Morgunblaðið - 07.01.1948, Side 8
8
MORGL’ NBLAÐIÐ
Miðvikudagur 7. janúar 1948.
Fimm mínútna krossgálan
SKÝRINGAR
Lárjett: — 1 skemtistaður —
6 stafirnir — 8 forsetning —
10 drykkur — 11 fiskur — 12
eins — 13 titill — 14 hár —
16 á fótum.
Lóðrjett: — 2 tónn — 3 tó-
bak — 4 tenging — 5 flýti —
7 kvenmannsnafn — 9 ílát —
10 fugl — 14 fangamarlc — 15
tónn.
Lausn á síðustu krossgátu
Lárjett: — 1 kista — 6 svo
.— 8 aá — 10 sá — 11 trefill
— 12 ii — 13 ók — 14 ala —
16 salta.
Lóðrjett: — 2 is — 3 svæfill
— 4 to — 5 gatið — 7 fálki
— 9 ári — 10 sló — 14 aa —
15 at.
— Meðal annara orða
Frh. af bls. 6.
— Og er þetta ekki í raun og
veru_stórfurðulegt? Er það ekki
óskiljanlegt. að þessa fjársjóðs
okkar íslendinga sje ekki bet-
ur gætt en svo, að veiðiþjófarn
ir stunda ekki iðju sína einir,
heldur blátt áfram eru í hóp-
um á fengsælustu miðunum?
• •
Flugvjelar.
Einhverntíma síðastliðið ár,
var tilraun gerð til að nota
flugvjel til landhelgisgæslu, og
þótti gefast vel: Síðan hefir
ekkivfrá henni heyrst. En væri
ekki reynandi að taka þetta
upp að nýju?
Nú er það svo að vísu, að á-
hafnir flugvjela geta lítið gert
annað en gengið úr skugga um,
hvort þetta og þetta skip sje
að veiðum innan landhelginnar.
Ekki geta þær stöðvað skipin
og beir útlensku gætu að sjálf-
sögðu oftast komist á óhultan
stað áður en eitthvað yrði að
gert. En væri það þó ekki nokk
ur bót í máli, ef við gætum
sýnt þessum mönnum, að við
fylgdumst með ferðum þeirra?
Og gæti þetta ekki með tím-
anum og með stækkandi varð-
bátaflota orðið til þess, að þeir
hefðu lítinn tíma til að láta
greipar sópa um dýrasta fjár-
sjóðinn okkar?
Olympíufarar keppa
á skíðamóti á Akur-
eyri
Akureyri, mánudag.
SKÍÐAMÓT Olympíufara 1948
var haldið á Akureyri 4. jan.
Kept var í boðgöngu fimm
manna sveita. Voru í annari
sveitinni Reykvíkingar og Sigl
firðingar og Akureyringar í
hinni. Gangan fór fram á göt-
um bæjarins og hófst og lauk
á Ráðhústorgi.
Sveit Reykvíkinga og Sigl-
firðinga sigraði, hafði tímann
58,45,0 mín. Sveít Akureyrar
hafði tímann 60,20,0 mín. — í
sveit Reykvíkinga og Siglfirð-
inga voru: Haraldur Pálsson,
SfS, Jónas Asgeirsson, Skíða-
borg, Asgeir Eyjólfsson, Ar-
manni, Guðni Sigfússon. ÍR og
Hafsteinn Þorgeirsson, IR.
í stökkkeppni í Miðhúsa-
klappa-brautinni var keppt í
einstaklingskeppni og sveita-
keppni (þriggja manna sveitir)
Reykvíkingar og Siglfirðingar
voru sameinaðir gegn sveitum
frá hverju Akureyrarfjelag-
anna. I sveitakeppninni sigraði
Knattspyrnufjelag Akureyrar,
hlaut 1218 st. Önnur var sveit
Rv-Sf með 1116 st., 3. sveit
Mentskólans á Akureyri með
1055 st. í sveit KA voru Sig-
urður Þórðarson, Guðm. Guð-
mundsson og Hákon Oddgeirs-
son. I einstaklingskeppni var
Haraldur Pálsson fyrstur, stökk
27,5 m og hlaut 430 st. 2. Sig-
urður Þórðarson, KA, 425 st. og
3. Guðm. Guðmundsson, KA,
412 st. Lengsta stökk átti Jón-
as Ásgeirsson, 29 m. — Veður
var sæmilegt og áhorfendur all-
margir — H Vald.
Tanberg bersf
í New York á fösfu-
daginn
New York í gærkv.
SÆNSKI hnefaleikameistarinn
Olle Tanberg berst við amer-
íska hnefaleikarann Jocy Max-
im n.k. föstudag í Madison
Square Garden í New York.
Hnefaleikasjerfræðingar í
Bandaríkjunum álíta að Maxim
muni veitast frekar ljett að
vinna Tanberg, enda er hann
nú einn snjallasti hnefaleikari
heimsins og muni t. d. nálgast
það, að vera jafningi Joe Wal-
cott, sem var nærri búinn að
vinna heimsmeistaratitilinn af
Joe Louis. — Reuter.
Fáránlegar spurn-
ingar í viðfali úl-
varpsmanns við
skipbrotsmennina
Hr. ritstjóri.
ÞAÐ var vel til fundið hjá Ut-
varpinu að eiga viðtal við skip-
brotsmennina af mb ,,Björgu“,
sem björguðust á síðustu stundu
á svo óvæntan og dásamlegan
hátt. Hinsvegar voru sumar
þeirra spurninga, sem frjetta-
maður útvarpsins lagði fyrir
skipbrotsmenninga svo fárán-
legar að til stór vansa er fyrir
Utvarpið.
Frjettamaðurinn margþýfg-
aði skipbrotsmennina um hvort
þeir hefðu ekki skemt sjer með
an á hrakningunvm stóð, og
þegar hann fekk það svar end-
urtekið að mennirnir hefðu ekki
gert það, spurði hann hvort
mennirnir hefðu ekki sagt hvor
öðrum sjómannasögur.
Þá ljet frjettamaðurinn það
ekki koma fram í viðtalinu, sem
sjómennirnir höfðu þá skýrt
Slysavarnafjelaginu frá, að tog
arar þeir, sem ekki sintu um
að aðstoða skipbrotsmennina
þrátt fyrir neyðarmerki þeirra,
voru erlendir. Með því að láta
þessa ekki getið, er ekki kast-
að óverðskulduðum grunsemd-
um um stór vítavert athæfi, að
íslenskum sjómönnum.
Verður að krefjast þess, að
þetta verði leiðrjett.
Samtal þetta var auðsjáan-
lga mjög illa undirbúið af
hálfu Útvarpsins og allt með
þeim'blæ, sem ósamboðin, er
hinni dásamlegu björgun þess-
ara manna.
Útgerðarmaður.
Rannsóknamefnd
Sþ lil Kóreu
New York í gærkv.
KÓREUNEFND Sameinuðu
þjóðanna lagði í dag af stað
áleiðis til Kóreu, en þar á hún
að undirbúa það, að kosningar
geti farið fram í landinu fyrir
1. mars n.k. Eftir kosningarnar
gera menn sjer vonir um, að
hægt verði að mynda ábyrga
stjórn, og að Bandaríkin og
Rússland að því loknu flytji
heim heri sína.
Aðeins átta af níu nefndar-
mönnum eru með í förinni, þar
sem Ukraina hefir ákveðið að
hafa engin afskifti af Kóreu-
nefndinni, í samræmi við af-
stöðu Rússa. — Reuter.
K n attspym uf jelag
Akureyrar 26 ára
Akureyri, þriðjudag.
KNATTSPYRNUFJELAG Ak-
ureyrar verður 20 ára 8. jan.,
en það var stofnað 8. janúar
1928, af 12 ungum mönnum á
Akureyri.
Fyrstu stjórn fjelagsins skip-
uðu: Tómas Steingrímsson, for-
maður, Jón Sigurgeirsson rit-
ari og Helgi Schiöth gjaldkeri.
Áliðnum 20 árum hefir KA
iðkað flestar íþróttir, sem
stundaðar eru hjer á landi. —
Fjelagatalan er nú 473.
Stjórn KA skipa nú Halldór
Helgason, formaður, Jóhann
Indriðason. Björg Finnbogadótt
ir, Ófeigur Eiríksson, Einar Ein
grsson, Sigurður Steindórsson
og Árni Árnason. — H. Vald.
Breska sfjórnin heidur
fund
London í gærkvöldi.
ATTLEE forsætisráðh. Breta
hjelt fund með ráðuneyti sínu,
að Downing Street 10, í dag.
Er þetta fyrsti fundurinn síðan
þingið fór í jólafrí, og ræddu
ráðherrarnir um framleiðsluút-
lit fyrir 1948.
—Reuter.
Austurríki og Banda-
ríkin undirrita
bráðabirgðalán
SAMNINGAR um bráða-
birgðalán frá Bandaríkjunum
voru undirritaðar hjer í dag
milli Austurríkis og Banda-
ríkjanna. Fyrir hönd Austur-
ríkis ritaði Leopold Fidl forseti
en fyrir hönd Bandaríkjanna
ritaði Geoffry Keyes hershöfð-
ingi, undir samninginn. Fá nú
Austurríkismenn þegar send kol
sykur og ýmiskonar matvöru.
—Reuter.
llllllllllltVIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIVIIIIIIIHllHlft
3>
Til sölu eru |
§ iyrsits I
bindin, sem út hafa komið |
af útgáfu Fornritafjelags- f
ins af Islendingasögunum, |
ásamt Sturlungu í tveimur |
bindum, gefin út í Kaup- |
mannahöfn 1906. Þrjú ai |
bindunum (Egilssaga, Lax |
dæla og Grettissaga), eru |
í vönduðu skinnbandi, en |
hinar í kápu. Tilboð send- |
ist afgr. Mbl fyrir 10. þ. i
m. merkt „Fornritin"—205 i
IIIIIIIIHIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIH
- Knaltspyrnumenn
Frh. af bls. 5.
vara þar í landi. SkósmiAurinn
var í fyrstu afar önnum kafinn
og hinn þurrasti á manninn —
og Ijet ótvírætt í ljósi að hann
hefði ekkert efni til viðgerðar.
Þeir Albert ákváðu því að réyna
annarsstaðar, og hjeldu áleiðis
út úr vinnustofunni, en er þeir
voru í þann veginn að komast út
úr dyrunum, var eins og skósmið
urinn tæki all-snökkt viðbragð,
varð eitt ljómandi bros og kall-
aði á eftir þeim í hinni mestu
hrifningu: „Heyrðu vinur, þú ert
þó ekki íslendingurinn Guð-
mundsson, sem leikur með
Nancy?“ Er Albert svaraði spurn
ingunni játandi var ekki að orka
neinum tvímælum, að Guðbjörn
og hann voru drifnir aftur inn í
vinnustofuna og endaði vera
þeirra þar með því að skósmið-
urinn hafði látið sækja alla fjöl-
skyldu sína og helstu nágraima
til að sýna þeim Albert. Skórnir
fengu hina bestu viðgerðir og Ai-
bert fekk eigi að láta neinn miða
nje eyrir fyrir viðgerðina.
illllllllllllllllllMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII’l
{ Bílamiðlunin :
j Bankastræti 7. Sími 7324. f
j er miðstöð bifreiðakaupa. I
aiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiviiiimiiK
i Afgreiðum flest gleraugna |
| rerépt og gerum við gler- 1
Churchill
snýr aftur til London
PARIS: — Churchill er nú alveg
búinn að ná sjer eftir kvefsótt þá
sem hann fekk nú á dögunum og
fór frá Morocco áleiðis til London
í dag.
I sugu.
| Augun pjer nvilið
með gleraugum frá
TÝLI H.F.
= Au hurstræti 20.
*-
i «
V ÍW ÍW
Eflir U*' -n Storm
^ 0AKS8ADE, OHlO! NICE
UTTLE T0WN....W0NDER H0W
i'LL LIKE IT VWEN I'M READV
T0 LEAVE — IF I'/A AgLE TO
LEAVE! „__.
/Horninö
* ‘>)M
W Au N16HT LONö.r OH, PHlL!
DREAMED TMAT PHlL KEPT * WHEREVER VOU
A-5KINÖ ME TO A1ARR.V HlÁI.. ARE, WAlT FOR
I WANTED TO $CREAM
BUT I $H00K MV
HEAD ! ONLV A DREAM
COULD MAKE ME
Morguninn eftir er Wilda komin til Oakshade í Ohio
og hugsar um hvort hún muni kunna við sig þar í
þessari litlu borg og hvenær hún leggi af stað heim
ef hún kemst af stað heim, svo segir hún við sjálfa
sig: I alla nótt dreymdi mig að Phil væri að biðja
mín og mig langaði að kalla „já“, en svo bara
hristi jeg höfuðið, aðeins í draumi hefði jeg getað
gert það. Ó, Phil, hvar sem þú ert þá bíddu eftir
mjer.... bíddu. Á þessu augiicu.uú i lestinni, kallar
lestarstjórinn: Næsta stöð er Oakshade. Phil segir:
Þar fer jeg út.