Morgunblaðið - 18.01.1948, Blaðsíða 6
6
MORGUISBLAÐIÐ
Sunnudagur 18. janúar 1948
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Fr&mkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.).
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Ám Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjalá kr. 10,00 á mánuði innanlands,
kr. 12,00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók.
Svartir menn og hvítir
ÍSLENDINGAR eru yfirleitt mjög jafnaðarsinnað fólk. Þeim
er illa við öil sjerrjettindi og stjettamismunur er hjer minni
en í nokkru öðru landi. Allar ívilnanir, sem bundnar sjeu við
aðal, nafnbætur eða lögtign eru bannaðar í stjórnarskránni
Af þessu leiðir það að Islendingar eiga bágt með að skilja
hætti erlendra manna í þessum efnum. T. d. kemur þeim sá
mismunur, sem ríkir milli rjettinda hvítra manna og svartra
í ýmsum menningarlöndum, einkennilega fyrir sjónir.
Þetta gildir um Islendinga yfirleitt. Þetta er hin almenna
afstaða íslensks fólks til þessara hluta. Því finnst hvítir menn
og öðru vísi litt fólk vera jafn rjetthátt, vera jafn borið tii
þess að njóta frelsis og jafnrjettis, hvar sem það býr á jörð-
unni.
En allar reglur eiga sjer undantekningu. Hjer á íslandi
hefur nýlega komið í ljós undantekning frá þessari almennu
afstöðu íslendinga til jafnrjettismála. Þessi undantekning eru
nokkrir háværir kommúnistaleiðtogar. Þessir menn hafa
tekið sjer fyrir hendur að verja rjettindi svertingja í Banda-
rikjum Norður-Ameríku og víðar í heiminum og er sá náung-
ans kærleikur út af fyrir sig góðra gjalda verður. En af hon-
um hlýtur samt að fara mesti ljóminn þegar þessir menn
verða berir að því að fagna yfir kúgun og pyntingum fólks
annarsstaðar í veröldinni, ekki aðeins blökkumanna heldur
og hvítra manna. Það er þeirra „bræðralags hugsjón".
Það lítur t. d. sjerlega einkennilega út þegar íslensku
kommúnistarnir eru harmi lostnir, er þeir frjetta að einhvers
staðar á jörðinni þurfi svartir menn að sitja í verri sætum
í strætisvögnum en hvítir, þegar þeir jafnhliða lýsa ánægju
sinni yfir því að hvítir menn sjeu hengdir eða skotnir fyrir
það suður á Balkanskaga að hafa sjálfstæða skoðun á því,
hvemig eigi að stjórna landi þeirra.
Það er líka dálítið einkennileg afstaða til jafnrjettismála
að fyllast heilagri vandlætingu yfir því „kynþáttahatri" að
koma í veg fyrir að jazzhljómsveit blökkumanna komi tii
Islands en lofsyngja á sama tíma undirokun hinna þriggja
sjálfstæðu þjóðlanda við Eystrasalt, sem Rússar hafa lagt
undir sig um leið og þeir hafa fangelsað og flæmt í útlegð
hundruð þúsunda af saklausu fólki frá þessum löndum.
Þetta sýnir áreiðanlega alt annað viðhorf til jafnrjettis-
mála en alment gerist meðal Islendinga.
Það er þessvegna ekki undarlegt þótt venjulegt fólk á ís-
landi sje í nokkrum vafa um, hvort barátta kommúnista fyrir
]afnrjetti svartra manna, spretti af ást á mannrjettindum og
mannhelgi. Islenskt fólk skilur ekki það hugarfar, sem rjett-
lætir morð og pyndingar á hvítum mönnum fyrir það eitt
cíð hafa sjálfstæða skoðun og láta hana í ljós, en grætur
höfgum tárum yfir því kynþáttamisrjetti að svartir menn
frá Ameríku skuli ekki fá að spila á saxofon á fslandi!
Nei, þessi afstaða íslensku kommúnistanna, hefur ekki
hvað síst gert öllum almenningi það ljóst, hvaða hlutverk
þessir herrar, sem segjast vera „frjálsiyndir", leika í íslensk-
um stjórnmálum.
1 stuttu máli sagt, jafnrjettisást kommúnista á fslandi og
„frjálslyndi“ þeirra birtist á þann hátt að þeir vilja eyða
gjaldeyri til þess að blökkumenn geti spilað á blásturshljóð-
færi fyrir Reykvíkinga. Þeir vilja ennfremur kenna íslend-
ingum að skilja það „jafnrjetti“, sem felst í hengingum þeirra
stjórnmálamanna, sem andstæðir eru kommúnistum í lönd-
unum austan við „járntjaldið".
Þarf frekar vitnanna við um „frjálslyndi" þessara manna7
Getur nokkur íslendingur hjer eftir efast um einlægni
þeirra í baráttunni gegn „kynþáttahatrinu" ?
Það er ekki ólíklegt að fólk víðsvegar í veröldinni, sem
er öðru vísi en hvítleitt á hörund verði glatt við er það frjett-
ir um krossferð íslensku kommúnistanna gegn „kynþátta-
hatrinu" en fyrir mannhelgi og jafnrjetti. En íslendingar
sjálfir, sem þekkja kommúnistana sína, láta sjer fátt um
finnast. Þeir vorkenna því fólki, sem orðið liefur fyrir barði
raunverulegs kynþáttahaturs, en vorkenna því einnig þau
vinmæli, sem íslenskir kommúnistar af fullkominni hræsni
og einstæðum yfirdrepsskap, láta sjer um munn fara í garC
þess.
DAGLEGA
LIFINU
Fánýt loforð.
ÞAÐ ER AÐ færast í vöxt
hjer á landi, að ekki sje hægt
að treysta loforðum manna í
ýmsum smáatriðum. Loforð eru
ekki lengur skuldbinding hjá
mörgum, heldur innantóm orð
út í loftið, senj^ þeir ætla sjer
ekki að halda.
Þetta kemur fyrir í daglega
lífinu á öllum sviðum. Verki
er lofað á ákveðnum tíma og
ákveðnum degi. Það er svikið
Greiðslu á skuld er lofað á á-
kveðnum tíma. Svikið. Menn
lofa hver öðrum að hittast á
ákveðnum stað. Þeir svíkja það.
Og bannig mætti lengi telja.
Það hefir hver einasti maður
orðið fyrir þessu og rekst á
það svo að segja daglega.
•
Oþægindi og tjón.
SVIKIN LOFORÐ eru bæði
til óbæginda og tjóns, burtsjeð
frá siðfræðinni, sem á bak við
hin sviknu loforð stendur.
Með því að lofa að hafa lok-
ið ákveðnu verki, t. d. á verk-
stæði, á vissum tíma, telur
sá, sem loforðið hefir fengið,
að hann megi treysta því að
það standi heima. Hann gerir
sínar ráðstafanir í samræmi við
það. En verður fyrir tímatjóni
og bar með peningatjóni.
Menn þeytast bæjarhornanna
á milli til einskis vegna svik-
inna loforða. Þetta er leiður
löstur, en því miður altof ai-
gengur.
Oskubakkaskortur.
EINN AF lesendum „Daglega
lífsins“ sendir brjef um það
siðleysi og sóðaskap, að menn
fleygja frá sjer vindlingum og
vindlum hvar sem þeir eru stadd
ir og talar hann sjer í lagi um
opinberar stofnanir og af-
greiðslur, þar sem margt fólk
kemur.
En hann bendir á, að það sje
ekki siður hjer, að hafa frammi
öskubakka fyrir viðskiftavini,
heldur sje beinlínis boðið upp
á að Tleygja ösktinni á gólfið
og sígarettu- og vindlastubb-
um.
Og satt er orðið, Það ríkir
almennur öskubakkaskortur í
afgreiðslustöðum í þessum bæ.
ílát, sem hv'arf úr
sögunni.
ÞAÐ ER EKKI svo ýkja langt
síðan, að í svo að segja hverri
verslun og afgreiðslusal hjer á
landi. voru ílát, sem þóttu nauð
synlegt. Það voru spýtubakk-
ar svonefndir. Það var á skro-
öldinni, er annar hver maður
tugði tóbak og spýtti mórauðu.
Það þótti ekki prýði að þessu,
en það var nauðsyn. Nú er
þetta ílát orðið úrelt og horf-
ið úr sögunni. En í þess stað
ættu að koma öskubakkar. Þeir
þurfa ekki að vera jafn ljótir
og spýtubakkarnir voru, en
þeir eiga að gera sama gagn.
Þeir, sem ráða í bankastofn-
unum, opinberum skrifstdfum
og biðstofum, ættu að íhuga
þessa kvörtun og á meðan ver-
ið er að venja menn af því að
strá ösku og vindlingastubbum
um gólfin, mætti setja upp
skilti, sem á stæði: „Gjörið svo
vel að nota öskubakkann“.
•
Tungumálakennsla
pieð skuggamyndum
ÞAÐ ERU margir, sem hafa
áhuga fyrir að læra erlend
tungumál, en flestum reynist
það erfitt til að byrja með að
koma sjer niður í erlendu máli.
Margskonar aðferðir hafa ver-
ið reyndar til að kenna tungu-
mál og hafa sumar gefist vel.
Eins og t. d. ,,Linguaphone“-
aðferðin á grammófónplötum,
Berlitz-aðferðin svonefnda, en
hún er í því fólgin, að kennar-
arnir kenna á viðkomandi máli.
Tala við nemendur á þeirri
tungu, sem þeir eru að kenna.
En nú er komin ný aðferð
hjer í bænum við tungumála-
kennslu. Það er að kenna mái
með skuggamyndum.
Nýstárleg
kennsluaðferð.
ÞAÐ ERU tveir tungumála-
kennarar hjer í bænum, sem
hafa tekið upp þessa nýstárlegu
aðferð. Kornelíus Haralz, sem
dvalið hefur langdvölum er-
lendis og Halldór Dungal, sem
fengist hefir við tungumála-
kennslu hjer í bænum um nbkk
urra ára skeið.
Þeir sýna nemendum sín-
um skuggamyndir af einhverj-
um hlut eða hlutum, mönnum
og dýrum og yfirleitt öllu, sem
kemur fram í daglega lífinu.
Síðan lýsa þeir hlutunum á
því máli, sem þeir eru að kenna,
segja hvað hann heitir, til hvers
hann er notaður o. s. frv. Síð-
an eru nemendur látnir hafa
orðin eftir.
•
Kostir rökkursins.
SKUGGAMYNDIRNAR eru
að sjálfsögðu sýndar í rökkr?
í kennslustofunni, en það hefir
þau áhrif, að nemendur losna
við annars eðlilega feimni og
tala óþvingað.
Þessi kennsluaðferð hefir ver
ið gerð hjer að umtalsefni,
vegna þess að hún er eftir því
sem jeg best veit, ný og nem-
andi, sem hefir reynt hana hef-
ir sagt mjer, að hún hafi gefist
sjer sjerstaklega vel.
Höfundar þessarar nýju
kennsluaðferðar munu hafa í
hyg.gju að fullkomna hana enn
og beir telja sig hafa fundið
upp sjerstaklega heppilega
kennsluaðferð til að koma mönn
um niður í nýjum málum.
•
Því spyr skattstjór-
inn ekki betur?
BORGURUNUM finnst að
skáttstjórinn sje nokuð hnýs-
inn í spurningum sínum við
skattaframtalið. Hann spyr
hvort menn hafi keypt lista-
verk á árinu, sem leið. En því
spyr hann ekki betur?
Það þótti brenna við síðustu
vikurnar fyrir seðlainnköllun-
ina, að ýms smávara hýrfi al-
gjörlega úr verslununum, eins
og t. d. rakblöð og annað smá-
dót og verkfæri, sem menn eiga
bágt með að vera án. Frímerki
voru keypt upp, þannig að heil
ar seríur eru horfnar.
Úr því að skattstjórinn tel-
ur, sig ekki þurfa að sp5rrja um
slík kaup, ætla jeg að gera það
fyrir hönd fjölda margra.
— Hafið þjer keypt rakblöð
á árinu sem leið? -— Ef syo er,
hvenær koma þau á markað-
I inn? —
[ MEÐAfANNÁRAÖRÐA .7771
! . í "" , , ! .. ____í
\
Þrátt fyrir alla menn-
inguna svokölluðu, er-
um við jafn fjarri tak-
markinu um heirfisfrið
og vellíðan allra þjóða
____og nokkru sinni áður.
ÞRÁFALDLEGA hefur það
komið fyrir á liðnum öldum og
öld þeirri, sem við nú lifum
á, að einhver gráhærður spek-
ingurinn hefur lyft höfði sínu
andartak upp frá bókarskræð-
unum og kunngjört þá niður-
stöðu sína, að engin skepna í
heiminum væri heimskari en
mannskepnan. Aldrei hefur
menn þessa skort áhangendur,
jn ætíð hefur líka einhver ris-
ið upp og mótmælt fullyrðing-
um þeirra, og þá vitaskuld
byg.gt andmæli sín á allri sið-
menningunni, sem við eigum að
hafa drukkið í okkur frá því
Kleopatra blikkaði Cæsar í
cyrsta sinn, eða þótt lengra
væri leitað aftur í tímann.
Heimskastir alira
nóg KOMÍÐ
Nú er hinsvegar svo komið,
að mörgum finnst nóg orðið
um blessaða menninguna. Þyk
ir eins og hún megi ekki verða
öllu fullkomnari, til að skipa
okkur þar í flokk með skepn-
unum, sem hún til þessa á að
hafa forðað okkur frá. Þeir,
sem þessarar skoðunar eru —
og engan skyldi sannast að
segia furða, þótt þeir væru orðn
ir æði margir — benda meðal
annars á efíirfarandi:
• •
1. Morðtólin hafa að vísu
tekið stöðugum framförum
undanfarnar aldir, en aldrei
hafa þau komist í hálfkvisti
við fullkcmnun vopnanna í síð
ustu heimsstyrjöld. Nú er ekki
lengur talað um að eyða bæj-
um, stórborgum eða jafnvel
heilum landshlutum — nú er
talað um gjöreyðingu alls heims
ins! —
2. Enda þótt sönnur hafi ver
ið færðar á það, að aðeins lítill
hluti, af þeirri orku, sem eytt
var til styrjaldarrekstursins,
hefði nægt til að tryggja næg-
ar matvælabirgðir, er svo kom-
ið í dag, að fjöldi þjóða berj-
ast við hungrið. Hjer eru nokkr
ar: Kínverjar, Indverjar, Þjóð-
veriar, Austurríkismenn, Grikk
ir, ítalir ....
3. Flcstar þjóðir veraldar,
með stórveldin í broddi fylk-
ingar, hafa undanfarin ár eytt
biljónum verðmæta og miljón-
um mannslífa í ægilegasta eyði-
leggingarbrjálæðið, sem nokk-
urntima hefur gripið mannkyn-
ið. Nú er barist ákaft gegn því,
að voldugasta þjóðin, sem þátt
tók í hildarleiknum, fái að
leggja fram fje og gögn til að
endurheimta eitthvað af því,
sem glatast hefur.
4. Veröldin er jafn fjarri því
og nokkru sinni áður að vera
á einu máli um rjettlátustu
Frh. á bls. 8.