Morgunblaðið - 18.01.1948, Blaðsíða 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói:
REYKJAVlKURBRJEF á bl. 7
Breytileg átt ýmist suðvcstan
eða suSaustan, jeljagangur en
bjart á milli.
14. tbl. — Sunnudagur 18. janúar 1948
í dag.
A bama-barna skemtun í Sjálfstæðishúsinu
EINS OG GETÍÐ hefir verið í frjettum bauS Lúðvík Hjálmtýsson forstjóri Sjálfstæðis-
hússins, vistmönnum á Elliheimilinu til jólatrjesskemlunar á dögunum og hauð gamla
fólkið bamabörnum sínum með sjer. Þar var myndin hjer að ofan tekin. Ungmeyjan
heitir Ásta Þórðardóttir, Bjarnarstíg 4, en um nöfn ungu herranna er ekki getið.
(Ljósmynd Mbl. — Ólafur K. Magnússon). „j*
SNEMMA í gærmorgun var
slökkvilið Reykjavíkurflugvall-
ar og bæjarins kallað suður að
Hótel Ritz á flugvellinum.
Þegar slökkvilið flugvallarins
kom, var eldurinn í miðstöðvar-
klefa hótelsins. Hafði ar.nar katl
anna orðið vatnslaus og var orð
inn rauðglóandi. Taldi fólkið í
hótelinu að sprengingarhætta
væri mikil og flúðu margir fá-
klæddir út. Þessi ótti var þó al-
veg ástæðulaus. — Flugvallar-
slökkviliðið kældi ketilinn á
augabragði. Ketillinn eyðilagð-
ist, en aðrar skemdir eru ekki
teljandi.
Landslið Finna í knatt-
spyrnu kemur hingað
Og ef til vill einnig sænsk knatfspymulið
ALLAR líkur munu nú. vera til þess að Iandslið Finna í knatt-
spyrnu komi hingað til Reykjavíkur næsta sumar og hjer fari
fram landskeppni milli íslands og Finnlands. — Knattspyrnu-
samband íslands hefur unnið að því, að af þessu geti orðið, og
eftir því sem blaðið hefur frjett, eru Finnar reiðubúnir að koma
hingað.
Finnar eru þriðja Norðurlanda
þjóðin, sem íslendingar leita til
um landskeppni í knattspyrnu,
og jafnframt þriðja þjóðin, sen1
við förum fram á slíka samvinnu
við. Er ekki nema mjög eðlilegt
að Norðurlandaþjóðirnar verði
fyrst fyrir valinu.
Bæði Norðmenn og Danir, sem
hjer hafa verið áður, telja knatt-
spyrnuna í Finnlandi á mjög
svipuðu stigi og hjer hjá okk-
ur. Má því gera ráð íyrir að lið-
in verði mjög jöfn, sem mætast
hjer næsta sumar og úrslitin tví-
sýnni en í fyrri landsleikjum
okkai'.
Knattspyrnumenn haía riðið á
vaðið með landskeppnir við aðr-
ar þjóðir, og fer þriðja keppni
þeirra væntanlega fram jafn-
framt fyrstu frjálsíþróttakepn
inni.
Þá hefur einnig komið til mála,
að sænska knattspyrnuliðið Djur
gárden frá Stokkhólmi komi
hingað að sumri í boði Fram og
Víkings. Mundi það þá koma
hjer við á leið til Bandaríkjanna
en þangað fer það næsta sumar.
Djurgárden er nú fjórða í röð-
inni í sænsku meistarakeppn-
inni. — Þ.
•—---------------------------
Heimdallur hefdur
fjölbreytta skemti-
samkomu \ kvöld
HEIMDALLUR, fjelag ungra
Sjálfstæðismanna heldur fyrstu
kvöldvöku sína á þessu nýbyrj-
aða ári í Sjálfstæðishúsinu í
kvöld. Er mjög vel til þessarar
kvöldvöku vandað eins og hinna
fyrri. sem Heimdallur hefir
haldið.
Magnús Jónsson, ritstjóri „ís
lendings“ á Akureyri, flytur
ræðu. Síðan verður kvikmynda
sýning, leikþáttur og upp- -
lestur, Brynjólfur Jóhannes-
son leikari les. Og að lokum
dans. *
Má gera ráð fyrir að Heim-
dellingar fjölmenni mjög á
skemtifund þennan, eins og
hina fyrri. Fundurinn hefst kl.
9, en húsið verður opnað kl. 8,30
og lokað kl. 10,30.
Ósóttir aðgöngumiðar. ef ein
hverjir verða, verða seldir í
anddyri Sjálfstæðishússins eftir
kl, 6 í kvöld.
Hvalfjarðarsíldin er
komin upp í 719 þús.
mól
LANDSSAMBAND íslenskra útvegsmanna, hefur látið Morgun-
blaðinu í tje skýrslu yfir afla þeirra skipa er þátt hafa tekið í
síldveiðunum hjer við Faxaflóa á þessum vetri. —- Samkvæmt
skýrslu þessari hafa 164 skip stundað veiðar. Að kvöldi þess, 15.
þ. m., en við þann dag er skýrslan miðuð, var flotinn búihn að
afla 688.276 mál síldar. Síðan hafa borist, eftir því sem næst
verður komist 31400 mál. Heildarafli Hvalfjarðarsíldarinnar var
því í gærkvöldi 719.676 mál.
Maður hverfur
í GÆR lýsti rannsóknarlög-
réglan eftir manni sem farið
hafði heiman frá sjer um hádeg
isbil s.l. fimtudag. Síðan hefur
maður þessi ekki komið heim og
er nú farið að óttast um að eitt
hvað muni hafa komið fyrir
hann. Maður þessi heitir Jón
Magnússon til heimilis að Kjart
ansgötu 5.
Jón Magnússon hefur undan
farið.unnið við smíðar í Þjóð-
leikhúsinu, en hann er hús-
gagnasmiður. Hann fór að heim
an frá sjer skömmu fyrir há-
degi s.l. fimtudag. Rjett eftir
hádegi þennan sama dag kom
hann á vinnustað, en ekki mun
hann hafa dvalið þar lengi. Á
föstudag kom hann ekki heim
til sín og mætti ekki til vinnu
sinnar. Þá varð gerð leit að hon
um í Þjóðleikhúsinu, en hann
fanst ekki og var leitin þó mjög
ýtarleg.
Rannsóknarlögreglan biður þá
er kynnu að hafa orðið Jóns var
ir, að tilkynna það þegar í-stað.
Jón Magnússon er nú 42 ára.
Hann er fæddur í Stykkishólmi
árið 1906. Hann er vel meðal-
maður á hæð, feitlaginn og lítið
eitt lotinn í herðum. Hár hans
er dökkt. Hann var klæddur rik
frakka beltislausum, móbrún-
úm fötum frá Álafoss með hatt
á höfði. -v.
Mörg slórhýsi reist
í Vestmannaeyjum
Vestmannaeyjum, laugard.
SAMKVÆMT skýrslu bygging-
arfulltrúans í Vestmannaeyjum
voru á s.l. ári tekin í notkun 15
ný íbúðarhús og f jögur eldri hús
endurbyggð. í þessum 19 húsu-m
eru 18 íbúðir.
Auk íbúðarhúsanna voru í
byggingu á árýiu ýmsar aðrar
stórbyggingar, svo sem rafstöð,
símstöð, netagerðarhús, síldar-
nótastöð, svo og stórt hraðfrysti
hús. Sumt af þessum húsum var
tekið í notkun á árinu, en önn-
ur verða fullgerð á þessu ári. —
Alls var tekið í notkun húsnæði,
sem nemur 19113 rúmm.
Þrátt fyrir þessar íbúðarhúsa -
byggingar, og að fólksfjöldi er
svipaður og undanfarin ár, eru
hjer mjög mikil húsnæðisvand-
ræði. — Bj. Guðm.
Finnland
meðlimur alheimsbankans
WASHINGTON: — Tilkynt hefur
verið að Finnland hafi gerst 45.
meðlimur alheimsbankans.
Skipting aflans.
Skipting síldaraílans, þ. e. a.
s. þeirra 688.276 mála er borist
höfðu að kvöldi þess 15. janúar
er sem hjer segir:
í Reykjavík hefur verið lagt
upp, ýmist í síldarflutningaskip
eða til geymslu 534 392 mál.
í þýska togara 12652.
í síldarverksmiðjuna á Akra
nesi 52.779.
í Keflavík 30971.
í Njarðvík 9850.
í Bíldudal 969.
Á Patreksfirði 15.134.
Á Flateyri 932 mál.
Þá hafa skip, er flutt hafa
eigin afla til bræðslu á Siglu-
firði, lagt þar upp samtals 30,-
595 málum. Auk þess hafa ýms
skip lagt síld til írystingar en
skýrslur um það magn eru ekki
fyrir hendi.
Þess má geta hjer að er síld-
in veiddist við Isafjarðardjúp í
haust veiddust þar 30 þús. mál.
Sumarsíldveiðin náði 833 þús.
málum.
Hæstu skip
Hæsta skip síldveiðiflotans er
Fagriklettur frá Hafnarfirði,
sem er með nær 21 þús. mál.
Næst hæsta skip er Rifsnes frá
Reykjavík með tæplega 16 þús.
mál. Þriðja hæsta skipið er
Sigurfari frá Akranesi með
tæplega 13 þus. mál. Skýrsla
um afla einstakra skipa er birt
á 2 síðu blaðsins.
Síldveiðin í gær.
FÁ skip voru að veiðum í gær
enda liggur því nær allur flot
inn í höfn. Veður var heldur
ekki sem heppilegast til veiði.
Hingað til Reykjavíkur komu
s.l. sólarhring átta skip með
samtals 7850 mál síldar. Skipin
eru þessi: Illugi með 1050 mál,
ísleifur 850, Huginn I. 700 Gunn
vör 250, Garðar 600, Þorgeir
goði & Skógarfoss 1500, Akra-
borg 2100 og Vonin 800 mál.
43 skip biðu löndunar í gær-
kvöldi. Verið var að lesta
Hvassafell og annað minna skip
Skipanausl sækir
um ríkisábyrgð
HLUTAFJELAGIÐ Skipanaust
sem ætlar að byggja dráttar-
braut við Elliðaárvog, hefur sótt
um ríkisábyrgð til Alþingis að
upphæð 2,7 miljónir, til þess að
koma mannvirki þessu á fót.
Bæjarráðið ræddi þetta mál á
fundi sínum í gær og var sam-
þykt að mæla með erindinu við
Alþingi.
Slippfjelagið hefur nýlega
fengið svipaða ábyrgð frá ríkinu
til dráttarbrauta þeirra sem f je-
lagið er nú að byggja við höfn-
ina.