Morgunblaðið - 30.01.1948, Síða 6

Morgunblaðið - 30.01.1948, Síða 6
6 MORGUNIiLAÐlÐ Föstudagur 30. janúar 1948. Útp.: H.f. Árvakur3 Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ám Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjaló kr. 10,00 á' mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. Skáldinu leist ekki á blikuna FRAMSÓKNARMENN, sem um langt skeið hafa lagt á það höfuðáherslu, að gera samvinnufjelögin að pólitísku hreiðri flokks síns, tala oftlega um það að öll önnur verslun í land- inu en kaupfjelagsverslun sje í höndum fámennrar klíku, sem engu láti sig skipta hag almennings. I sambandi við þessa staðhæfingu Tímamanna er fróðlegt að rifja upp gamla sögu, sem fáum er kunn. Fyrir all-mörgum árum var haldin fjölmenn samkoma norður í Þingeyjarsýslu. Tilefni hennar var aldarfjórðungs- afmæli Kaupfjelags Þingeyinga. Margar ræður voru haldn- ar um hugsjón samvinnunnar. En til þessa hófs kom maður einn með ræðu, sem aldrei var haldin. Allir íslendingar þekkja þennan mann nú, þótt hann væri ekki jafnfrægur þá. Það var rithöfundurinn Þorgils Gjallandi, skáldið og bóndinn á Litlu-Strönd, Jón Stefánsson. Hvers vegna hjelt skáldið ekki þessa ræðu? Það var þó áhugasamur samvinnumaður enda þótt það væri ekki forvígismaður stefnunnar eða valinn í mikilvægar trúnaðarstöður samtakanna. Var Þorgils Gjallanda bannað að tala? Fjarri fór því. En skýringuna á þessu gaf hann sjálfur um það bil miss- eri síðar í brjefi til eins samherja síns. Honum líkaði ekki andrúmsloftið á þessari hátíð samvinnumanna. — Honum fannst það allt annað en hann hafði gert sjer í hugarlund að það hlyti að vera. Hann segir að sjer hafi gramist hve morin hafi reynst sannspáir um „klíkuna í kaupfjelaginu". ', segir hann, ,,sá hana á Breiðumýri í vor, sá trjenun og ráðríki klíkunnar, trúði og þreifaði á því, að hjer var líka jetið útundan, svo gott sem mjer varð af þeirri trú. Að þeirri vissu fenginni fór jeg og kvaddi fáa“. Alþýðuskáldinu leist ekki á blikuna. Það er áreiðanlegt að fjölda margir bændur og fjelags- menn í samvinnufjelögunum, kannast við þessa mýnd, sem bóndinn á Litlu-Strönd dregur upp. Síðan eru liðnir nokkrir áratugir. Myndin, sem Þorgils Gjallandi dró upp er orðin miklu greinilegri. Völd og ráð í fjölmörgum samvinnufjelögum hafa færst yfir á hendur ör- fárra manna, klíku, sem talið hefur sig standa ofar öllum þorra fjelagsmanna. í stað þess að vera vakandi fyrir hags- munum almennings hefur þessi klíka lagt á það höfuð- óherslu, að gera kaupfjelögin að harðsnúnu áróðurstæki á- kveðins stjórnmálaflokks. Hún hefur í stað þess að vinna að því að gera fólkið óháð stefnt að því að tjóðra það, ekki fyrst og fremst í samvinnufjelagsskapnum, heldur stjóm- málaflokki, sem hún hefur myndað, Framsóknarflokknum. Almenningur í sveitunum á Islandi veit að þetta er satt. Það þekkir ofríki klíkunnar og veit að aðferðir hennar eni f jarskyldar upprunalegum tilgangi samvinnuvei’slunarinnar. En hvemig halda fslendingar að ástandið væri í verslun- armálum þeirra, ef þessir menn hefðu komið fram þeim vilja sínum að fá einokunaraðstöðu til þess að annast verslun í landinu ? Það væri áreiðanlega ekki upp á marga fiska. Þá myndi mörgum fara svipað og bóndanum á Litlu- Strönd, sem ekki leist á blikuna þegar hann sá framan í and- litið á klíkuskapnum og yfirganginum. Þessi saga er ekki aðeins gömul, hún er lika ný. Árásir Tímans á verslunarstjettina spretta af því að það er til klíka í landinu, sem vill ganga milli bols og höfuðs á frjálsri versl- un, skapa sjer algera einokunaraðstöðu í innflutningi og dreifingu vara í landinu. Yfirskyn hennar er að sjálfsögðu það, að skapa almenningi hagstæðari verslun. En reynslan yrði allt önnur. E.t.v. er samkeppnin hvergi nauðsynlegri en einmitt í versluninni. ’'4-lmenningur vr rður þess vegna að vera vel á verði í þess- unj málum. Ekki tiL þess fyrst og fremst að tryggja hags- muni einstak sverslunarinnar, heldur til þess að gæta sinna eigin hagsmuna. verfi ii áhrifíar: UR DAGLEGA LÍFINU Merkikerti. MIKIÐ MÆTTI vanda betur valið á þjónum almennings í þeim opinberu skrifstofum, sem borgararnir þurfa eitthvað að sækja til. Það eru of margir þessara manna, sem halda að hin góða regla um að vera trúr yfir litlu sje í því fólgin að sýna borgiírunum dónaskap, haga sjer eins og merkikerti með hofmóði og frekju. Borg- ararnir, sem leita rjettar síns, sjeu hinsvegar betlarar og bein ingalýður, sem* hafi þann eina tilgang að svíkja út meira en þeim ber og því eigi að tor- tryggja þá á allan hátt og reyna eftir megni að snuða þá. Einu dæmi um þetta kann jeg að segja frá. Það gerðist í skömtunarskrifstofunni núna á dögunum. • Átti að vera gift föðurbróður sínum. KONA NOKKUR kom á skömmtunarskrifstofuna til að sækja aukaskammt vegna heim ilis, sem hún, er að stofna með unnusta sínum, en þau ætla að gifta sig á næstunni. En það var nú ekki hlaupið að því, að fá þetta, þrátt fyrir auglýs- ingar skömmtunarstjóra og yf- irlýsingar, sem hún hefði í höndunum. Sá njikli valdsmaður, sem varð fyrir svörum, gaf henni í skyn, að hún væri að reyna að svíkja sjer út skömmtunar- miða. En það gæti nú engin vaðið ofan í sig með skítuga skóna. Hann sagði stúlkunni, að hún væri gift, eða hefði að minsta kosti búið með nafngreindum manni undanfarið ár. Og er stúlkan benti skrifstofumann- inum með valdsmannshugar- farinu á, að sá maður væri föð- urbróður sinn, fussaði sá, sem valdið hafði og skömmtunar- miðana. Fleygði í hana mið- um fyrir 600 krónum í Stað 1600. sem henni bar. Og þeim úrskurði varð ekki haggað. • Hornskakka yfir- lýsingin. SENNILEGA ER þessi skömt unarskrifstofumaður hirðumað ur hinn mesti. Eitt af því sern hann fann að við áður- nefnda stúlku var, að yfirlýs- ing, sem hún var með, væri hornskökk! Tók hann síðan skærji og klippti yfirlýsinguna þannig að hún færi vel í hans skjala- safni. Slíka þjóna, sem hjer hefir verlð lýst, hefir almenningur ekkert við að gera. Og svo er hitt annað mál. Hvað varð af þeim miðum fyrir 1000 króna verðmæti í skömt- unarvörum, sem þessi stúlka var snuðuð um? Hver fær þá? 0;T hvert eiga’menn að snúa sjer, sem verða fyrir ranglæti, eins og hjer hefir verið lýst? • Af sjónarhóli Siggu litlu. SIGGA LITLA skrifar um kvenhattana og fleira á þessa leið frá sínum sjónarhóli: ..Það virðist vera orðið æði alvarlegt mál þetta með kven- hattana í bíó, mikið er að minsta kosti bi;ið að eyða af papm'r og svertu til að „út- mála“ hvað þið karlmennirnir eigið bágt í bíó, en er það ekki skrítið að enginn kvenmaður skuli hafa kvartað undan þess- ari plágu, við erum þó að öllu jöfnu töluvert lágvaxnari en þið karlmennirnir og ættu því þattarnir ekki síður að skyyvfj a á ljereftið fyrir okkur. Jeg man ekki til, að jeg hafi ekki haft full not af mínum bíóferðum hattanna vegna, og er hó varla talin mebalmann- eskja að stærð. • Breiðu bökin í Iðnó. „ÖÐRU MÁLI gegnir í gömlu Iðnó. þar hefi jeg oft orðið fyr- ir hví óláni að fá háan og herðabreiðan karlmann fyrir framan mig“, segir Sigga litla, ,,og Ijtils notið af því sem fram fór á leiksviðinu, orðið að láta mjer nægja það litla, sem jeg hefi heyrt til leikendanna fyr- ir brjefaskráfi og samtali leik- húsgesta. Jeg hefi nú samt hingað til ekki leitað á náðir blaðanna með þesis vandræði mín, en af því að jeg veit að þjer viljið hvers. manns vandræði leysa, þá leita jeg á náðir yðar í þetta sinn að leysa úr þessum vanda, í staðinn ætla jeg að koma með tillögu íil úrbóta fyrir ykkur hattahatarana. 0 Líst ekki á pípu- hattana. ..JEG TEL það alveg frá- leitt að þið farið að eyða fje í pípuhatta, því allur þorri karlmanna á ekki það höfuð- d.iásn en þeir eru dýrir, en víst eru þeir fallegir og klæði- legir og meira gaman að horfa á þá en skallann, en sem sagt, við höfum ekki ráð á því í bili. Það gerir gjaldeyrishallærið. Mín tillaga er, að bíóin af- marki vist svæði. sem eingöngu væri ætlað hattahöturum, t. d. 8 f’vstu bekkina eða fleiri, ef með þyrfti, og yrði allir skil- yrðislaust að vera hattlausir í þeim sætum og horfa á lje- reftið, en ekki hattana, og þarf ekki að taka það fram, að bann- að verður að líta við til að horfa, á hattana, sá sem brýt- ur það boðorð, verður tafar- laust að víkja úr sæti sínu og verður eftirleiðis að láta sjer nægia að horfa á hattinn aftan frá. Jeg vona nú að þið karlmenn irnir tak.ið þessa tillögu mína til athuffunar, en jeg og fleira smávaxið kvenfólk bíðum með eftirvæntinsu eftir tillögum yð ar y.iðvíkjandi stóru mönnun- um. sem byreja alla útsýn fyr- ir okkur í Iðnó í>g annarstað- ar á jafnsljettu11. 0 Hvar voru flöggin? SLYSAVARNAFJELAGIÐ varð tvítugt í gær. Það er merk isafmæli í sögu sjósóknar hjer á landi og-mun fjelaginu hafa vef.ið margskonar sómi sýndur. En mikið má vera, ef ekki hafa fleiri orðið forviða en jeg, að sjá ekki eitt einasta flagg í bænum við þetta hátíðlega tækifæri. Látum það vera þótt ekki hafj verið flaggað á flaggstöng um éinstaklinga, en það minsta sem hæat var að búast við var að skinin í höfninni værú flögg um skreytt á bessum degi. Slíkt. tómlæti, sem skipstj-ór- ár beirra skipa, sem í höfn lágu í eær á Slysavarnafjelag- ið ekki skilið. MEÐAL ANNARA ORÐA ----1 Eftir G. J. Á. }-■-- „ÞEGAR við komum að búl- unni, var ægilegur fætingur við innganginn og löggan búin að slást í spilið, en inn kom- umst við þó, eftir að vera bún- ir að dobla jólasveininn vjið dyrnar“. Eitthvað á þessa leið kann einhver af yngri kunningjum þínum að segja þjer frá síð- ustp skemmtuninni, sem hann hefur fapið á, en í lauslegri þýðingu mun setningin sem næst þýða eftirfarandi: Þegar við komurrí að veitingahúsinu, var ákaflega mikill troðning- ur við innganginn og lögregl- an búin að skerast í leikinn, en inn komumst við þó, eftir að vera búnir að leika á fíflið við dvrnar. 0 0 EINS OG LATÍNA Það er sannast að segja orð- ið hreint ekkert syo óalgengt, að heyra varpað fram orðum og heilum setningum á manna- mótum, sem eru jafn óskiljan- legar og latína eða gríska ö!l- Vilt geim upp um alla veggi. um almenningi. Með góðri a.ð- stoð kunningja minna, tók jeg í gær saman nokkuð af þessu. Áranvurinn varð eftirfarandi, og er 1'ir+ur án þess að jeg vilji á nokkurn hátt ábj'rgjast hað, að myir en fimm prósent 'æsra fi-m-idinga botni upp eða niður í öllu saman: (bnö er stúlka, sem lalari var boðið í partý í gær if avpl<>ga lekker gæa, sem hefur r’-ív^t íbúð, sem er al- veg ægilegur draumur. Hann sagðist lengi hafa planað knall 'ð, '--nnast að segja er jeg úve? tí,'d1uð í honum, svo auð- vitað sagði jeg ókey. Jeg vissi það náttúrlega', að hetta, mundi verða ári pín- l.egt, þar sem kærastan hans átti að vera, líka, en auðvitað ságði jeg okey. Frh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.