Morgunblaðið - 06.01.1948, Blaðsíða 1
35. árgangur
3. tbl. — Þriðjudagur 6. janúar 1948.
Isafoldarprentsmiðja h.f.
Skipverjar af Björgu heimtir úr helju
Skipsböfnin á mb Björg
Skipsbrotsmennirnir at' m.b. Björg hafa dvalíð á Hotel iuu siðan
þeir komu, og er þessi mynd af þeim tekin þar. Talið frá vinstri:
Ásgeir Guðmundsson, Sveinn Þórðarson, Sigurður Jónsson formað-
ur, og Arnór Karlsson. Ljósm. Mbl. Ólafur K. Magnússon.
Verkföll í Þýskalandi
vegna matarskortsins
Malarskamtur í Ruhr mikið minkaður
Dusseldorf í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
MÓTMÆLAVERKFÖLL vofa nú yfir víðsvegar í Ruhr, en þar
var í dag tilkynt að matarskamturinn þessa viku yrði 2,500
grömm af brauði og 200 grömm af makkaroní. Ekkert hefur
verið tilkynt um, að kjöti eða feitmeti verði úthlutað þessa daga,
en undanfarnar vikur hefur ástandið í þessum efnum verið þann-
ig, að aðeins örfáir hafa getað keypt þessar vörur.
Hittu þýskantogaraskamt
frá Dyrhólaey eftir mikla
hrakninga og mannraunir
forxpá á jóladag: „Yíð fendum í Reykjavtk
í bessum róðri".
í Köln
Um 1.500 starfsmenn við Ver-
eingte Westwaggon járnbrautar-
stöðina í einu af úthverfurn
Köln lögðu niður vinnu í dag.
Skýrir þýsk frjettastofa frá því,
að þetta hafi verið gert til að
mótmæla matvælaástandinu, en
verkfallsfundir voru auk þess
haldnir í mörgum verksmiðjum
í Duisburg.
Hamborg
Hafnarverkamenn í Hamborg
hafa og lagt niður vinnu, en
vinnuveitendur og verklýðsleið-
togar hafa skorað á þá að hverfa
aftur til vinnu sinnar þegar í
stað. Halda þessir aðilar því
fram, að verkfall hafnarverka-
manna sje ólöglegt, auk þess
sem það bæti gráu ofan á svart
með því að tef ja fyrir matvæla-
flutningum til Þýskalands.
Vilja meiri vinnu
Hafnarverkamenn krefjast
þess, að þeim verði tryggð
að minsta kosti fimm daga
vinna á viku, en vilja þar utan
fá 30 prósent launalækkun og
sjerstakan matvæla og klæða-
skamt.
Verkfallsmennirnir í Ham-
borg munu í dag hafa verið um
6.000.
„Lilla ailsherjar-
jringið" kemur
saman
MILLIÞINGANEFND Samein-
uðu þjóðanna — ,,litla allsherj-
arþingið“ svokallaða — kom
saman á fyrsta fund sinn í dag.
Voru mættir 51 fulltrúi, en Rúss
ar og hin austrænu „lýðveldin"
taka ekki þátt í störfum nefnd-
arinnar og hafa lýst því yfir, að
þau muni hafa hana að engu.
Trygve Lie, aðalritari S. þ.,
hefur lýst yfir ánægju sinni yf
ir stofnun litla alsherjarþings-
ins, en forseti þess var kosinn
dr. Luis Padilla Nervo (Mexiko)
i iíld gefin til Ham-
borgar
ÞÝSKI togarinn Preussen
;em tekin var í landhelgi og
em fjekk að vinna af sjer
■ekt sína til Si"lufiarðar, er
arinn til Þýskalands.
Þegar togarinn fór, en ferð-
nni er heitið til Bremerhav-
'n Wesermunde, var hann hlað
nn síld, er útgerSarmenn síld
æiðiskipa er stunda veiðar í
Hvalfirði og stjórn SR gaf ibú
im í þessum hafnarborgum.
\ður en langt um líður, mun
■íldarfarmur einnig verða gef-
nn til íbúa í /Iamborg.
Þeð eru tæjaryfirvöldin í
/iðkcmandi borgum er sjá um
Irryfing síldarinnar.
íldsvoði á Bsrgsíaða
strsli
í FYRRINÓTT urðu miklar
skemdir á bakhúsinu nr. 45 við
Bergstaðastræti, er eldur kom
upp í húsinu.
Hús þetta er tvær hæðir, og
hefir verið notað til geymslu,
en nú var verið að innrjetta
það til íbúðar.
Þegar slökkviliðið kom, var
mikill eldur í gólfi efri hæð-
ar og hafði þá brunnið gat í
gegnum það. Einnig var tals-
verður eldur í útvegg hússins.
Aðalhúsið, Bergstaðastræti 45,
sem er með stærstu timburhús-
um í bænum og áfast er við
bakhúsið, var ekki í neinni telj-
andi hættu, er slökkviliðið kom.
Þurftu íbúar þess því ekki að
flytja út húsgögn sín eða annað.
Slökkviliðinu hafði tekist að
kæfa eldinn í bakhúsinu eftlr
um það bil klukkustund. Hafði
það þá skemst talsvert mikið.
Danir yilja selja
Þjóðverjum fisk
Khöfn í gærkv.
Einkaskeyti til Mbl.
DANSKA stjórnin hefir ákveð-
ið að rannsaka möguleikana á
aukinni fisksölu til Þýskalands,
en mikið af fiski fer nú beint
í danskar fiskimjölsverksmiðj-
ur, þar sem þýski marðurinn
hefir brugðist.
Bresk-bandaríska hernáms-
svæðið í Þýskalandí kaupir lít-
ið eitt af fiski frá Danmörku,
og franska hernámssvæðið hef-
ur þegar fengið þann fisk, sem
hernámsstjórnin þar fekkst til
að kaupa.
Fisksendingar til rússneska
hernámssvæðisins hafa verið
stöðvaðar, þar sem greiðsla hef
ur enn ekki fengist fyrir fyrri
sendingar. Skuldar hernáms-
svæðið nú eina miljón danskra
króna.
Danir telja sig geta selt
Þýskalandi 30,000 tonn af fiski
á ári. — Páll.
SKIPVERJA RNIR fjórir af vjcl
bátnum Björgu frá Djúpavogi,
komu hingaö til Reykjavíkur,
meö þýskum síldarfiutningatog-
ara, aðfaranótt sunnudags s.l.
Vika er síöan þeir voru taldir
af.
Eftir mikla og margvíslega
hrakninga, og ótrúlegar þrek-
raunir hittu þeir aö morgni þess
3. jan. þenna þýska togara,
Lappland, 15 sjómílur fyrir aust
an Dyrhólaey. Var þá kominn
svo mikill leki aö Björgu, afí
skipverjar höföu ekki viö aö
ausa. Ef björgun heföi ekki
komiö einmitt þá myndi hafa
veriö úti um þá eftir skamma
hríö, og öll barátta þeirra und-
anfarna daga heföi veriö unnin
fyrir gig.
Þegar taliö var saman, hve
margir menn heföu farist á sjó
á síöastliönu ári hjer viö land,
voru þessir j skipverjar á
Björgu taldir þar meö. Svo von-
laust var þaö talið, aö þeir vœru
á lífi.
Mennirnir eru þessir, eins og
fyrr hefur veriö skýrt frá hjer
í blaðinu:
SIGURÐUR JÓNSSON
formaður bátsins, og hásetarnir
ARNÓR KARLSSON
ÁSGEIR GUÐMUNDSSON
SVEINN ÞÓRÐARSON.
Allir eru þessir menn á Ijett-
asta skeiöi. Er Siguröur Jóns-
son, formaöurinn, þeirra yngst-
ur, 22 ára aö aldri.
Allir eru þeir búsettir á Djúpa
vogi. Arnór og Ásgeir eru gift-
ir, en Siguröur og Sveinn eiga
unnustur.
Siguröur Jónsson er œttaöur
frá Noröfiröi. Þar eiga foreldr-
ar hans heima, Jón Benedikts-
son og Þóranna Pjetursdóttir.
Hann hefur stundað sjó, síöan
hann var 13 ára aö aldri. Hann
tók fiskimannspróf hiö minna á
Noröfiröi fyrir nokkrum árum.
Hann hefur veriö á þessum bát
aö mestu leyti síðustu 3—ý árin
og geröist meðeigandi bátsins t
vor. Annar eigandi hans Ingólf-
ur Kristjánsson er á mótornám-
skeiöi á Eskifiröi nú. En œtlaði
aö koma á bátinn innan skamms.
Þýski togarinn Lappland kom
hingaö á ytri höfnina t Reykja-
vík kl. 3 á aöfaranótt sunnu-
dags. En skipverjar höföu ekki
samband viö land fyrri en
nokkru eftir hádegi á sunnudag
aö hafnsögumenn komu út í tog-
arann. Svo þaö var ekki fyrri
en kl. hálf þrjú aö þaö vitnaðist
um hina óvcentu og gleðilegu
heimsókn hingaö til bœjarins.
Loftskeytatæki eru ekki í hin-
um þýska togara, en talstöð meö
annarri bylgjulengd en Reykja-
víkurstööin. Svo skipverjar gátu
ekkert tilkynt hingaö um komu
stna eöa björgunina, fyrri en
skipiö var hingaö komiö.
Þeir eru komnir.
Laust eftir kl. 1 e. h. á sunnu-
dag hringdi Sverrir Þórðarson
blaðamaður til mín og segir:
Þeir eru komnir í land menn-
irnir frá Björgu.
Jeg trúði ekki strax mínum
eigin eyrum og segi:
— Hvað áttu við? Hvar eru
þeir komnir í Iand? Því trú-
legra þótti mjer, að til þeirra
myndi spyrjast dáinna en lif-
andi.
Hjerna, segir Sverrir. Með
þýskum togara. Jeg er að fara
til að tala við þá.
Mjer væri þökk á því, að fá
að hafa tal af slíkum mönnum
segi jeg þá. Nokkru síðar verða
þeir svo samferða heim til mín,
Sigurður Jónsson skipstjóri og
Sverrir.
Trauðla hefði jeg getað hugs-
að mjer óvæntari, og ánægju-
legri gest í mínum húsum, en
þenna unga hvatlega skipstjóra,
sem svo lengi haíði verið í helj-
ar greipum mcð fjelögum sínum
en stóð nú þarna fyrir framan
mig, í forstofunni, frískur og
kátur, rjett eins og hann
hefði engum erfiðleikum mætt.
Hann lítur snöggvast á sjó-
fötin sín, einsog hann vildi segja
að hann teldi sig ekki í húsum
hæfan. En vífilengjur um klæðn
aðinn komu ekki til greina.
— Það er best að jeg fari úr
stígvjelunum, segir hann og
smeygir sjer úr sjóstígvjelun-
um. Sokkarnir eru nú sitt af
hvoru tagi, scgir hann svo með
nokkrum afsökunarhreim í rödd
inni.
Það voru hlýir íslenskir
ullarsokkar. Frændur þeirra
hafa hlýjað íslendingum marga
kalda daga, hugsaði jeg, en
benti komumanni á, að hann
myndi hvarvetna jafn velkom-
inn hvernig sem sokkaplöggin
hans væru á litinn.
Við settumst að kaffiborði.
Jeg bauð komumanni smurt
brauð. Ekki voru trakteringarn
ar merkilegri. Hann tók því vel.
Maður er nú alltaf svangur, eft-
ir svona lagaða túra, sagði hann
svo, látleysislega rjett einsog
Frh. á bls. 7.