auk þess var sjóðseign bæjar-
ins um hálfri miljón króna
hærri, en hún var um næst-
síðastliðin -áramót.
Skuldir ríkissjóðs við bæjar-
íSjóð, frá árinu á undan, standa
a>ó enn. og hafa inneignir bæj-
arsjóðs í ríkissjóði aukist á ár-
:imi. En hin bætta aðstaða bæj-
arsjóðs við Landsbankann, staf
ar fyrst og fremst af því, að
reynt hefir verið eftir fremsta
• tnegni að fylgja sem mest fjár-
•♦hagsáætlun bæjarins um öll út-
gjöld og tilkostnað,
Útsvörin á árinu.
Aætlun útsvara á árinu
nam samtals 46,4 miljónum kr.
Var það nál. 10 miljóna hækk-
un, frá því sem hún var á ár-
’inu áður. Hækkun þessi stafaði
mestmegnis af tryggingarlög-
gjöfinni nýju, og hækkun á
vísitölu. En þrátt fyrir þessa
hækkun á útsvörunum þurfti
«kki að hækka útsvarsstigann.
Árið 1946 var bætt 10% ofaná
útsvarsstigann, en í fyrra var
ekki lagt nema 5% ofaná út-
svör innanvið kr. 2,000, en 10%
á þau sem voru hærri. Svo út-
svarsstiginn árið sem leið var
þetla lægri á tekjuminstu gjald
endurna.
Innheimtan.
Framan, af árinu gekk inn-
heimta útsvaranna ágætlega.
En þegar kom fram á haustið,
varð hún tregari. Þangað til
eíldveiðarnar hjer hófust. Þá
tók að greiðast úr henni að
nýju, svo hún batnaði stórlega
i nóvember, og náði hámarki í
lok ársins.
Þ, 29. des. innheimtust kr.
950 þús. af útsvörum, en þ. 30.
des. komu inn kr. 1,400.000. Er
það hæsta upphæð sem innborg
ast hefir á einum degi.
Utborganir úr bæjarsjóði
voru óvenjulega miklar líka
þessa daga, vegna þess að aug-
lýst hafði verið eftir reikning-
um, til þess að sem mest af
þeim yrði greitt fjrrir áramót-
in.
Ibúðarhúsabyggingamar.
Á árinu sem leið voru full-
greðar 72 íbúðir bæjarins í
Skúlagötu-húsunum, og hinar
síðustu þeirra teknar í notkun
fyrir jól.
Umsóknir um íbúðir þessar
voxl; um 900. En við úthlutun
þeirra voru þær fjölskyldur
látnar sitja fyrir, sem hafa
mörg börn. Er erfiðast fyrir það
Frásögn Gunnars Thor-
oddsen borgarstjóra
Gunnar Thoroddsen borgarstj.
fólk að fá íbúðir á leigu. í hús-
unum sem verið er að reisa við
Miklubraut og Lönguhlíð, eru
32 ibúðir. Vinna við byggingar
þessar taíðist í sumar, vegna
þess að ekki var hægt að fá
múrara. En síðar var verkið
tekið upp að nýju, með fullum
krafti.
Rætt var um það í bæjarráði,
að hefja byggingu nýrra húsa,
sem annaðhvort yrðu fjögra
hæðaiiús eða 7—10 hæða. Var
í vor ákveðið að hefja bygg-
ing tveggja húsa, með samtals
80 íbúðum. En þegar undirbún-
ingi var lokið, fjekkst ekki
leyfi Fjárhagsráðs til þessara
bygginga. Væntanlega fæst það
á vori komanda, svo bygging
þessara húsa geti byrjað. Hefir
bæjarstjórn ákveðið að halda
áfram byggingum íbúðai’húsa
fyrir hina efnaminni borgara
bæjarins.
Skálholtshverfið.
Síðan bærinn keypti Camp
Knox eða Skálholtshverfið, sem
það nú er kallað, hefir verið
unnið að því, að laga skálana
til íbúðar. Þar voru m. a. sjúkra
hússkálar, sem eru mikið vand-
aðri að öllu levti, en íhinir
venjulegu hermannaskálar. Þar
hafa verið útbúnar tveggja
herbergja íbúðir. Eru íbúðir
þessar að mestu leyti fullgerð-
ar, og byrjað að flytja þangað.
Er það fólk sem búið hefir í
skálum í Skólavörðuholtinu,
sem fer þangað. Verða skálarn-
ir þar rifnir um leið og þeir
losna.
I Skálholtshverfinu hefir
mönnum verið gefinn kostur á
því að velja um hvort heldur
þeir vildu, innrjetta íbúðir sín-
ar sjálfir, og búa bar síðan leigu
laust í 3 ár. Ellegar að bærinn
annist innrjetting íbúðanna, og
síðan yrði leigan ákveðin eftir
mati. Hafa flestir tekið þann
kostinn.
Skólahyggingarxiar.
Á hinu nýliðna ári hefir ver-
ið haldið áfram að fullgera
Lauganess- og Melaskólann.
Hefir bæjarstjórn ákveðið
stefnubreytingu í skólabygg-
jigarmálunum. Hætta að bj'ggja
eins stóra skóla, og gert hefir
verið, fyrir 1000—1500 börn,
og byggja skólana minni, fyrir
400—600 börn hvern. Hafa ver-
ið ákveðnir 3 slíkir skólar af
minni gerðinni í úthverfum bæj
arins. Og sá fyrsti þeirra verði
reistur við Hólsveg í Klepps-
holti, sti’ax og fjárfestingarleyfi
fæst til þess.
Skipulagsbreytingin í
skólamálum.
Á síðastliðnu ári var gerð sú
skipulagsbreyting á skólamál-
um bæjarins, að skólanefnd-
ii’nar fyrir hvern skóla fyrir sig
voru lagðar niður, en í stað
þess kosið fræðsluráð fyrir alla
skólana bæði barnaskólana og
gagnfræðaskólana.
I Fræðsluráðinu eiga sæti
auk borgarstjóra, Helgi H.
Eiríksson skólastjóri, frú Auður
Auðuns, Ingimar Jóhannesson
og Steinþór Guðmundsson. Er
framkvæmdastjóri Fræðslu-
ráðs Jónas B. Jónsson fræðslu-
fulltrúi.
Rafmagnsmálin.
Rafmagnsnotkunin og þörfin
fyrir rafmagn hefir, sem kunn-
ugt er, aukist gífurlega hjer,
vegna þess hve fólki hefir fjölg-
að hjer, iðnaður aukist og not-
in að rafmagninu orðið fjöl-
þættari.
En það er til marks um hínn
öra vöxt rafmagnsnotkunarinn-
ar, að árið 1936, áður en Ljósa-
fossstöðin tók til starfa, var raf-
magnsvinnslan á árinu 8 millj.
kílówattstunda. Næsta ár var
orkuvinnslan 10 millj. kwst. En
15 millj. næsta ár og var Ljósa-
fossstöðin þá í gangi allt ár.ð.
En á síðasta ári var orku-
vinnslan 98 millj. kwst., og hafði
þá aukist frá því næsta ár á
undan um 14 millj. eða nálægt
því eins mikið, eins og öll vinns-
an var orðin fyrsta árið, sem
Ljósafossstöðin starfaði alt ár-
ið, eftir að Rafveita Reykjavík-
ur hafði verið starfandi í 17 ár.
Á síðastliðnu ári hefir kapp-
samlega verið unnið að því, að
fá aukið rafmagn til bæjarins.
í fyrsta lagi með því að reisa
varastöðina við Elliðaárnar, og
undirbúa vii’kjun NeðL foss-
anna við Sogið.
Það hefir dregist lengur en
vonir stóðu til, að stöðin við
Elliðaárnar kæmist upp. Aða't-
ástæðurnar fyrir þeim drætti,
eru verkföll. Fyrst töfðu verk-
föll í Ameríku, að vjelarnar
fengjust afgreiddar, og ýmsar
efnivörur til stöðvarinnar. Síð-
ar kom járnsmiðaverkfallið
hjer til sögunnar, sem stóð frá
miðjum október til miðs des-
ember, er gerði það að verk-
um, að varastöðin gat ekki
komist til notkunar þegar mest
þörf er fyrir hana.
Nú er þess vænst, að hún
geti tekið til starfa í febrúar.
Kostnaður við stöð þessa, hef
ir orðið gífurlegur. Geri jeg
nánar grein fyrir honum, og á-
stæðunum fyrir því, hversu
mikill hann reyndist, þegar
stöðin verður fullgerð.
Frh. á bls. 5.
Umferðarmynd
Það hefur mörgum orðið hált á því að aka óvarlega á sleipum vegi.
s. v. f. í.
Sparifjárvextir hækka, og
útlánsvextir. nema af
/
framleiðslulánum
Geymslufje úr heimahúsum kemur í
pen ingastof nani rnar
ÚT AF breytingum þeim, sem gerðar eru á sparif jár- og útláns-
vöxtum nú um áramótin, hefur Morgunblaðið snúið sjer til Pjet-
urs Magnússonar bankastjóra Landsbankans, og fengið hjá hon-
um eftirfarandi greinargerð um
Komst hann að orði á þessa
leið:
Frá því á árinu 1942, hafa
sparifjárvextir verið 2% á ári,
en hækka nú í 3%% af al-
mennu sparifje. Sje sparifjeð
bundið í banka í þrjá mánuði,
eru vextir af því 4%, en sje fjeð
á árs innlánsskírteini eru vext-
irnir 414%.
Sparifje illa geymt heima.
Sem kunnugt er, hefir all-
mikið borið á því á’ undanförn-
um árum, að menn sem eiga
fje aflögu, hafa ekki lagt það
á vöxtu í bönkum, eða spari-
sjóðum, heldur hafa þeir geymt
seðlana í heimahúsum. — Við
það tapa menn arði af fje sínu,
auk þess sem þeir geta altaf átt
það á hættu, að missa þessi verð
mæti út úr höndum sjer, við
eldsvoða eða ef peningunum
kynni að vera stolið. Hafa ýms-
ir menn brent sig á þessu, í
orðsins fylstu merkingu.
Með því að hækka vextina
af sparisjóðsfjenu er á mjög
virkan hátt ýtt undir alla þá,
sem peninga eiga í fórum sín-
um, að leggja þá á vöxtu, en
með því kemur fjeð alþjóð að
gagni, verður notað til ýmsra
þarflegra hluta.
Seðlaveltan stórlega minkuð.
— Hafa menn reynt að gera
sjer grein fyrir því, hve mikið
af seðlum kunni að hafa legið
í kistuhandröðum manna á
undanförnum árum?
— Ýmsar getgátur eða ágisk-
anir hafa verið settar fram um
það, en ómögulegt er að segja
með nokkrum líkindum, hve
mikil hin eðlilega seðlavelta
hafi átt að vera á síðustu ár-
um. í árslok 1946 voru krónur
167,385,000 í seðlum í umferð.
Fyrir stríð var seðlaveltan
það mál.
venjulega þetta 10—12 milj. —
Sumir hafa giskað á, að eðli-
leg seðlavelta myndi hafa ver-
ið upp á síðkastið 70—80 milj.
En þegar tillit er tekið til þess,
hve mikið meira fje menn af
eðlilegum ástæðum hafa á milli.
handa nú, en var fyrir stríð, þá
tel jeg að þessi ágiskun sje helst
til lág.
Þann 28. des. s. 1. var seðla-
veltan 40 miljónum lægri, en
hún var á sama tíma árið 1946.
Stafar þessi minkun seðlavelt-
unnar af seðlaskiftunum og
eignakönnuninni. Og enn mink
aði seðlaveltan tvo síðustu dag
ana sem bankarnir voru opnir,
um 18 miljónir svo hún er nú
um 108 milj. kr.
Útlánsvextir hækka.
Þá er þess að geta, að for-
vextir bankanna, af öðrr.m lán-
um en þeim, sem veitt eru til
framleiðslunnar, hækka um
einn prósent á ári frá því, sem
þeir hafa verið á undan förnurn
árum. Hafa forvextir verið
5%, en verða nú 6%. En for-
vextir af öllum lánum sem veitt
eru til framleiðslu, verða 4%,
eins og verið hefir.
Afleiðingarnar af þessum ráð
stöfunum verða augljóslega
þær, að hagnaður bankanna
minkar mjög mikið, frá því, sem
verið hefir. Því útborgaðir
vextir af innstæðufje manna
hækka svo tiltölulega mikið
meira, en útlánsvextirnir. •—•
En hagnaður bankanna hefir
um skeið verið það mikill, að
þeir ættu vel að þola þessa tekju
í’ýrnun. Sumir menn hafa tal-
ið þann hagnað óeðlilega háan.
En á það ber að líta, að eins
og atvinnuhættirnir eru hjer á
landi, verður bankastarfsemin
Frh. á bls. 5.