Morgunblaðið - 27.01.1948, Side 7

Morgunblaðið - 27.01.1948, Side 7
Þriðjudagur 27- janúar 1948. MORGUNBLAÐIÐ 1 Áformað að byggja nýja brú á Þjórsá í sumar Framkvæmdír í Rangárvaiiasýslu. Samtðl við íngálf iónsson alþm. I SUMAR var lögð raforku- leiðsla frá Selfossi að Hellu við Ytri-Rangá. Var sú rafveita full- gerð en hún nær aðeins til 25 fjölskyldna enn sem komið er. Þetta sagði Ingólfur Jónsson alþingismaður er blaðið átti sam- tal við hann og ieitaði tíðinda hjá honum um framkvæmdir í Rangárvallasýslu. Hvernig miðar raforkufram- kvæmdum Rangæinga áfram? Auk þess, sem fyrr er sagt hef- ur verið lögð stauralína niður í Þykkvabæ og austur í Hvolsvöll. Ætlunin er að þær veitur verði fullgerðar á komandi vori. Þegar þær eru fullgerðar munu um 70 •—80 heimiíi í sýslunni hafa íeng- ið rafmagn frá Soginu. Einnig er áformað að á næsta sumri verði byrjað á veitu um Holtin, sem síðar yrði framlengd upp með Landvegi og ennfremur næði til nokkrurra bæja i Hvolhreppi. Verður unnið að því í framtíðinni að færa þessar línur út víðar um sýsluna. Það er að vísu gott að hafa fengið rafmagnið til þessara byggða en til þess að það komi að fullum notum þarf að útvega eldavjelar og ýms rafmagnstæki sem hafa ckki fengist. A árinu 1949 tel jeg líklegt að línunni frá Hvolsvelli verði framhaidið inn Fljótshlíð, sem liggur sjer- staklega vel við vegna þjettbýlis og legu bæjanna. Einnig vona jeg að ekki líði mörg ár þangað til að hægt verður að leggja línu austúr unr Landeyjar og til Eyja- fjalla. Verður Skógafoss virkjaður? En úr því hefir enn ekki verið skorið, hvort Eyfellingar fái raf- magn frá Sóginu eða hvort hafist verður handa um sjerstaka virkj- un á Skógafossi vegna Víkurkaup túns og austurhluta Rangárvalla sýslu. Tel jeg þó líklegra að lín- an frá Soginu verði framlengd. Samkv. samtali, sem jeg hefi átt við raforkumálastjóra, hefur rafmagnseftirlit ríkisins unnið að því, um- skeið að gera áætlun um virkjun Skógafoss, en hann var mældur sumarið 1946 og verð ur mjög bráðlega úr því skorið, hvort heppilegra er fyrir nær- liggjandi bygðír að fá þaivsjer- virkjun eða að fá rafmagn frá Soginu eins og áður er á minst. Raforkan grundvallarskilyrði fyrir eflingu sveitanna. Enda þótt rafmagnið sje að vísu nokkuð dýrt með þeim skil- yrðum, sem nú er um að ræða, er það tvímælalaust grundvallar skilyrði fyrir eflingu sveitanna að þær fái notið þess. Raforkulögin eru stórt spor í þá átt að það megi takast á næstu árum, enda þótt jeg sje þeirrar skoðunar að það þurfi að breyta þeim í þá átt að gera hlut strjálbýlisins ljettari. Bílfært í alla hreppa sýslunnar. Hvað gerist i vegamálum Rang æinga? I þeim efnum höfum við þm. Rangæinga af litlu að státa, enda kom það fram í skýrslu vega- málastjóra um daginn, að í Rang ( árvallasýslu hefði verið unnið að vegagerð á nokkrum stöðum, en aðeins fyftr smáupphæðir. Það er að vísu ekki minna en undanfarin ár, en með tilliti til þess að samgöngur sýslunnar byggjast algerlega á vegasam- bandinu og þar er engin höfn, sem fje sje veitt til, verður ekki annað sagt en eð grundvöllur sje fyrir töluvert miklum fram- lögum til vega í hjeraðinu. Það verður enda að segjast, að margir akvegir í sýslunni eru mjög slæmir. I sumar var tiltölulega lítið gert að nýbyggingu vega. Aftur á móti var töluvérðu fje varið til viðhalds aðalakbrautanna. Ingólfur Jónsson Er akfæft í alla hreppa sýsl- unnar? Já, á jeppabifreiðum og vöru- bifreiðum er hægt að komast í alla hreppana. En mikið skortir á 'að vegirnir sjeu í viðunandi ástandi. Þjórsárbrúin endurbygð í sumar. Hvað líður endurbyggingu Þj órsárbrúarinnar? Það eru áreiðanlega margir, er spyrja þeirrar spurningar, segir Ingólfur Jónsson. Menn vilja ó- gjarnan til þess hugsa, að hún fari sömu leið og gamla Ölfus- árbrúin. Það kæmist enginn lif- andi upp úr Þjórsá, sem í hana íjeili. En brúin er orðin afar ljeleg og er fyrirhugað að byggð verði ný brú á næsta sumri. Hefur Fjárhagsrað veitt fjárfestingar- leyfi fyrir efni til hennar, en erf- iðleikar eru á að fá útflutnings- leyfi á járn frá Englandi og hef- ur fyrirtæki í Skotlandi, sem tekið hefur að sjer brúarsmíðina, tilkjmt vegamálastjóra að það fáist ekki á þremur fyrstu mán- uðum þessa árs. Getur það vit- anlega tafið framkvæmdina. Eru aðrar brúargerðir á döf- inni? Aformað er að byggja brú á Affall hjá Bergþórshvoli næsta sumar. Það verður aðeins lítil brú, um 40 m löng. Ennfremur stendur fyrir dyrum brúargerð á Hólsá og vænti jeg þess, að hún dragist ekki lengi. Símamál. Hvernig er símasambandi ykk- ar háttað? Síma vantar enn á marga bæi i sýslunni. Það verður þó að segj ast, að s.l. sumar og sumarið 1946 hafa margir bæir komist í síma- samband. Eru það allt notenda- símar. A s.l. sumri bygði Land- síminn stöðvarhús að Vegamót- um í Holtahreppi og er ætlunin að þar verði símafgreiðsla fyrir vesturhluta sýslunnar. En eins og ástandið er nú, eru þar að- eins 3. fl. stöðvar og símaaf- ! greiðsla því alls ófullnægjandi | eftir að notendasímum hefur 1 fjölgað. | Mikil eftirspurn eítir vjelum. ‘ Éru miklar byggingafram- J kvæmdir í sýslunni? Þær hafa verið nokkrar. Fjöldi bænda þarf að endurbyggja bæi sína. Hafa þeir bygt miklar vonir á löggjöfinni um landnám, ný- bygðir og endurbyggingar í sveitum, svo og lögunum um Ræktunarsjóð. Nokkrir hafa fengið lán samkv. þeim, en marg ir bíða þess, að fá lán. A nokkr- um bæjum var bygt upp í sumar. Má segja að víða í sýslunni sje sæmilegur húsaskostur. I Skóg- um undir Eyjafjöllum ei stórt hjeraðsskólahús í smíðum. Verð- ur það eitt veglegasta skólahús landsins. — Verður því ekki fulllokið fyr en á árinu 1949. Hafa bændur kevpt mikið af vjelum á undanförnum árum? Bændur hafa keypt eins mikið af vjelum og þeir hafa fengið. En eftirspurnin er miklu meiri en unt hefur verið að fullnægja. T. d. eru 60 bændur á biðlista hjá Kaupfjelaginu Þór á'HelIu, sem pantað hafa dráttarvjelar. En þær eru nauðsynlegustu tækin til ræktunarframkvæmda og heim- ilisnota. Er óhjákvæmilegt_ að stuðla að auknum innflutningi þeirra. 5 miljón kr. vöruvelta kaupfje- lagsins Þórs. Kaupfjel. Þór hefir fært mjög út kvíarnar síðustu árin? Það er of mikið sagt. Við höf- um farið okkur hægt og rólega. En fjelagið hefir eflst og versl- unin hefur aukist með hverju ári. Vöruveltan s.l. ár var langmest, eða um 5 milj. króna. Hvenær var fjelagið stofnað? Það var árið 1935. Það er því rúml. 12 ára gamalt. . Fjelags- menn eru nú á 5. hundrað, flest bændur í hjeraðinu. Starfsfólk þess er á milli 30 og 40. Fjelagið rekur verslun, klæðskeraverk- stæði, búvjela- og bifreiðaverk- stæði og trjesmiðju. Hafa þessi verkstæði bætt rrikið úr þörfum fólks í hjeraðinu og stuðlað að því, að hjeraðsbúar væru sjálf- um sjer nógir. Heklugosið olli rniklu tjóni. Hafði Heklugosið ekki áhrif á afkomu bænda í sýslunni? Jú, af völdum þess hafa nokkr ar jarðir farið í eyði og heilir hreppar hafa orðið fyrir stórkost legu tjóni. Enda þótt margir byggjust við að það yrði miklu meira en raun varð á. Öþurkarnir s.l. sumar um allt Suðurland hafa og gert búrekst- ur bænda mjög erfiðan. — Bú- stofninn hefur minkað og til þess að halda því, sem lifir, verða bændur nú að kaupa rándýran fóðurbætir. Eins og kunnugt er, byggist landbúnaðurinn í Rangár vallasýslu að miklu leyti á mjólk urframleiðslu. Enda þótt túnin hafi' stækkað. mjög undanfarin ár, skortir þó mikið á að bændur haíi náð því marki að afla allra sinna heyja á ræktuðu landi. En ræktunarsamþyktir þær, sem bamdur hafa gert og kaup á stór virkum vjelum, gefa vonii um að túnræktinni fleyi fram. Það er vitanlega frumskilyrði fyrir fram tið landbúnaðarins á þessum slóðum eins og annarstaðar. Annars má segja það, segir Ingólfur Jónsson að lokum, að þær framkvæmdir og framfarir, sem hjer hefir verið minst á, nái tiltölulega skamt. Fjöldi nauð- synjamála bíða ólevst fram und- an. En það er skoðun mín, að Rangárvallasýsla eigi mikia fram tíðarmöguleika, sem eitt af önd- vegis landbúnaðarhjeruðum landsins. Það er því áreiðanlega þjóðhagslega rjett, að verja þar fje-til framfara og umbóta. stærsfa far- hefja Atlantshafsferðir HIÐ NÝJA SKIP sænsk-ameríska skipafjelagSins, Stockholm, byrjar ferðir milli New York og Gautaborgar þann 21. febrúar næstkomandi í stað Drottninghólm, sem er orðið 42 ára gamalt. Fjölmenn sam- koma ísMinga- fjelagsins íSFIRÐINGAFJELAGIÐ minnt ist sólardagsins á ísafirði með samkomu í Sjálfstæðishúsinu á sunnudagskvöldið. Jón Leós, formaður fjelags- ins, setti hófið og stjórnaði því. Sigurður Bjarnason alþingis- maður flutti ræðu fyrir minni ísafjarðar, Jón Hjörtur og Hjalti Jörundsson sungu tví- söng, frú Guðmunda Elíasdótt- ir og Jón Hjörtur sungu ein- söng, Lárus Ingólfsson skemti með gamanvísnasöng og fimm Ungar stúlkur sungu við gítar- undirleik'. Þá var drukkið ,,sólarkaffi“. Samkoman var eins f jölmenn og húsrúm leyfði og fór hið besta fram. Gd- mannaijelegs Drcpinn af misskilningi. ROM — Opinberar skýrslur lögreglunnar hjer sína að Errí- esto Coop hershöfðingi hafi ver- ið drepinn af. misskilningi. Hjelt lögreglan að hann ræki spilavíti í búð sinni. AÐALFUNDUR Blaðamanna fjelags íslands vai haldinn s. 1. sunnudag. Formaður var kjör- inn Jón Helgason yitstjóri, Vara formaður Ivar Guðmundsson, gjaldkeri Þorsteinn Jósepsson, ritari Jón Bjarfiason og með- stjórnandi Vilhjálmur S. Vil- hjálmsson. | Þá var á fundinum kosið í nefndir og stjórn Menningar- j sjóðs fjelagsins. I launamála- nefnd voru kjörnir Helgi Sæ- mundsson, form., Sigurður Guð , mundsson og Þorbjörn Guð- mundsson. í stjórn Menningar- sjóðs voru kjörnir Sigurður Bjarnason alþm., Jón H. Guð- mundsson og Hindrik Ottóson. Er Bjarni Guðmundsson, frá- farandi formaðim fjelagsins hafði gefið skýrslu um störf j stjórnarinnar á liðnu úri var ! rætt um mörg hagsmunamál fjelagsins og blaðamannastjett- arinnar. Verður skipið í New York 1. mars og fer þaðan aftur til Gautaborgar fimm dögum seinna. Þetta er stærsta farþega skip sern Svíar hafa látið byggja. og er nú í reynslusigl- ingum áður en bað byrjar á- ætlunarferðir sínar. Verður Stokkhólm í siglingum móti Gripshólm, sem er eign sama fjelags. Drottningholm hefur aftur á móti verið selt ítölsku skipafjelagi og mun hætta ferð- um 13. febrúar á Norður-At- lantshafi, en siglir þá líklega milli Genúa og Suður-Ameríku. Tekur 400 farþega. Stokkhólm er ekki stórt skip í sámanburði við stærstu far- þegaskipín, en það er bygt eftir nýjustu tísku og hefur tvö fstr- rými. annað verður 1. farrými, en hitt svo kallað ferðamanna- farrými. Er skipið 524 fet á lengd og hefur rúm fyrir 400 farþega og 3,000 tonn af flutn- ingi. Ganghraði skipsins e«- 19 sjómílur á klukkustund og mun það vera 9 daga á leiðinni yfir haíið. Margskonar þregindi. Aða3áherslan er lögð á ýmis- konar þægindi fyrir farþega og er alit gert til þess að gera þeim ferðina sem þægilegasta. Rúm eru þægileg svo og fataskápar stórir, böð og ýmislegt annað. Á 1. farrými verða svefnher- bergi með tveggja manna rúm- um og svo setustofur. í matsöl- um skipsins og reykherbergjum hanga listaverk eftir suma af frægustu listamönnum Svía og verða salir allir þægilega lýst- ir. — Skipið hefir einhverjar þær stærstu Ðieselvjelar, sem smiðaðar hafa verjð í Svíþjóð — tvær vjelar, sem hver um sig hefur 14.600 hestöfl. UMFR heldur íþrétta- UNGMENNAFJELAG Reykja víkur heiir ákveðið að efna til íþróttanámskeiðs og hefst það í kvöld ki. 8 í íþróttasal Menta- skólans. Kensla fer fram í gljmu, handknattleik og frjálsum íþróttum. Kennarar verða Lár- us Salomonsson, Oddur Svein- björnsson og Baldur Kristjóns- son.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.