Morgunblaðið - 04.01.1948, Blaðsíða 6
6
MORGIJTSBLAÐIÐ
Sunnudagur 4. jan. 1948
Útff.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.).
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjalct kr. 10,00 á mánuði innanlands,
kr. 12,00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók.
Hin fyrirhugaða síld-
arverksmiðja
ÞEGAR sjeð var, að all-mikil síldveiði yrði hjer í vetur í
nóvember s.l., bar Jóhann Hafstein fram í bæjarstjórninni
tillögu þess efnis, að bæjarstjóm beitti sjer fyrir því, að
hafist yrði handa, sem fyrst um undirbúning undir það, að
bætt yrði aðstaða hjer, til hagnýtingar á síidaraflanum.
Síðan var nefnd sett á laggirnar, sem hefur haft þetta má!
með höndum, og eru þeir í nefndinni frá bænum, Jóhann
Hafstein og Ingvar Vilhjálmsson, frá útgerðarráði Reykja-
víkurbæjar.
Á fulltrúafundi Landssambands íslenskra útvegsmanna,
var málið rætt, og þar kosin þriggja manna nefnd, til þess
að vinna að undirbúningi sama máls. Nefndir þessar hafa
rætt m.a. við hafnarstjórn um málið um staðsetningu á
væntanlegri síldarverksmiðju, sem hjer yrði reist o. fl.
Nefnd sú, sem setið hefur á rökstólum síðan í nóvember,
mun innan skamms skila áliti, til þess að málið komist sem
fyrst í hendur þeirra manna, sem eiga að hafa umsjón með,
og ábyrgð á, væntanlegum byggingaframkvæmdum. Hefur
komið til orða, að verksmiðja sú, sem reist verður, yrði
sameign bæjarins, einstakra útgerðarmanna og ríkisins. —
Annað hefur og verið nefnt, að þessar framkvæmdir hjer
yrðu í höndum stjórnar Síldarverksmiðja ríkisins, og yrði
verksmiðjan hjer rekin sameiginlega með öðrum ríkisverk-
smiðjum.
Ef einstakir útvegsmenn gerðust hluthafar í hinu væntan-
lega fyrirtæki, þá hefur verið talað um, að menn legðu fram
ákveðna upphæð fyrir hvern bát, svo sem 15,000 krónur.
Með slíkri þátttöku frá eigendum 100 báta, kæmi þar fram-
lag, sem næmi kr. 1,500,000.
En yrði hjer um nýjan fjelagsskap að ræða í einhverju
formi, þá yrði hann að tilnefna menn, til þess að standa
fyrir hinum væntanlegu byggingaframkvæmdum. En þegar
menn hefðu komið sjer saman um, hvaða aðilar ættu að
standa að þessari verksmiðju, þá eru mörg úríausnarefni,
sem leysa þarf á skömmum tíma, áður en hægt er að byrja
á verkinu. Þ.á.m. ákveða hvar verksmiðjan á að standa. —
Hefur verið talað um Effersey í því sambandi, eða þá að
verksmiðjan yrði reist einhversstaðar inni við Sund. Þá kem-
ur til greina hvernig hægt er að hafa not af Reykjavíkur-
höfn fyrir þann bátaflota, sem síldveiðarnar stunda. Manni
sýnist, að naumast verði hægt að koma verksmiðju slíkri
fyrir á öðrum stað betur en í Effersey.
Og enn verður að gera sjer grein fyrir því, og það sem
fyrst, hve hyggilegt er, að hafa slíka verksmiðju stóra, og
afkastamikla. Hvernig verði hægt að haga byggingafram-
kvæmdum þannig, að menn geti gert sjer vonir um, að
vinnsla verði hafin í verksmiðjunni á næstu síldarvertíð
hjer sunnanlands, sem menn gera sjer vonir um, að geti
hafist síðustu mánuði ársins, ef dæma má eftir reynslunni
síðustu tvö árin.
Gera má ráð fyrir, að útvegun vjela verði all-erfið, þegar
svo stuttur tími er til stefnu. En bót er það í máli, að reynsla
er fyrir því, að mikinn hluta vjelanna væri hægt að smíða
hjer innanlands.
Annað mál er svo það, að útgerðarmaður einn hjer á
landi mun eiga síldarvinnsluvjelar fyrir verksmiðju, sem get-
ur brætt úr 5,000 málum á sólarhring. Og líklegt er að þær
vjelar geti komið að notum við síldarvinnslu hjer syðra.
Þá hefur það komið til tals, að setja síldarvinnsluvjelar í
skip, svo hægt verði að flytja þær landsfjórðunganna á milli,
þangað, sem vjelanna er þörf á hverjum tíma. En sjá yrði
fyrir útbúnaði til geymslu, bæði á síldinni óunninni og eins
af afurðunum, i landi, þar sem búist er við, ao slikt síldar-
bræðsluskip verð' starfrækt.
En það geíur auga leið, að mikils er um vert, að hraða
undirbúning ssa verks, sem mest, án þess þó að, að
nokkru verði hrapað að lítt athuguðu máli.
verji
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Þrengslin í
sarakomuhúsunum.
ÞRENGSLIN í samkomuhús
um bæjarins, einkum á dans-
leikjum er óhæfa, sem kippa
verður í lag hið fyrsta og áð-
ur en af hlýst slys. Það þarf
ekki mikið út af að bera í
yfirfullu samkomuhúsi. þar
sem útgöngudyr eru fáar, og
stundum aðeins einar og þröng
ar, til þess að ofsahræðsla grípi
um sig meðal mannfjöldans.
Því miður eru mörg dæmi til
þess erlendis.
Og það er ekki einungis
slysahættan, sem þarf að hugsa
um. heldur og óþægindin, sem
af því stafa fyrir menn er
kaupa sig inn á skemtanir, þar
sem ekki er hægt að þver-
fóta.
•
Ung stúlka segir frá.
UNG stúlka segir í brjefi
frá reynslu sinni af dansleik
hjer í bænum núna um jólin.
Hún segir m. a.:
,,Jeg fór á ball hjer í bæn-
um _á annan í jólum. og það
var ljóta „geimið“. Næstum
allir voru blindfullir og hegð-
unin auðvitað eftir því. Svo
var bað margt um manninn, að
jeg er viss um að ekki er
þrengra í síldartunnu. Dans-
inn varð því ekki annað en
mismunandi krafmikil olnboga
skot og troðningur á tám ná-
ungans. Eins og nærri má geta,
voru ekki til borð handa öll-
um þessum fjölda, ekki einu
sinni sæti. Aðgöngumiðinn að
dansleik þessum kostaði kr.
25.00“.
•
Verra en hjá
sauðkindinni.
BRJEFRITARI lýkur tilskrif
sínu með eftirfarandi samlík-
ingu:
„Mig minnir, að í fjárhús-
um sje aldrei haft þrengra en
svo að allar kindurnar komist
að garðanum í einu, og þýkir
ekki og hefir sennilega aldrei
þótt nema sjálfsagt. En hjer í
höfuðborg Islands á 20. öldinni
er fólki boðið verri skilyrði
á mannamótum, en sauðkind-
inni í sínum húsakynnum. Svo
læt jeg útrætt um þennan sam
jöfnuð, hann skýrir sig sjálf-
ur. En jeg vil ekki láta þetta
óátalið. þó að búast megi við,
að bessu verði lítill gaumur
gefinn, ef að vanda lætur“.
•
Vantar ákvæði.
ÞAÐ, SEM vantar í þessum
efnum eru ákvæði í lögreglu-
samþykt bæjarins, sem mæla
svo Þ7rir, að húsnæði, sem not
að er til samkomuhalda sje
mælt upp og síðan ákveðið eft
ir föstum öryggisreglum, hve
margir megi vera þar saman-
komnir í einu.
Slíkar reglur eru víða til er
lendis og þykja nauðsynlegar.
Er þá venja, að festa upp aug-
lýsingu í samkomusölum. þar
sem þess er getið, hve marga
salurinn rúmi, en lögreglan
hefir eftirlit með því við og
við að farið sje eftir reglum
þessum í einu og öllu.
•
Rjóminn sem hvarf.
HÚSMÆÐUR ÞESSA bæjar
urðu ekki lítið hissa í fyrra-
dag er alt í einu var farið að
úthluta 2 desilítrum af rjóma
í mjólkurbúðunum. Það var
sæÞpeti, sem fæstar þeirra
höfðu sjeð síðan fyrir jól, sem
margar hefðu viljað gefa vel
fyrir að eiga í og með hátíða-
matnum. En það er svo undar-
legt, að um stórhátíðar er eins
og kýrnar hætti að mjólka, því
rjóminn hverfur alveg af mark
aðnum.
Ljótar hugsanir vakna hjá
mörgum, sem ekki fá neinn
rjómadropa um, að hann muni
hafa seitlað í skál vináttu,
kunningsskapar og klíkuskap-
ar. Því það er nú svo, að sum
heimili virðast altaf komast
undir einhvern rjómaleka.
Þetta er ekki ásökun, held-
ur frásögn af því hvernig marg
ir hugsa. Og lái þeim hver sem
vill.
•
ílvaðan kom rjóminn?
ÞAÐ ER nú t. d. rjóminn,
sem kom í mjólkurbúðirnar að
morgni 2. janúar. Það má segja
að hann hafi komið eins og
fjandinn úr sauðarlegg. Öku-
færi hafði hríðversnað á þjóð-
vegunum og samgöngubann
víða um sveitir er liggja að
Reykjavík eftir hríðina um
jólin.
En hátíðin er ekki fyr um
garð gengin, en farið er að
skamta rjóma á ný.
Það væri betra minna og
jafnara.
Samvinna
björgunarsveita.
FRÁSAGNIR dagblaðanna
af brunanum í Kirkjustræti
daginn fyrir gamlársdag bera
með sjer, að slysni henti
slökkvilið bæjarins er dælur
biluðu og liðið var vatnslaust
um tíma. Ástæðan virðist vera
sú, að slökkviliðið hefir ekki
yfir að ráða nægjanlega góð-
um þúsakynnum til að geyma
tæki sín. Vjelar slökkviliðsbíl-
anna voru kaldar og erfitt að
koma þeim í gang. Þarf ekki
að efa, að reynt verður að
kippa þessu í lag við fyrstu
hentugleika.
En hitt er ekki eins skiljan-
legt hvernig á því stóð að
slökkvilið bæjarins fjekk ekki
sjer til aðstoðar tæki og menn
slökkviliðsins frá Reykjavíkur
flugvelli. Að minsta kosti hefði
veriji hægt að biðja um aðstoð
þess til vara.
Þegar slyS ber að höndum,
er siálfsagt að allir. sem geta
leggi fram aðstoð sína, enda
er það líka fúslega veitt í öll-
um tilfellum.
:j MEDAL ANNARA ORÐA ....
. ■ ■■ « I Eftir G. J. A. m m m - —— - - - « .. m.«&
Er Palestfnudeilan óleysanleg
FALLHLIFAHERMENN svífa
til iarðar í Palestínu .... Þús
undir Gyðinga reyna að kom-
ast á laun til landsins ....
Fimmtán hundruð Gyðingar
umkringdir í Jerúsalem ....
Lögregluþjónar drepnir á götu
í Tel Aviv .... Þannig hljóða
frjettirnar þessa dagana frá
Landinu helga, og við lestur
þeirra er engu líkara en ný
heimsstyrjöld sje hafinn, svo
mikill er ákafinn og grimdin
og áróðurinn.
Bretar eru þarna milli steins
og sleggju. Forystumenn beggja
deiluaðila gera kröfu til lands
ins heils og óskipts, og hvor- [
ugir sýna þess nokkur merki,
að þeir vilji slaka til.
• •
FRAMTÍÐIN
Verður þessi deila í raun og
veru nokkurntíma leyst? Ýms-
ir eru orðnir þeirrar skoðun-
ar að svo sje ekki.
Þeir benda á öfgarnar, sem
jafnan hafa verið þessu máli
samfara. Fyrir deiluaðilum
hafa jafnan verið menn, sem
með framkomu sinni allri hafa
gert friðsamlega lausn máls-
ins því nær óhugsanlega. Flest
ir eru þetta ævintýramenn,
einna áþekkastir skuggalegu
mönnunum. sem við lesum um
i reyfurunum.
e •
PASHA
Azzan Pasha, aðalritari Ar-
ababandalagsins, er hjer gott
dæmi. Þessi prúðbúni maður,
sem um þessar mundir situr
á fundum með mönnum eins
og Muftanum yfir .Terúsalem.
var urn langt skeið skæruliði,
sem barðist gegn Bretum og
Frökkum í Norður Afríku,
leyndist í eyðimörkunum þar,
ferðaðist um á úlfalda og gerði
ásamt fjelögum sínum, skyndi
árásir á hermennina. sem þá
voru höfuðóvinirnir. Þessi ár-
in klæddist Pasha Arabaföt-
um og gekk berfættur.
Vinur hans. Muftinn yfir
Jerúsalem, er önnur ævintýra-
persóna. Hann hefur hvað eft-
ir annað æst til ófriðar við
Breta, verið landflótta í fjöl-
mörg ár og varð þekktur á
stríðsárunum fyrir vináttu við
Hitler. Myndirnar af foringj-
anum og honum hafa verið
birtar í heimsblöðunum og
reynst sterkt vopn í höndum
Gyðinga.
• •
GYÐINGAJÍ
Leiðtogar Gyðinga eru einn
ig hálfgerðar reyfarapersón-
ur. Starf þeirra hefur verið
þannig, að þeir hafa að mestu
orðið að vinna á laun, og marg
ir hverjir hafa þeir verið land
lausir. Foringi Gyðingaráðsins>
Moseh Shertok, sem hjer birt-
ist mynd af að þessu sinni, er
einn þessara manna.
F'rh á bls. 8.