Morgunblaðið - 07.01.1948, Síða 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói:
AUSTAN kaldi, viða ljctt-
sk ý j að._____________.
Skipverjar á Lappland
ÞESSI mynd var tekin að Hótel Borg: að loknu hófi því er SVFÍ
hjelt skipverjum af þýska togaranum Lappland í þakklætisskyni
fyrir björgun þeirra á sægrörpunum fjórum frá Ðjúpavogi. Tveir
íslendingar eru á myndinni lengst til hægri í aftari i-öð. Fjórði
maður til vinsíri, í íremri röð, er skipstjórinn á Lappland.
Ljósm. Mbl.: Ólafur K. Magnússon.
ni á
veitt viðurkenniii!
Þeim hefnr borist margar géðar gjafir
RÍKISSTJÓRNIN heíur veitt skipshöfninni á þýska togaranum
Lappland 7000 krónur í viðurkenningarskyni fyrir björgun skips-
hafnarinnar á m.b. Björg frá Djúpavogi. Þá var hverjum manni
a togaranum afhentir skömtunarseðlar, til kaupa á helstu nauð-
synjum. Þjóðverjunum hefur nú borist margt góðra gjafa frá
íólki hjer í Reykjavík og Hafnarfirði.
Ejitar Hunksgaard
látinn
EJNAR MUNKSGAARD
hinn víðkunni og merki bóka-
útgefandi í Kaupmannahöfn,
ijest í gær.
Skeyti barst hingað seint í
gær frá dóttur hans. til Sigurð-
ar Nordal prófessors, um frá-
fall hans. Nánari atvik eru
bláðinu ekki kunn þegar þetta
er ritað.
Ejnar Munksgaai'd var Islend
ingum mjög vinveittur, og
hafði með útgáfu sinni stuðlað
mjög að því að umheimurinn
fenji kunnleik á íslenskum
fræðum. Hann r.aut hjer mik-
illa vinsælda, þó aldrei kæmi
hann hingað til lands.
Síld er um
allan sjé
SlÐASTA sólarhrir.g hefur verið
góð veiði bæði í Hvalfirði og
hjer rjett utan við Reykjavíkur-
höfn. Síðasta sólarhring komu
hingað 20 síldveiðiskip og voru
þau með um 19500 mál síldar.
Best gátu mer.n fylgst með
veiði þeirra skipa er vont með
nætur sínar hjer á Rauðarárvík
inni í gær. Þar tóku sum hæstu
skipin í flotanum fullfermi á
skömmum tíma. — Sama er að
segja um Hvalfjörð, en veiðin
rn un þó hafa verið mest í Ijósa-
skiptunum. Mikil síld er nú um
allan sjó segja sjómennirnir. En
nokkuð er hún tekin að megrast.
í gærkvöldi var lokið við að
lesta True Knot, en hann tók
síld af Framvellinum og nokkuð
úr síldveiðiskipum. Þá sem
endra nær var unnið að lestun
þýsku togaranna.
Skipin sem komu í gær voru
þessi: Þorsteinn EA með 650
mál, Helga RE 300, Elsa 250,
Svanur AK 700, Síldin, Hafnar-
firði 1200, Vöggur 650, Keflvík-
ingur 450, Jón Þorláksson 600,
Víðir Ak 700, Blakknes 1300,
Víðir SU 800, Keilir AK 650,
Fróði & Bragi GK 550, Rifsnes
1400, Sigurfari Ak 850, Fagri-
klettur 1350, Helgi Helgason
1250, Sidon 1000, Hafdís 150 og
Gunnvör með 700 mál.
í gær bauð Slysavarnafjelag
íslands skipverjum á „Lapp-
land“ og sægörpunum frá
Djúpavogi til hádegisverðar að
hótel Borg. Þar voru meðal
gesta Jóhann Þ. Jósefsson fjár-
málaráðherra og F.ysteinn Jóns-
son mentamálaráðherra. I þess-
ari veislu bárust hinum þýsku
sjómönnum, sem eru 14, mai’g-
ar góðar gjafir.
Að Hótel Borg.
Hófið að Hótel Borg hófst
með þvi, að Guðb.iartur Ólafs-
son' forseti Slysavarnafjelags-
ins, bauð gesti velkomna. Þá
tók til máls Jóhann Þ. Jósefs-
son fjármálaráðh. og mælti
hann bæði á íslensku og þýsku.
í ræðu sinni samgladdist hann
skipverjum af „Björg“, með
hina giftusamlegu björgun
þeirra. Þá gat hann þess, að
samkvæmt tilmælum Slysa-
varnafjelagsins, hefði ríkis-
stjórnin á fundi sínum í gær-
morgun samþykt að afhenda
fjelaginu 7000 krónur í pening
um, er skifta skyldi meðal
hinna 14 þýsku sjómanna. Þá
hefir ríkisstjórnin ákveðið að
hver maður á þýska togaranum
skuli fá skömtunarmiða að verð
gildi 300 kr., til kaupa á helstu
nauðsynjum.
Sr. Jakob Jónsson formaður
slysavarnadeildarinnar^ „Ing-
ólfur“, talaði næstur. Ávarpaði
hann hina þýsku sjómenn og
tilkynti þeim að deildin myndi
afhenda hverjum þeirra ull-
arpeysur og sokka.
Eysteinn Jónsson mentamála
ráðherra mælti fyrir hönd Sig-
urðar Jónssonar formanns á
mb „Björg“. Þakkaði hann
Slysavarnafjelaginu fyrir þann
þátt, er það átti að björgunar-
tilraunum og þær góðu viðtök-
ur, er fjelagið hefði veitt skip-
brotsmönnunum. Þá færði hann
skipshöfninni á ,,Lappland“
þakkir fyrir þær góðu viðtökur
er Sigurður og fjelagar hans
urðu aðnjótandi á skipi þeirra.
Að lokum mælti frú Rann-
veig Vigfúsaóttir form. Kvenna
deildar Slysavarnafjelagsins í
Hafnarfirði. Hún tilkynti í ræðu
sinni að Kvennadeildin í Hafn-
arfirði myndi gefa skipverjum
á „Lappland" 1000 krónur.
Aðrar gjafir.
Ymsar aðrar góðar gjafir
hafa borist til Þjóðverjanna. I
skrifstofu Slysavarnafjelagsins
hafa borist um 4000 kr. í pen-
ingum frá almenningi hjer í
bænum. Verslunin Álafoss hef-
ur gefið þeim 14 txllarpeysur og
Kvennadeild SVFI hjer í Rvík
hefir gefið hverjum manni einn
gjafaböggul.
Skipstjóri þakkar.
Áður en þessu samkvæmi
lauk, þakkaði skipstjórinn á
„Lappland“, Theodór Henning,
hinar framúrskarandi góðu við
tökur, er hann og skipsfjelagar
hans hefðu fengið hjer í bæn-
um. Færði hann ríkisstjórninni
þakkir, svo og SVFÍ og bað
hann tíðindamann blaðsins, að
færa öllum bæjarbúum þakkir
sínar. Við getum ekki komið
orðum að þakklæti okkar. Við
höfum ekkert gert. Það var
skylda okkar, sem sjómanna, að
bjarga nauðstöddum fjelögum.
Þegar jeg kem heim til Brem-
erhaven, mun jeg skýra blöðum
þar frá móttökunum hjer. Vera
má, að það geti orðið til þess,
að auka kynni og skilning milli
Þjóðverja og íslendinga, sagði
skipstjórinn.
Kensluflugvjel hrapar
niður á Elliðavaín
Flugmaðurinn slapp því nær ómelddur
í GÆRDAG hrapaði tveggja manna flugvjel niður á ísilagt Ell-
I iðavatn. Einn maður var í flugvjelinni og slapp hann lítið meidd-
| ur. Ilann heitir Guðmundur Guðmundsson til heimilis að Bók-
hlöðustíg 6. Flugvjeln eyðilagðist með öllu.
Alfadans og brenna
á sunnudag
AÐ KVÖLDI n.k. sunnudag ætla
skátafjelögin hjer í Reykjavxk
að efna til álfadans og brennu
á íþróttavellinum. Ætla skátarn
ir að vanda til brennunnar eftir
bestu föngum.
Hlaðinn verður stór bálköst-
ur og ljóskösturum komið fyrir,
er lýsa eiga upp svæðið, sem
álfadansinn fer fram á. Gert er
ráð fyrir, að 200 til 300 skátar,
stúlkur og piltar taki þáft í álfa-
dansinum. Verða þeir klæddir
allskonar búningum í gerfum
,,Grýlu“ og „Leppalúða", jóla-
sveina og annara. Að sjálfsögðu
verður Álfakongurinn og drottn
ing hans og með þeim frítt föru
neyti. Enn hefur ekki verið á-
kveðið hver skuli vera Álfakóng
urinn, en eflaust verður það söng
maður góður. Lúðrasveit Reykja
víkur leikur fyrir dansinum.
Skátarnir ætla að haga dans-
svæðinu á vellinum þannig, að
sama verður hvar fólk stendur á
áhorfendasvæðinu, því allir eiga
að sjá jafnvel. Ekki er að efa að
bæjarbúar muni fjölmenna á
brennuna, því liðinn eru nú
mörg ár síðan fallegur álfadans
uæq i jafq ;áo[s Jnjaq euuajq 3o
um.
Skipverjar af Björg
þakka
SKIPVERJAR á m.b. Björg frá
Djúpavogi, sem þýski togarinn
Lappland bjargaði, hafa beðið
blaðið að færa skipverjunum á
þýska togaranum þakkir sínar.
Ennfremur þakka þeir Slysa-
varnafjelaginu, skrifstofustjóra
þess, Henry Hálfdánarsyni og
forseta þess Guðbjarti Ólafssyni,
svo og Eysteini Jónssyni ráð-
herra og öðrum þeim er greitt
hafa götur þeirra hjer í Reykja •
vík. Þeir fjelagar fara sennilega
heim í dag.
230 vistmenn á Elli-
beimilinu
VISTMENN á Elli- og hjúkr
unarheimilinu Grund voru 230
um síðustu áramót, 168 kon-
ur og karlmenn. Á sama tíma
í fyrra voru þeir alls 223, en
árið áður 174.
Á síðasta ári komu 85 nýir
vistmenn á heimilið, en 41 fór
þaðan og auk þess dóu 37. —
Á árunum frá 1935—1947 hafa
alls 1178 vistmenn komið á
Elliheimilið.
Stálframleiðsla Breta eykst
LONDON: — Stálframleiðsla fer
nú ört vaxandi í Bretlandi og
framleiddu þeir um 14,174,000
tonn árið 1947.
■^Sást úr
annari flugvjel
Flugtuminn á Revkjavíkur-
flugvelli, f jekk í gær um kl. 2.30
tilkynningu frá Grummanflug-
vjel frá Loftleiðum. er var á leiS
til Vestmannaeyja, þess efnis, að
til flugvjelar sæist á Elliðavatni
og myndi hún hafa hrapað.
Flugumferðarstjórinn gerði
sjúkraliðinu þegar aðvart og frá
slökkviliðinu á flugveJlinum var
sendur bíll.
í æfingaflugi
Guðmundur Guðmundssoni
stjórnaði flugvjelinni og var í
æfingaflugi er þetta óhapp vildi
til. Hann hefur svonefnd „solo-
rjettindi". Yfir ísilögðu Elliða-
vatni mun hann hafa flogið frek
ar lágt. Hefur hann svo mist
stjórn á flugvjelinni og hún
hrapað niður á ísinn. Flugvjel-
in kom á hliðinni niður á ísinn
og kastaðist svo ein 60 fet áfram
en stakkst þá á nefið á ísinn,
og stöðvaðist.
Komst sjálfur
úr flugvjelinni
Guðmundur kost sjálfur út úr
flugvjelinni og gekk heim að
bænum Elliðavatni. Hann hafði
hlotið skurð á höfði og senni*
lega snert af heilahristing, því
mjög kvartaði hann um höfuð-
verk. Sjúkrabíllinn, sem sendur
var, flutti Guðmund í sjúkra-
hús. Var þar gert að sárum á
höfði hans og síðan var hann
fluttur heim til sín.
Flugvjelin eyðilagðist
Um flugvjelina er það að
segja, að hún er talin alveg ó-
nýt. Vængir hennar brotnuðu
og skrokkur, hjólaútbúnaðurinn
brotnaði undan henni. Flugvjel
þessi var af Tiger Moth gerð,
tvíþekja, eign flugskólans Cum-
ulus hjer í bæ. Einkennisstafir
hennar voruu TF — A. B. C.
Orsök þessa slyss var verið aði
rannsaka í gær.
Mikið gos í Heklu
HÚSFREYJAN að Ásólfs-
stöðum skýrði MorgunblaðinU
frá bví í gær í viðtali, að þrjú
undanfarin kvöld hafi verið
óvenjulega miklir eldar i
Heklu, og hafi þeir verið einna
mestir í fyrrakvöld.
Mest virðist gosið nú verá
í suð-vestur öxl fjallsins. —-
Mikla gufumekki leggur nú
upp af gígunum, sem gosixl
eru í.
Undanfarið hefur lítið bor-
ið á hraunrensli, þegar horft
er til fjallsins frá Ásólfsstöð-
um. En i þessum síðustu gosr
um sjer nú aftur á glóandi
hraun. Engar drunur hafa
heyrst til Ásólfsstaða frá fjall-
inu.
Milli jóla og nýjárs urðþ
heimamenn á Ásólfsstöðum
stundum varir við smávegis
jarðhræringar.