Morgunblaðið - 25.01.1948, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.01.1948, Blaðsíða 12
V. VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: ALLIIVASS austan, — skýj- og sumstaðar dálítil snjókoma. REYKJAVÍKURBRJEF ei á bls. 7. — Skjéta á Gyðingabifreiðar Þessi mynd sýnir á áhrifamikinn hátt ástandið, eins og^þaS nú er i Palestínn. Arabarnir á myndinni hafa sem sje tekið sjer fyrir hendur, að skjóta á þær bifreiðar Gyðinga, sem aka frá Jerúsalem til Hadassah-sjúkrahússins og Gyðlngaháskóians á Scopusfjalli. I fjarska sjest Jerúsalem. Átroðningur skautafólks í Hljómskálagarðinum kostar bæinn 15 þúsund krónur í ár Þúsurtdir trjápiantna eyðilagðar EINS og Reykvíkingum er kunnugt, hefur skautasvell bæjarbúa á undanförnum vetrum verið á Syðri-Tjörninni. — Hafa ferðir skautafólksins því legið um Hljómskálann, en vegna átroðnings hafa árlega verið eyðilagðaj- þar þúsundir trjáplantna. --------:----------- 45 (lúsund mái biðu löndunar GÍFURLEG veiði var í Hval- firði í fyrrinótt og fram undir hádegi í gær, en þá tók að hvessa. Hingað til Reykjavík- ur bárust í fyrrinótt og -í gær 26.300 mál með 31 síldveiði- skipi. í gærkveldi var talið að nær 40 skip biðu löndunar hjer Logn var á Hvalfirði í fyrri- nótt og fram undir hádegi. Stóð síldin þá á 7 til 13 faðma dýpi. í>ar voru þá milli 30 og 4Q. skip að veiðum, en það voru 31 skip sem komu með 26300 mál, sem fyrr getur um. 50 þús. niál á Framvöliinn. í fyrrinótt og í allan gærdag og í nótt var unmð að afferm- kigu skipa sem settu' síld til Igeymslu á Framvöllinn. Var tal ið í gærkvcldi að þangað væru nú komin nær 50 þús. mál í gærkveldi var byrjað á að lesta Banan, en þá biðu um 40 skip löndunar með um .45.300 mál síldar. Skipin sem komu. Þessi skip komu s. 1. sólar- hring: Heimir GK með 600 mál, Óðinn og Ægir 1050, Víðir 7í0, Keflvíkingur 350, Ingólfur og Geir goði 600, Bjarnarey 1400, Haukur I. 1200, Bragi og Fróði 1000, Sigurður ST 950, Farsæll 800, Gunnvör 1300, Mummi 780, Helgi \TE 750, Edda 1900, Andey 700, Ingólfur Arnarson 500. Freyja RE 850, Skíði 900, Slvar NK 1050, Kristján EA 1100, Huginn I. 400, Skógarfosss 300, Þorgeir goði 800, Huginn II. 700 Aðalbjörg 350, Vilborg 200, Victoria 1200, Björn GK 500, Helgi Helgason 1700, Freydis 800 og Vonin 850 mál. BúnaSarfjeL. sækir um loó BÚNAÐARFJELAG ÍSLAND3 hefur sótt um lóð til bæjarráðs fyrir væntanlega skrifstofubygg ingu. Bygging þessi mun verða hin veglegasta. Á fundi bæjarráðs s.I. föstu- dag, en fyrir fundinum lá þetta erindi Búnaðarfjelagsins, var samþykkt að vísa málinu til skipulagsmanna. Ræktunarráðurautur bæjar- ins hefur skrifað bæjarráði um þetta mál, og vnr brjef hans lagt fram á fundi bæjarráðs s.T. föstudag. Fer á skautum um trjábeðin. Ræktunarráðunautur segir í brjefinu, að það sje bersýni- legt að skautafóikið láti sjer ekki nægja að leika listir sínar á svellinu, það fpr á skautun- um yfir trjábeðin og skerast þá trjáplönturnar í sundur. A þenn an hátt hafa þúsundir trjá- plantna eyðilagst’á vetri hverj- um. 30 þús. á tveimur árum. Ræktunarráðunautur telur að eyðilegging þessi kosti í ár bæinn hvorki meira nje minna en 15 þús. kr., miðað við núver- andi verðlag á t,'iáplöntum og vinnu. Eyðileggingin á s. 1. vetri varð bænurn jafnkostnaðarsöm. Skautasvellið flutt. í brjefi sínu tii bæjarráðs leggur ræktunarráðunautur til að skautasvellið verði lagt nið- ur á Syðri-Tjörninni og það haft á Nyðri-Tjörninni. Enn- fremur telur hann að gera megi gott skautasvell á Vesturvelli við Framnesveg. Telur hann að aað svell megi gera með litlum tilkostnaði. Gainali pcningur fundinn LONDON — Silfurpeningur, eitt pund, hefur nýlega fundist í Skot- landi. Peningur þessi gilti á dögum John Baliol Skotakonungs og er frá 13. öld. „Frá úllöndum” í útvarpinu KOMMÚNISTAR fárast nú mjög yfir því að ýmsum blaða- mönnum, sem ekki eru í flokici þeirra hefur undanfarið verið falið að flytja í Ríkisútvarpið hin vikulegu yfirlitserindi „Frá útiöndum“. Þannig lætur Þjóð- viljinn í gær gremju sína yfir þessu bitna á ívari Guðmunds- syni, ritstjóra, og deilir jafn- framt á meirihluta útvarpsráðs fyrir að hafa fellt tillögu komm- únista um að víta útvarpserindi, er Ivar flutti um fyrrgreint efni fyrir nokkru. Það.er rjett að fulltrúi komm únista í útvarpsráði flutti slíka tillögu, en hún hlaut aðeins at- kvæði hans eins. Það cr hinsvegar hreinn upp spuni, sem Þjóðviljinn hefur eftir fulltrúa kommúnista í Út varnsráði, að erindaflutning- ur ívars Guðmundssonar fram- vegis þurfi að takast til sjer- stakrar umræðu í Útvarpsráði áður. Undanfarna mánuði hafa ýmsir blaðamenn skipst á um að flytja þennan þátt og mun svo verða framvegis, að því er blaðið hefur frjett, Kómmúnistar hafa hinsveg- ar með árásum sínum á þátt- inn „Frá útlöndum“ sýnt það greinilega, að þeir una því illa aá bar skuli ekki stöðugt vera rekinn kommúnistiskur áróður eins og stundum hefur hent Þjóðverjum finnst íslenska síldln sælgæti ÞJÓÐVERJUM líkar ísienska síldin, sem verið er að flytja til Þýskalands þessar vikur, af- bragðsvel. Hún hefur líka komið sjer vel því um þessar mundir er mikill fiskiskortur í landinu. Þannig fórust Carl Witt frá Haraborg, sem kom hingað með einum þýsku togaranna, sem eru í síldarflutningunum. orð er blaðið hafði tal af hon- um. Hann var sendur hing- að á vegum þýska innflutnings- firmans Arthurs Kösers & Co., en það hefur umsjón með síldar- innflutningnum til hernáms- svæðis Breta, fyrir hönd her- námsstjórnarinnar. Fyrirtæki þetta flutti fyrir stríð íslenska síld til Þýskalands. Hvernig er þessi síld verkuð áður en húri kemur á markað- inn? Hún er öll seld reykt. Einum degi eftir að henni hefur verið landað í Þýskalandi, er búið að reykja hana og þá er hún tilbúin til neyslu. Fer til ítuhr-hjeraðanna Hvar er hún aðallega seld? Mest af henni hefur undan- farið verið sent til Ruhr-hjerað- anna. Er hún eins og aðrar mat- vörur, skömmtuð og á hver mað ur rjett á einum skömmtunar- miða einu sinni í mánuði. Fólkinu finnst þessi síld mesta sælgæti og það veit að hún kemur frá íslandi. Hefur veriö skrifað um þennan innflutning í þýsk blöð. 23 skipsfarmar af henni hafa þegar verið sendir til Þýska- lands. Carl Witt fór með togara til Þýskalands í gær. Gasfjelög Breflands þjéðsiffi London í gærkvöldi. ÞEGAR • gasfjelögin bresku verða þjóðnýtt verður þeim skipt í tólf umdæmi og emn yfir maður yfir hverju og æialfor- stjóri fyrir þeim. Nú eru um eitt þúsund einkagasfjelög í Bret- landi og verður þeim borgað yfir 100 millj. punda, fyrir að láta af hendi fyrirtæki sín. — Reuter. ísfirðingafjelagið j minnisf „sólar- j dags" ísfirðinga í DAG er „sólardagur“ ísfirð- inga. Þann dag sjest sólin á ísa- firði, ef bjartviðri er. Það er siður á ísafirði að minnast sólardagsins með svo- kölluðu sólarkaffi. Hefur ísfirð- ingafjelagið hjer í Reykjavík tekið þann sið upp að halda þennan dag hátíðlegan með árs- hátíð sinni. Verður hún háð í kvöld í Sjálfstæðishúsinu og verða þar til skemmtunar ræðu- höld fyrir minni ísaf jarðar, ein- söngur, tvísöngur, söngur viði gítarundirleik o. fl. Á FIMMTUDAGSKVÖLD var tefld 5. umferð í meistaraflokki á Þórsgötu 1. Allar skákirnar1 voru biðskákir. Á föstudagskvöld var 6. um- ferð tefld á sama stað. Úrslit urðu: Árni Snævarr vann Guð- jón M. Sigurðsson, Bjarni Magn- ússon vann Hjálmar Theodórs- son (fjárv.), Sigurgeir Gíslason vann Svein Kristjánsson. Jafn- tefli gerðu Baldur Möller, Árni Stefánsson og Kristján Sylverius son, Jón Ágústsson. Biðskákir urðu hjá Benoný Benediktssyni, Steingrími Guðmundssyni, Guð- mundi Ágústssyni og Eggert Gilfer. Biðskákir verða tefldar í dag kl. 2 í samkomusal Alþýðubrauð gerðarinnar við Vitastíg. 1. og 2, fl. tefla umferð annað kvöld kl, 8. — --- ♦ ^ ^ 1 „ÞrófSor" rill skipu- leggja vðruflutn- inga með bílum VÖRUBÍLASTÖÐIN Þróttur hefir sent bæjarráði brjef þess efnis, að nauðsynlegt sje að sett verði lög um skipulag vöruflutn inga með bílum. Brjefið var lagt fram á fundi bæjarráðs á föstu dag. I þessu brjefi segir m. a. að miklu fleiri menn stundi akst- ur vörubíla. en þcrf er á. Með heppilegu skipulagi segja Þrótt armenn, mætti stórlega fækka þeim mönnum er nú annast vöruflutninga með bílum, en flytja þó sama magn og áður* Kommúnistar hafa kjör- skrána aðeins fyrir sig ! ■■■■ — ■ 1 Neifa ðSrum nm sS sjá hana STJÓRNARKOSNING í vrekamannafjelaginu Dagsbrún hófst í gær og heldur hún áfram í dag. Það vakti mikla athygli meðal fjelagsmanna er kosningin hófst, að þá höfðu kommúnistarnir í stjórn Dagsbrúnar neitað fulltrúum Alþýðuflokksins um kjör- skrá fjelagsins. En jafnan mun það vera siður, þar sem menn telja að rjettlæti eigi að ríkja, að fulltrúar allra framboðslistanna sjeu látnir hafa sömu aðstöðu í því efni. Fullyrða má, að þessi frekja kommúnista mælist illa fyrir meðal fjelagsmanna, enda verður hún tæplega skýrð á annan hátt en þann, að kommúnistari í fjelagsstjórninni ætli sjer að hagnast á órjettlæti þessu á kostn- í að hinna frambjóðendanna. Það er segin saga, að aukið ofbeldi jær kjörorð kommúnistanna hvar sem þeir eru að verki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.