Morgunblaðið - 16.01.1948, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.01.1948, Blaðsíða 8
8 MORGU NBLAÐIÐ Föstudagur 16. janúar 1948 Sjómenn í Keflavík boða verkfall .Frá frjettaritara vorum í Keflavík. UNDANFARIÐ hafa staðið yfir samningar um kaup og kjör sjómanna á línubátum. Enn sem komið er hafa þessar samninga umleitanir ekki borið neinn ár- angur. Sjómennirnir krefjast allverulegrar kauphækkunar. Er nú svo komið, að Sjómanna- og verkalýðsfjelag Keflavíkur hefur boðáð til verkfalls á línu bátum þann 21. þ.m. ef samn- ingar hafa ekki tekist fyrir þann tíma. Nú eru tilbúnir til línuveiða 8 bátar. í fyrra voru um þetta leyti 30 bátar búnir að tilkýnna þátttöku sína í línuveiðunum. Hreinlæfi í bragp- hverfunum Ræða borgarstjórans í gær rannsakað FYRIR fundi heilbrigðisnefnd ar er haldinn var 16. des. lá frammi brjef frá borgarstjóra, um framkomnar tillögur u'mi þrifnað o. fl. í braggahverfum.! Þessar tillögur voru fram komn ar í bæjarstjórn og hafði hún vísað þeim til heilbrigðisnefnd-j ar. A þessum fundi nefndarinnar var samþykkt að fela heilbrigð isfulltrúa að athuga málið og gefa nefndinni skýrslu um á- standið í hverfunum. # Samkomulag Hol- lendinga og Indoneia •Batavía í gærkvöldi. ÚTVARPSSTÖÐIN í Jaqjakarta tilkynti í kvöld, að stjórn Indó nesíumanna hafi fallist á síð- ustu tillögur Hollendinga og Öryggisráðsins um vopnahlje. Þá mun og hafa náðst samkomu lag um ýmis grundvallaratriði sem við koma væntanlegri lausn Indónesíudeilunnar. <?-» ♦---- Gandhi máfffarinn New Delhi í gærkvöldi. GANDHI er nú orðinn tals- vert máttfarinn, eftir því sem læknir hans skýrði frá í dag. Hann er á þriðja degi föstu sinn ar, en með hennLgerir hann sjer vonir um að fá hin ýmsu kyn- flokkabrot í New Delhi til að hætta innbyrðis deilum sínum. Frjettaritarar segja að megn- ið af íbúum New Delhi hvetji nú mjög til sátta, en þó sjeu meðal þeirra einstaka öfgamenn sem með öllu neiti að láta sjer segjast. — Reuter. I Frh. af bls. 7. steinn Þorsteinsson, efnafræðing- ur, sem unnið hefur að þessum rannsóknum verði að hætta störf- um og leggur til að Svavar Hermannsson, efnafræðingur hjá Rafmagnseftirliti ríkisins, verði fenginn til framhalds-rannsókn- ar, en hann sje hveravatnsrann- sóknunum allvel kunnugur og hafi yfir rannsóknaraðstöðu og tækjum að ráða. Vatnið ósaknæmt. Gerir hitaveitunefndin að lok- um í þessari skýrslu eftirfarandi fjórar fillögur: 1) Að haldið verði áfram að rannsaka áhrif Reykjavatnsins á járnplötur, í rennslisútbúnaði, sem komið hefur verið fyrir í dælustöð á Oskjuhiíð. 2) Að hr. Svavar Hermanns- son, efnafræðingur, taki við rann sóknum þessum, þar sem hr. Þor- steinn Þorsteinsson verður bund- inn við önnur störf frá 1. októ- ber n. k. að telja 3) Að þrautreynt verði með ný- komnum efnum, er útveguð hafa verið frá Bandaríkjunum, að gera hitaveituvatnið ósaknæmt og framkvæmdur verði ýtarleg- ur samanburður á Reykjavatn- inu þannig blönduðu og lauga- vatninu, sem reynst hefur ósak- næmt. 4) Að gerðar verði iokatilraun- ir á járnofnum, sumpart nýjum og sumpart ryðtærðum, sem bún- ir hafa verið sjerstaklega undir þessar tilraunir. Á næsta bæjarráðsfundi var brjef þetta lagt fram og 4. októ- ber ritaði borgarstjóri formanni nefndarinnar brjef, þar sem til- kynnt var, að bæjarráð sam- þykkti tiiiögurnar og legði jafn- framt áherslu á að nefndin hraði störfum.' Síðasta skýrsla nefndarinnar — Að kvcða niður orðróm og kvíða. Fimmta og síðasta skýrsla hita veitunefndar er dagsett 30. des- ember 1947. Er þar skýrt frá því, að nú liggi fyrir skýrsla Svavars Her- mannssonar, efnafræðings, sem samkv. brjefi borgarstjóra 4. okt., var ráðinn til að vinna að fram- haldsrannsóknum á hitaveitu- vatni. Telur nefndin að nú sje lokið því verki, sem ráðgert var í þrem fyrstu tillögum nefndar- innar frá 25. september, en fjórði liður tillagnanna, tilraunir með járnofna sje eftir, sú tilraun taki þrjá mánuði. Telur nefndin rjett að framkvæma þá tilraun undir umsjón hitaveitustjóra, t. d. af verkstjóra í dælustöðinni. í þessari skýrslu gefur nefnd- in yfirlit um störf sín, en kveðst muni skrifa ítarlega skýrslu um málið allt þegar tími vihnst til. Væntir hún þess að mega reifa 'mál þetta á fundi í Verkfræð- ingafjelagi Islands til þess að heyra álit sem flestra þeirra sjer- fræðinga, sem um þetta vanda- mál geta fjallað. Telur nefndin æskilegt „að fræðileg yfirvegun fáist á máli þessu, áður en það er flutt almenningi, svo að greinagóðar tillögur geti komið fram og jafnframt kveðinn nið- ur orðrómur og kvíði um ástand og horfur, sem ekki á við rök að styðjast". Hjer er því tillaga nefndarinn- ar sú, að ekki sje skýrt opinber- lega frá störfum hennar og rann- sóknum fyrr en þeim er lokið og niðurstöður fengnar. Það er í samræmi við þetta á- lit nefndarinnar, að borgarstjóri og bæjarráð hafa ekki til skamms tíma skýrt opinberlega frá þessu. En vegna þess, að hafnar hafa verið umræður um málið opinber lega tel jeg óhjákvæmilegt að gefa skýrslu um það eins og það liggur fyrir. Varnarhúð. Tilgangurinn með útvegun þessara efna var sá að prófa efna blöndun í vatni, til að mynda varnarhúð innan á pípur og ofna, sem hjeldi tæringaráhrifum súr- efnisins í skefjum. í Laugavatni virðist vera efni, sem verkar á þennan hátt, og hafi því nefndin hugsað sjer að reyna að bæta slíkum efnum í Reykjavatn. Niðurstöður og árangrar á haustinu 1947 voru þessir: Framkvæmdar voru 20 tilraun- ir, sem hver tók einn dag eða meir og unnið var að í dælustöð á Öskjuhlíð og í rannsóknarstof- unni. Var blandað í rennandi hitaveituvatn ákveðnum skömmt um af þessu efni og gerður sam- anburður á tæringarverkunum súrefnis við mismunandi súrefn- ismagn í vatinu. Voru ávallt gerð ar tvær hliðstæðar prófanir, önn- ur á óblönduðu vatni, hin á blönd uðu. Arangurinn varð sá, að tær- ingetrverkanir hitaveituvatnsins frá Reykjum voru við blöndun- ina minkaðar niður í 1/5, undir ákveðnum skilyrðum, þegar lítið súrefni var í vatninu, en niður í tæpa 2/3, þegar mest var af súr- eini í vatninu. Þess er getið, að þessar athug- anir voru ekki annað en ábend- ingar um_nothæfi kísilblöndunar. En til þess að fá nánari vitneskju um nothæfni hennar til að halda í skefjum og hefta ryðmyndun, þurfti að framkvæma tilraun með ryðfærðan ofn við hliðina á þeim ofni. Súrefnismagnið. Nefndin segir, að tvennt megi segja ' um tilraunirnar á þessu stigi málsins. í fyrsta lagi, að það sjeu miklar líkur til, að stöðva megi ryðmyndun, sem er byrjuð að hindra ryðmyndun á nýju efni, með því að blanda í hitaveitu- vatnið kísilefnum, af því tagi, sem notuð hafa verið. Og í öðru lagi, að sú nauðsyn er ítrekuð, að draga þurfi með öllum hugsan legum ráðum úr súrefnismagni vatnsins, því þá aukast likurnar fyrir góðum árangri til mikilla muna. Nefndarmenn áskilja sjer rjett til að fara nánar inn á þessi at- riði og ýmis önnur í hinni endan- legu skýrslu, en telja sig geta af- hent málið frá sjer í hendur hita- veitustjórnar með eftirfarandi lokatillögu: 1. Að tilnefndur verði maður, er taki að sjer að framkvæma tilraun með kísilblandað rennsli gegnum ofna í dælustöð á Öskju- hlíð, eftir okkar fyrirsögn . 2. Að leitað verði fyrir sjer um hagkvæmust kaup á efnum til súrefniseyðingar og kísilblöndun- ar, meðan tilraunin fer fram. 3. Að athuguð verði kaup á blöndunartækjum, dælum o. f 1., til þess að framkvæma blöndun- ina, ef til kemur. 4. Að athugaður verði mögu- leiki á að loftdæla úr borholum með súrefnislausu lofti, köfnunar efni eða kolsýru, og kostnaður við slíkt borirtn saman við súr- efniseyðingu úr vat.ninu. 5. Að gengið verði sem tryggi- ^JJfáípil til a& grœ/^a fancU. oCeqqJ w iLerj í c£a nclg rœkilusjó J. JJlrijitoja _/\ ■pparitíg 29- Fótaviðgerðir Tek ao mjer hverskonar fótaviðgerðir með nuddi. Handsnyrting. Nudd við hárroti. Kem hcim til yðar. Pantið í síma 6372, milli kl. 2—4 e. h-, þriðjudaga og föstudaga. legast frá loftopum á geymum, til þess að hindra að loft streymi inn í þá. 6. Að gengið verði frá útbúnaði húsakerfa og bæjarkerfis þannig, að þau tæmist sem sjaldnast, þótt vatnsskortur verði. 7. Að athuga súrefniseyðingu úr vatni með járnarusli í sjer- stökum geymum eða í geymum á Öskjuhlíð. 8. Að hitaveitustjórnin ráði sjer efnafræðilega aðstoð, til þess að fylgjast með súrefnismælingum og öðrum efnafræðilegum athug- unum, er gera þarf í sambandi við tilraunir til þess að leysa þetta mál. Undir þessa skýrslu skrifa svo þeir Ásgeir Þorsteinsson og Jó- hannés Zoega, en þriðji nefndar- maðurinn, Steinþór Sigurðsson, magister, fórst, eins og kunnugt er í Hekluhrauni í nóvember s.I. Fimm minúSna krossgátan SKÝRINGAR. • Lárjett: 1 ófeimin — 6 hljóma — 8 frumefni — 10 eins — 11 framleiðsla — 12 tala erl — 13 skammstöfun — 14 ending — 16 mjóa. Lóðrjeít 2 kyrrð — 3 eymdár- leg —4 íþróttafjelag — 5 hund- ur — 7 titill — 9 skyldmenni — 10 stök — 14 tónn — 15 þyngd- areinirig. Lausn á síðustu krossgátu. Lárjett: 1 starfa — 6 ána — 6LA — 10 at — 11 andvana — 12 G. N. — 13 au — 14 frá — 16 reiði. Lóðrjett. 2 tá — 3 andvari — 4 RA. — 5 flagg —- 7 staut — 9 ann -—10 ana — 14 FE. — 15 áð. I ,, Oslo í gæri. NORSKIR Reknetabátar lönd uðu í dag alls um 7000 -málum, en afli bátanna var misjafn frá 20 upp í 200 mál á bát. Herpi- nótaskip lönduðu samtals um 350 málum. Þetta er hafsíld (eða ,,stor- síld“, eins og Norðmenn kalla hana). Verður hún öll notuð innanlands. Sumt af síldinni fer í beitu, en nokkuð verður salt- að. Formaður „Storsildlaget" tel- ur að verðmæti þess síldarafla, sem kom á land í dag nemi um 200,000 norskum krónum. Vetrarsíldveiðar við Noregs- strendur hefjast að þessu sinni íyr en vant er. í fyrra hófust þær ekki fyr en 27. janúar. Herpinótaskip fara öll á veið ar í dag og er búist við góðum aflá Björn Marinó Kristjánsson Minningarorð % I DAG er til moldar borinn hjer í bænum Björn Marínó Kristiánsson frá Björnshúsi á Grímsstaðaholti, sönur hjónanna Þóru Björnsdóttur og Kristjáns Kjartanssonar skipstjóra. Björn fæddist 10. mars 1916, en dó 5. jan. 1948. Hann ólst upp hjá foreldrum gínum hjer í bæn- um og tók r-nemma að vinna íor- eldrum sínum alt það gagn, er hann mátti. Ungur gerðist hann bifreiðarstjóri hjá Gasstöð Reykjavíkur. Tók hann við því starfi af bróður sínum Kjartani, er þá varð að hverfa frá því sök- um vanheilsu og varð Björn þá aðalfyrirvinna heimilisins, er var stórt, því að foreldrar hans áttu mörg börn í ómegð. Mjer er kunnugt um að hann ljet laun sín ganga óskert til hemilisins, svo að með fádæmum má teija- Auk þess mun hann hafa áty drýgstan þátt í að hrinda í fram- kvæmd byggingu íbúðarhúss þeirra hjóna. Sýndi hann í. bvi, sem öðru dugnað og atorku. Björn heit. var fáskiftinn og vel látinn af samstarfsmönnum sínum, ‘hjálpsamur og kyntist vel í hvívetna. Fyrir nálægt þrem árúm tók Björn veiki þá, sem að lokum dró hann til dauða og D hann að mestu rúmfastur síðan. Sjúkleika sínum tók hahn með- stillingu og hugrpýði, sem hverju öðru mótlæti, þótt honum muni hinsvegar hafa fallið þungt að hverfa _frá lífsstarfi. og, framtíð- arfyrirætlunm sínum svo íljótt, sem raun varð á, eða aðeins íæpru 32 ára, sem fvr er greint. Við fra fall hans er þungur harmur kveð inn að foreldrum hans og syst" kynum, er hann reyndisl sann- ur skjólstæðingur, meðan honum entíst heiisa til. Munu þau kveðja hann með vi-ðingu og þakklæ^1 fyrir alla ■ r -s ást og umhyg&íu með bjar' r st> i trú á það, að sa guð, sem c’t sjer og alt dæmn rjettilega muni um síðir veita honurn þ' U ’ - un og þá gleði, er hann hefir með mannkostum sin* um og dugnaði verðskuldað. K. G. ekki síst sköp vr fólki. Þegar i' geta biðr leiðinlem hag.fræði’ verið hi: orða Frh. af bls. 6. ' ver aragrúi af °' ’’egu hálfdottandf Cr á botninn hvolff i nar — þessi þraut ’-væmi styrjalda — þannig eflaust ’ æ’’dómsríkustu. Mexikó-búar börðust < Filipsevjar sækja um lán MANILA: — Stjórn FilipseyJ® hefur sótt um 100.000.000 doHar lán frá a’heimsbankanum. Þr forráðamenn bankans farnir a stað þangað til þess að attmS^ möguleikana á lánveitingu þ0®3 MEXICO CITY: — 15.000 Mexi kó-þúar börðust með Bandaríkja- mönnum í síðasta stríði og særð- ust eða fjellu 1,492 þeirra. Margir unnu æðsta heiðursmerki Banda- ríkjanna, The Congressional Med- al of Honor. I Augu fiska n NEW YORK: — Vísindamem segja að sumar tegundir f1®^ geti rennt öðru auganu í eina a ’ en hinu í aðra. G’eta þeir Þann* horft á einn hlut með öðru aU»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.