Morgunblaðið - 06.01.1948, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.01.1948, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 6. janúar 1948. Útp.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsinga.r og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjala kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið 75 aura með Lesbók Hrakningar og björgun BJÖRGUN sjómannanna frá Djúpavogi er að sjálfsögðu á livers manns vörum. Svo merkileg er hún, hrakningar þeirra, hvemig þeir hvað eftir annað lenda í heljargreipum. En láta ekki bugast, tlalda baráttunni ótrauðir áfram. Verða fyrir vonbrigðum, þegar þeir eygja möguleika til bjargar. Uns bat- urinn er kominn að því að sökkva, og þeir hafa staðið i austri í 1 y2 sólarhring, þeim er bjargað, þegar öll sund virðast vera að lokast fyrir þeim, til lífsins. Það veitir landsmönnum nokkra innsýn i líf sjómannanna. að aldrei hræðast þessir menn dauða sinn. Gefa sjer aldrei tíma til þess alla vikuna, sem þeir eru velkjast í stórviðrum á hafinu, í bát, með bilaða vjel. Hreysti þeirra, æska og hug- prýði, er aðdáunarverð. Einu má ekki gleyma í sambandi við hrakninga þessara manna. Að þeir, sem hafa með höndum björgunarmálin hjer á landi verði aldrei of íljótir á sjer, að gefa upp vonina, um báta, er hverfa af miðunum. Er ekki með þessum orðum verið að gefa í skyn, á nokkurn hátt, að hjer hafi nokkuð verið forsómað, við leit að bát þessum. Því hans var leitað, bæði af sjó og úr lofti, sem kunnugt er. En eftirtekarvert er, í fyllsta máta, að allan tímann, sem Bjargar-menn voru í hrakningum sínum, þá voru þeir að heita má á skipaleiðum. En fundust samt ekki í leit þeirri er gerð var. Mönnum er í fersku minni hrakningar vjelbátsins Krist- jáns, er rak á haf út undan Reykjanesi á vetrarvertíð árið 1940. En skipulögð leit var gerð að bátnum á mörgum skip- um. En báturinn fannst ekki, og var þó allan tímann á svæði því, sem leitarskipin fóru um. Nú hefur tæknin opnað mönnum nýjar leiðir í þessu máii þar sem flugvjelarnar eru. Sú tækni kom að vísu ekki að haldi að þessu sinni. En telja má líklegt að það hafi að ein- hverju leyti stafað af því, að þar var ekki mönnum á að skipa, sem kunnugir eru hjer við land. ★ UR DAGLEGA LIFINU Jólalok. í DAG ER ÞRETTÁNDINN og bar með lýkur jólahátíðinni, samkvæmt gamallri venju. I gamla daga var það siður að gera sjer dagamun á þrettánd- anum með því að „spila út jólin“ og borða síðasta bitann af iólaskamtinum. Nú til dags er sá siður að mestu horfinn, að minsta kosti í bæjunum, þar sem allir dag- ar eru hver öðrum líkir og há- tíðisdagarnir verða hversdags- legir vegna þess að fólkið er altaf að skemta sjer á rúmhelg um dögum. Tilbreytingin er svo sáralít- il, að dagar eins og þrettándinn hverfa með öllu og gleymast. • Hvernig legst árið í menn? „KOMDU BLESSAÐUR OG SÆLL, gleðilegt ár og þakka þjer fyrir það gamla. Hvernig leggst nýja árið í þig?“ Þessi kveðja hefir verið algeng und- anfarna daga og jeg hefi gert það að gamni mínu að spyrja mína kunningja hvernig hið ný byrjaða ár legðist í þá. Og nærri undantekningar- laust legst árið vel í þá. Með nýja stífpressaða peningaseðla upp á vasann. litla eða enga skuld hjá kaupmanninum, gott veðurfar og síldina í Sundun- um, getum mönnum ekki ann- að en litist vel á hið nýja ár. • Síldin lætur ekki að sjer hæða? SÍLDIN er svo oft búin að gera okkur grikk, að það er enginn, sem treystir henni leng ur. Þess vegna er það. að allir búast við að hún hverfi þá og þegar úr Hvalfirðinum og dag- lega spyrja menn hvort hún veiðist enn. Og þrátt fyrir fullyrðingar sjerfræðinganna um, að hún geti ekki verið mikið lengur í Hvalfirðinum eða í sundunum við Reykjavík, lætur hún það ekki á sig fá heldur syndir sína leið og lætur ekki að sjer hæða. • Kynlegt kapphlaup. ÞAÐ ER KYNLEGT kapp- hlaup. sem á sjer stað í sam- bandi við Hvalfjarðar og sunda síldi"a. Það er eins og það sje lífsspursmál að vera fyrstur með ,þá frjett, að síldin sje nú farin. Og ef hún skyldi hverfa einhvern daginn, þá setja þeir upp spekingssvip, sem mest hafg keppst um, að segja hana horfna og minna á, ,,að þetta sagði jeg altaf“. En vonandi kémur frjettin um að síldin sje farin til hafs ekki of snemma. Við þurfum á henni að halda og megi hún vera sem lengst hjá okkur. • Dásamlegar frjettir. ÞAÐ VORU góðar frjettir, sem bárust um bæinn á sunnu- dag- að sjómennirnir fjórir á ,,Björgu“ væru komnir heilir á húfi til lands. Þeir höfðu bjarg ast um borð í þýskan togara út af suðurströndinni. Fátt vekur eins einlægan fögnuð og frjettir um, að menn, sem taldir voru af, hafi bjarg- ast. Hitt vekur svo aftur til um- hugsunar, að bátar og flugvjel- ar. sem leituðu að ,,Björgu“ skuli ekki hafa fundið hana. Það bendir til þess, að leitin hafi ekki verið nógu vel skipu- lögð og það sannar ennfremur, að aldrei skyldi hætta of fljótt leit, að skipi, sem horfið hefir. En í þessu tilfelli er það að- alatriðið að mennirnir eru kcmnir að landi. o Sól hækkar á lofti. UNDANFARNA góðviðris- daga hafa menn tekið eftir því að sólin er farin að hækka á lofti og daginn er tekið að lengja. Unga fólkið er farið að hugf^ til fjallaferða er það sjer sólina stafa á mjallarhvít fjöll- in. Bæjarbúarnir vona að snjór-' inn verði sem lengst á fjöllun- um en bændurnir, sem eru heylitlir eftir vætusamt sumar, vonast eftir blota og þíðviðr- um. Hvað ofaná verður um veð- urfarið ræður forsjónin ein og veðurguðirnir. en mennirnir geta engu um breytt hvað ofan á verður. o Betra skautasvcll. ÞAÐ ER FJÖLDI manns, einkum unga fólkið í bænum, sem biður um betra skautasvell á Tjörninni. Það þarf ekki mik ið til. að sópa blett á ísnum o^sprauta á hann vatni til þess að mesta fyrirmyndarsvell verði hjer dag eftir dag, eins og veðráttunni er háttað um þessar mundir. Það er altaf verið að skamma ung.a fólkið fyrir að það velji sjer óhollar skemtanir. flækist á götunum og sjoppunum í stað þess að velja sjer góðar skemt anif. En til þess verður að veita unga fólkinu tækifæri til hollra skemtana og ein leiðin er sú að sjá um, að jafnan sje gott skautasvell á Tjörninni. þegar hún er ísi lögð. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . ■' - ------ | Eftir g. /. A. | — -—— ——• Þó árangurinn af leitinn úr lofti yrði enginn að þessu sinni þá er full ástæða til, eftir fyrri reynslu í þessu efni, að gera sjer hinar bestu vonir um, að einmitt með því að hafa flug- vjelar til slíkra leita, muni fást hið mesta öryggi, sem hægt er að fá um það, að bátar finnist, sem týnast af fiskislóð- um, en ofansjávar eru. Tvent verður að athuga í sambandi við þetta mál og láta þar ekki sitja við orðin tóm. Úr því að Landssíminn hefur það hlutverk að lána talstöðvar í fiskibáta, þá þarf sú stofn- un að sjá um, að nóg sje til af slíkum tækjum í öllum ver- stöðvum landsins. Ekki aðeins, að þar sjeu tæki fyrir hvern bát, heldur líka tæki til vara, sem hægt er að setja í bátana til bráðabirgða, þegar einhver þeirra bila, eins og Henry Hálfdánarson rjettilega benti á í útvarpinu á sunnudags- kvöld. Eins má það ekki koma fyrir, að heil hjeruð sje sam- bandslaus í marga daga, þegar eitthvað er að veðri, eins og átt hefur sjer stað með Djúpavog, og nágrenni nú undan- farið. Þegar síminn bilar, á að vera hægt að ná sambandi með einhverskonar loftskeytum. Sagan, sem skipverjar af Björgu höfðu að segja, um tog- cira, sem þeir sáu allnærri sjer út af Ingólfshöfða, er svo raunaleg að ekki tekur tali. Það er ekki hægt að ímynda sjer, að nokkrir sjófarendur, sem verða varir við lítinn bát í of- viðri, er ber þess merki, að skipverjar sjeu í sjávarháska, geti látið slíka sjón afskiptalausa. ' En hvaða skýring er á því, að togararnir undan Ingóifs- höfða á nýársdag, sýndu engin merki þess, að skipverjar yrðu varir við hinn litla bát frá Djúpavogi? Það kann að vera mörgum huggun, að útilokað sje, að þar hafi verið íslensk veiðiskip á ferð. ★ Og svo var það loksins blessuð síldin í Hvalfirði, sem ó- beinlínis varð til þess, að bátverjum var bjargað á'síðustu stundu. Því skipverjar á togara, sem kom hingað að sækja síld, urðu þeirra varir, og tóku þá tií lands. Að stingas! á hausinn í snjóskafl EF NOKKUR hlutur er skemtilegri en að horfa á leikna skíðamenn bruna sjer á fleygiferð niður hlíðar fjall- anna, er það eflaust það, að verða sjónarvottur að því, er viðvaningurinn klöngrast más- andi og blásandi upp einhverja brekkuna, lítur bænaraugum til himins og slagar svo af stað niði'" á jafnsljettu. Það mátti sjá töluvert af þessu upp við Kolviðarhól og Skíðaskála um síðastliðna helm. Fólkið notaði hvíldardag inn til að fara á skíði. og þetta var æði mislitur hópur eins og endranær. • • Tvær tegundir. Jeg held það sjeu til tvær tegundir af skíðafólki: það, sem fer til þess.að vera úti og anda að sjer hreina loftinu og steypast á höfuðið í brekkun- ’ um og hitt, sem heldur að skíðafötin fari sjer vel. Það er geysigaman að horfa á það síðarnefnda, sjerstaklega þó hegar það bætist ofan á fall egu skyrturnar og mislitu háls klútena, að garparnir geta ekki komast hænufet á skíðum. Auð vitað verða þeir þó að halda virðingu sinni, svo ef þeir hætta sjer upp í einhverja hlíð ina. taka þeir öllum föllum með hátíðlegum og heimspeki- legum svip, líkt og þeir vildu segja: „Nei, hver skollinn, þar datt jeg .... Fyrsta skifti í mörg ár“. • • Einn af mörgum. Jeg horfði á einn núna um helgina. Eitthvert ófyrirgefan- legt kæruleysi hafði orsakað það, að hann arkaði allhátt upp í brekku í nánd við Kolviðar- hól .og niður varð hann auð- vitað að fara aftur á skíðunum sínum fínu. Hann sneri sjer við í brekkunni, rann af stað og steyptist á höfuðið. Hann stóð upp, dustaði snjóinn vand- lega af buxunum sínum. lag- færði eldrauðan hálsklútinn og lagði aftur af rtað. i iigur skíðamaður á Landa- koístúni. Hann datt á ný. Enn stóð hann upp, endurtók sömu athöfnina og‘ áður og stakkst enn einu sinpi á hausinn. En niður komst hann. það má hann eiga og þótt hann hjeldi ekki upp brekkuna á nýjan leik, hrópaði látbragð hans það til fjöldans. að hann hefði nú staðið stærri brekkur en þetta, og ef fjöllin hans öll í þetta skifti væru ekki skíð- unum að kenna. væri það að minsta kosti einhverju allt öðru en skíðaleikni hans. • • Góð íþrótt. Annars held jeg flestir þeir, sem á skíði fara, sjeu sammála um, að fáar íþróttir geti verið skemtilegri, þrátt fyrir allar bylturnar. Það fylgir því ein- hver sjerstök ánægja að ganga sjer til hita yfir snjóbreiðurn- ar, og það er alveg sjerstaklega hressandi að stingast á höfuðið inn í snjóskafl og uppgötva það. að maður getur farið hin furðulegustu heljarstökk án þess að fá skrámu. ! KoEðframleaÍsla Breta i London í gærkvöldi. KOLAFRAMLEIÐSLA Breta síðastliðið ár varð 199,700,000 tonn. Takmark stjórnarinnar var 200,000,000 tonn, en verk- föll og aðrar tafir ollu því, að því takmarki varð eýki náð. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.