Morgunblaðið - 27.01.1948, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 27.01.1948, Qupperneq 10
«1 MORGUNBLAÐlb Þriðjudagur 27- janúar 1 $48. MÁNADALUR si d iL aqa eýtir ach cJlondon 114. dagur sénda ykkur bækur um hænsna rækt. En fyrst af öllu verðið þið að gera ykkur ljóst þegar í upphaíi. Það er miklu dýrara að fá mann til að sjá um vinnu, heldur en mann til að vinna. Og svo verðið þið að hafa bók- hald. Þið verðið að fylgjast með því hvernig alt gengur. Þið verðið að vita upp á hár hvað borgar sig og hvað borgar sig ekki. Það sýnir bókhaldið ykk- ur. Og jeg skal sýna ykkur hvernig þið eigið að fara að því“. ,,Og svo eigum við ekki að nema tvær ekrur undir — og geta gert allt þetta á þeim“, sagði Billy. Frú Mortimer hvesti á hann augun. ,,Hver var að tala um tvær ekrur?“ sagði hún. „Nei, fimm ekrur verðið þið að hafa undir og samt getið þið ekki framleitt svo mikið að eftirspurninni sje nægt. Og þjer vinur minn fáið nóg verkefni fyrir yður og hest- ana að ræsa fram grundirnar áður en rigningartíminn byrjar. En það skulum við nú athuga á morgun. En jeg hefi gleymt því að þið eigið mð íækta ber uppi í brekkunni og vínber. Það má fá geypiverð fyrir þau. Og svo eru brómber, — frá honum Burbanks sem á heima í Santa Rosa — mammutber og mörg önnur. En þið skuluð ekki vera að tefja ykkur á að rætka jarð- arber. Til þess þarf sjerstaka kunnáttu. Þau eru ekki eins og vínberin. — Jeg hefi skoðað á- vaxtatrjen ykkar. Þar er góð undirstaða að byrja á. Seinna getum við talað um gróðursetn ingu á áburð“. „En Billy ætlar að nota þrjár ekrurnar af grundunum til alls annars“, sagði Saxon. „Nú, hvað hefir hann hugs- að sjer að gera með þær?“ „Hann ætlar að rækta þar fóður handa hestum, sem hann ætlar að ala upp“. „Það er betra að kaupa fóð- ur fyrir hagnaðinn af þeim þremur ekrum“, sagði frá Mor- timer og Billy varð að beygja sig. „Jæja, þá“, sagði hann og- reyndi að láta ekki neitt á því bera hvað honum hafði brugð- ist vonir þarna. „Við verðum þá að hætta við hestana og hugsa um grænmetið“. Billy hafði ekki mikið sam- an við þær Saxon að sælda á meðan frú Mortimer " dvaldist hjá þeim. Nú var allt í upp- gangi í Oakland aftur og þá vantaði fjölda hesta þar. Billy varð því að vera á ferð og flugi um nágrennið til þess að reyna að ná í hesta, með þessu móti varð hann gagnkunnugur þarna í dalnum. Honum var líka falið að^elja hesta, sém voru orðnir veikir í fótum af því að ganga á hörð- um borgargötunum, og hann mátti ráða verðinu sjálfur. ( Þetta voru ágætir hestar — hann þekkti flesta þeirra. Hann vissi að þeim mundi batna ef þeir fengi að ganga ójárnaðir á graslendi um nokkurn tíma. Auðvitað mundi þeim ekki batna svo að hægt væri að nota þá í borginni, en þeir gátu verið ágætjr uppi í sveit og enst þar í mörg ‘ár. Ekki þorði hann þó að kaupa þá sjálfur. Um þetta átti hann samt í j harðri baráttu við sjálfan sig, og hann þorði ekki að segja , Saxop frá því. Á kvöldin sat hann í eldhús- ; inu og reykti og hlustaði á það ; hvað þær konurnar hefði ver-' | ið að gera um daginn. Hann sagði þeim að það væri ekki hlaupið að því að fá hesta — , það væri eins og að biðja bænd ur um sálina úr þeim sjálfum, i ef minnst var á að þeir seldu hestana sína. Og þó hafði Billy , fengið leyfi til þess að hækka ! verðið um fimtíu dollara. Það var undarlegt, að þótt þessir stóru bílar væri komnir, þá hækkaði altaf verðið á hestum. Það hafði altaf verið að hækka frá því að hann mundi fyrst eftir. Eftir jarðskjálftann mikla hafði verðið farið upp úr öllu valdi, og samt hafði það altaf verið að hækka síðan. „Þjer hljótið að græða ineira á þessum hrossakaupum heldur en á því að vinna daglauna- vinn;i?“ sagði frú Mortimer. „Já, grunaði mig ekki. Þjer skul uð þá ekkert hugsa um það * fyrst um sinn að ræsa fram þarna á grundunum. Þjer skui- uð halda áfram að kaupa hesta. ; Þjer eigið að vinna með höfð- inu. _En af gróða yðar verðið þjer að spara af laununum, til þess að hjálpa Saxon hjer heima. Þeim peningum er vel varið og þjer græðið á því fyr en yður grunar“. „Það segið þjer eflaust satt“, sagði Billy. „Til þess borga menn verkamönnum kaup að græða á því sjálfir. En mjer er óskiljanlegt hvernig Saxon og einn maður eiga að komast yfir það að rækta fimm ekrur, þegar Hale sagði að við Saxon gætum ekki komist yfir að rækta meira en tvær ekrur“. „Saxon á ekki að vinna“, sagði frú Mortimer. „Ekki vinn jeg á mínum búgarði. Þaf5 er að segja, hún' á að vinna með höfðinu. Jeg vona að ykkur fari nú bráðum að skiljast hve n.auð synlegt það er. Fólk, sem ekki vinnur með höfðinu, fær hálf- an annan dollar í kaup á dag.; En hún á ekki að láta sjer það nægja. En nú kemur það til greina að hjer er ekki hægt aði fá verkafólk, það sagði Hale mjer í dag“. . „Það veit jeg“, sagði Billy. „Allir duglegir menn fara til borganna. Eftir eru aðeins ó- nytiungar. Og sje duglegir menn hjer til, þá fást þeir ekki til þess að vinna fyrir aðra“. | . „Þetta er alveg satt“, sagði -frú Mortimer. „Jeg veit þetta alveg eins vel og þið börnin min, því að jeg hefi talað um það við Hale. En hann getur hjálpað ykkur. Hann getur út- vegað ykkur tvo fanga frá San Quntin, sem sleppt verður með skilyrði, og þeir eiga að vinna að grænmetisræktinni fyrir ykk ur. Þarna er hægt að fá bæði Kínverja og Itali, og það eru bestu garðyrkjumennirnir. Með þessu sláið þið tvær flugur-í einu höggi. Þið hjálpið föngun- um og þið hjálpið sjálfum ykk- ur“. Saxon reiddist svo þessari uppástungu áð hún gat ekki sagt eitt einasta orð. En Billyj velti málinu fyrir sjer. „Þið þekkið Jón, garðyrkju- manninn hjá Hale?“ sagði frú Mortimer. „Hvernig líst ýkkur á hann?“ „Það er nú ekki lengra síð- an en í morgun að jeg var að hugsa um það hvað þau Hale- hjónin hefði verið heppin að fá slíkan mann“, sagði Saxon. „Hann' er bæði góðlátur og geðþekkur, og frú Hale hrósar honum á hvert reipi“. „Hún hefir þá ekki sagt yð- ur allt um hann“, sagði frú Mortimer og kímdi. „Hún hefir víst ekki sagt ykkur frá því að Jón er fangi, sem sleppt hef- ir verið til reynslu? Fyrir tutt- ugu og átta árum lenti hann í illindum við mann út af ’séx- tíu og fimm centum og því lauk þannig að hann drap manninn í bræði sinni. Nú hefir hann verið í þrjú ár hjá Hale. Munið þið eftir Louis, gamla mana- inum, sem var hjá mjer? Sama máli er að gegna um hann. Þið skuluð fá ykkur tvo slíka menn. Best er að þeir sjeu af sama þjóðerni, helst Kínverjar eða ítalir. Auðvitað' þurfið þið að gjalda þeim kaup. Jón getur hjálpað þeim til að byggja ský-li yfir sig og Hale segir þeim fyr ir verkum. En þetta er svo sem ekki nægur vinnukraftur þeg- ar fram í sækir, svo þjer verð- ið að.hafa augun'opin, Billy“. Næsta kvöld kom Billy ekki heim á áilsettum tíma. Klukk- an níu kom maður ríðandi. Hann var lúeð símskeyti frá Glen Ellen. Það var frá Billy og hann hafði sent það frá Lake County. Þangað hafði hann far- ið tíl að reyna að ná í hesta. Eftir þrjá daga kom hann heim. Hann var þá dauðþreytt- ur og mjög upp með sjer. - „Hvað hafið þjer verið að gera í þrjá daga?“ sagði frú Mortimer. v „Jeg hefi unnið með höfð- inu“, sagði Billy montinn. „Jeg hefí slegið tvær flugur í einu hög_gi, jeg hefi slegið margar flugur í einu höggi. Jeg fjekk frjett í Lawndale og rauk á stað. Jeg segi yður það satt, að þær Hazel og Hattie voru orðnar slæptar þegar jeg kom til Calistoga. Þar skildi jeg þær eftir og fór með póstvagn- inuni til St. Helena. Jeg kom nógu snemma. Jeg náði í átta afbragðs hesta. Þetta eru ung- ir folar, svo stæltir og falleg- ir að unun er að horfa á þá. Eigandi þeirra var ofan úr fjöll unum. Jeg sendi folana með lestinni frá Calistoga í gær- kvöldi. En þetta er ekki öll sag an. Þegar jeg var í Lawndale hitti jeg mann, sem hefir tekið að sjer flutninga frá grjótnám unni. Jeg spurði hvort hann vildi selja hesta. Selja hesta? nei, hann vildi kaupa hesta, já, jafnvel leigja hesta, ef hann gæti fengið þá“. „Seldurðu honum þá þessa átta, sem þú keyptir?“ spurði Saxon. E 1 Almenna fasteignasalan | | Bankastræti 7, sími 7324 | 1 er miðstöð fasteignakaupa. f Kauphöllin er rmðstöð verðbrjefavið- skifíauna. Sími 1710. ÓSKABRUNNURINN Eftir Ida Moore. ' 3. Ttafli., 7. Þegar Stebbi klifraði yfir hliðið, fanst honum alt í einu að föturnar sínar hefðu þyngst grunsamlega mikið. Maður gæti næstum því haldið að þær væru oronar fúllar af skelj- um, hugsaði hann. En þegar hann leit við til þess að sjá hverju þetta sætti lá við að hann dytti niður af hliðinu. Hvaða undur voru þetta! Föturnar voru íullar af dýrindis gull og silfur skeljum, skeljum, sem hann hafði ekki einu sinni getað látið sig dreyma um, að væru til. Hvernig höfðu þær komist í föturnar? Hann hafði ekki fundið neinar skelj- ar. Þetta Mutu að vera einhverjir töfrar. Hann strauk var- lega yfir glitrandi skeljarnar, og alt í einu kom hann augá á eina, sem var bleik með gulri rönd. Hann tók hana upp. Þetta var áreiðanlega álfaskel! Svo að það voru álfarnir, sem höfðu látið skeljarnar í föturnar! En hvemig höfðu þeir farið að því án þess hann yrði þeirra var? Hann athugaði skelina nákvæmlega og sá að hún mundi einhvern tíma hafa brotnað í ótal mola, en síðan verið límd mjög haglega saman aftur. Þetta hlaut að vera mjög dýrmæt skel. Kannski þettá væri líka töfraskel. Stebbi stakk henni í vasann og flýtti sjer heim. Á meðan hann var að drekka mjólkina sína var hann sífelt að hugsa um skelina í vasa sínum. Þegar enginn sá til, tók hann skelina upp, helti dálitlu af mjólk í hana og saup á. Um ieið óskaði hann sjer þess, að hann gæti hitt þann, sem hafði búið til skelina fögru, og orðið vinur hans., Þegar hann fór að hátta um kvÖldið, stakk hann skelinni undir kodda sinn. Og þegar hann var lagstur fyrir fór hann að hugsa um alt það sem hann ætlaði að segjá þeim, sem hafði smíðað álfaskelina. Fyrst yrði hann að spyrja uœ, hvernig allar skeljarnar hefðu komist í föturnar hans. Svo varð hann að spyrja að því, af hverju álfarnir byggju í óska- brunninum, hvar þeir svæfu, og svo yrði hann vitanlega að fá eitthvað að vita um þann, sem gætti lyklanna að óska- brunninum. Hann hugsaði svo lengi um þetta, að í stað þess að verða syfjaður, glaðvaknaði hann. Hann sá út um gluggann að tunglsljós var úti. Svo mundi hann eftir því, sem Jón gamli hafði sagt „þú getur farið þangað niður eftir næst þegar tunglsljðs er.“ - — Hjema, pabbi, er fimm kall, svo þú getir farið í bíó. ★ Fyrir nokkru var jeg á ferð með lestinni til London. í einu horninu -sat ungur maður sof- andi, og við hlið hans var gam- all maður. Eftir dálitla stund snjeri gamli maðurinn sjer að okkur hinum og sagði um leið og hann benti á unga manninn: — „Þetta er sonur minn. Hann sefur altaf þegar hann ferðast, jafnvel þó hann hafi peninga, t. d. veit jeg að hann hefir mörg hundruð pund í veskinu sínu núna. Jeg ætla að gera honum grikk. Jeg tek veskið hans og þegar hann vaknar megið þið ekki segja honum, hver hefir tekið það. Að því búnu tók gamli maðurinn veskið úr vasa unga mannsins og litlu síðar fór hann út. Við næstu stöð vaknaði ungi maðurin og ætl- aði út, en um leið og hann stóð hpp uppgötvaði hann að veskið var horfið. Samferða- menn hans fóru að hlæja og sögðu honum loks, að faðir hans hefði tekið það.‘„Faðir minn“, hrópaði hann. „Hann dó -fyrir 10 árum.“ — Jeg hefí farið eftir þínum ráðum og verið köld og ónær- gætin við hann, en það er bara verst, að jeg hefí aldrei hitt hann síðan við töluðumst við. Tommi litli var að leika sjer: við kettlingana. Faðir hans heyrði ámátlegt mjálm, og kall aði’til Villa: — Meiddu ekki kettlingana, Tommi. —. Nei, nei, sagði Tommi. Jeg held þeim mjög gætilega á skottunum. ★ — Jeg fylgdi afgrciðslu- stúlku í búð heim í gærkveldi, og stalst til þess að kyssa hana. —Hvað sagði hún við því?. — Nokkuð fleira? viwiiimiitiiiaiiiiiiiiiiiitiiiiitiaiiaiiiiiiaiiBiiciiiiiiiniiiisiiRa in | Bankastræti 7. Sími 7324. I er miðstöð bifreiðakaupa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.