Morgunblaðið - 06.01.1948, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 6. janúar 1948.
MORGVNBLAÐIÐ
Fjelagslíf
ARMENNINGAR!
Allar íþróttaæfingar
hjá fjelaginu hefjast
aftur miðvikudaginn 8
janúar. — Stjórnin.
V.
Framarar
Munið handknattleiksæfingarn
ar í kvöld í íþróttahúsinu við
Hálogaland. Kl. 8,30 Meistara- og
II. fl. kvenna. Kl. 9,30 Meistara-,
I. og II. fl. karla. — Stjórnin.
Jólatrjesskemtun fjel. verður
haldin föstud. 9. janúar kl. 4 í
Sjálfstæðishúsinu. Miðar verða
seldir í Lúllabúð, Hverfisg. 51,
Verslun Sigurðar Halldórssonar,
Öldugötu 29, Rakarastofu Jóns
Sigurðssonar, Týsgötu og KRON,
Langholti. — Nefndin.
LO.G.T
VERÐANDl
Fyrsti fundur á nýja árinu í
kvöld kl. 8,30. Inntaka nýliða. Að
fundi loknum kl. 10 hefst jóla-
dansleikur stúkunnar. VerSandi-
fjelagar, tryggið ykkur miða í
tíma fyrir ykkur og gesti ykkar.
Templarar velkomnir meðan hús
rúm leyfir. Aðgöngumiðar frá
kl. 8 e. h. í G. T. húsinu. Sími
3355. — ÆT.
esóaabók
6. dagur ársins.
Næturlæknir er í læknavarð
stofunni, sími 5030.
Næturvörður er í Reykjavík
ur Apóteki, sími 1760.
Næturakstur annast B.S.R.,
sími 1720.
□ EDDA 5948166 — H:. &
V:. St:. Fyrl:. R:. M.:
Kristinn Gíslason, Einars-
höfn, Eyrarbakka,
afmæli í dag.
á sjötugs-
SKRIFSTOFA
STÓRSTOKUNNAR
Wrikirkjuveg 11 (Templarahöllinni).
Btórtemplar til viðtals kl. 5—6,30
•lla þriSjudaga og föstudaga.
Kensla
Byrja aftur tungumálakenslu í
þessari viku. — Elisabeth Göhls-
dorf, Aðalstræti 18, simi 3172.
ENSKUKENSLA
Byrjuð aftur að kenna. Nokkrir
morgun- og dagtímar lausir. —
Kristín Óladóttir, Grettisgötu 16.
Tilkynning
K. F. U. K. — Ad.
Enginn fundur þriðjudaginn 6.
janúar. Sameiginlegur nýárs-
fagnaður fimtudaginn 8. janúar
kl. 8,30.
»»»»»»»0»00»00»00»00»0»<
Vinna
HREINGERNINGAR
Vanir menn — Pantið í tíma —
Sími 7768 —
Árni og Þorsteinn.
HREINGERNINGAR
Tökum að okkur hreingerningar.
Fljót og góð vinna. Pantið í tíma.
Sími 4109.
«wtooooooooooo»»oooo»o»»
Kaup-Sala
Pd8 er ódýrara
uð lita hcima. Litina selur Hjörtur
Hjartarson, Bræðraborgarstíg 1. Sími
4256.
NotuS húsgögn
tog lítið slitin jakkaföt keypt hæst
verði. Sórt heim. Staðgreiðsla. Simi
B691. Fornverslunin, Grettisgötu 45.
Úfgerðarmenn
Vil taka að mjer skip- =
| stjórn á góðum línubát |
I við Faxaflóa á komandi 1
| vertíð. Get ráðið nokkra =
1 dugandi menn. Sendið |
1 blaðinu tilboð sem fyrst =
| merkt: „Karl — 205“.
omtiiiimiiiiiM'viiitM' •iiiiiiiiiiiiiiiiin iiiiiiiiniiiiiiiiii
•iiiiiiiiiiiimfiiiiiiiiitiMiimiiiiimimmmmmiiiiiiiiiv
£ |
| helst vanur óskast til að =
| keyra sendiferðabíl. — |
I Umsóknir sendist í póst- ;
| hólf 994 með uppl. um I
I fyrri störf fyrir fimtud. |
iimiiiiiiiiiiiMiiniiiiiiiiiiiiiminiiiiiiiiiiiiiiiiimmmm
Sextugsafmæli átti í gær
Sigurður K. Bárðarson, sjó-
maður. Bergþórug. 2. Hann er
fæddur að GiU, Bolungarvík
5. jan. 1888. En fluttist til
Reykjavíkur 1913. Hann hef-
ur stundað sjómensku um 43ja
^ra skeið og stundar enn,
lengst af á togurum Alliance-
fjelgasins. Við vinir og ætt-
ingjar Sigurðar sendum hon-
um hugheilar hamingjuóskir á
þessnm merku tímamótum, og
árnum honum heilla og geng-
is um ókomin ár, sem hingað
til. — Vinur.
Iljónaband, Nýlega voru gef
in saman í hjónaband ungfrú
Guðný Helgadóttir, Húsavík
og Sigurður Guðmundsson,
Mímisvegi 2, Reykjavík. Júlí-
us Havsteen, sýslumaður gaf
hjónaefnin saman.
Hjónaband. Nýlega voru
gefin saman í hjónaband af
sjera Þorsteini Gíslasyni í
Steinnesi, ungfrú Hulda Magn
úsdóttir t'rá Leirubakka í
Landsveit og Magnús Björns-
son. bóndi að Hnausum í Húna
þingi.
Hiónaefni. A gamlárskvöld
opinberuðu trúlofun sína ung-
frú Sólveig Vilbergs. Banka-
stræti 14 og Hilmar Sigurðs-
son, Miðtúni 22.
Hjónaefni. Nýlega hafa op-
inberað trúlofun sína ungfrú
Regína F. Svavarsdóttir. Selja
veg 29 og Jóhannes Albert Jó
hannesson frá Vestmannaeyj-
um.
Hjónaefni. Nýlega hafa op-
inberað trúlofun sína ungfrú
Brynhildur Bjarnason, síma-
mær og Guðmundur Bjarnason,
rafvirki. Bergþórug. 12.
Hjónacfni. Á gamlárskvöld
opinberuðu trúlofun sína ung-
frú Karolína Guðný Þorsteins-
dóttir frá Víðidal á Hólsfjöll-
um og Jón Guðni Árnason,
Rauðarárstíg 3.
— Minningarorð
Frh. af bls. 2.
hvort sem það var ástvinamiss-
ir eða annað, þá vildi hann ekki
láta bugast, heldur gekk hann
teinrjettur, prúður og höfðing-
legur til hinstu stundar.
Blessuð sje minning hans.
B. S.
- Skipverjar heimtir
úr heíju
Frh. af bls. 7.
Hafði tal af þeim
öllum.
Seinnipartinn í gær hitti
jeg þá alla fjóra stundarkorn
skipverjana af Björgu. Um leið
og jeg fann að máli skipstjór-
ann að nýju til þess að ganga
úr skugga um, að rjett væri
eftir honum haft, þar sem hjer
að oían er sagt.
Allir voru þeir glaðir og
hressir.
Ásgeir Guðmundsson hefur
verið bílstjóri hjer í Reykjavík.
Foreldrar hans eiga heima á
Baldursgötunni, Guðm. Guð-
mundsson og Marta Þorleifs-
dóttir. Sveinn Þórðarson er ætt-
aður frá Mjóafirði sagði hann
mjer. Faðir hans Þcrður Sveins-
son bóndi þar. Arnór Karlsson
er frá Djúpavogi.
Jeg sagði svo við þá, að allir
muni þeir vera þaulvanir sjó-
menn. Sveinn lætur lítið yfir því
En síðar kom það upp úr kafinu
að hann hefði stundað sjó meira
og minna síðan hann var átta
ára.
— Þá reri jeg oft rneð pabba.
Og þá þurfti aldrei að vekja mig
á morgnana. Því jeg gat ekki
sofið fyrir tilhlökkun, að komast
á sjóinn.
Við röbbuðum dálítið um erf-
iði þeirra og þrekraun á meðan
þeir voru í hrakningunum. Eitt-
hvað gátu þeir sofið alla sólar-
hringana þangað til þeir voru
komnir að Ingólfshöfða, og ait
var orðið haugblautt í bátnum.
Og enginn tími til þess lengur
að hvíla sig.
— En gátuð þið þolað við fyr-
ir kulda til að sofa?
— Það gekk ekki vel. Því altaf
þegar við hættum að hamast og
vinna, þá sótti að okkur skjálfti
af vosbúðinni.
Nesti þeirra, sem þeir höfðu
með sjer úr landi, var uppetið
fyrsta sólarhringinn. En þá var
það fiskurinn og lýsið. En altaf
tókst það með köflum að hafa
eld í eldavjelinni.
Dapurlegt var á meðan þeir
voru svo langt frá landi að
þeir voru komnir út af skipa-
leið. En á meðan þeir voru ná-
lægt landinu voru þeir altaf að
vona, að þeir hittu skip, sem
gæti bjargað þeim. T.d. hið nýja
strandferðaskip Herðubreið. —
Áttu þeir von á að hitta það á
austurleið.
Þegar þá rak frá Ingólfshöfða
var það ætlun þeirra að reyna að
komast til Vestmannaeyja. En
báturinn hefði aldrei flotið svo
lengi að þeir hefðu náð þangað.
Vel þótti þeim báturinn fara
í sjó og var það þeim mikið lán.
Forspáin.
Annan jóladag, er þeir voru
fjórir í beitingaskúr heima á
Djúpavogi, og voru að enda við
að beita, þá segir Ásgeir alt í
einu við fjelaga sína: „1 þess-
um róöri lendum viö í Reykja-
víku.
Þeir tóku þessu ekki nema
sem marklausu hjali.
— Hvernig datt þjer í hug að
segja þetta, spyr jeg Ásgeir.
— Það var svo einkennilegt.
Mjer fanst að jeg vissi þetta, þó
jeg gæti enga grein gert mjer
fyrir því hvaðan þessi vitneskja
mín kom. En svo var jeg viss um
þetta með sjálfum mjer, að þeim
hinum hefði ekki þýtt að hafa á
móti þessu.
Þeir sem ekki geta skoðað
þetta sem forspá, verða að við-
urkenna, að tilviljunin hafi þá
verið næsta einkennileg.
V. St.
:n i
Kærar þakkir til allra þeirra, sem á einn eða annan
hátt glöddu mig á sjötugsafmælinu mínu 23. f. m.
Lifið heil.
Vigdís Sœmundsdóttir, Hrauni.
Verkfræðingar!
Bæjarstjórn Siglufjarðar óskar að ráða bæjarverkfræð-
ing. Sjerþekking á smíði hafnarmannvirkja æskileg, en
þó ekki skilyrði. Laun samkvæmt samkomulagi-
Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 1. fehrúar n.k.,
er gefur allar nánari upplýsingar.
Bæjarstjórinn á Siglufirði, 18. des. 1947.
Gunnar Vagnsson.
I. Vjelstjóra
vantar á 70 tonna bát, sem stundar línu-róðra frá
Keflavík í vetur. Eins og hálfs árs gömul vjel og skip.
— Upplýsingar hjá Lúter Grímssyni, sími 2984, eða
Jóni Guðmundssyni, Keflavik, simi 188.
Sonur okkar og bróðir
BJÖRN KRISTJÁNSSON,
andaðist 5. þ. m. í Landspítalanum.
Þóra Björnsdóttir,
Kristján Kjartansson
og systkini hins látna.
Faðir okkar,
ÁSGEIR INGIMUNDARSON,
andaðist i Landsspítalanum 4. janúar.
Hrefna Ásgeírsdóttir,
Þorsteinn Ásgeirsson.
Faðir minn
JÓN AUSTMANN JÓNSSON
andaðist að Elliheimilinu Grund sunnudaginn 4. þ. m.
Fyrir mína hönd og annara vandamanna.
Finnur Jónsson.
Hjer með tilkynnist frændfólki og vinum að móðir mín
INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR,
ljest að heimili mínu Hringbraut 63 í Reykjavik, aðfara-
nótt 5. þ. m.
Jón Bjarnason.
Jarðarför elsku litlu dóttur okkar fer fram n. k. mið-
vikudag kl. 1,30 e. h. frá heimili okkar Lokast'g 28.
SigríSur Þorbjörnsdóttir,
Kristján G- H. Jónsson.
Jarðarför fóstru minnar,
KATRÍNAR ÁSBJARNARDÓTTUR,
fer fram miðvikudaginn 7. þ. m. — Athöfnin liefst með
húskveðju að Drápuhlið 20 kl. 1,30 e. li.
Jarðað verður frá Frikirkjunni.
Fyrir hönd aðstandenda.
Ásmundur Ásmundsson. ■
Þökkum innilega vináttu og samúð við andlát
og jarðarför
JÓNS SIGURÐSSONAR
frá Stokkseyri.
GuÖrún Magnúsdóttir
og aÖrir ástvinir hins látna.