Morgunblaðið - 25.01.1948, Side 7

Morgunblaðið - 25.01.1948, Side 7
Sunnudagur 25. janúar 1948. MORGUNBLAÐIÐ REYKJAVÍKURBRJEF Laugardagur 24. janúar Vertíðir. Á ÞEIRRI þorskvertíð sem nú er að byrja og byrjuð, er búist við, að þátttaka verði mun minni, en verið hefir undan- farin ár. Stafar þetta m. a. af því, hve margir bátar stunda enn síldveiðarnar í Hvalfirði. Enn er þar góð veiði, þegar gef- ur, enda nokkur tími til jafn- lengdar þess, sem síldín hvarf hjeðan úr Sundunum í fyrra. En um það leyti telja fróðir menn að vorgotsíld þessi taki að hrygna. En hvert hún fer til þess er ekki kunnugt. Er óskandi, að kJakið sje ekki mjög misbrestasamt í síldar- stofni þessum, svo stofninn reynist hafa nokkuð jafna ald- ursflokka. Ekki mun af veita, ef svo staðbundinn stofn sem hjer er um að ræða, á að þola þetta mikJa veiði, án þess að bilbugur verði á Afkoman. EINSOG eðlilegt er, þykir aimenningi hjer hafa bæst góð- ur fengur í þjóðarbúið með þess ari veiði sem nú hlýtur að fara að nálgast sama málafjölda, og allur sumaraflinn var. En ann- að mál er svo það, hvernig af- koma síldveiðibátanna er. Ljóst er það af útkominni aflaskýrslu að hún hefur veríð mjóg misjöfn hjá bátunvmi. Allmarg- ir bátanna hafa aðeins skropp- ið að veiði þessari, og hætt síð- an. Sennilega vegna þess, að sýnt hefir þótt að með veiðar- færum þeim, sem fyrir hendi hafa verið, hefir verið vonlaust um árangur, ellegar bátverjar hafa í upphafi mist eða eyði- lagt nætur sínar. og ekki get- að fengið þær endurnýjaðar. En veiðarfæratjón í Hvalfirði hefir, sem kunnugt er, verið mjög mikið, á þessari vertíð, og sum- part því að kenna, að á fjarð- ar botninum er ýmislegt rusl frá því fjörðurinn var her- skipalægi. Vonandi verður hægt að hreinsa það á brott áður en langt um líður ef framhald verð ur á hinum mik’a veiðiskap í firðinum næstu ár, sem menn vona. Að sjálfsögðu verða menn líka fyrir uæstu sildar- vertíð hjer betur útbúnir með veiðarfæri en nú var; jafnframt sem sjómenn hafa nú fengið mikla og verðmæta reynslu við veiðar þessar. Reykjavíkur ■'í'-tsmiJHa. j Fyrirkomulag þetta hefir þann kost, að hægt er að flytja bræðsluskipið til, eftir því hvar mest er þörfin fvrir það. En kostnaðurinn við að koma upp þessari fljótandi vinnslustöð, mun aldrei geta orðið nálægt því eins mikill, og flutnings- kostnaðurinn hefir orðið af því að koma hinu mikla síldarmagni á þessari vertíð, hina löngu leið til Siglufjarðar. Nv aðferð. SVO miklum erfiðleíkum hef ír það verið bundið, að koma aflanum í bræðslu, og svo mikl- ar hafa afgreiðslutafirnar verið hjer í höfninni, að menn gera alt sem unnt er, til þess að und- írbúningur undir næstu vertíð verði meiri en nú var. Og koma þá fyrst og fremst til greina fyrirætlanirnar iim það, áð koma hjer upp síldarvinnslu fyrir næsta haust. Undirbúningsnefnd sú, sem unnið hefir að því máli, og skip uð var að tilhlutun bæjarstjórn- arinnar, hefir nú. sem kunnugt er, lagt fram ákveðnar tillögur í þessu rháli. Að sæta kaupum á skipi 7000 tonna að stærð, sem fáanlegt er fyrir vestan haf. Fá í það vinnsluvjelar, sem Ósk ar Halldórsson útgerðarmaður á, og komnar era norður til Siglufjarðar. Útbúið verði pláss fyrir þetta síldarvinnslúskip híer innan hafnsrgarða. AKAFLEGA er hætt við, að nokkrum óþægindum valdi það, að starfrækja svo mikilvirka sildarbræðslu sem hjer er um að ræða innan hafnargarða hjer í Reykjavík. En þeir sem hafa beig af slík- um óþægindum, geta huggað sig við það, að fundin hefir veriji ný pðferð, við að vinna úr síldir.ni lýsi og mjö.1, sem hefir svo augljósa kosti, fram yfir núverandi aðferð að enginn vafi leikur á því oð hún á fram tíð' fyrir sjer. Með þeirri aðferð við síldar- vinnsluna sem hingað til hefir verið notuð, fer altof mikið for- görðum af þurefri síldarinnar af hinu nærmgarefnaríka fóður mjöli. Ennfremur vill talsvert af 'iýsinu fara saman við mjöl- ið. En af því leiðir tap fyrir seljandann. Því mjölið er mun verðminni vara en lýsið. Með hinni nýju aðfevð, tap- ast hverfandi lítið af efnum síld arinnar, og út úr vinnsluvjel- unum kemur hvert efnið fyrir sig, lýsið og mjölið og fær mjöl- ið betri og öruggari meðferð, en stundum á sjer stað nú, verður bet.ri og verðmætari vara. Nánar er aðferð þessari lýst á öðrum stað hjer í blaðinu. Aflinn 1047. SAMKVÆMT skýrslu fiski- málastjóra, Davíðs Ólafssonar nam aflinn, sem íslenskir sjó- menn drógu úr djúpi hafsins ár- ið sem leið 475 þúsundum smá- lesta. Er þetta annað mesta afla ár, sem hjer hefur verið. — En ekki er einhlíft að mikið veiðist. Það sannast hjer. Því þrátt fyrir þetta mikla aflamagn varð af- koma útgerðarinnar ekki góð. Til þess að halda útgerðinni gangandi, var ríkissjóði gert að greiða 22 millj. í tryggingar á aflaverði. En fjöldi síldarbáta kom í sumar frá þeim veiðum, sem kunnugt er, þannig, að út- gerðin gat ekki borið manna- kaupið. Þeir menn, sem að því róa öllum árum, að meiri kostnaður hlaðist á atvinnuvegi þjóðarinn ar, eru orðnir nokkuð berir að því, hvert þeir stefna. Enda naumast reynandi fyrir þá, að dylja tilgang sinn lengur. Þeir vilja brey.ta aflaárum og góðær- um frá náttúrunnar hendi, í erf iðleika og’ vandræða ár. Og kenna svo þjóðskipulaginu um, að ekki skuli verða hægt að leggja margfaldar byrðar á fram leiðsluna. En það gefur auga leið, að með samtökum og samkomulagi með þjóðinni, geta íslendingar átt sjer örugga framtíð, meðan dregið verður í þjóðarbúið, sem svarar 4-—5 tonnum af sjófangi á árí, fyrir hvert mannsbarn í landinu. En laridsfólkið getur auk þess fengið búnáðarafurðir í vaxandi mæli, og fær í hendur margfalda raforku, samanborið við þá, sem nú er, til þess að vinna úr ýmsum efnivörum sín- um. Spurningum ósvarað. ÞEIR MENN, sem hafa tekið sjer fyrir hendur að spilla af- komu þjóðarinnar, ög hugsa sjer að stuðla að því, að hjer komist á hið austræna skipulag í stjórnskipun, hafa verið að því spurðir að gefnu tilefni, hvort þeir vildu ekki afla sjer kunn- leiká á því hvaða kjör alþýða manna á við að búa, þar sem það þjóðskipulag er, sem kallað hef- | ur verið „einræði öreiganna“ og j kommúnistar telja hentugast ís- j lensku þjóðinni. En af einhverjum ástæðum hefur ekkert orðið úr því enn, að þeim spurningum hafi venð svarað í Þjóðviljanum. Greiður frjettaflutningur virðist þó vera á milli ritstjórnar Þjóðviljans og hins austræna ríkis. Því þegar um er að ræða, að greina frá því, hve marga hundraðshluta framleiðslan þar eystra fer fram úr einhverri áætlun í einhverri grein, þá hefur Þjóðviljinn hjerna sífellt nákvæmar fregnir af því: Prósentureikningar. baráttan fyrir aukinni þekk- ingu á kommúnismanum í fram kvæmd. Baráttan fyrir komm- únismanum er í dag baráttan fyrir því að leyna sem lengsl staðreyndunum um það, hvernig þessi stjórnmálastefna hefir reynSt í framkvæmd eink- um á síðustu árum. Von hinna íslensku kommúmsta til áhrifa byggist á því ’ einu, að þeim takist, að halda við blekking- unum um vellíðan og ánægju alþýðunnar við Volgufljót, og þar um slóðir. Alt sem lýtur að kunnleik á því sem þar gerist, er eitur í beinum flugumanna þessara, er vinna nú að því að leggja fjármál og atvinnumál Islendinga í rúst. Nýársloforð Þjóðvilians. Þjóðvilj- sina eftir lesendum AFTUR á móti er minna talað um það í dálkum Þjóðviljans, hve margar prósentur af hinni ástkæru þjóð, eru nú hnepptar í fangabúðum eða hafðar 5 þrælk unarvinnu. Eða hve margar pró- sentur það eru af þjóðinni, sem hafa ekki að heitið geti þak yfir höfuðið. Líka myndu margir nota sjer hið greiða frjettasamband þang- að austur, til að afla sjer' upp- lýsinga uui það, hve margar prósentur af kaupi verkamanna fara í það, að afla sjer nauðsyn- legs lífsviðurværis, til þess að menn geti þar dregið fram iíf sitt og f jölskyldna sinna. En Þjóðviljinn þegir um allt þetta. Af þeirri einföldu ástæðu, að pólitík kommúnistanna um heim allan er sú, að segja sem allra minnst um ástandið í fyrir myndarríkinu. Því er lokað, sem allra vendilegast. Vegna þess, að þeim mun gleggri fregnir, sem berast þaðan eftir þrjátíu ára einræðisstjórn, þeim mun færri verða þeir verkamenn og aðrir í hinum lýðfrjálsu löndum sem láta flekast til fylgis við komm- únismann. Overland KAFLAR þeir úr fyrirlestri norska rithöfundarins, Arnulfs Överland, sem birtust hjer í blaðinu, og fjalla um saman- burð á einræði og lýðræði, og samanburð á stjórn Hitlers og Stalins, hafa vakið miltla og verðskuldaða athygii. Þar lýs- ir hið norska frelsisskáld af- stöðu sinni til frelsis og mann- rjettinda, hvernig hann aðhylt- ist kommúnismann, á meðati hann áleit að mannkynið myndi rata til frelsis efti” leiðum þess- arar stefnu. Hvern'g stjórnskip- un Sovjetríkjanna varð and- stæð frelsi og mannrjettinaum. og nauðalík Nasismanurn. Overland var fylgismaður kommúnismarö, af því hann ann frelsi og mannrjettindum. Hann er svarinn fjandmaður kommúnismans, ,af því hann ann enn sem fyrr frelsi og mannrjettindum. — Þannig fer öllum heiðvirðum og frelsisunn andi mönrum, sem fá þekk- ingu og kunnleik á ásíandinu í ríki kommúnisma.ns. Baráttan geyn ' iræðslu. BARÁTTAN gegn kommún- þjóðin er svo fráhverf flokks- ÞEGAR ritstjórar ans hófu upp raust áramótin gáfu þeir sínum loforð um það, að á hinu nýbyrjaða ári skyldu þeir vera ennþá ,,miskunnarlausari“ en þeir voru árið sem leið. Eða m. ö. o. ennþá vitlausari. Þetta loforð Þjóðviljamanna fær sína skýringú af játning- um Överlands. Hann segir frá því í fyrirlestri þeim, sem hjer hefir verið birtur, að meðan hann treysti því, að kommúnism inn leiddi til frelsis, þá hafi það jafnan gert sjer gramt í geði er andstæðinga blöðin bentu á, að einræði væri altaf sjálfu sjer líkt hvar sem það væri. Gagn- rýni, sem vekur efasemdir manna, er þeim óþægileg. Þeir espast við hana. Uns þeir gefast upp fyrr eða síðar, og játa með sjálfum sjer, að beir hafi farið villur vegar. Þjóðviljamenn, sem aðrir ís- lenskir kommúnistar, Hljóta að hafa grun um það, að að- staða þeirra er orðin vonlaus. Þeir geta aldrei til lengdar haft únistunum stuðning þann, sem þeir hafa haft, af ókunnugleika alþýðu manna um ástandið í þeim lönd um þar sem kommúnistar ráða. Þeir hljóta að sjá. að íslenska istum er í dag fyrst og fremst einræði, fangelsunum, þefurum, leynilögreglu, og afnámi alls persónufrelsis, að flokkur sem til lengdai berst fyrir því að koma slíkum hörmungum yfir þjóð sína, hann á sjer enga framtíð hjer á landi. Hann fún- ar niður, á akri hins íslenska þjóðlífs, einsog trje, sem vantar bæði jarðveg og sól Nýársloforð Þjóðviljans um aukið miskunarlevsi, er vottur um það, að jafnvel þeir menn, sem standa í forystunni í komm únistaflokknum, hafa mist.jafn vægi hugans, og eru komnir á það stig, þegar örvæntingin hefir gripið þá, er þeir sjá full- kominn ósigur framunöan. ræðisríki. Með dýrkun þeirri, sem kommúnistaforingjarnir sýna á öllu, sem gerist í einræð- isríkjum sanna þeir að þeir vilja samskonar stjórnarfar, hjer og þar, og ekkert annað. Svo engin undanbrögð duga hálfvolgum kommúnistum í þessu efni. Svinmvnd i'”' AIbi’i°ri. FYRIR nokkrum dögum þótt- ust Þjóðviljamenn hneykslast á því að hjer í blaðinu skyldi hafa verið minnst á umræður í búlg- arska þinginu. Því slíkt kærni okkur íslendingum ekki við. En það vakti heimsathygli þegar hinn búlgarski forsætisráðherra tilkynnti hinum fáu mönnum, sem þar eru enn uppistandandi úr andstöðuflokkum kommún- ista að, ef þeir hreyfðu andmæl- um gegn stjórninni þá mættu þeir eiga það á hættu að verða hengdir. Enska blaðið Daily Heraid lýsti þinghaldi þessu í Búlgaríu, með þeim orðum, að lesendurnir skyldu hugsa sjer hvernig þeim yrði við, ef þeir allt í einu læsu það í blaðinu, að Attlee, forsæt- isráðherra, hefði daginn áður staðið upp í parlamentinu, og til kynnt andstæðingum ríkisstjórn arinnar ,að ef þeir voguðu sjer að hreyfa andmælum, þá yrðu þeir að vera við því búnir, að vera hengdir. Það er ekki nema holt og eðJi- legt, að fleiri en Englendingar gerðu sjer slíkan atburð í liug- arlund. Þjóðviljinn talar jafnaðarlega um Búlgaríu, sem eitt af hinum nýju fyrirmyndar lýðræðisríkj - um í álfunni. Svo ekki er að efa, að Þjóðviljamenn telji að stjórn- arfarið þar, sje eftirbreytnisvert og til fyrirmyndar. Eftir því er ekki blöðum um það að fletta, að íslenskir kommúnistar horfa til þess dags með lifandi eftir- væntingu, að einhv'er af komm- okkar geti staðið upp á Alþingi og gefið svipaða eða sömu tilkynningu, og hinn búlgarski forsætisráðherra. Innflutningurinn. NÝLEGA var það tilkynnt, að innflutningurinn á síðastliðnu ári hafi verið 28 milljónum um fram útflutninginn. Mjög væri æskilegt að sundur liðun fengist á því, áður en langt líður, hvernig þessum mikla inn flutningi er varið. En verðmæti útflutningsins nam samtals 290 milljónum. Vitaskuld er mikið af varanlegum verðmætum, skip um og öðrum framleiðslutækj- um í hinum mikla innflutningi. En hversu mikið er það? — Og hvernig verður innflutningnum hagað, þegar hann verður mið- aður við þau útflutningsverð- mæti, sem þjóðin hefur yfir að ráða árlega? LieJog afsökun. SUMIR þeirra manna, sem fylgt hafa kommúnistaflokkn- um að málum, hier á landi á undaníörnum árum, en verða nú að viðurkenna hve fráleitt Nýr atvinnuveeur. ALLMIKIÐ hefur um það ver ið talað á undanförnum árum, að skilyrði myndu vera hjer til þess að laða ferðafólk hingað á sumrin, og hafa af því nokkrar aukatekjur fyrir þjóðina. — En eins og kunnugt er, hafa ýmsar hin austræna’ stjórnskipun er, fyrir íslenska þjóð, hafa gripið j þjóðir drjúgar tekjur af skemti- til þess að halda því fram, að ferðafólki. ekkert þurfi að vera ,að marka j En mikið vantar á að sá við- Rússa. Þeir hafb alla tíð ein-jbúnaður sje hjer enn, að mót- ræSisþjóð verið. Sá kommún- ismi sem hjer eigi að rísa geti orðið alt öðru vísií!) En hvað segja Þjóðviljamenn um það ? Ekki hefur á því borið, að þeim verði klýgjugjarnt af því, að dásama allt, .-em gerist og gert er í hinu austræna ein- íaka ferðamanna geti farið fram, svo hún verði f jölda þeirra eftirsóknarverð. Til þess að hjer verði teluð á móti miklum f jölda gesta, sem skilja eftir verulegar f járhæðir, þarf að reisa gistihús við þeirra hæfi o. m. fl. Frh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.