Morgunblaðið - 21.01.1948, Page 6

Morgunblaðið - 21.01.1948, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 21. janúar 1948, Útp.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjalá kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. Viðskiftasamningar UTANRlKISRÁÐUNEYTIÐ hefur nú tilkynt að á næstunni verði teknar upp umræður um viðskiptasamninga miili Is- lendinga og stjórna Bretlands og Rússlands. Munu samning- amir við Breta hef jast hjer í Reykjavík um 10. næsta mán- aðar, en ekki var vitað hvenær viðræður byrjaMð fulltrúa Rússa, en verslunarráðuneytið rússneska hefur lýst sig sam- þykt því að athuga möguleika á áframhaldandi viðskiptum við Islendinga. Á þessu stigi málsins hafa þannig aðeins verið gerðir við- skiptasamningar við Hollendinga um viðskipti á þessu ári og bráðabirgðasamningar við Tjekka, en heildarsamningar við þá standa fyrir dyrum. Við Hollendinga hefur verið samið um sölu á hraðfrystum fiski. I senn á framleiðslu s.l. árs og ársins 1948. Ennfremur um sölu á síldarmjöli og síldarlýsi. En við hina stærri viðskiptaaðilja hafa ekki ennþá tekist samningar að öðru leyti en því að stjórnir Bretlands og Bandaríkjanna hafa samið um kaup á miklu magni af íslensk um fiski til hemámssvæða sinna í Þýskalandi. En um verð á þeim fiski hefur ekki verið endanlega rætt. Má gera ráð fyrir að það verði tekið til umræðu í sambandi við væntan- lega viðskiptasamninga Breta, sem eins og áður var sagt, munu hefjast hjer fyrri hluta febrúarmánaðar. Á styrjaldarárunum slitnuðu viðskiptasambönd okkar við meginland Evrópu algerlega. Var það mikið áfall fyrir út- flutningsverslun þjóðarinnar, enda þótt hún fengi nýja mark- aði fyrir verulegan hluta þeirra afurða, sem seldar höfðu verið til meginlandsins. En árið 1938 voru 65 af hundraði útflutningsframleiðslu Islendinga seld til þeirra ríkja á meg- inlandinu, sem styrjöldin lokaði. Það sýnir hinsvegar greinilega, hversu ötullega hefur verið unnið að því að taka þessi viðskiptasambönd upp síðan að stríðinu lauk, að árið 1946 seljum við meginlandsríkjunum um 50 af hundraði útflutningsframleiðslu okkar og á fyrstu 10 mánuðum s.l. árs um 60 af hundraði hennar. Sjest af þessum tölum, hversu gjörsamlega út í bláinn eru ásakanir kommúnista um að vanrækt hafi verið að freista viðskipta við meginlandsríkin. En íslensku kommúnistana varðar ekkert um tölur og staðreyndir. Þeir halda áfram að bera fram blákalda lýgi um þessi mál, enda þótt sannleikur- inn hafi verið sagður um þau í óhrekjanlegum tölum. Fjarlogin ALÞINGI er nú komið saman eftir um það bil mánaðarfrí þingmanna. Aðalverkefnið, sem bíður þess nú er samning og samþykkt fjárlaga fyrir árið 1948. En það verk er engan veginn vandalaust. Á ríkissjóð hlaðast stöðugt ný útgjöld, sem æ verður örðugra að finna nýja tekjustofna á móti. Skattar eru orðnir svo háir að á þá er ekki bætandi. En verkar ekki festing vísitölunnar við 300 stig til lækk- unar á útgjöld ríkissjóðs, ^pyr almenningur? Jú, en aðeins að mjög litlu leyti.. I ársbyrjun 1947 var vísitala framfærslukostnaðar 310 stig og mun hafa verið reiknað með þeirri tölu er fjárlög voru samin s.l. ár. 1 árslok var vísitalan hinsvegar komin upp í 328 stig og hafði þannig hækkað um 18 stig á árinu. Samkvæmt lauslegum útreikningi mun festing vísitöiunnar við 300 stig spara ríkissjóði um 2x/» miijón króna í greiðslum þeirra launa, sem sundurliðuð eru á fjárlögum i grunnlaun og verðlagsuppbót. Hversu mikill spamaður verður á öðrum launagreiðslum, t. d. við verklegar framkvæmdir er óvíst, en að öllum líkindum verður hann ekki mikið yfir 2—3 miljónir kr. Má þannig reikna með að heiidarsparnaður ríkissjóðs á fjárlögum af þessari ráðstöfun verði ekki mikið yfir 5 mil- jónir króna. Samkvæmt dýrtíðarfrumvarpinu tekur ríkissjóður hins- vegar á sig skuldbindingar, sem nema miljónatugum og ó hjákvæmilegt verður að gera ráð fyrir á fjárlögum. > Fjárlögin hljóta þessvegna að verða há, e. t. v. hærri er nokkru sinni fyrr. ÚR DAGLEGA LÍFINU Þurt brauð og ekkert útálát. HÚSMÆÐUR BÆJARINS kvarta undan viðbitsleysi og allir kvarta með þeim. Það fæst ekkert smjör, smjörlíki af skornum skamti og virðist al- veg hafa horfið úr verslunum síðustu dagana. Aumt er ástand ið í þessum efnum. Smjör hefir ekki sjest lengi út á skömtunarseðlana. Þó mun loks von til að úr rætist í þeim efnum á næstunni. Það er sagt 3ð smjörskorturinn stafi af því, að Danir hafi verið okkur stirð ir í viðskiftum. Látum það liggja milli hluta. Hráefnin komu ekki. SMJÖRLÍKISSKORTURINN stafp.r hinsvegar af því, að ekki bárust í tæka tíð hráefni hing að frá Ameríku. Hefir verið miklum erfiðleikum bundið að fá þessi feitiefni, en þau eru sem kunnugt er mjög eftirsótt um allan heim og mikill skort- ur á þeim. Mun þetta vera í fyrsta sinni, sem smjörlíkisgerðirnar hjer verða að hætta störfum af þeim ástæðum, að þær hafi ekki hrá- efni. Öll stríðsárin tókst að út- vega efni í smjörlíki. Það er hinsvegar ekki af því að nú hafi staðið á gjaldeyris- yfirfærslum eða leyfum, að hráefnin eru ekki fyrir hendi. Orsakirnar eru þær, að ekki fjekkst afgreitt frá firmum í Bandaríkjuum fyr og einnig vegna þess, að skipaferðir vest an um haf fjellu niður, m. a. vegna síldarflutninga leigu- kipa Eimskips. þarfa ótti. í BÆNUM GANGA sögur um að það stafi af marganrín- kaupum erlendra sjómanna, að skortur er nú á viðbiti. En slíkar sögur eru vafalaust stór- ýktar. Eitthvað kann að hafa borið á því, að þýskir sjómenn ceyptu sjer smjörlíkisstykki, en ekki svo, að þeir hafi jetið kur út á gaddinn. Það er hætta á að þegar skort ur verður á nauðsynjavöru, þá myndist allskonar sögur um hvernig á því standi, en best er að taka slíkum sögum með fyrirvara. ,,Tæ“ ber vitni. KVIKMYNDALEIKARINN Tyronne Power, sem hjer hlaut gælunafn, sem borið er fram „Tæ“, þótt ekki stæði hann við nema einn dag, hefir borið vitni um fegurð íslenskra kvenna og þar með kvittað fyr- ir hinar einstöku móttökur, er hann fjekk hjá æskufólki þessa bæjsr. T viðtali, sem Power hefir átt við hina kunnu Hollywood- blaðurskonu, Louella O. Par- spns, er greinar hennar eru prentaðar í mörg hundruð blöð um um þvera og endilanga Am eríku, kemst hann svo að orði, ,,að á Islandi sjeu fallegustu stúlkur heimsins. Ef hann hefði vitað hve fríðar þær voru hefði hann dvalið lengur á því landi“. „Við dvöldum þar að- eins eitt kvöld, en annari eins gestrisni, og þar hefí jeg aldrei átt að fagna. Þeir meira að segia tóku varastykki úr sínum eigin flugvjelum til þess að hjálpa okkur um það í okkar vjel“. Berst gegn komm- únisma. í VIÐTALINU víkur Tyronne Power að því, að nú hafi hann ákveðið að berjast eftir mætti gegn kommúnismanum. Á leið sinni víða um heim hafi hann komist að því hver bölvaldur sú stefna sje. „Það er svo undarlegt, að kommúnista blöðin víða um heim hafa verið að gefa í skyn, að við Gary Cooper værum kornmúnistar. Jeg þekkj ekki meiri andstæðinga kommúnista en okkur tvo“. (Kommúnista- blaðið hjer reyndi líka að slá sjer upp á því, að Tyrone væri kommi). Þetta eru nú síðustu frjett- irnar af honum ,,Tæ“, sem heillaði kvenfólkið okkar og suma piltana líka. Ljót skemdarverk unglinga. í VETUR hafa unglingar, sumir kcunnir yfir fermingu, framið ljót skemdarverk í skrautgörðum rrffenna í Höfða- hverfi og raunar víðar í bæn- um. Þeir hafa rifið upp trje með rótum, eða skemt þau á annan hátt, þannig að þau verða aldrei til prýðis oftar. Það er vissulega hart, að fólk skuli ekki geta fengið að hafa gróður í görðum sínum í friði fyrir skemdarvörgum þessum. Með miklum tilkostnaði hafa margir garðeigendur lagt í að rækta trje hjá sjer og lagt í mikla vinnu. Menn hafa gert þetta sjer til yndisauka og verk þeirra hafa fegrað bæinn. En svo kemur götulýður -og eyðileggur alt verkið á einni kvöldstund. Það er varla hægt að hugsa sjer hvernig fólki verður innanbrjósts, sem fyrir þessu verður. • Otugtarlýður. ÞAÐ ER EKKI nema ótugtar lýður, sem vinnur slík óhappa- verk og það ætti að gera gang- skör að því að ná í pörupiltana og veita þeim maklega ráðn- ingu fyrir tiltækið og það svo rækilega að þeir fitji ekki uppá skemdarverkunum næsta dag- inn. Það vantar eitthvað í ung- linga, sem hafa ánægju af þess um skemdarverkum. • Hvar er lögreglan? FÓLKIÐ í úthverfum bæjar- ins, sem ekki hefir frið fyrir skemdarvörgunum spyr sem von er, Hvar er lögreglan. Hún sjest aldrei á ferðinni í út- hverfunum, þótt því hafi verið lofað fyrir löngu. En það fer að líða að því, að kröfur um lögreglueftirlit í út- hverfum bæjarins verði hávær- ari og ákveðnari en þær hafa verið til þessa. pMEÐALÁNNARA "ORÐÁ". . . . ’| 4— — ■ Eftir G. J. A. I Undanhaldið um heígina Vont er það núna, en verra var það í fyrra, sagði skíðafólkið um síðastliðna helgi. UNDANHALDIÐ frá Skíða- skálanum og Kolviðarhóli síð- astliðinn sunnudag fór skipu- lega fram, en þó er ekki hægt að segja annað, en að banda- mennirnir Hríð og Stormur hafj borið sigur úr býtum. Þeir komu í raun og veru öll- um að óvörum. Klukkan tæp- lega þrjú var ágætisveður, ilýtt og kyrt, en nokkrum mín útum seinna var skollið á ofsa- rok og blindbyluy. — Það var þá, sem undanþaldið hófst. • • KAPPHLAUP. Flestum varð þegar ljóst, að lítil von var um að komast til Reykjavíkur fyrir aðra bíla en bá, sem lagt gátu af stað ör- skömmum tíma eftir að ólætin hófust. Þess vegna varð líka kapphlaup um fyrstu bílana, og svo mikið var óðagotið, að( einn þeirra ók af stað með fimm sætj laus. Bílstjórinn tók þó efti ir þessu rjett fyrir neðan Kol- viðarhól og sótti fólk í sætin. • • BÍLSTJÓRARNIR. Annars voru það bílstjórarn- ir i langferðabílunum, sem báru hita og þunga dagsins á undanhaldinu. Það er sjálfsagt aldrei hægt að lofa það nóg- samlega, hversu leiknir þeir eru að aka, þar sem enginn veg ur sjest, og hversu hgrt þeir leggja að sjer við að reyna að koma strönduðu skíðafólki í bæinn. En þrátt fyrir allan dugnaðinn, komust þeir ekki upp að skíðaskálunum eftir að hríðin var orðin svörtust, og þess vegna urðu á þriðja hundr að manns eítir á undanhald- inu. • • SEFURÐU? Skíðafólkið — ungir og gaml ir, karlar og kvenfólk — stóð sig líka ágætlega. Sumt, sem var útivið þegar hríðin skall á, var að vísu eins og hálf dasað, þegar það kom í bílana •— einna líkast hálfþreyttum hermönn- um, liggur mjer við að segja, sem eru búnir að hlaupa undan óvininum og loksins komnir á óhultan stað. Jeg man sjerstak- lega eftir tveimur ungum stúlk um, sem dottuðu öðru hvoru, en vöknuðu þó á milli og rædd- ust bá við á þessa leið: Ertu sofandi? — Nei, en þú? — Nei. Þetta endurtók sig hvað eft- ir annað. Annars var furðanlega lítið um hrakninga á flóttanum und an Hríð og Stormi urú síðast- liðna helgi. Þeir, sem lentu í veðurofsanum um helgina 23. mars s.l. ár, — og það voru nokkur hundruð manns — báru sig líka borginmannlega í þetta skifti, og sögðu að þetta væri nú ekki mikið, í fyrra hefðn margir bílarnir verið tólf tíma frá Kolviðarhól hingað til Reykjavíkur og ævintýrin ver- ið óteljandi. • • TILVONANDI SKÍÐAMEISTARI. Og þeir höfðu líka nokkuð til Frh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.