Morgunblaðið - 21.01.1948, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 21.01.1948, Qupperneq 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: — FRA EYSTRASALTS- SENNILEGA allhvass sunn- an e3a suðaustan og jeljaveður. LÖNDUNUM. — Sjá grein á bls. 7. — Fundir Arabaráðsins í Kairo ÞES8I MYND var tekin af þingi forsætisráðherra hinna arábisku landa, sem komu saman til að ræða ráðstafanir 03 mótmæíi gegn skiftingu Palestínu. Fáar fregnir hafa borist af áætlunum íundarins, en frjettaritarar þykjast vita að rætt hafi verið um „dagsetninguna, er Palestína verði frelsuð úr klóm Gyðinga". Fyrir miðri mynd, fremst, sjest Riad Bey el Sohl, forsætisráðherra Libanon og siðan talið frá vinstri, kringum borðið: Azzam Pasha, aðalritari arabiska ráðsins, Djamil Mardam Bey, Sýrland, E1 Nokrashi Pasha, Egyptalandi, Saleh Djabr, írak, E1 Rifai Bey frá Transjordaníu og Ali et Ma’yad frá Yemea. Mikið fjöimenni á kvöSdveku Heim- dsilar Stuttbylgjuútvarp til út- landa hefst 1. febrúar MJÖG MIKIL aðsókn var að kvöldvöku Heimdallar í Sjálf- -stæðishúsinu s.l. sunmidag. Var húsið eins þjettskipað fólki eins og það getur frekast ver- ið með góðu móti, og margir urðu frá að hverfa, enda var prýðilega til kvöldvökunnar vandað. _ Magnús Jónsson, ritstjóri „íslendings'* á Akure.yri, sem nú er staddur í bænum, ílutti snjalla hvatningarræðu, og var máli hans mjög vel tekið. Þá var sýnd kvikmynd, en síð- an var leikþáttur. Tókst hann með ágætum vel, og var mönn- um til mikillar skemmtunar. Leikendurnir voru allir úr Heimdalli. Að lokum var stig- inn dans. Kom greinilega fram á sunnu daginn, hve miklum vinsældum Heimdallur hefir aflað sjer kvöldvökum sínum, sem eru holar og góðar skemtanir. ÚTVARPSRÁÐ hefur nú ákveðið að Ríkisútvarpið taki upp stuttbylgjuútvarp til útlanda. Hefst það sunnudaginn 1. febrúar næstkomandi. Verður fyrst í stað einungis útvarpað á íslensku til íslendinga, sem búsettir eru erlendis. Mun það standa yfir í hálfa klukkustund í senn og hefst kl. 3,15 'og verður þannig felt saman við miðdegisútvarpið á sunnudögum. Verður dagskrá stuttbylgju- útvarpsins jafnframt útvarpað á hinni venjulegu bylgjulegnd útvarpsins og geta hlustendur hjer heima því einnig hlustað á það. Útvarpað verður frjettayfir- liti, stuttum þáttum og íslenskri tónlist. Rætt hefur verið um að Jón Magnússon, frjettastjóri útvarpsins, hefði a. m. k. fyrst í stað, umsjón með þessari starfsemi. Gerðar hafa verið ráðstafanir til þess að íslendingar erlend- is viti um, hvenær stuttbylgju- útvarpið hefst. Er vel farið að Ríkisútvarpið skuli hafa tekið þesas starf- semj upp. Mun hún mælast vel fyrir, ekki hvað síst meðal þeirra ísletidinga^ sem erlendis búa. Til þess ber hinsvegar nauðsyn, að ekki verði við það eitt látrð sitja að útvarpa á ís- lensku, heldur hafist handa um útvarp á erlendum málum. — Værj það áreiðanlega ein á- hrifamesta landkynning, sem þjóðin á kost á. Samkomur hætta klukkan 1 eftir raið- nætti frá 1. februar DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefir gefið út reglugerð um, að öllum samkomum, dansleikj um. sem haldnar eru í opin- berum veitingahúsum, fjelags- heimilum og öðrum samkomu- húsum skuli hætt í síðasta lagi kl. 1 eftir miðnætti frá 1. febr. næstk. Var ráðherra veitt heimild með lögum frá 22. des. s. 1. til að gera þessar ráðstafanir. %---------------------------- Sigurður Skagiield syngur í Dómkirkj- unnni SIGURÐUR SKAGFIELD óperu söngvari, sem er nýkominn heim eftir langa dvöl í Þýskalandi, heldur kirkjuhljómleika í Dóm- kirkjunni næstkomandi föstudag kl. 8,30. Páll ísólfsson leikur und ir á orgel og leikur auk þess ein- leik, en á oboe leikur Andrjes Kolbeinsson. Skagíield ætlar að syngja verk eftir Beethoven, Baeh, Hándel, Hendelsohn, Rossini, Saint- Saéns, Reger, Wolf, Gounod, Brams og að lokum G, guð vors lands, eftir Sveinbjijrn Svein- björnsson. Skagfield hefur fengið góða dóma fyrir söng sinn erlendis. T. d. er þess getið i tímari'inu ,,The Record Collector", sem er tímarit hljómplötusafnenda, að Sigurður Skagfield ’iafi skarað fram úr einsöngvurunum í hljóm plötu upptöku á 9. symfóníu Beethovens, sem léikin er af philharmonisku hljómsveitinni í Hamboig undir stjórn Eugen Pabst. En þar er þess einnig getið tiJ fróðleiks, að Sigurður Skagfield sje nemandi hins mikla Wilhelm Herold. Veriíð hafin í Eyjum FYRSTI róðurinn á þessari vertíð var farinn 1 dag af vjel- bátnum Emmu. Afli var mjög sæmilegur, um 4 tonn, þegar tekið er tillit til þess að báturinn hafði mjög stutta línuj eða 20 stampa. Óveður hefur hamlað veiðum á Halanum síðan um jól bar voru 23—30 logarar í gær SÍÐAN UM jól hefur því nær látlaust óveður geisað á Halamið- um. Hafa togararnir því lítt getað stundað veiðar þar Þegar veiðiveður hefur verið skaplegt, var afli togaranna mjög misjafn. Síðan um áramót hafa 10 eða 12 togarar flutt fisk á Englandsmarkað. Hefur afli þeirra verið lítill og gamall. Era þess dæmi að honum hafi verið fleygt er hann kom á markaðinn. Verkamenn í Vest- mannaeyjum kviiia r fyrir komu Aka Jak- obssonar ÁKI JAKOBSSON og Sigurður Guðnason höfðu útivist harða og langa í Eyjum úti fyiir skömmu. Höfðu þeir fjelagar ærinn starfa því þeim var farinn að fipast línudansinn sumum „fjelag- anna.“ austur þar að sögn. Voru yfirheyrslur langar og harðar og járnburðar krafist um hugarfar og breytni hinna ó- breyttu liðsmanna. Annað var haft með í förinni að koma bar- dagahug í mannskapinn og stóðu vonir þeirra Áka til þess að fá kommúnista-yfirráð á verklýðs- fjelagsskap Eyjamanna, tR að geta ráðið verkföllum, en þar hafa sjálfstæðis- og alþýðu- flokksmenn haft völdin. Kosn- ingar innan verkalýðsfjelagsins stóðu fyrir dyrum. Þeir Áki fóru svo úr Eyjum, að hjá aðaibroddunum höfðu yf • irheyrslur, föstur og kárínur nokkru áorkað að dómi Áka. En kosningarnar í verklýðsf je laginu fóru fram rjett á eftir og voru talsmenn kommúnista þar ærið stórorðir og sigurvissfr. — Fanst þeim að vonum allir verka menn skyldir til að glúpna fyrir Áka og Sigurði. En alt fór þetta á annan veg. Listi kommúnista fjekk ekki svo mörg atkvæði, að beir kæmu neinum að í stjórn fjelagsins. Á þann hátt þökkuðu sjálfstæðis- verkamenn í Eyjum þeim Áka þegjandi fyrir komuna og kvitt uðu fyrir. Þjóðviljinn er úrillur út af þessum málalokum, og svalar sjer helst á því að senda hnútur .til Jóhanns Þ. Jósefssonar ráð- herra. Hann er nú íátinn gjalda þess hversu verkamenn í Eyjum reyndust ótalhlýðnir við þá Áka. Framlðfösían í Eyjura skilaði 30 mllj. í eil. gjaldeyri V estmannaeyj um, þriðjud. — Frá frjetta ritara vorum. í ÁRAMÓTAGREIN í viku- blaðinu „Víðis“ hjer er þess getið, að framleiðslan í Eyjum hafi skilað árið 1947 um 30 mili. kr. erlendum gjaldeyri, eða tæplega 10%'af heildarút- flutningi þjóðarinnar. Mest fæst fyrir frosin fiski- flök, eða 8,2 milj. kr. Er salt- fiskur með 6,6 milj. — Bj. Guðm. Aflahroturnar. Aflahroturnar hafa jafnan stað- ið mjög skamma stund. Skipin hafa getað togað í nokkrar klukkustundir, en svo hefur skollið á rok og sjór tekið að ýfast og hafa togararnir þá leit- að vars. Þannig hefur það geng- ið á Halamiðum síðan um jól. Fiskurinnn settur í eitt skip. í þessum stuttu aflahrotum hefur aflinn yfirleitt verið tregur. Hafa útgerðarmenn þá tekið það ráð að slá afla tveggja skipa saman til útflutnings'. —■ Þrátt fyrir þetta hafa flest skipanna ekki fengið fullfermi. Síðustu frjettir af Haiamiðum, sem blaðinu bárust í gærkvöldi eru þess efnis, að það hafi ver- ið á takmörkum að hægt væri að stunda veiðar þar i gær. Þar voru þá milli 25 og 30 skip. Flest þeirra hafa verið úti í langan tíma. Afli þeirra í gær var mjög misjafn Einn togar- anna, Egill Skallagrímsson, hafði fengið 13 poka af þorski í tveim „hölum". Það má telj — ast góður afli, þegar þcss er gætt, að hjer var eingöngu um þorsk að ræða. Síðustu sölur. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskifjelagi íslands, hafa fimm togarar selt í Englandi síðustu 10 daga. Skipin voru flest með gamlan físk, er seldist lágu verði. Þessi fimm skip lönduðu samtals 13,665 kitS', er seldust fyrir um 660 þús. krónur. Tog- ararnir eru þessir' Júní, sem seldi í Grimsby 2295 kits, fyrir 6731 sterlingspund Hinir fjór- ir seldu í Fleetv/ood: Júpíter 2708 kits fyrir 7734 pund, Ing- ólfur Amarson 2708 kits fyrir 7734, Kári 3330 kits fyrir 9001 pund og Faxi 2624 kits fyrir 5706 stpd. Á leiðinni til Englands eru Akurey, Surprise, Vörður og Kgldbakur. Akurey átti að selja í gær. Þessir togarer höfðu allir mjög langa útivist. Kirhjusfræfi 6 ekki enAirbygi Á FUNDI bæjarráðs s.l. mánu- dag, var m. a. rætt um endur- byggingu hússins Kirkjustræti 6. En sem kunnugt er, eyði- lagðist húsið í eldi 30. des. s.l. Bæjarráð samþykti, að það mundi ekki fyrir sitt leytí veita samþyklci til þess að húsið yrði endurbygt. Bæjarráð hefir áð- ur samþykt að gefa ekki sam- þykki til þess að húsið yrði end urbygt. Bæjarráð hafði áður samþykt að gefa ekki samþykki sitt til þess að Kirkjust.ræti 4, yrði endurbygt. f skipulagsupp drætti að Miðbænum mun vera svo ákveðið, að Tjarnargatan eigi að breikka sem svarar þessum tveim lóðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.