Morgunblaðið - 18.01.1948, Blaðsíða 8
8
MORGV NBLAÐIÐ
Sunnudagur 18. janúar 1948
Reykjavíkurbrjef
Frh. af bls. 7.
Þjóðviljanlenn vildu helst að
þeir gætu gleymt því hvaða út-
reið 'þeir hafa fer.gið í innan-
landsmálunum. Hugleysi þeirra
kemur greinilega fram, er þeir
viðurkenna í blaði sínu, áð þeir
sjeu hættir að þora að lesa um
það í öðrum blöðum, hve nið-
urlæging þeirra er mikil og
gagnger.
Þeir þykjast vilja atvinnu
handa öllum. Það er sannað,
að þeir stefna markvist að at-
vinnuleysi. Þeir þykjast vilja,
að innflutningur geti orðið sem
mestur, til hagsbcta fyrir iðn-
að. og verslun og allan lands-
lýð. Það er sannað, að þeir
vilja kyrkja útflutninginn, til
þess að samdráttur á öllum inn-
flutningí komi af sjálfu sjer.
Þeir þykjast vilja sem hæst
verðlag á afurð»im Iands-
manna og halda þvr fram, í þrá-
látri illgirni, að ríkisstjórnin
spilli markaði fyrir íslenskar af
urðir. Það er margsannað, að
alt sem þeir segja um þetta, og
hafa sagt, eru eintómar fjar-
stæður. En þegar þeir hafa Ijom
ið nálægt afurðasölumálunum
þá hafa öll afskiftí þei rra ver-
ið ein samanhangandi röð af
endemum, Eins og þegar Áki
Jakobsson þóttist hafa selt verk
stjóra einum sem standa átti
fyrir ferming skipa, allar af-
urðir Iandsmanna fyrir hag-
stætt verð. er stóð síðan ráða-
laus og orðlaus; þegar til átti
að taka.
Samkvæmt síðustu forustu-
grein Þjóðviljans, hafa komm-
únistar nú viðurkennt ófremd-
arástand sitt, gagnvart erlend-
um yfirboðurum sínum, og full-
k.omna uppgjöf í innanlands-
málunum, með þvf að halda því
fram, að þeir hafi gleymt að
heyra og sjá og sjeu orðnir ó-
læsir á annað en það. sem í Þjóð
viljanum stendur. í sannleika
kommúnistiskur rietttrúnaður,
í sinni fullkomnustu mynd, að
neita öllu, nema því, sem fram
gengur af kommúnistanna eigin
munni.
í lýðfrjálsu landi, þar sem
rit- og málfrelsi fær að njóta
sín, er sú ,,pólitík“ vissulega
ekki sigurvænleg sem Þjóð-
viliamenn hafa upp tekið, að
þykjást hafa mist afnöt af skiln
ingarvitunum. Það örþrifaráð
hatfa þeir nú tekið. Og hæfir
vel málstaðnum.
Kauphöllin
er miðstöð verðbrjefavið-
skiftanna. Sími 1710.
Bjarni Ólafsson
írá Brautarholti
MINNINGARORÐ
Á MORGUN verða til moldar
bornar jarðneskar leifar vinar
míns og frænda, Bjarna Ólafsson
ar frá Brautarholti.. Jeg vil þvi
minnast hans að nokkru í dag,
enda þótt með fátæklegum orð-
um sje.
Hann var fæddur 26. apríl 1926
en dáinn 11. januar 1948. Bana-
mein hans var heilablóðfall. —
Hann gekk til hvílu glaður og
reifur að kvöldi 10. þ. m., en lá
látinn í rúmi sínu morguninn eft-
ir, — Svo skjótt bar þetta að
garði að erfitt veittist að átta sig
á þeim atburði, sem orðinn var.
Bjarni var elsta barn þeirra
merkishjóna Ólafs bónda í Braut-
arholti Bjarnasonar prófasts í
Steinnesi og konu hans Ástu Ól-
afsdóttur prófasts í Hjarðarholci
í Dölum. ________
Bjarni var hár maður vexti,
þrekinn og myndarlegur á vebi
eins og hann átti kyn til.
Hann ólst upp í Brautarholti
og var þar öll unglingsár sín. —
Vann hann alla almenna sveita-
vinnu og var hin sterkasta stoð
foreldrum sínum og heimili, enda
dugnaðarmaður mikill í starfi,
samviskusamur og skyldurækinn.
Hin síðustu ár var Bjarni við
ýmsa vinnu utan heimilisins í
Brautarholti og kom sjer hvar-
vetna vel. Hann var síðast starfs-
maður við Alþingi.
Hann var góðlyndur maður að
eðlisfari og glaðvær en þó skorti
nokkuð á, að hann liti björtum
augum á framtíðina og lífið. Var
hann í því efni fremur svartsýnn
á stundum enda fór hann ekki
varhluta af miskunnarleysi mann
legra meina’ þótt hann ljeti það
lítt uppi.
Fáir aðrir en hans nánustu
vissu, að hann átti við vanheilsu
að stríða frá ungum aldri. Það
var þrálátt mein og þungbært og
amaði honum og háði á ýmsan
hátt. Af þessu hlaut og skapgerð
. hans að mótast að meira eða
minna leyti. Hann var hvor-
tveggja í senn örlyndur og hóg-
vær en jafnan látlaus og prúð-
mannlegur í allri framkomu.
Undir yfirlætislausu látbragði
hans duldist þó rík athafnaþrá
þess manns, sem þráir að mega
njóta sín að fullu á vettvangi
mannlífsins með öruggan grund-
völl heilbrigðis og hamingju und-
ir fótum.
Bjarni var ekki skólagenginn
maður, en hann átti þá mentun
hjartans, sem ef til vill er allri
mentun æðri og þá mentun öðlast
enginn af bókum einum. Bjarni
var því engum fræðafjötrum
hnepptur. Hann var frjálst hugs-
andi og vinnandi maður með heið
ríkan huga og drenglynda sál. —
Það var hressandi að þekkja hjer
mann utan moldviðris skeikulla
fræða.
Síðast er við áttum tal saman
ræddum við nokkuð hin huldu
rök lífsins, en þá átti Bjarni eftir
skamt ólifað. Það var annars ekki
vani okkar að minnast mikið á
siik mál, en í þetta skipti hófst
þú, vinur minn, máls á þessu við
mig?
Okkur kom saman um að jarð-
lífið væri tilgangslítið ef ekki’
væri framhald lífs og framþróun
en óvissan umlauk okkur báða
þá.
Svo skildu leiðir okkar svo
skyndilega.
Þú ert kominn yfirum, kæri
vinur, en jeg sit eftir í óvissunni.
Þú ert nú laus við ánauðarok
líkamans, ert ekki lenguc háður
duttlungum jarðlífsins. Þú ert
þar kominn, sem enginn er ami
nje þraut og það er von'mín og
trú, að þú finnir þar sanna gleði
og gæfu.
Jeg er ríkari eftir en áður að
hafa kynst þjer, svo einlæguin
vini.
Fráfall þitt er þungur harmur
ástkærum foreldrum, systkinum
og öðrum vinum, en minningin
geymist um góðan dreng, því „at
aldri deyr: dómr of dauðan
hvern.“
J.
— Heðal annara orða
Frh. af bls. 6.
stjórnskipunina. Styrjöldin átti
að þinda enda á .allar einræð-
isstjórnir. Nú er svo komið, að
einræðisríkin eru fleiri en áð-
ur en átökin hófust.
• •
ENGIN FURÐA
Engan skyldi því furða, er
hann veltir ofangreindum stað-
reyndum fyrir sjer, þótt sum-
um finnist maðurinn æði djúpí
sokkinn, telji hann jafnvel ekki
með tærnar, þar sem skynlaus
skepnan hefur hælana. Og þótt
ýmsir sjeu þeir sjálfsagt, sem
ekki vilja láta slíkum fullyrð-
ingum ómótmælt, ættu þeir að
minnsta kosti að geta verið á-
sáttir um, að öllu lengra meg-
um við ekki að svo komnu
máli Jíomast í „menningarstig-
anum“, ef hin svokallaða menn
ingarviðleitni veraldarinnar á
að beinast í sömu áttir og til
þessa hefur verið.
BEST AÐ AUGlSSA
I MORGVNBLAÐINV
Kvöldvaka
Heimdallur, fjelag ungra Sjálfstæðismanna, ricldur %
kvöldvöku í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 9. —
Húsið opnað kl. 8,30-
Dagskrá:
„ 1. Ræða: IMagnús Jónsson, ritstjóri.
2. Kvikmyndasýning.
3. Leikþáttur.
4. Upplestur og ganianvísur,
lírynjólfur Jóhannésson, leikari.
5. Dans.
Aðgöngumiðar verða seldir í Sjálfstæðishúsinu frá
kl. 6 í dag og kosta kr. 15,00. — Sími 7104.
ATH. Húsinu lqkað kl. 10,30-
— ^Jleimtlaíluiy'
j Hvöt Sjálfstæðiskvennefjelag
heldur fund annað k’cöld kl. 8^/2 e. h.
Fjelagsmál.
Spilað á spil fyrir þá sem vilja.
Kvikmyndasýning.
Kaffidrykkja.
Fjelagskonum heimilt að taka með sjer gesti.
Aðrar sjálfstæðiskonur velkomnar meðan husrúm
leyfir.
Stjórnin.
TILKYNIMIIMG
Viðskiftanefnd hefir ákveðið eftirfarandi hámarks-
verk á brendu og möluðu kaffi frá innlendum kaffi-
brenslum:
" 1 heildsölu .. kr- 7,30
1 smásölu ..... kr. 8,40
Sje kaffið selt ópakkað, skal það vera kr. 0,40 ódýrara.
Söluskatur er innifalinn í verðinu.
Reykjavík, 16. janúar 1948.
Verðlagsstjórinn I
BEST AÐ AUGLÝSA I MORGVNBLAÐINV
1
vlELLl A THOU&ANP- \
D0LLAR CONTRtE-UTlON TO
THE P0LICE MEALTH FUND !
THAT'í? V.I6HTV óENEROUf
0P vou!
Eftir Roberf Sform
NÖT AT ALLl V0U FÉLLOVMv
HAVE D0NE A NUMPER OF
FAVOF.O 40RME...I M0PL-
MOU'LL CONTIWUE T0 00 CO!
s*18W
• jvr i ■i- m I
jf|
mik
■vi
,\L
tA-HA! X-
c Lögregluþjónninn: Fingralang? Þú ættir frekar að
> tala við lögreglustjórann um hann. Þig . . . Phil:
Grunar hann? Nei, alls ekki, jeg held að hann myndi
geta gefið mjer einhverja úrlausn. Á meðao á skrif-
stofu lögreglunnar. Lögreglustjórinn: Þúsund doll-
ara gjöf handa liðinu, það er afar rausnarlega gert
af þjer. Fingralangur: Alls ekki. Þið hafið gert ým-
Lögreglustjórinn: Jú, svo lengi, sem það er löglegt.
islegt fyrir mig og jeg vona að þið haldið því áfram.