Morgunblaðið - 04.01.1948, Blaðsíða 1
35. árgangur
2. tbl. — Sunnudagur 4. janúar 1948.
Isafoldarprentsmiðja h.f.
Yfirdrotnunarstefna Rússa ógnar Evrópu
Hvað eftir annað Ies maður fregnir af því, að Gyðingar reyni að
komast á laun til Palestínu. IJinu er sagt sjaldan frá, að þeir komi
sem leyfilegir innflytjendur. Myndin hjer að ofan sýnir einn slíkan
innflytjendahóp vera að stíga á land í Haifa.
Áframhaldandi morð
og breimur í Palestínu
Enn barisl í Jerúsalem
JERÚSALEM í gærkvöldi.
Einkaskeyti til MBL. frá Reuter.
FJÖLDI MANNS var drepinn í Palestínu í gær, og virðist síst
vera að draga úr átökunum þar í landi. 1 Jerúsalem börðust Gyð-
ingar og Arabar sem ákafast, og í Gyðingahverfi borgarinnar
var kveikt í nokkrum húsum. Þá var og gerð árás á breskan her-
flokk, og varð að senda liðsauka á vettvang.
Árás á þorp
í Norður Palestínu gerðu
vopnaðir Gyðingar árás á Araba
þorp, með þeim árangri, að einn
Arabi var drepinn, en arabisk
kona særð. Að árásinni lokinni,
fannst lík af ungum Gyðingi
skammt frá þorpinu.
í Haifa var ráðist á Gyðinga-
stúlku og hún skotin til bana.
Hefndarvíg
Haganah, hinn öflugi leyni-
fjelagsskapur Gyðinga, gaf í
dag út tilkynningu, þar sem
sagt er meðal annars, að fjórir
Arabar hafi verið drepnir í nótt.
Mun þetta hafa verið í hefnd-
arskyni fyrir dráp nokkurra
Gyðinga.
Ný einkennisföt
Breskir hermenn í Palestínu
hafa nú fengið nýja, bláa ein-
kennisbúninga, en hin brúnu
einkennisklæði þeirra þóttu of
lík klæðnaði sumra ofbeldis-
manna.
Smjörskammtur
Dana minnkaður
Kaupmannahöfn í gær.
Einkaskeyti til Mbl. frá
Reuter.
HERT hefur verið á skömmtun
í Danmörku, vegna versnandi
viðskiptaástands og er nú árs-
f jórðungsskammturinn á smjöri
lækkaður frá 1750 grömmum
niður í 750 grömm. Magarín-
skammturinn hefur þó verið
hækkaður úr 1500 grömmum
upp í 2500. Er smjörskammtur •
inn minnkaður til þess að auka
útflutnir.g og mun aukningin
nema allt að 70 milljónum kr. í
erlendum gjaldeyri á ári. Sígar-
ettuskammturinn verður þó auk
inn og súkkulaði fá þeir, sem
ekki reykja. Matarskammturinn
verður aukinn handa þeim, sem
vinna erfiðsvinnu, til þess að
auka vinnuafl.
Michael
—————
Attlee lýsir ófrelsinu í
London í gærkvöldi.
SÚ fregn barst hingað frá
Bukarest í kvöld, að Michael
konungur væri lagður af stað
frá Rúmeníu. Ekki er enn með
vissu vitað, hvert konungur
ætlar, en miklar líkur eru þó
taldar fyrir því, að Svissland
sje ákvörðunarstaður hans.
í fylgd með konungi er Helen
móðir hans, auk ýmissa hátt-
setfra herforingja.
Michael ferðast í einkalest.
— Reuter.
Austur Evrópu
LONDON i gærkvöldi.
Einkaskeyti til MBL. frá Reuter.
í ÚTVARSRÆÐU, sem Clement Attlee, forsætisráðherra Breta,
flutti hjer í kvöld, sakaði hann Rússa um að halda uppi þeirri
stefnu í utanríkismálum, sem kynni að verða undanfari nýrrar
efnahags- og stjórnarfarslegrar yfirdrottnunar í Evrópu. Það er
kaldhæoni örlaganna, hjelt Attlee áfram, að einveldisstjórnir,
sem sýna meiri harðneskju, en konungar og keisarar, við að drepa
niður alla andstöðu, skuli fela sig undir lýðræðisnafninu.
Rúmiega 5000
n! síidar
Lcppríkin
Breski forsætisráðherrann var
jafn berorður um „lýðræðið“ í
rússnesku leppríkjunum. í Aust
ur Evrópu, sagði hann, hafa
kommúnistaflokkarnir sagt skil
ið við einstaklingsfrelsishugsjón
ina og pólitískt lýðræði.
Rangoon í gærkveldi.
BURMA lýsti yfir algeru
sjálfstæði sínu klukkan 21.50 í
kvöld eftir breskum tíma. Hef-
ur Burma þar með sagt sig úr
breska heimsveldinu, en það er
fyrsta landið, sem það gerir síð
an 1776.
Thakin Nu forsætisráðherra,
mun mynda nýja stjórn þeffar
■'ftir að Bretar eru með öllu
farnir frá Burma, en þangað
streymir nú fjöldi tiginna gesta
til að vera viðstaddir hátíða-
höldin, sem hefjast eiga á morg-
un.
Rangoon, sem varð fyrir tals-
'ærðum skemmdum í styrjöld-
inni, er nú öll fánum skreytt.
—Reuter.
NOKKURT fjör færðist yfir
síldveiðarnar í gær. Lítil veiði
var í Hvalfirði, en hjer á Rauð
arárvíkinni og á sundinu milli
Laugarness og Viðeyjar voru í
gær að veiðum milli 20 og 30
skip. Afli var mjög sæmilegur
hjá sumum þessara skipa, en
svo minni hjá öðrum.
í gær bárust hingað til
Reykjavíkur um 5.200 mál síld
ar, með níu skipum. Hæst
þeirra voru með 800 mál, en
það voru Ásgeir og Anglía og
Ingólfur Arnarson, Edda var
með 750 mál, Grindvíkingur
850, Stjarnan með 700, Þor-
steinn 650, Bjarmi 150 og Kári
Sölmundarson' með 400 mál.
Verið er að lesta þýska tog-
ara með síld svo og flutninga-
skipin Hel og Snæfell, sem
flytja síld norður.
Yfirþjóðin
Um Rússland sagði Attlee
meðal annars eftirfarandi, til
viðbótar því, sem skýrt er frá
hjer að ofan:
Saga Sovjetríkjanna nægir til
að vara okkur við því, að án
pólitísks frelsis- getur sameign-
arstefnan fljótlega farið út í
öfgar og leitt til nýrra tegunda
kúgunar og órjettlætis.
Um hinn rússneska kommún-
isma hafði forsætisráðherrann
það að segja, að hann virtist
vera að verða að nýrri heims-
veldishugsjón, enda stafaði öðr
um Evrópuþjóðum mikil hætta
af þessu.
I
Hlutverk Breta
í lok ræðu sinnar ljet Attlee
þá skoðun í ljós, að það væri
hlutverk bresku þjóðarinnar að
sigrast á þessum öfgastefnum
og ganga á undan um myndun
þjóðskipulags, þar .sem allir
nytu fyllsta stjórnmálalegs og
efnahagslegs sjálfstæðis.
Bidaul! þakkar
Bandaríkjalánið
GEORGE BIDAULT utan-
ríkismálaráðherra Fjrakklands
sagði í dag um bráðabirgðaað-
stoð Bandaríkjanna, að án hjálp
ar þessarar myndi Frakkland
ekki hafa getað framleitt nóg
til að sjá sjálfu sjer farborða.
Kvað hann hjálp þessa ekki ein
ungis hafa bjargað Frakklandi
heldur einnig öðrum löndum í
Evrópu. Það fje sem Frakkar
hafa fengið af láninu hefur þeg
ar bjargað framleiðslu okkar.
—Reuter.
Skoftið úr fallbyssum
ú Konitza
Skæruliðar enn í hæðunum kringum
borgina
AÞENA í gærkvöldi.
Einkaskeyti til MBL. frá Reuter.
TILKYNNT var hjer í Aþenu í kvöld, að skæruliðasveitir hjeldu
uppi ákafri skothríð á Konitza, en þeim hefur enn ekki tekist að
taka borgina, þrátt fyrir látlausar tilraunir. Hafa skæruliðarnir
komið byssum sínum fyrir í hæðunum fyrir norðan og vestan
borgina.
Hersveitir stjórnarinnar fá
stöðugt liðsauka, og gera nú
hverja tilraunina á fætur ann-
ari til að flæma uppreisnar-
menn úr hæðunum.
Barist um brú
Þá hafa og borist fregnir af
því, að skæruliðar vopnaðir
þungum vjelbyssum og
sprengjuvörpum reyni nú að
koma -í veg fyrir það, að stjórn-
arhersveitum takist að koma
bráðabirgðabrú yfir fljótið Rocs
en yfir það þarf að fara til að
koma vistum og hergögnum til
hersveitanna í Konitza. Hefur
skæruliðum tekist þetta til
þessa.
35 falla í Kalkútfa
Kalkútta í gær.
TIL bardaga kom milli lög-
reglunnar og hersins hjer í gær,
og fjellu 35 menn. Ekki er kunn
ugt um ástæðuna fyrir þessum
átökum, nema að múgur mikill
afnaðist á aðalgötunum og varð
lögreglan að skjóta á hópinn.