Morgunblaðið - 06.01.1948, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.01.1948, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MÁNADALUR .Sháldóafya ej^tir g}acl< cJdondo n 96. dagur fyrir það meira fje heldur en hann gat komið í lóg. Hann þótti=t því hafa efni á því að fá sjer frídaga og þá söðlaði hann hestana og þau Saxon voru á ferðalagi frá morgni til kvölds. Venjulegast fóru þau þá strandveginn til Monterey því að þar þótti Saxon feg- urst leið. í vatninu Del Monte kendi hann henni að synda, og svo fóru þau vanalega heim- leiðis yfir fjöllin. Saxon íór líka með honum á veiðar og ævi heirra var sífeld skemtun. Einhverju sinni er þau voru á heimleið og horfðu yfir Carm el dalinn, sagði Billy: „Aldrei framar skal jeg ráða mig í fasta vinnu hjá neinum manni — ekki á meðan jeg lifi“. ,.Það er ekki allt fengið með vinnu“ sagði hún. Nei, það segirðu satt. Hvaða gagn væri nú til dæmis að því, þótt jeg ynni við akstur í Oak- land í miljón ár og fengi eina miljón á dag, en búa við þau kjöt\ sem við áttum við að búa? Það var ekki annað en strit frá morgni til kvölds, maður varð að rífa í sig matinn á sem styst um tíma og svo var engin önn- ur skemtun en sú að fara 1 bíó. Fara í bíó, það var þá skemtun. Nei, heldur vildi jeg fórna allri jævi minni fyrir eitt ár hjer í Carmel, heldur en þurfa að eiga heima í Oakland“. Saxon skrifaði þeim Hall og konu hans að þau ætluðu að leggia á stað með vorinu til þess að leita að dalnum í mán- anum. Þetta kom sjer illa fyrir Hall, því að Bideaux var hætt- ur við guðfræðinámið og ætl- aði sjer nú að verða leikari. Hann kom til Carmel og tók aftur að sjer umsjón með hús- inu. Saxon þótti vænt um það að aliir söknuðu þeirra. Vagnaeig andinn í Carmel bauð Billy níutíu dollara á mánuði ef hann vildi verða ráðsmaður hjá sjer, og álíka tilboð fjekk Billy frá öðfum þar í nágrenninu. írski rithöfundurinn mætti þeim á járnbrautarstöðinni í Monterey. Hann var að koma heim. frá New York. ,,Hvert ætlið þið að fara?“ spurði hann og var sem honum væri órótt. ,,Við ætlum að leita að dal í mánanum“, sagði Saxon og hló. Hann horfði á þau um stund og hrópaði svo: „Jeg kem með ykkur. Lofið mjer að verða ykkur sam- ferða“. * En ákefðin hvarf jafnskjótt og raunasvipur köm á hann. „Jeg má það ekki. Jeg hefi gert samning um að skrifa þriggja þátta leikrit. Ó. hvað jeg öfunda ykkur“. XI. KAFLI. „Við komum til Monterey á tveimur jafnfljótum í vetur, en hú förum við þaðan í vagni. Hvað finst þjer?“ sagði Billy og hallaði sjer aftur á bak í sæti sitt urA leið og lestin rann á stað. Þeim hafði komið saman um það að þau skyldu ekki fara sömu leiðina gangandi aftur og nú voru þau á leið til San Francisko með járnbrautarlest. Hall hafði varað þau við því að leita lands sunnar með strönd- inni, því að þar væri hitinn ó- þolandi. Og nú voru þau á leið norður á bóginn, þangað sem loftslag var svalara. Þau ætl- uðu sjer að fara yfir flóann á báti til Sauselito og ganga svo norðurmeð ströndinni. Þar var heimskynni rauðaviðartrjánna, hafði Hall sagt þeim. En í reyk ingavagninum komst Billy í kynni við mann. sem breytti ferðaáæltun þeirra. Maður þessi var skarpleitur og með brún augu, eflaust Gyðingur. Billy mintist þess, sem Saxon hafði sagt, að þau ætti altaf að spyrjast fyrir og þess vegna gaf hann sig á tal við manninn. Hann komst skjótt að því, að þessi maður vissi ýmislegt, sem Saxon varð að fá að vita. Þegar þeir höfðu reykt bauð Billy honum því inn í næsta vagn og kynti þau Saxon. Ann- að eins og þetta hefði hann ekki látið sjer detta í hug að gera,. áður en hann kom til Carmel, en þessa mannasiði hafði hann lært þar. „Hann var að segja mjer frá kartÖflukóngunum og mjer fanst að þú þyrftir að heyra það líka“, sagði hann við Sax- on til útskýringar. ,,Og nú ætla jeg að biðja yður Mr. Gunston að segja henni frá Kínverjan- um, sem græddi nítján þúsund ir í fyrra á asparges og selleri11. „Já, jeg var að segja mann- inum yðar frá því hvernig Kín verjarnir koma sjer áfram þarna uppi hjá San Joaquin fljótinu. Það mundi borga sig fyrir ykkur að fara þangað og sjájþað. Nú er heppilegasti tím inn — ekkert mýbit komið enn. Þið getið farið úr lestinni í Dia mond eða Antioch og ferðast svo á milli eyjanna með fljóta- báti. Það er ekki dýrt að ferð- ast með þeim og sumir þeirra eru hraðskreiðir eins og gufu- skip, eins og til dæmis „Duch ess“ og „Princess". „Segið þjer henni frá Chow Lam“. sagði Billy. Maðurinn hallaði sjer aftur á bak i sætið og hló. „Fyrir sjö árum var Chow Lam kominn í hundana vegna spilamensku“, sagði hann. „Hann átti ekki eyrisvirði og heilsan var líka bágborin. Hanx hafði þrælað í gullnám- unum þangað til hann var orð- inn veikur í bakinu og eftir það reyndi hann að þvo út gull á þeim stöðum, þar sem aðrir voru gengnir frá. En alt, sem honum áskotnaðist fór í spil- um. Og svo skuldaði hann kín- verskum fjelögum þrjú hundr- uð dollara. Það eru sem sagt ekki nema sjö ár síðan að hann var heilsulaus og skuldaði þrjú hundruð dollara og hafði enga atvinnu. Þá fór hann til Stock- ton og fjekk atvinnu þar hjá kínversku fjelagi. sem ræktar asparges og selleri hjá Middle River. Þegar þangað kom fór hann að hugsa um hvernig kom ið væri fyrir sjer. Hann hafði verið rúm tuttugu ár í Banda- ríkjunum, en hafði ekki orðið neitt við hendur fast, svo að hann átti ekki einu sinnni fyrir fargjaldi heim til Kína. Nú. sá hann hvernig Kínverjarnir þarna höfðu farið að. Þeir höfðu sparað hvern eyri og keypt sjer hlutabrjef. Nú vann hann í heilt ár og sparaði. Að því loknu keypti hann eitt hlutabrjef í 30 hlutabrjefa fje- lagi. Það eru fimm ár síðan. Þeir leigðu þrjú hundruð ekr- ur af hvítum manni, sem held ur vildi ferðast í Evrópu en rækta jörðina. Það sem Chow græddi þetta fyrsta ár notaði hann til þess að kaupa tvö hlutabrjef í öðru fjelagi. Og ár ið eftir stofnaði hann eigið hlutafjelag og lagði í það and- virði þessara þriggja hluta- brjefa. Það eru þrjú ár síðan. Þetta varð besta ár og hann græddi fjórar þúsundir dala. Næsta ár var gróðinn fimm þúsundir. Og í fyrra hafði hann nítján þúsundir í tekjur. Er það ekki dágott af útslitnum ræfli eins og Chow Lam?“ Saxon saup hveljur. Og þá hjelt Gunston áfram. „Svo er það Sing Lee — kart öflukóngurinn í Stockton. Jeg þekki hann vel. Jeg hefi oft átt skifti við hann og grætt minna á honum en nokkrum öðrum sem jeg hefi skift við. Hann var upphaflega Kuli, en hann fór huldu höfði til Banda ríkjanna fyrir tuttugu árum. Hann byrjáði að vinna dag- launavinnu, svo tók hann upp á því að selja grænmeti og bar það í tveimur körfum á stöng. Því næst setti hann á fót versl un i Kínahverfinu í San Franc isko. Hann tók eftir öllu og hann kyntist afkomu þeirra bænda. sem versluðu við hann. Þá sá hann að hann græddi ekki nóg á versluninni. Hann hætti að versla og fór til Joa- quin. Þar var hann fyrst í tvö ár oft gerði varla annað en hafa opin augun. Svo tók hann af skarið. Hann leigði sjer tólf hundruð ekrur af landi og borgaði sjö dollara í leigu á ári fyrir hverja ekru — •—“. „Er það nú bíræfni“, hróp- aði Billy, „að borga átta þús- undir og fjögur hundruð doll- ara í leigu á ári. Jeg get fengið fimm hundruð ekrur keyptar fyrir sjö dollara hverja ekru“. „Er hægt að rækta kartöfl- ur þar?“ spurði Gunston. Billy hristi höfuðið. Srgurgeir Sigurjónssorr ..h hœstaróttorlögmqour . ... SI?/ífátofutírTrí'>jO—Í2 og Adalstrœt; B Sími 1043 Þriðjudagur 6. janúar 1948. Handavinnunámskeið Heiinilisiðnaðarfjelags Islantls byrja aftur mánudaginn 19. janúar. Kent er frá kl. 2—6 og 8—10 e. h. Nokkrar stúlkur geta ennþá komist að. — Uppl. hjá Guðrúnu Pjetursdóttur, Skólavörðustíg 11A, kl. 2—4. Sími 3345. i Unglingspilt vantar til innheimtu og sendistarfa á aðalskrifstofu landssímans. Póst- og símamálastjórnin. 4 §X§X§X§X§<§§X§§X§<§X§<§X§<§X§<§X§<§<§<§^>§X§X§X§<§<§X§X§<§^X§X§<§>§X§><§<§>§X§>§X§§X§X§^X§ $*$*^<Sk$K§><$K§><^<$^^<$><§>^3><$><$>3>,$><$><S><$><§><$><$><§><S><$>,§><$><^<§><8><^<§><^<§><§><§><§^^ 'SkuEdabrjef allt að 210 þús. kr. x óskast strax. Athugið verðmæti nýju seðlanna. — Til- ¥ | boð merkt: „Skuldabrjef“ sendist Morgunblaðinu fyrir ¥ 1 10. þ. m. §*§§X$>®&§§>§X§<§§X§§X§§X§^®<§§X§§X§X§§X§§X§§x§<§§X§<§§X§X§X§X§>§X§>§X§X§X§><§§> *X§§X§§>§>§>§><§§X§<§§>®®§^X§<§§X§<§<§§X§X§x§<§§>§X§<§§>§<§§X§>§§>§>§>§><§§X§§X§§r STIJLKIJR |> Vantar stúlkur til eldhússtarfa og á ganga. — Uppl. á Ráðningarstofu Reykjavíkur. Sími 4966. §>&§>Q><§><§><§>®><&$>Q><&&<$X§><$<&<§><$><&$><§><§*$<§X§><§><$<§><§><§><&§><$<&®G><$®®Q<$>QX$><§><$><§><§>< Piltur 17 — 20 ára, áreiðanlegur og lipur, óskast til afgreiðslustarfa, umsókn ásamt meðmælum, sendist hlaðinu fyrir n.k. föstudag ¥ merktar: „Áreiðanlegur". n % Sjerverslun óskar eftir I áreiðanlegri stúlku IB y , (« & til afgreiðslustarfa. Umsóknir merktar: ,,Áhugasöm“ J> S sendast blaðinu fyrir n.k. laugardag. ^gx§§x§<§<§^x§<§§x§§x§§x§§x§§>§x§x§§x§§x§§§>§x§§x§§x§§><§§§x§§§§>§§x§§x§§x^ ®&&<§><§><§>Gx§X§<§<§X§><§X§><§X§X§>®<§X&§X§><§<§><®<§X§<&<§X§<§><§<§X§<§x$<§Q»§X§X§X§X§>Q><§X§<§><§> SENDISVEINN óskast í Reykjavíkur Apótek nú þegar hálf- an eða allan daginn. — Upplýsingar á skrif- 4 stofunni, ekki í síina. • <§&§<§<§®<§<§<§X§<§<$X$X§x§X$X§<§><§X§<§<§<§<§<§x§X§<§<§><§x§<§X§X§®<§X§<§<§<§X§<§X§><§X§><§y§<§> Innheimtustarf Drengur eða stúlka óskast til innheimtustarfa. PJETUR PJETURSSON Hafnarstræti 7- ^<®<®<®^k®^<£<$X®K$X®<®<^<®<^®^K®<$X$X®X$xJx®X®<$xJx$X®X®X®K®K®k§k®<®<®<^®<®^®X®^x®x®x®. AUGLÍSING ER GULLS IGILDI $&§<§<§x§<§<§<§<§®®®®®QQ>Qx§<§Qx§X§<§<§X§<§X§x§x§x§>QX§QX§<§®Qx§X§>®<§<§<§x§<§<§<§3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.