Morgunblaðið - 15.02.1948, Blaðsíða 10
10
MORGUTSBLAÐIÐ
Sunnudagur 15. febr. 1948
KENJA KONA
riitir $3en ^rimee . 'lÁJiífiams
9. dagur
lagði á stað niður hólinn aft-
ur. ITennurnar glömruðu í hon
um — líklega af kulda — og
hann hrökk við í hvert skipti
sem hann heyrði eitthvað. Hann
gekk niður með ánni án þess
að vita hvert hann ætlaði. Svo
kom hann að vagnskýli og þar
voru jiokkrir menn fyrir. Hann
gekk þar inn og hann heyrði
að þeir voru að segja hræði-
legar sögur frá borgarastyrj-
öldinni og bardögum við Indí-
ána, sem feður þeirra og afar
höfðu komist í. Tim hlustaði
á og hann varð þur í kverk-
unum og hann kveið því að
nú mundi fara að daga. En þeg
ar honum fór að hlýna þarna
inni tók hann að syfja og mun
rommið líka hafa átt sinn þátt
í því. Og brátt valt hann út af
háhrjótandi.
VI.
Þegar hann vaknaði aftur
fann hann það ósjálfrátt að
hann mundi vera einn. Það var
hræðilegt að vera einn og hafa
óvinii yfir höfði sjer. En var
dimmt, en gráleit skíma var
á austurloftinu. Nú var hann
kominn á sunnan og veður hlýtt
og rililt. Honum varð það fyrst
fyrir, er hann vissi að hann
var einn þarna, að hlaða byssu
sína. Síðan laumaðist hann út
úr skýlinu.
Það var farið að birta svo
að hann sá hvar varðliðið stóð
í fylkingu ofan frá hólnum og
niður að á. Varð honum þá mik
ið hughægra. Hann þekti liðs-
flokk Chambenlains og komst
þangað. Það var þoka og dag-
skíman varð drungaleg í þok-
unni og síður en svo til þess
fallinn að auka kjark hjá mönn
um, sem biðu óvina sinna, og
áttu von á því að skotið yrði
á sig þá og þegar. Tennurnar
í Tim byrjuðu að glamra aftur.
Hann .fór að hugsa um það
hvort hann fengi engan morg
unmat, og við það varð honum
óglatt og hann spjó líka og
hjer og þar heyrðust ræsk-
ingar úti í þokunni og að menn
hóstuðu og hræktu hver í kapp
við annan. Þá kom Chamber-
lein majór þar og tveir menn
með honum. Þeir báru börur
og á þeim hrúgu af brauðum.
Mennirnir tóku sitt brauðið
hver. Tim bauð við brauðinu,
sem var blautt af þokusuddan-
um, og hann snerti ekki á því.
Laust eftir klukkan sjö
heyrðust nokkur skot frá Pit-
rhers Brock. Þá var enn dimt.
Tim flýtti sjer að hlaða byss-
una sína. En honum gekk það
illa. Það var komin einhver
stífla í hlaupið svo að hlað-
stokkurinn gekk ekki nógu
langt niður. í því bar majór
Chamberlain þar að og Tim kall
aði í hann til þess að biðja
hann að leiðbeina sjer.
„Líti.ð þjer á, majór“, sagði
hann. „Þessi byssa er ónýt. Lát
áð mig fá aðra byssu, sem dug
ir. Mig langar til þess að skjóta
nokkra Breta áður en birtir“.
Majórinn tók við byssunni,
en kom hlaðstokknum sama
sem ekkert niður í hlaupið.
: Hann sneri þá hlaðstokknum
; við. A þeim enda voru skrúf-
ur og hann boraði niður í hlaup
ið og dró þar út forhlað og
kúlu. Svo sneri hann byssunni
við og þá rann heilmíkið af
púðri úr henni.
„Þjer eruð fullur og vitið
ekki að byssan er hlaðin“, sagði
hann. Og svo datt honum nýtt
í hug. „Jeg hefi sjeð yður hlaða
hana tvisvar“. Hann mældi
hvað hlaðstokkurinn gekk
langt niður í hlaupið. „Herra
trúr, það eru þá að minsta
kosti sex eða sjö skot í henni.
Hvað ætluðuð þjer að drepa
marga Englendinga í einu
skoti“. Mennirnir, sem stóðu
um kring, hlógu að heimsku
Tims, en majórinn fjekk hon-
um byssuna og sagði: „Dragið
úr henni öll skotin og hlaðið
hana svo eins og á að gera.
Það er ekki langt þangað til
þjer þurfið á henni að halda“.
Svo fór hann. Nokkur skot
heyrðust úti í þokunni. Tim fór
að bisa við að ná hleðslunni
upp úr byssunni, en það var
ekki áhlaupaverk. í því bili
datt akarn ofan úr eikinni, sem
hann stóð undir «g kom á öxl-
ina á honum. Hann öskraði upp
af ímynduðum sársauka og
þreifaði um öxlina til þess að
vita hvort blagddi. Menn skelli-
hlógu að honum og ha#n reyndi
að láta á engu bera.
„Þetta er rjett, piltar“, sagði
hann. „Jeg vissi það að ef jeg.
gæti komið ykkur til að hlæja,
þá munduð þið ekki vera
hræddir lengur. Látum óvin-
ina nú koma, við skulum veita
þeim varmar viðtökur“.
Hann var enn að bisa við
að draga upp úr byssunni er
stóru fallbyssurnar niður á
hafnarbakkanum byrjuðu að
þruma. Það hafði verið sál-
drepandi að hlusta á skotin úr
byssunum áður, en þegar þessi
þruma kom, ranghvolfdust aug
un í hermönnunum af hræðslu.
Um sama leyti greiddist þok
an sundur og þeir sáu hvar
herlið Breta streymdi fram
handan við lækinn og stefndi
á brúna. Fallbyssumar á hóln
um tóku nú til svo að jörðin
skalf. Chamberlain majór gekk
fram fyrir menn sína.
„Bíðið þangað til þeir eru
komnir í skotfæri", sagði hann
við þá. „Skjótið ekki fyr en
þeir eru komnir í færi. Og þá
skuluð þið miða vel svo að
þið sjeuð vissir um að hafa
mann í hverju skoti.“
Þokan skall nú yfir aftur,
en þegar úr henni greiddi næst
sást að Bretar voru komnir yfir
brúna og hjeldu áfram fylktu
liði. Þeir skutu'líka og skot-
reykurinn barst undan golunni
í áttina til varnarliðsins og
varð brátt svo þjettur að þeir
sáu ekki óvinina. Þetta ský af
skotreyk færðist nær og nær
og upp hólinn. Það var eitt-
hvað óheillavænlegt við þenn-
an bokumökk, sem skreið svona
fram á undan óvinunum. Varn
arliðið hörfaði ósjálfrátt fyrir
honum. Það var betra að horf-
ast í augu við fjandmenn held
ur en þessa þoku, sem kom
þarna skríðandi með dauða og
tortímingu í skjóli sínu.
Þegar mennirnir hörfuðu
undan fleygði Tim frá sjer byss
unni og hörfaði líka. En það
er til of mikils mælst að nokk-
ur maður gangi vopnlaus fram
gegn óvinum. Champerlain
majór hljóp fram og aftun eggj
aði menn sína og reyndi að
telja kjark í þá! Um stund tókst
honum að stöðva þá. En liðs-
menn Grants forursta ljetu þá
úndan síga og fylkingarnar
slitnuðu í sundúr. Þokan skreið
fram og óvinirnir voru á bak
við hana. Þá brast flóttinn.
Þeir öftustu eltu þá sem
undan voru farnir og þaraa
hófst reglulegt kapphlaup. Og
áður en varði höfðu fjögur eða
fimip hundruð æðisgengnir
heimavarnarmenn hlaupið á
foringjana, sem reyndu að stilla
þá, troðið þá undir fótum og
hlupu nú allt hvað af tök í
áttina að brúnni yfir Sowadabs
cook.
Tim var með á flóttanum.
Hann var þungur á f^eti svo að
margir fóru fram úr honum.
Þá sá hann opinn kjallara á
húsi stakk sjer þar inn eins
og rotta, sem skríður í holu.
Kjalfarinn var hálffullur af
kartöflum. Tim reyndi að grafa
sig niður í kartöflurnar. Fyrir
utan dunaði jörðin af fótataki
flóttamannanna.
VII.
Brúin var mjó en það var
eini vegurinn fyrir flóttamenn-
ina. Það varð því nokkur töf
þar og Chamberlain majór
komst fram fyrir hóp manna
og reyndi að snúa þeim aftur.
í því bar Tim Hager þar að.
Hann hafði fengið ótrú á felu-
staðnum í kartöflunum, því að
honum hafði dottið í hug að
Bretar mundu reka byssustingi
sína í kartöfluhrúguna. Hann
hafði því lagt á flótta aftur og
hann náði hópnum hjá brúnpil
Þegar majórinn sá hann
koma, þóttist hann góðu bætt-
ur.
„Hager“, kallaði hann
„Komið hingað og hjálpið mjer
til _þess að halda mönnunum
í skefjuní“. Tim Ijet sem hann
heyrði ekki en ruddist áfram.
„Kyr, Hager, kyr“, hrópaði
Chamberlain.
En Tim hjelt áfram og kall-
aði um öxl sjer:
„Nei, takk. Þetta er hættu-
legt, majór. Við verðum allir
drepnir“.
Þá ætlaði Chamberlain. að
stöðva hann með valdi, en Tim
þeytti honum frá sjer ogihjelt
áfram sprettinum.
VIII.
Bak við hann þrumuðu fall
byssurnar á hafnarbakkanum
enn. Vegurinn til Bangor va'r
fullur af flóttafólki og Tim þótt
ist ekki öruggur þar. Haph
var svo stór að hann gnajfði
yfir alla aðra og hlaut því'hð
vera gott skotmark fyrir Breta.
Hann hljóp því upp með áfúSS
og ætlaði að láta skóginn skýla
sjer. Það er viðbúið, sagði ha:
við sjálfan sig, að Bretar ré
flóttann alla leið til Bangor':
og hengi þá hvern heimavarn-
armann. Tim langaði ekki til
þess að vera hengdur. Hann
hljóp upp með ánni án þess að
vita hvert hann ætlaði. En
skyndilega mundi hann eftir
því að konur og börn höfðu
verið flutt til Josh Lane, og
ef þeim var óhætt þar, þá ætti
honum líka að vera óhætt þar.
Alt tll fþróttRÍðkana
eg ferðalaga
Hellas, Haínarstr. 22
Allar tegundir
járnsmíðavjela
Og
trjesmíðavjela
útvegum við frá hinni þekktu tjekknesku verksmiðju
MAS
Það eru þegar í notkun hjer nokkrar vjelar frá þessari
yerksmiðju og eru fagmenn sammála um gæði þeirra.
Afgreiðslufyrirvari mjög stuttur.
c=Háms Oóharóáon & Co.
BÆKUR
Tækifæriskaup á amerískuin hókum í nokkra daga.
')óhalú(J <=Hámóar idiöndai
—■ Skólavörðustig 2 —
Sjómenn
Vanir sjómenn og beitingamenn óskast strax á mb.
Muninn til línuveiða frá Sandgerði, Upplýisingar hjá
Ólafi Jónssyni, Víðimel 52, sími 1673 og hjá
H.í Miðnes
Sandgerði — Sími 3
TIL LEIG9J
3 herbergi fyrir skrifstofur og yörugeymslupiáss í kjall-
ara. Leigist saman eða hvort fyrir sig. Uppl. í
\Jeróiiiyiiyi Í3jöm ^JJriótt
tjanóóoyi
Sendisveinn
óskast á skrifstofu vora.
CjarÍar Cjíóiaáon L.f.
Hverfisgötu 4
Rafmagnsbúsáhöld
nýkomin.
Vjefa - l\aj^tœlja verá iu
untn,
Tryggvagötu 23. Sími 1279.