Morgunblaðið - 18.01.1948, Blaðsíða 7
Sunnudagur 18. janúar 1948
MORGUHBLAÐIÐ
7
REYK
Virkjun Sogsins.
MEÐ varastöðinni við Elliða-
árnar getur rafmagnsfram-
leiðslan hjer orðið alls 28 þús.
kw.
Nú er farið að undirbúa stór-
stígari framfarir í rafmagns-
málunum en nokkru sinni fyr.
Hin fyrirhugaða rafstöð við
neðri fossana í Soginu á að fram
leiða önnur 28 þús. kw. Svo
alls hafi Rafveitan yfir að ráða
56 þúsund kw., þegar hin nýja
stöð hefir tekið til starfa.
Margir gera sjer ekki enn
fulla grein fyrir því, hve stór-
felt og viðtækt framfara mál
þetta er, — tvímælalaust hið
mesta framtíðarmál, sem nú er
á dagskrá þjóðarinnar. Þess er
vænst, að undirbúningi verði
svo langt komið í sumar, að þá
verði hægt að ganga frá útboðs-
lýsingum á verkinu. Er þá
næsta sporið að hugsa um fjár-
útvegun.
Búast má við, að verkið taki
ein þrjú ár, frá því það ex hafið.
Framhaldið.
ÞEGAR þetta raforkuver er
tekið til starfa, aukast mögu-
leikar til iðnaðar í stórum stíl.
Er naumast hægt að gera sjer
í hugarlund, hvaða iðn-
greinar geti risið hjer þegar
orkumöguleikarnir eru orðnir
svo miklir. — En eftir þeirri
reynslu, sem fengin er^um það,
hve orkuþarfirnar aukast hratt,
er þess að vænta, að eftirspurn-
in eftir rafnaagni verði svo mik-
il á næsta áratug, að fljótlega
verði hægt að fullvirkja Neðri
fossana. Með þeirri stöð, sem nú
er þar fyrirhuguð, eru tveir
þriðju fossaflsins virkjaðir. —
Með því að bæta þar við nýrri
vjelasamstæðu, svo þær verði
brjár, verður hægí að auka ork
una um 14 þúsund hestöfl. —
Svo Neðri fossarnir gefi af sjer
42 þúspnd kw. En Sogið full-
virkjað getur framleitt 86 þús.
kw. Þegar aflstöðvarnar verða
orðnar þar þrjár, og efsta fallið
uppi við Þingvallavatn er virkj
að líka.
Mvndbrevtínc sveit-
anna.
ÞEGAR næsta virkjunarstig
Sogsins verður komið til not-
kunar, og rafmagnsframleiðsl-
an orðin 56 þúsund kw. verð-
ur hægt að veita stórfeldri raf-
orku út um nærsveítirnar. En
það er nú orðið ljóst, að með
rafmagninu verður hægt að
gerbreyta búskapnum.
Bændur, fá raforku til hey-
þurkunar, svo hægt verður að
þurka allan heyafla grænan af
ljánum. Allan innstöðútíma bú-
peningsins geta bændur þar haft
fóður, sem jafngildir hinni
bestu sumarbeit á ræktuðu
landi, og eiga ekki lengur af-
komu sína ,,undir sól og regni“.
Jafnframt verður kornrækt-
in trygð hjer sunnanlands. Það
er nú svo fullreynt, að ekki
verður dregið í efa, að hægt er
að fá fullþroskað korn á Suð-
urlandi á hverju sumri. En
vandinn er sá, að fá það þui'k-
að, og því komið óskemdu í
hús. Þegar það er skorið, er
orðið svo'áliðið sumars, að þurk
ar eru að jafnaði orðnir litlir
og stopulir.
Framtíð þeirra sveita, sem
geta notið rafmagnsins í ríkum
mæli, verður í stuttu máli
þannig, að þar geta bændur
haft hið besta heyfóður hvern-
J A V í
ig sem viðrar og trygt afkomu
sína með árvissri kornrækt.
Samtímis þessu verður áreiðan
anlega hægt að koma upp áburð
arframleiðslu, svo bændur
þurfa ekki lengur að leita til
útlanda, til að fá aðaláburðar-
tegundirnar sem nauðsynlegar
eru, til að breyta hjer óræktar-
löndum í bestu ræktarlönd.
Reykjavík og
sveitirnar.
AÐ sjálfsögðu verða menn að
leggja áherslu á, að auka raf-
magnsframleiðsluna víðar á
landinu, en við Scgið. Þar sem
skilyrðin eru best til virkjunar,
verða að rísa orkuver, sem geta
látið sveitunum í tje nauðsyn-
leaa raforku til þess að ný-
tísku vjelabúskapur geti risið
sem víðast í bestu sveitum
landsins.
Þegar þessi skilyrði skapast
í stói'um stíl, kemur sú umbreyt
ing af sjálfu sjer í ábúð lands-
ins. að bygðin dregst saman í
þjettbýli. þangað sem ræktun-
ar og orkuskilyrðin eru best.
Menn verða að horfa upp á það,
að fólki fækki í afskektu sveit-
unum, er það ílytur í þjettbýl-
ið, þar sem hvert býli getur
fengið raímagn eftir þörfum,
til þess að reka nýtískuvjelabú-
skap með vjelþurkun á heyi og
korni.
Ti] þessara framkvæmda þarf
óhemju mikið fje eftir íslensk-
um mælikvarða. Og stefnufestu
í framfaramálum þjóðarinnar.
Stofnfjeð til þeirra fram-
kvæmda fæst ekki, nema því
aðeins, að hægt verði að halda
uppi miklum útflutningi. Hann
fæst á næstu áratugum með
heilbrigðum rekstri sjávarút-
vegsins.
Takmarkið er að ísland geti
framleitt landbúnaðarafurðir í
stórum stíl til útflutnings.
S-’pjtirnor og unga
fólkið.
ÝMSIR menn, sem hafa ^iljað
hlynna að sveitunum, dg talið
bað til ófarnaðar, hve fólki
fækkaði þar, hafa baldið að þeir
gerðu hinnni uppvaxandi kyn-
slóð þar gagn, með því að
skamma kaunstaðina og þá eink
um Reykjavík, telja hjer alt
með hinum mesta ómenningar-
brag o. s. frv. En ónot þessi og
illindi hafa ekki komið að til-
ætluðum notum. Fólkið hefir
leitað bæði hingað og til ann-
ara kaupstaða landsins Að vísu
befir verið únnið gegn fólks-
flutningum úr sveitinni með
raunhæfara hætti, er reist hafa
verið nýbýli, með ærnum kostn
aði hjer og þar, Þah hafa verk-
fúsir menn ótrauðir tek-
ið upp ræktunarstarf á órækt-
uðu og mkjafnlega ræktanlegu
landi. Bjaitsýni þessa fólks og
trvgð við sveitina er loísverð.
En oft verður manni sourn.
hvort nýbýli þessi sjeu öll vel
í sveit sett. gagnvart þeim um-
breytingum sem í vændum
eru. Hvort það verði einmitt
þarna, sem þau eru, er auðveld-
ast verður í framtíðinni að
koma upp miklum og lífvænleg-
um búskap. Þegar litið er til
framtiðarinnár í sveitum, ekki
síður en í ört vaxandi borg, þarf
að hugsa sier skipulag nýbygg-
inganna. Haga þarf t. d.. ný-
bygðinni á Suðurlandsundir-
lendinu eftir því, hvar auðveld-
ast verður að koma upp „raf-
magnsbúskap" á næstu áratug-
um. Og svipað mætti segja í
K U R B
ýmsum sveitum landsins, þar
sem rafmagnsveitur eru fyr-
irsjáanlegar.
Velvakanda-bvæður.
VIÐBÚIÐ er, að vandamálið
mesta verði oft og einatt fyrir
okkur að fá nægilegt stofnfje til
hinna stórfeldu framfara, sem
hugur þjóðarinnar girnist og
þörf er á til velfarnaðar fyrir
komandi kynslóðir.
En einn fjársjóð hefur þjóðin
eignast á síðustu árum, sem ekki
er enn kominn til ávöxtunar
nema að litlu leyti. Og það er
þékking hinna ungu vísinda -
manna okkar. Á síðustu árum
hafa ungir efnilegir íslendingar
fjölment til erlendra lærdóms-
stofnana, meira en áður hefur
verið. Þeir hafa sótt þangað fróð
leik um tæknileg vísindi, sem
enn háfa komið, þjóðinni að til-
tölulega litlu gagni, végna þess
hve menn þessir eru margir ný-
komnir til starfa sinna.
. Það er ákaflega mikilsvert að
afl þeirrar þekkingar, sem þessir
menn hafa dregið í bú þjóðarinn
ar, verði „virkjað“ á rjettan
hátt. Áhugann vantar þessa
menn yfirleitt ekki. En nokkuð
ber á því, að þær nýju hug-
myndir, sem þeir béra fyrir
brjósti mæti ekki alstaðar full
um skilningi.
Stefna þarf að því, eins og í
sögunni um Velvakanda og bræð
ur hans að hver nýtur maður fói
verkefni það, sem honum hæfir
best.
F'';)mtíðín.
EINS OG nú horfir v'ið í heim-
inum fæ jeg ekki sjeð að nokkuö'
geti komið í veg' fyrir glæsilega
framtíð þjóðarinnar nema það
eitt að við íslendingar verðurr,
fyr eða síðar fyrir þeim hörm-
ungúm, sem kalla má þjóðar-
morð. En með því nafni verða
helst þær aðfarir nefndar. sem
harðstjórar nútímans eru farnir
að beita gagnvart smáþjúðum.
Þegar fólk er flutt nauðúngar
flutningum í tugþúsundatali frá
ættlandi sínu í fjarlæg lönd, eða
heimsálfur.
Islendingar, sem dvöldu í
Þýskalandi á styrjaldarárunum
síðustu, og vissu þá nánar um að
farír nasistanna heimafyrir, en
við, sem vorum utan vdð^hrifa-
svið þeirra, báru þann ugg í
brjósti, að ef vald þeirra nokk
urn tíma næði til íslandsstranda
þá kynni þeim að detta í hug, að
hafa slík fantabrögð í framm;
gagnvart hinni fámennu þjóð
okkar.
Kennifeður nasistanna, og arf
takar að ýmsu leyti, mennirnir,
sem öllu ráða fyrir austan „járn
tjaldið", kunna þessi handbrögð
í viðskiftum sínum við svokall-
aðar smáþjóðir og hafa beitt
þéssu m. a. við Eystrasaltsþjóð-
irnar. Að flytja mikinn hluta
þeirra í fjarlæg lönd og úlfu.
En skilja sjer eftir til kúgunar,
mátulegan skerf af fólkinu í
heimalandi þess. Hafa þeir nú
látið það boð út gnnga. að þeir
heimti j>að til sín af þjóðum
þessum, sem flúið hafa land sití
til þess að lifa heldur sem flótta-
menn í lýðfrjálsum löntíum en
sem þrælar í ættlandi sínu undir
erlendri áþján.
Að vísu er hætt við, að hvert
framfaraspor sem stigið er hjer
á landi, komi ekki að tilætluð-
um notum, á meðan í landinu er
starfandi ílokkur manna, sem
vinnur í þjónustu erlendrar harð
stjórnar og hefur það beinlínis
á stefnuskrá sinni að gera þjóð-
R JEF
f jelaginu alla þá bölvun sem þeir
geti.
En varla getur liðið á löngu
uns alþjóð manna liefur áttað
sig til fulls á innræti kommún-
ista gagnvart þjóðinni og velferð
hennar, og hinni takmarkalausu
auðsveipni, sem þessi fjarstýrði
flokkur sýnir hinum erlendu yf
irdrotnurum sínum.
Geðvonskan í hámarki.
ÞEGAR samningar tókust mill’
Sjómannafjelaganna og Far-
manna- og fiskimannasambands
íslands annarsvegar, og Lands
sambands ísl.. útvegsmanna hins
vegar nú fyrir nokkrum dögum,
stóðu Þjóðviljamenn á öndinni
af reiði yfir þeim vonbrigðum,
sem þeir þar urðu fyrir. Það
hefði orðið hið mesta gleðiefni
fyrir þá, ef þeim hefði tekist að
koma því til leiðar, að fiskiveið
ar stöðvuðust einmitt nú á með-
an síldveiðarnar eru hjer með
mesta móti, en þorskvertíð fram
undan að síldveiðum loknum.
Þegar samningum var lokið
að þessu sinni, flutti Þjóðvilj ■
inn hinar grófustu ásakanir í
garð þeirra manna, sem staðið
höfðu að samningunum og kall-
aði þá svikara við málstað sinr.
Menn hafa ekki geíað fundið
að ,,svikin“ hafi legið í öðru en
því, að samningamennirnir töldu
umbjóðendum sínum ekki vera
hag í því, að fylgja hinum fjar-
stýrða kommúnistaflokki að mál
um. Kommúnistar gæta .oft ekki
að því að þeir eru einir íslenskra
jrianna sem hafa skuldbundið sig
til þess að hlýða íyrirskipunum
um það, að torvelda sem mest
atvinnu og afkomu þjóðarinnar
með vinnustöðvunúm og öðrúm
skemdaverkum.
Annars er það bersýnilegt að
Þjóðviljamenn, og þá sennilega
fylgismenn kommúnista yfirleitt
verða þess varir, hve áhrif
þeirra meðal almennings fara
minkandi og hve málstaður
þeirra og allur málflutningur er
orðinn óvinsæll hjer á landi.
Orðlausir menn.
EKKI er kunnugt að aumara
stjórnmálablað hafi verið gefið
út á íslandi, en Þjóðviljinn, eins
og hann nú er úr garði gerður.
Nema ef hægt væri að kalla það
„stjórnmálablöð" sem Oddur
hinn sterki af Skaganum var lál •
inn gefa út fyrir nálega aldar-
fjórðungi síðan.
Stundum er sem ritstjórar
„Viljans" hafi alveg gleymt
hvar þeir eru í veröldinni. Er
engu líkara en þeim finnist að
þeir sjeu staddir einhverstaðar
langt austan við „járntjaldið",
þar sem engum blöðum er leyft
að koma út nema kommúr.ista-
blöðum og þeir geti óáreittir
leikið sjer að lyginni.
Fyrir nokkrum dögum komst
einhver ritstjóranna við Þjóð-
viljann þannig að orði í forystu ■
grein að ekkert af stuðningsblöð
um stjórnarinnar birti um bess-
ar mundir neina grein, „ekki
línu, ekki orð, ekki staf" um
íslensk stjórnmál. Því í blöðun-
um væri ekki rætt um annað, en
starfsemi kommúnista í útlönd-
um.
Þessi'ummæli kommúnistanna
við Þjóðviljann verða helst skil-
in á þann veg, að ábendingar
þær, sem birst hafa í íslenskum
blöðum, um starfsemi kommún-
ista út um heim um flokks-
stjórn þeirra og flokkssamtök,
hafi farið svo í taugarnar á Þjóð
viljamönnum, að þeir sjá ekk-
ert annað í blöðunum.
Laugardagur
17. janúar
Hræddir við málstað
sinn og afstöðu.
HJER í blaðinu hefir verið svo
rækilepa flett ofan af sambandi
hinna íslensku kommúnista við
flokksbræður þeirra erlendis og
flokksstjórn, að alþjóð manna
skilur nú hve ósjálfstæðir þeir
Islendingar eru, sem fylls kom-
múnistaflokkinn. Að þeir eru
ekki annað en lítil deild þeirra
alþjóððsamtaka. sem hafa tek-
ið sier fyrir hendur og vinna.
að því að koma atvinnuvegum
og fiárhag Vestur-Evrópu í
kalöakol.
Hver heilvita maður skilur,
að ekki er til neins að tala um
kommúnistaflokkinn hjer á
landi. sem sjálfstæða flokks-
heild. þareð hann vinnur eftir
því, sem hin alþjóðlega flokks-
stjórn fyrirskipar honum í einu
og öllu. Kunnleiki manna á
flokksstarísemi kommúnista,
verður því harla óljós, nema
tekið sje tillit til þess hvernig
starfsemin lýsir sjer með fjöl-
mennari þjóðum en íslending-
um.
ÞjoSviljinn vill ekki tala um
þessi mál. Honum er illa við
að nokkur önnur blöð geti
loeirra að nokkru. En lýsingum
á alþjóðastarfsemi kommúnista
verður að sjálfsögðu haldið á-
fram hjer. án tillits til þess,
hvort Þjóðviljanum líkar betur
eða ver. Qðru vísi er ekki hægt
að skilja framkomu þessa fjar-
stýrða flokks.
Viðkvæm )V*«1 IrAmni-
únista.
HJER í blaðinu hefir verið
bent á, hve bág kjör verkafólks
eru e.on í dag í fyrirmyndar-
ríki kommúnistar.na. Skorað
hefir verið á Þjóðviljamenn, að
afla sjer skýrslna um það, við
hvaða kiör hin kúgaða fyrir-
myndarþjóð þeirra á við að búa
eftir 30 ára stjórn kommúpista.
Margoft hafa kommúnistar ver-
ið spurðir um það, hvernig
.fr?Isi“ það lýsi sjer, sem kom-
múnistar búa þjóðum þeim, er
beir undiroka Engu af þessu
hsfa Þióðviljamenn getað svar-
sð enn i dsg. Nema með ómerki
legurn þvættingi og útúrsnún-
ingum.
Af þeirri einföldu ástæðu, að
hnir bora ekki fyrir sitt auma
líf, að. gefa íslenskrí alþýðu til
kvnna, hverskonar stjórnarfar
það er, scm þeim er sagt að
vinna að. og reyna að koma á
Mer í austrænni mynd. Orð-
’nusir. máttlausir og gapandi
‘■♦anda þessir vesælu menn,
begar þeir eru krafðir til reikn
mwsskapar um það, hverskon-
ar kjör og stjórnarfar þeir hugsa
sjer að búa þjóð sinnni.
En segja svo í ráðleysi sínu
og vandræðum. að andstæðing-
ar þeirra vilji ekki tala um inn
anlandsmál ..viðfangsefni þjóð-
■irinnar", eins og þeir komast
að orði. Meðan þessi andlega
volaði lýður. sem fylgir hinum
alþjóðleaa kommúnistaflokki er
'tarfandi hjer á landi, er það
sannarlega eitt af „viðfangs-
efnum þjoðarinnar", að kynn-
ost stefnu kommúnista, þar sem
hún birtis.t í sínni rjettu mynd,
svo alþvða manna viti, ,,hvað
koma skal". ef kommúnistar
ættu nokkurn tíma eftir að
komast til valda hjer á landi.
ANNAÐ er svo það, að menn
eiga auðvelt með að skilja, að
Frh. á bls. 8.