Morgunblaðið - 16.01.1948, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 16. janúar 1948’
AFURÐASALAN VEL
UNDIRBÚIN
ÞAÐ er ótrúlegt en samt satt, að
Þjóðviljinn er nú farinn að vitna
í ræður Einars Olgeirssonar yið
útvarpsumræðurnar í október út
af frumhlaupi hans vegna Mars-
halláætlunarinnar sem fagnaðar
boðskap, er íslenska þjóðin eigi
að leggja sjer á minni vegna vís-
dóms þess, sem þar var fram
fluttur.
Skrafskjóðan Einar opnast á ný.
Öllum, sem á þær umræður
hlýddu, ber saman um, að nerfi-
legri útreið hafi aldrei neinn ís-
lenskur sljórnmálamaður hlotið í
útvarpsumræðum en Einar Ol-
geirsson fjekk þá. — Kom þetta
mörgum á óvart, því að hvað sem
um Einar að öðru leyti verður
sagt, má hann eiga það, að sjald-
an verður honum oi'ða vant.
Þetta henti hann þó að þessu
sinni og kvað svo ramt að, að
einlægustu fylgismenn kommún-
ista gengu um niðurlútir marga
daga á eftir. og sögðu að umræð-
ur þessar væri ekki að marka, því
að „kommúnistar ættu marga
mælskari menn en Einar Olgeirs
Son.“ Hefði það einhvei'n tíma
þótt fyrirsögn, að hagur hinnar
alræmdu skrafskjóðu væri orð-
inn slíkur, að flokksmennirnir af
neituðu jafnvel mælgi hennar,
sem sje því, sem þangað til var
talið helsta prýði Einars.
Þjóðviljinn hafði að vonum
lágt um frammistöðu Einai's fyrst
á eftir, en nú eru orð hans þá
sem sagt talin meðal helgirit-
anna, sern söfnuðurinn allur á að
vitna til og telja yfirmannlega
speki.
Vndirstaðan er orftlcysi Einars.
Nú fullyrðir Þjóðviljinn, að í
þessum „gullvægu ræðum“ Ein-
ars hafi verið að finna lausnina
á afurðasölumálum okkar íslend-
inga. Er ekki að furða þó að
blaðið hafi farið með margar
fjarstæður um þau efni, úr því
að aðalundirstaðan er frammi-
staða Einars Olgeirssonar, þeg-
af ’honum tókst verst til og hann
varð með öllu orðlaus.
Það mætti æra óstöðugan að
.tína til allar þær firrur, sem Þjóð
viljinn og kommúnistar hafa fyr
og síðar sagt um afurðasölumál-
in. Þeim málflutningi öllum er
farið á sama veg og skrímslinu
ilía forðum, að á vaxa tvö höfuð
í stað hvers sem af var höggvið.
Þó að ósannindi kommúnista
ejeu í þessu jafnóðum í þá rekin,
láta þeir sjer ekki bregða heldur
bera aðeins fram við næsta tæki-
færi tvær fjarstæður í stað einn-
sar áður. ,
Tókst best, þegar kommúnistar
Jt»mu hvergi nærri.
Kommúnistar ásaka t. d. rík-
Ssstjórnina mjög fyrir það, að
hún hafi tekið of seint upp samn-
Snga við aðrar þjóðir um afurða-
eöluna á þessu ári. Sannleikurinn
er ’þó þvert á móti sá, svo sem
»narg oft hefur verið tekið fram,
að sieitulaust hefur undanfarna
tnánuði verið unnið að undirbún-
íngi þessara mála. Fyrir tveim
þrem mánuðum var meira að
eegja lokið samningum við þjóð,
sem fram að þessu hefur tiltölu-
lega lítið keypt af okkur, þ. e.
Holler.dinga.
Hollendingum var selt verulegt
magn af afurðum síðasta árs og
einnig af þessa árs framleiðslu,
þ. á. rn. 3000 tonn af hraðfrystum
fisk: á þessu ári.
Rikisstjórnin vill iáta halda
gerða samninga.
Þá hafa samningar við Tjeltkó-
slóvakíu staðið um langa hríð, og
var aðeins frestað um sinn, vegna
t>ess, að áður en frá þeim væri
ijengið, varð að tryggja, að Is-
lendmgum kæmi raunverulega
að notum þær vörur, sem Tjekk-
ái' gerðu falar í st&ð þeirra vara,
gem þeir kaupa af okkur.
Látlaust unnið að
samningum
Það hefði að vísu verið' eftir
vinnubrög'ðum kommúnísta, að
gera samninga við Tjekka sem
aðra aigerlega út í bláinn, án til-
lits til þeirra möguleika, sem fyr
ir hendi voru.um það, hvort við
gæturn staðið við samningana eða
ekki. Flestir aðrir, þ. á. m. núv.
ríkisstjórn, hafa skömm á slíkum
vinnubrcgðum og kæra sig ekki
um að skreyta sig með því, sem
ekkert gildi hefur.
Nú hefur í fyrsta skifti ver-
ið gerð gagnger rannsókn á því,
hvað hægt er að kaupa frá
Tjekkóslóvakíu, og standa vonir
til, að sú rannsókn sýni, að þau
viðskifti verði, hægt að auka
verulega frá því, sem áður var.
En þenna vilja til að sjá fótum
sínum forráð, kall'-x kommúnist-
ar „fjandskap", og eiga ekki
nógu sterk orð til að lýsa þeirri
„andúð“, sem í því felist, að búa
svo að þessum viðskiftum, að Is-
lendingar geti staðið við samn-
ingana af sinni hálfu.
MikilsverSur samningur um
Þýskalands-markað.
Ennþá meiri þýðingu hefur þó
það, að ríkisstjórninni tókst að
ná samningum nú í desember
við hernámsyfirvöldin í vestur-
hluta Þýskalands um mjög mikil
fiskkaup þangað frá Islandi. Hef
ur þegar komið í ljós, að sumar
nágrannaþjóðir okkar telja, að
Islendingum hafi þarna tekist bet
ur en þeim að ná markaði, er þær
hafa mjög sótzt eftir. Það er að
vísu enn ekki sjeð, hvernig
samningur þessi verður fram-
kvæmdur í einstökum atriðum,
en öruggt er þó, að hann hlýtur
mjög að tryggja aðstöðu okkar
á ísfiskmarkaðinum í Englandi,
sem togararnir eiga alla afkomu
sína undir.
Síldarsalan til Þýskalands nú
byggist og á þessum samning-
um og munu allir vera sammála
um, að hún sje mjög æskilegt upp
haf að nýjum skiftum við Þýska-
land. __
Er óneitanlega nú með öðrum
hætti haldið á síldarsölunni,
en þegar Aki Jakobsson var fyr-
ir ári að bagsa við svipaðan út-
flutning á síld með stórkostlegu
fjártjóni fyrir ríkissjóðinn.
Það liggur í augum uppi, að
á meðan með öllu var óvíst,
hvernig færi um grundvallar-
atriði þessa samnings, var ekki
hyggilegt af okkar hálfu að taka
upp endanlega samninga við Eng
lendinga um fisksölur þangað á
þessu ári, því að samningsaf-
staða okkar gegn þeim er mun
sterkari eftir þessa samnings-
gerð en áður var.
Fyrst varð að selja
fyrra árs framleiðslu.
Á sama veg höfðum við ekki
ástæðu til að knýja á Englend-
inga og Rússa um samningsgerð
fyrir þetta ár á meðan við vorum
ekki enn búnir að selja alla freð
fiskframleiðsluna frá síðasta ári.
Þeirri sölu var lokið í nóvember
lok. Enda var jafnskjótt og hún
var gengin um garð, af hálfu
íslenskra stjórnvalda leitað til
Breta og Rússa, og þeir beðnir
að taka upp samninga um af-
urðasöluna á þessu ári.
Kommúnistar segja raunar, að
engu hefði verið spilt, þó að við
enn hefðum legið með birgðir af
fyrra árs íramleiðslu, þegar nýir
samningar áttu að hefjast við
þessar aðalviðskiftaþjóðir okkar.
Allir aðrir sjá í hendi sjer, hví-
lík fjarstæða þetta er, og hversu
miklu örðugra við hefðum átt
um vik, ef við enn hefðum átt
óselt írá fyrra ári mikið magn
af þeirri vöru, sem okkur er úí-
fölust, er samningar fyrir þctta
ár hófust.
Istenska stjórnin ljet engan
tíma líða frá því hagstæð atvik
voru fyrir hendi, þangað til hún
bað þessar viðskiftaþjóðir okkar
um að taka upp samninga að
nýju. Bretar svöruðu þeirri mála
leitun strax og munu samningar
um afurðasölu á þessu ári hefj-
ast áður en langt um líður.
Erfiðleikarnir af háu verðlagi.
Um samninga við Rússa mun
enn vera óvissa.
Þetta sýnir það. sem raunar
var áður vitað, að Islendingar
ráða því ekki einir, hvenær aðr-
ar þjóðir vilja setjast að samn-
ingaborðinu með þeim. Þær hafa
auðvitað sína hentisemi um það.
Kommúnistar reyna raunar að
gera það tortryggilegt, að Rúss-
ar hafa nú samið við Novðmenn
um veruleg viðskifti á þessu ári.
Það er þó engin nýjung, að Rxiss-
ar semji fyr við Norðmenn held-
ur en við okkur. Slíkt hið sama
gerðist einnig á síðasta ári með-
an Aki Jakobsson fór með sölu
sjávarafurðanna. Þá vildu Rúss-
ar ekki taka upp samninga við
okkur fyr en um miðjan febrúar,
og munu hafa lokið samningum
við Norðmenn áðúr en við okkur
var samið.
Út af fyrir sig er það heldur
ekki’ torskilið. að Rússar vilji
semja fyr við Norðmenn en okk-
ur, þegar á það er litið, að Norð-.
menn geta boðið þeimi s.jávaraf-
urðir við mun lægra verði en
við.
Ef þetta er skýringin, ættu
kommúnistar ekki að ásaka aðra,
því að engir bera fremur en þeir
ábyrgð á hinu háa verðlagi, sem
á íslensku framleiðslunni er.
Óvissan um hvað selja skal.
Loks er á það að minnast, að
það er ekki aðeins svo, að við ís-
lendingar verðum að una því, hve
nær aðrar þjóðir vilja við okkur
semja, heldur er atvinnuháttum
sjálfra okkar svo farið, að erfitt
er að segja löngu fyrir fram til
um, hvað selja skuli hverju
sinni.
Síldveiðarnar hjer í Faxaflóa
hafa að mörgu leyti styrkt fjár-
hagsstöðu landsins og gera samn-
ingsaðstöðu okkar við aðra von-
andi sterkari en ella hefði verið.
En þær hafa einnig í för með sjer
það, að alt aðrar afurðir er að
selja, en menn fyrir nokkrum
mánuðum hefðu talið, að aðal-
lega mundu verða fyrir hendí.
Ætti þetta dæmi að sýna öllum
góðviljuðum mönnum, hver
vandi er á höndum þeirra, sem
með þessi mál fara.
Að vísu þýðir ekki að bera
þessi nje önnur rök fram við kom
múnista, því að þá skortir það,
sem mest á ríður, sem sje góðvild
ina og skilninginn.
Þessvegna er það eins og að
skvetta vatni á gæs, að ræða -af
rökum við kommúnista Gm þessi
mál og önnur. Þeir kunna ekki
að rökræða mál, heldur aðeins að
æsa menn og blinda cn ofsækja
þá, sem aðra skoðun hafa en
sjálfir þeir. íslenskur almenning-
ur unir hinsvegar ekki slíku hátt-
erni. Hann leitar þess, sem rjelt
er, og skilur rök og góðan mál-
stað. Þess vegna eykst einangr-
un kommúnista með hverjum
degi.
DanÉa verka lýðssambandi n u berast gjafir
Frá hátíðahöldum danska verkalýðssambanásins. Til vinstri
formaður sambandsins, Eiler .Tensen, taka á móti gjöfum til
bandsins.
Danska verkalýðs-
sambandið 50 ára
sjesfc
sam-
HERMANN Guðmundsson, for-
seti Alþýðusambands íslands og
Guðgeir Jónsson eru nýkornnir
heim frá Danmörku, þnr sem
þeir sátu 50 ára afmælisfagnað
danska verkalýðssambandsins,
ásamt Kristni Ág. Eiríkssyni,
sem varð eftir ytra.
Ljetu þeir fjelagar mjög vel
yfir dvölinni í Danmörku, er
þeir áttu tal við blaðamenn í
gær.
Hátíðahöldin fóru fram 3. jan.
Hófust þau með því að fallinna
forvígismanna verkalýðssam-
bandsins var minnst og blóm-
sveigar lagðir á leiði þeirra. Síð
an gengu gestir fyrir stjórn
verkalýðssamtakanna og færðu
sambandinu gjafir sínar, sem
voru mjög miklar. M.a. barst
því 70 þús. krónur í peningum.
Á eftir var snæddur morgun-
verður á National Skala, en kl.
14,30 var hátíð í Raðhússalnum.
Þar flutti yfirborgarstjóri Kaup
mannahafnar H. C. Sörensen,
ræðu, en þá talaði Eiler Jensen,
forseti Verkalýðssambandsins,
Á eftir ræðu hans fluttu við-
staddir erlendir fulltrúar ávörp
en beir yoru frá Belgíu, Hol-
landi, Sviss, Austurríki, Eng-
landi, alþjóðasambandi verka-
lýðsins og Norðurlöndunum
fjórum, íslandi, Finnlandi, Nor
egi og Svíþjóð. En að lokum
flutti forsætisráðherra Hana,
Hans Hedhoft, kveðju ríkis
stjórnarinnar. Hátíðahöldunum
lauk svo með borðhaldi í há-
tíðasal Ráðhússins.
Dagana eftir afmælisfagnað-
inn reyndu íslensku fulltrúarnir
eftir mætti að kynna sjer starf
semi dönsku verkalýðssamtak-
anna. í sambandinu eru nú 72
landssambönd fagfjelaga með
um 608 þús. meðlimum. v*
Afrit af skemdarverkaá-
/
ætlun kommúnista komið
til London
LONDON í gærkvöldi.
Einkaskeyti til MBL. frá Reuter.
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ breska tilkynnti í kvöld, að það
teldi'sig enga ástæðu hafa til að efast um, að skjöl þau, sem
fundist hafa um fyrirhugaða skemmdarstarfsemi kommúnista í
Ruhr, væru ófölsuð. Hefur einn af talsmönnum ráðuneytisins
skýrt frá því, að afrit af skjölunum hafi þegar borist frá bresku
hernaðaryfirvöldunum í Þýskalandi og þau verið gaumgæfilega
rannsökuð.
1658 ms drepnir
New Dehli í gærkvöldi.
STJÓRNARVÖLD Indlands
hafa skýrt frá því, að í árásinni
i á ílóttamannalestina í Vestur
I Punrjab s.l. mánudag hafi 1650
; manns ais látið lífið. 750 farþeg
janua komusl af, en af þeim særð
; ust 150. — Reuter.___
j MANILA: —• Á gamlárskvöld dóu
\ tveir menn af sárum, sem þeir
fcngu í einvígi út af pólitískum
ágreinirgi.
Eins og dagskipuxi.
Breskur frjettamaður, sem
fengið hefur að kynna sjer ofan
greind skjöl, segir það vera eft-
irtektarvert, hvenxig frá þeim
sje gengið. Líkir hann þeim vi8
dagskipan hershöfðingja, enda
sje nákvæmlega tekið fram,
hvernig haga beri sókninni gegn
Marshalláætluninni með skipu-
lagðri verkfallsöldu.
Leiðtogar kommúmsta í
Þýskalamn áttu að táta sem
minnst á sjer bera. en stjórn^