Morgunblaðið - 27.01.1948, Side 1

Morgunblaðið - 27.01.1948, Side 1
Bandaríkiamenn iara irá Íialíu HER BANDARÍKJAMANNA er nú allur farinn frá ítalíu. Síðasti flokkurinn, sem fór var kvennasveit, sem sjest hjer á myndinni á leið um borð í skín, varh • • Rætt verður um fjárhags- áætlun og framkvæmdir Reykjavíkurbæjar LANDSMÁLAFJELAGIÐ VÖRÐUR efnir til fundar i Sjálfstæðishúsinú í kvöld og hefst hann kl. 8,30. Rætt verður um fjárhagsáætlun Reykjavíkurbæjar 1948 og fjárhagsafkomuna síðastliðið ár., Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, flytur framsöguræðu. á fundinum. Er öllum Sjálfstæðismönnum heimill aðgang- ur á meðan húsrúm leyfir. Það er ekki lan«t síðan haldn^ ir voru fundir í Varðarfjelag- inu, þar sem bæjarmálefni voru sjerstaklega rædd Fer vel á því nú að taka fjárhagsáætlun Reykjavíkur á dagskrá Varðar- fundar um það leyti, sem bæj- arstjórn er að fást við af- greiðslu fjárhagsáætlunar árs- ins. Fjárhagsáætlunin hefir þegar verið tekin til fyrstu umræðu í bæjarstjórn og gerði borgar- stjóri þá ítarlega grein fyrir tekjum og gjöldum bæjarsjóðs síðastliðið ár ásamt helstu fram kvæmdum bæjarfjelagsins. Rekstursafkoman var ágæt, reksturshagnaður um 14 milj. á árinu. Gjöldin hafa yfirleitt ekki farið fram úr áætlun, en tekjuliðir miklir. Annan fimmtudag verður fjárhagsáætlunin tekin til síð- ari umræðu og afgreidd á fundi bæjarstjórnar. Á Varðarrfundinum í kvöld verða frjálsar umræður að lok- inni ræðu borgarstjóra. Sýrlendingar hanna kominúnistaflokjkinn Sýrlenska stjórnin hefur bannað koœmúnistaflokkinn, lokað skrifstof- um hans og bannað útgáfu kommún- ista blaðsins þar í landi. Tyrone Power dæmdur III að borga fyrv. konu sinni 50 þús dollara Los Angeles í gærkvöldi. FRANSKA kvikmyndaleik- konaji Annabella, sem gift var Tyrone Power vann í dag sam- þykki hæstarjettar Kaliforníu- ríkis um að hún fengi fimtíu þúsund dollara frá honum á ári. Tyrone Power og Anna- bella voru gift í mörg ár og þótti hjónaband þeirra hið ham ingjusamlegasta í Hollywood,. en eins og kunnugt er þá er flest öruggara þar en hjóna- bönd. Hann hefir síðan verið kendur við ýmsar af leikkonum Ameríku og síðast við Lana Turner, en hún hefir nú tekið saman við annan. — Reuter. Gyðingar dæmdir. JERÚSALEM — Síðan skipt- ing Palestínu var ákveðin hafa fjórir Gyðingar verið dæmdir fyrir æsingar og hlutu allir lífs- tíðarfangelsi. Lækkun frankans hindrar ekki Hlarshalláætiunina ™ Segir Schuman * Ottast að önnur Evrópu- ríki fari að dæmi Frakka Bsrlín í gærkveldi. SKÝRT hefur -s-erið frá því hjer í Berlín, að útflutningur bresk-bandaríska hernáms- svæðisins s. 1. á*- til annarra landa hefðj nurnið 55 miljón sterlingspundum. Á sama.tíma- bili ljet bandaríski herinn Þjóð- verja fá ýmiskonar vörur — meðal annars bifreiðar og vjel- ar — fyrir 59 miljón dollara. íraks ræðir vfö stjórn sína Bagdað í gærkveldi. • FULLTRÚI íraks sem undir- ritaði samninginn við Breta sem ekki ennþá hefir verið viður- kendur af íraksstjórn er nú kominn til Bagdad til þess að skýra frá samningnum. Ræddi hann í dag við stjórn sína og landsstjórann. Ekki er enn kunnugt um afstöðu stjórnar- innar. — Reuter. Semja Danir og Bret- ar bráðlega! London í gærkveldi. JOHN Strachey matvælaráð- herra Bretlands sagði í dag í þinginu að von væri að bráð- lega myndu Bretar og Danir undirskrifa samninga um inn- kaup á smjöri og gvínafleski. Danska samninganefndin hjelt heimleiðis í dag frá London til þess að ræða við stjórn sína. ijegar hann var spurður hvort það myndi ekki seinka málum að Bretar gætu ekki sent Dön- um eins mikið af járni og stáli eins og þeir þyrftu, þá sagði hann að ef Danir fengju allt sem þeir krefðust þá væri ekki nóg afgangs til þess að flytja til annarra mikilsverðra kaup- enda. — Reuter. Áframhaldandi foHyr á amerískum kvikmyndum FJÁRMÁLARÁÐUNEYTI Bretlands hefur gefið út tilkynn ingu þess efnis að það standi ekki til að lækka toliinn á inn flutningi, amerískra kvikmynda en hann nemur nú 75%. Segir þar að ástæðan fyrir toliinum sje að Bretland vanti dollara en ekki sú að það sje verið að reyna að hjálpa breskum kvik- myndaiðnaði. París í gærkveldi. — Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ÁKVÖRÐUN FRÖNSKU stjórnarinnar um lækkun frankans, hefur vakið miklar umræður og gágnrýni víða um heim og þó sjerstaklega í Englandi og Frakklandi. Robert Schuman, for- sætisráðherra Frakklands, hjelt ræðu í dag og svaraði þá ýms- úm ásökunum sem beint hefur verið að stjórn hans. Talsmaður bandarísku stjórnarinnar átti samtal við blaðamenn í dag þar sem hann sagði að ef þessi ákvörðun stjórnarinnar misheppnað > ist þá yrði framkvæmd Marshalláætlunarinnar mjög erfið. Kvað hann hættuna liggja í því, að önnur lönd Evrópu kynnu að fara að dæmi þeirra og lækka gengi sitt og skapa þannig samkeppni í gengislækkun. Ef þeim tekst aftur á móti að hefta hina óeðli- legu dýrtíð þá myndi það hjálpa f járhagsáætluninni. Bretar handlaka þrjá Þjóðverja fyrir út- gáfu leyniblaðs Flensborg í gærkveldi. BRESKA öryggislögreglan hjer tók þrjá Þjóðverja sem sakaðir eru um útgáfu leyni- blaðs, fasta í dag Eru menn þessir sakaðir um að hafa skrif- að grein þar sem krafist er að Flensborg og Suður Schleswig sjeu innlimuð í Danmörku. Blað þetta hjet „Ríkisblað Suður Schleswig", og var því útbýtt meðal áhrifamanna þar en þeir neituðu að hafa nokkuð verið riðnir við útgáfu þess. Blaðið gat þess í grein sinni að bráðlega yrðu undirritaðir samningar um innlimunina og að Pakenman hernámsmála- ráðherra Breta hefði þegar undirritað þá. — Reuter. Áita falla í Palesfínu Jerúsalem í gærkvöldi. ALLRÓSTUSAMT hefir ver- ið hjer í dag og voru óeirðir víða um Palestínu. í Jerúsalem voru tvær sprengingar og særð ust tveir breskir hermenn. í annað skiftið sprengdu Gyð- ingar tómt geymsluhús í loft upp, en enginn hlaut bana. Gyðingar fleygðu sprengju í strætisvagn og særðust tólf Arabar, en einn dó litlu síðar. I norður og suður Palestínu kom til óeirða og er talið að í alt hafi átta manns farist og fjórtán særst. í dag var byrjað að flytja konur og börn sendi- herra erlendra ríkja burt til öryggis svo og starfsmenn er- lendra sendisveita. — Reuter. Jafnvægi franskra fjármála nauðsynleg Marshall- áætluninni. Schuman sagði í ræðu sinni, að ráðstöfunin um að lækka gildi frankans myndi ekki hindra framkvæmd Marshall- áætlunarinnar og að Frakkar myndu halda áfram að hafa fjárhagslegt samstarf við Banda ríkin og vinalönd sín í Evrópu. „Kjarni Marshalláætlunarinnar og fjárhagsáætlunar okkar eru þau sömu og jafnvægi í frönsk- um fjármálum er nauðsynlegt framkvæmd hennar“. Ósamkomulag við Sir Stafford Cripps. Hann kvaðst hafa komist að gagnkvæmum skilningi við Sir Stafford Cripps er hann var í París 23. jan., en ósamkomu- lagið varð um framkvæmdir. Hann kvað þeim Frökkum sem ættu erlendan gjaldeyri sem ekki hefði verið settur í banka nú hafa tægifæri til þess að koma þeim löglega í franska peninga. i Breska pundið ekki lækkað. ^ Sir Stafford Cripps fjármála ráðherra Breta hjelt' ræðu í þinginu í dag, þar sem hann ræddi ákvörðun Frakka. Sagði hann að þessi ákvörðun væri mjög bagaleg fyrir allar þjóðir Evrópu og að alt yrði gert til þess að breska pundið yrði ekki lækkað. Erlendar innistæður yfirfærðar. Schuman benti á það í ræðu sinni að þeir Frakkar, sem ættu innistæður í erlendum bönkum hefðu nú tækifæri til þess að yfirfæra þær í franka, því að annars ættu þeir það á hættu að fje þeirra yrði gert upptækt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.