Morgunblaðið - 16.01.1948, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.01.1948, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 16. janúar 1948 Útp.: H.f. Ánrakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. ____ Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árr- Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. ___ Áskriftargjalú kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. f lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. Hreint borð UNDANFARNAR vikur og mánuði hefur hin svokallaða eignakönnun sett að verulegu leyti svip sinn á efnahagslíf þjóðarinnar. Tilgangur löggjafans með lögunum um eignakönnun var sá, að skattgreiðendur gerðu í eitt skipti fyrir öll hreint á borði sínu og komist yrði fyrir þau skattsvik, sem vitað er að átt hafa sjer stað í landinu undanfarin ár. Þessi tilgangur var vissulega góðra gjalda verður, enda þótt orsakir skattsvikanna sjeu í mörgum tilfellum bein af- leiðing af ranglátum og miðlungi skynsamlegum skattalög- um. Því verður ekki neitað, að íslensk skattalöggjöf hefur oft verið þannig að hún hefur beinlínis boðið skattsvikunum heim. Svo mjög hafa verið skertir möguleikar borgaranna til fjárhagslegs sjálfstæðis án þess að sniðganga lög og regl- ur. 1 þessu felst mikil hætta. Það er hverju þjóðf jelagi mikils virði að borgarar þess vinni sem ötullegast að því að treysta efnahagslega aðstöðu sina á heiðarlegan hátt. Sparn- aðarviðleitni almennings og vilji til þess að standa fjárhags- lega sjálfstæður, er ein traustasta stoðin undir ofkomu þjóð ■ arheildarinnar. Meðal flestra þjóða er sparnaður og eigna- söfnun einstaklinganna þess vegna talin til mikilsverðra dygða, sem ríkisvaldinu beri að virða og styðja. Hjer á ls- landi hefur þessu oft verið á annan veg farið. Hinir svo- kölluðu vinstri flokkar hafa ósjaldan reynt að skapa það almenningsálit að eiginlega væri öll eignasöfnun einstaklinga skaðleg og byggð á ranglátum þjóðf jelagsháttum. I samræmi við þessa skoðun hafa þeir unnið að því að skapa skatta- löggjöf, sem drægi úr og lamaði hvöt einstaklingsins til þess að afla sjer tekna. Þetta hefur að nokkru leyti tekist. Núgildandi skattalöggjöf verkar þannig gagnvart ein- staklingnum, að þegar tiltölulega lágu tekjumarki er náð, er það skattborgaranum lítill hagnaður að auka tekjur sínar. Mestur hluti teknanna rennur þá í ríkissjóð. Fjelögum og einstökum atvinnugreinum hefur þó verið mörkuð nokkuð rýmri aðstaða í þessum efnum, en það hefur þó kostað harða baráttu að skapa sjávarútveginum möguleika til þess að eignast nýbyggingasjóði til endurnýjunar skipastólnum. En án nýbyggingarsjóðanna hefði t hin mikla skipaaukning landsmanna á síðustu árum trauðla verið framkvæmanleg Þegar eignakönnuninni er lokið og borð skattborgaranna á að vera hreint, veltur þess vegna mikið á því að skynsam- leg skattalöggjöf verði sett. Um það er að sjálfsögðu ekki að sakast þótt þeir, sem miklar tekjur hafa greiði háa skatta til sameiginlegra þjóðarþarfa. En visst hóf verður þó að vera á í þessum efnum. Háar tekjur af heiðarlegum atvinnu- rekstri eiga ekki að vera refsiverðar. Þjóðfjelagið hlýtur þvert á móti að sjá sjer hag í að örva sjálfsbjargarhvöt ein- staklingsins. Þetta meginsjónarmið verður að leggja til grundvallar við þá endurskoðun skattalaganna, sem nú fer fram og Ijúka verður á næstunni. Sjálfstæðisflokkurinn veit vel hvað til hans friðar heyrir í þessum efnum. Hann hefur fullkominn skilning á þýðingu þess fyrir fjárhagslegt öryggi þjóðarheildarinnar að sparn- aðarvilji og sjálfsbjargahvöt einstaklinganna sje ekki lömuð með heimskulega þungum skattaálögum. Hann hefur á liðri- um árum oftlega varað við því að löggjafinn teygði hönd ríkisvaldsins of djúpt niður í vasa skattborgarans og það var fyrir frumkvæði og baráttu Sjálfstæðismanna, sem út- gerðinni voru skapaðir möguleikar til þess að safna riokkrum sjóðum til nýsköpunarinnar. En nú vilja allir Lilju kveðif. hafa, nú þora fáir að kannast við að hafa beitt sjer gegn nýbyggingarsjóðum útvegsins. En sannleikurinn er sá, að ti þess að treysta grundvöll íslensks atvinnulífs yfirleitt o: skapa hjer atvinnuöryggi þurfa fleiri en þeir, sem að sjávar útvegi vinna að fá tækifæri til þess að mynda framkvæmda sjóði. Ef árangur cignakönnunarinnar verður ný og skynsam leg skattalöggjöf má óhikað fullyrða að vel hafi til tekist Ef að hins/egar verður haldið áfram á sömu braut í skatta málum cg undanfarin ár, munu áhrif hreingerningarinnar ?. borði skattborgarans ekki verða langæ. UR DAGLEGA LIFINU Merki Reykjavíkur. HVERNIG er merki — skjald armerki, ef menn vilja — Reykjavíkur? Á 150 ára afmæli Reykjavíkurkaupstaðar var gef in út ágæt bók um höfuðstað- inn, Framan á þeirri bók var merki, eða innsigli Reykja- vikur. Það var mynd af flöttum þorski í hring. Á Alþingishátíð inni hafði Reykjavík sitt meriji, eins og aðrir bæir og landshlutar. Önnur merki hafa ekki sjest svo munað sje eftir og óhætt mun að fullyrða, að þessj tvö merki sjeu ekki einu sinni viðurkend. En Reykjavík ætti að eiga sitt merki, sameiningarmerki fyrir bæjarbúa. Merki, sem sett væri á eignir bæjarins, t. d. strætisvagnana, bæjarútgerð artogarana og fleira og fleira. • Samkepni. EF GERT er ráð fyrir, að menn aðhyllist alment þá skoð un j að höfuðstaðurinn ætti að eiga sitt merki, en það má ganga út frá því sem vísu, þá ætti að efna til samkepni um merkið, það ætti að vera eitt- hvað einkennandi fyrir atvinnu líf, eða sögu bæjarins, en þó einfalt að gerð. • Dagatöl. Á FJÖLDA MÖRGUM skrif- stofum í þessu landi standa auð og ónotuð „stativ“ undan mán- aðardögum, þótt liðnar sjeu tvær vikur af hinu nýja ári og ekkert bólar á því, að ný daga- töl eigi að koma í búðirnar í stað hinna gömlu. Lítillega var á þetta drepið hjer í byrjun ársins og bent á, að það væri sleifarlag hið mesta, af þeim, sem selja daga- tölin og búa þau til, að hafa þau ekki tilbúin að minsta kosti um áramótin og helst fyr. Þeir, sem hafa gert þessi skrifstofudagatöl undanfarin ár, hafa vafalaust eitthvað sjer til afsökunar. En eitt er víst, að beir hafa ekki þá afsökun að þeir hafi ekki vitað, að nýtt ár var í aðsigi. v • Vasabækur. HJER ÁÐUR fyr var hægt að fá keyptar í verslunum vasa- bækur með dagatali og ýmsum nytsömum upplýsingum, sem hentugt var að grípa til. En nú sjást þessar bækur ekki lengur, eða eru að minsta kosti ekki enn komnar á mark- aðinn á þessu ári. Þá var það lengi siður góðra verslunarfyrirtækja, sem vildu gera eitthvað fyrir viðskifta- vini sína og auglýsa nafn sitt um leið, að senda þeim slíkar bækur um áramótin. Eitthvað mun vera gert af þessu ennþá, en fer ákaflega hljótt. Þótt hjer sje um smáatriði að ræða, er það greinileg aftur- för. • Enn um apótek. ÞAÐ ERU ALTAF við og við að berast brjef frá fólki, sem verður fyrir óþægindum vegna þess hve apótekin eru altof fá í þessum bæ. Aðeins eitt apótek hefir vakt að næturlagi og sjá allir, að það er altof lítið. Fyr- ir mörgum árum, þegar bæjar- búar voru mun færri en þeir eru nú voru tvö apótek höfð opin að næturlagi, annað í mið- bænum, en hitt fyrir austan læk. Ekki veitti af þá og ættu menn að skilja, að ekki er á- standið betra nú. Enda er það svo, að það er hreinasta plága, að koma í lyfjabúð að kvöldi, eða nætur- lagi til þess að kaupa lyf. Þar er alt yfirfult og það tekur óra- tíma að fá sig afgreiddan, sem eðlilegt er, þar sem ekki er hægt að ætlast til þess, að einn lyfjafræðingur geti annað öll- um þeim lyfjasamsetningi, sem ætlast er til af honum. • Kostnaðarauki. EITT BRJEF hefi jeg fyrir framan mig frá, manni, sem þurfti að ná í lungnabólgumeðal að kvöldlagi. Hann var svo hepp inn að ná í bíl aðra leiðina, en þar sem sjáanlegt var, að biðin yrði löng í apótekinu ljet hann vagninn fara, en það var 25 mínútna gangur heim til hans frá arjótekinu. Meðalið kostaði manninn kr. 2,18, en bíllinn aðra leiðina 11 krónur. Það er ekki lengur hægt, að líða heilbrigðisyfirvöldum lands ins (í þessu tilfelli fyrst og fremst landlækni) að þrjóskast lengur við þeirri rjettmætu kröfu, að apótekum verði fjölg að í bænum. Tilraun til pclskaupa KAROLINA segir í brjefi frá tilraun sen hún gerði til að kauna sjer pels. Flíkin hafði verið auglýst og Karólína lagði af stað. Hún kom af fallegu húsi og barði að dyrum og spurði I hvort þar hefði verið auglýstur pels. Maðurinn, sem til dyra kom kallaði: „Sigga, það er samtal við þig“. Sigga kom og mældi hinn væntanlega kaupanda með augunum og sagði: „Jeg hugsa að hann sje of stór yður“. — Karolína ætlaði nú að fara úr bomsunum sínum, en þá sagði sú er nefnd hafði verið Sigga: „Vitið þjer hvað hann kostar? Hann kostar 11 þúsund. Karó- lína flýtti sjer í bomsuna aftur, en á meðan hvarf könan og kom svo að segja strax aftur með pelsinn. „Hvílík náð“, segir Karólína. „Og mikið var gripurinn falleg ur. En jeg get ekki fengið mig til að versla við hana Siggu, eftir hvernig hún hafði komið fram við mig. En brugðið hefði Siggu, ef hún hefð sjeð alla pen inga, sem hann bóndi minn stakk að mjer áður en jeg lagði af stað í förina“, sagði Karólína að lokum. ‘‘ Þetta mun hafa skeð fyrir seðlaskiftin. MEÐAL ANNARA ORÐA . . j Hftir G. J. Á. J-»——■' BiSraSir gefa líka verið lærdómsríkar í biðröðunum má mæta öll um tegundum fólks, sumu þrautleiðinlegu, en öðru .glaðlyndu og skemtilegu. í FYRRADAG um þrjúleytið hringdi eigandi fallegrar kven- raddar niður á blað til okkar og komst að orði eitt.hvað á þessa leið: Fyrir nokkru síðan birtuð 'þið mynd af okkur kvenfólkinu þar sem við stóðum í langri bið- röð fyrir utan eina af skóversl unum bæjarins. Nú er heillöng halarófa af karlmönnum fyrir framan skóverslun Hvannbergs bræðra, og nú findist mjer þið ættuð að taka mynd af þessu og sýna að það er fleira en kven- fólkið, sem nennir að leggja þetta á sig. Sá, sem svaraði í símann, tók vel í málaleitan hinnar radd- fögru, og skömmu seinna var Ijósmyndari blaðsins kominn á vettvang. Svo illa tókst þó til, að búið var að opna verslunina og aðeins strjálingur af stóru, sterku mönnunum eftir fyrir utan. • • '■’órst fyrir. Það varð því ekkert úr rnynda töku í þetta skifti, og kannske það hafi verið öllum fyrir bestu, því fólk getur verið eitthvað svo skolli afundið og langt frá því að vera í myndatökuskapi, þeg- ar það er orðið svona einn hlekk ur í þolinnfæðiskeðju samborg ara sinna. e • Fjölbreytni. Sannast að segja held jeg þó að óhætt sje að fullyrða, að það sje einhver sjerstök „stemning“ yfir öllum biðröðum. Að minsta kosti er enginn vafi á því, að undir fáum kringumsíæðum get ur að lít-a fjölbreyttari andlit og framkomu. Þarna eru langir og stuttir, feitir og horaðir, fúlir og g.lað- lyndir. Þarna er litla vandræða lega konan, sem af einhverjum óskiljanlegum ástæðum virðist vera fastur liður í öllum bið- röðum. Hún er venjulega á hæl unum á geysistórum karlmanni og hún er oftast með fangið fult af pökkum. Það er hún, sem smeygir höfðinu vandræðalega inn á milli bveggja fílefldra kvenmanna, horfir hikandi framan í aðra þeirra og segir: Er það ekki hjerna, sem maður tekur bílinn til Hafnarfjarðar. Einn óþolandi. Þarna er líka maðurinn, sem ekki gæti þagað, jafnvel þótt hann væri að lýsa íþróttamóti í útvarpinu. Þetta er venjulega þybbinn náungi og það, sem sumt kvenfólk kallar „agalega smart“, og það bregst ekki, að hann heldur sig vera ákaflega fyndinn og að Bob Hope sje svona rjett miðlungsmaður á borð við sig. Það er þessi bið- raðabandít, sem gasprar við hvern sem er um þrautleiðinleg ustu einkamál sín, þar til jafn- vel þolinmóðustu menn eru farnir að spyrja sjálfa sig að því hvort morð sjeu raunar ekki ofur afsakanlegir hlutir. • • Fleiri. Og þarna eru fleiri „óhjá- kvæmilegar“ persónur. Þarna er „blessaður litli strákurinn“, sem einhvernveginn tekst að stíga á fótinn á manni alt upp að hnje. Þarna er tyggigúmmí- stúlkan, sem suðar eins og bí- fluga um ,,Kalla“ og ^knölU ,,Palla“ og ,,partý“. Og svo er þarna auðvitað óþolinmótt fólk frekt og kurteist og síðast en Frh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.