Morgunblaðið - 18.02.1948, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 18. febrúar 1948
Útft.: H.f. Árvakur, Revkjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm,).
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Ám, Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600'
Áskriftargjalá kr. 10,00 á mánuði innanlands,
kr. 12,00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Leabók.
Islendingum of mikið
stjórnað
1 SAMTALI, sern blaðið átti fyrir skömmu við Erlend Björns-
son bæjarstjóra á Seyðisfirði komst hann m. a. að orði á þa
leið að „íslendingum væri of mikið stjórnað og sjerstaklega
of mikið stjórnað frá höfuðborginni okkar.“ „Jeg álít,“ sagði
bæjarstjórinn, „að meira sjálfsforræði einstaklínga og hjer-
aða sje þáð sem vantar til þess að tryggja afkomu dreifbýlis-
ins og skapa nauðsynlegt jafnvægi í þjóðfjelaginu.“
Þessi ummæli bæjarstjórans eru hin athyglisverðustu.
Það er áreiðanlega rjett að Islendingum er um þessar mund
ir og hefur um nokkurt árabil verið of mikið stjórnað í þeim
skilningi að hið opinbera seilist um of til áhrifa í öllu lífi og
starfi einstaklinganna.
Það er vel að ríkið leggi sinn skerf af mörkum til þess að
tryggja eftir því sem unt er fjelagslegt öryggi sem flestra
borgara sinna. En jafnhliða því þarf ekki það að gerast að
athafnafrelsi einstaklingsins sje tjóðrað við rúmstöðul rík-
isvaldsins þannig, að því skapast aðstaða til þess í bókstaf-
iegri merkingu að ráða því, hvort borgarinn situr eða stend-
ur. Það er ekki það fyrirkomulag, sem gert hefur íslensku
þjóðinni kleift að lyfta Grettistökum á sviði atvinnu- og
menningarmála. Það er þvert á móti hitt að einstaklings-
framtakið hefur fengið að njóta sín, sem hefur skapað fram-
farir og umbætur á lífskjörum fólksins.
Það má að vísu segja með rökum að tímar styrjalda og
afleiðinga þeirra geri ýmiskonar frelsisskerðingar og höft
nauðsynleg. En í þeim efnum má samt ekki ganga lengra en
svo að þjóðfjelagið lami ekki beinlínis framtak borgara sinna.
Hitt atriðið í ummælum bæjarstjórans að sjálfsforræði
hjeraðanna hafi um of verið skert snertir mál, sem á næst-
unni mun verða ofarlega á baugi með þjóðinni, nefnilega end-
urskoðun stjómarskrár lýðveldisins. Samkvæmt stjórnar-
skrá þeirri, sem fslendingar settu sjer að fenginni fullveldis-
viðurkenningunni 1918 eru áhrif hjeraðanna, sýslu- og bæj-
arfjelaga, ekki rík á meðferð mála sinna. Á það má benda
með nokkrum rökum, að þótt sú skipan hafi ekki verið ó-
skynsamleg þá, þarf hún e’ngan veginn að henta nú eða í
framtíðinni. Á s.l. 30 árum hafa orðið stórfeldar breytingar
í íslensku þjóðlífi á svo að segja öllum sviðum. Rúmlega einn
þriðji hluti þjóðarinnar býr nú höfuðborg landsins og at-
vinnuskipting hennar hefur breyst verulega. Afleiðingar
þessara staðreynda eru m. a. þær að nauðsynlegt kann-að
reynast að breyta stjórnarskránni í þá átt að sjálfsforræði
hjeraðanna verði aukið. Það gæti ekki aðeins orðið þeim
til gagns heldur þjóðinni í heild og þar með íbúum höfuð-
borgarinnar.
Því fer fjarri að það geti verið höfuðborginni til hagsmuna
’ framtíðinni að hinum öra fólksstraum til hennar haldi
ófram og byggðir, sveitir og útvegsstaðir ,haldi áfram að
tæmast af vinnandi fólki. Hin hraða fólksfjölgun í Reykja-
vík hefur þvert á móti skapað bænum margvísleg vandkvæði,
sem erfitt hefur verið að leysa eins fljótt og æskilegt hefði
verið. Það er þessvegna hagsmunamál Reykjavíkur ekki
síður en annara byggðarlaga að nauðsynlegt jafnvægi skap-
ist milli aðstöðu fólksins þar og annarsstaðar á landinu. .
Á þessu mikilvæga atriði hefur einnig ríkt vaxandi skiln-
ingur. Fyrrverandi ríkisstjóm og Nýbyggingarráð unnu að
því að verulegur hluti þeirra nýju atvinnutækja, sem þjóðin
eignaðist yrðu staðsett víðar en í Reykjavík. Þannig verður
um það bil einn þriðji hluti hinna nýju togara gerðir út frá
stöðum utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Svipuð saga
hefur gerst í fiskiiðnaðinum. En í ummælum bæjarstjórans
er drepið á merkilegu máli, sem þýðingarmikið er að fjallað
sje um af raunsæjum skilningi á þörfum þjóðarinnar í heild.
Frumskilyrðið fyrir vaxandi velmegun Islendinga er ekki
að ;einstaklingsframtak hennar sje bælí #f, of miklu stjóm-
lyridi, 'óf urnfang.smlkki- skrífstofustjórnvaldi á einum og-
saipa stáð. Hin nýjá^tjöf'rtarskrá Iýðveldisiiis verðux;'í senn
að tryggja borgtiyý: þess, fraJ^i íil þess áð njéta hæfijeíkp,
sinna'sem einstaklingar og f jelagslegs öryggis sem heildar;
DAGLEGA
*
Þversum.
ÞAÐ BAR VIÐ á götu hjer
í bænum fyrir nokkrum dög-
um, að lögreglan kom að bif-
reið, sem stóð þversum á göt-
unni og stöðvaði þannig alla
umferð. Lögreglan var líka í
bíl og þeytti hún horn sitt, en
sá, sem sat þversum hreyfði sig
ekki fet. Nú þurfti lögreglan
að athuga þetta nánar og gaf
sig á tal við þversum-mann-
inn.
í bílnum hjá honum sat ann-
ar maður og er lögreglan spurði
hvað það ætti að þýða, að vera
svona þversum á götunni og
víkja ekki þegar flautað væri
á hann, svaraði maðurinn nærri
því móðgaður:
„Sjáið þið ekki að jeg er að
tala yið mann“.
Við nánari rannsókn kom
upp úr kafinu, að þversum-
bílstjórinn var undir áhrifum
áfengis, en það er önnur saga,
sem kostar manntetrið, að hann
getur legið langsum eða þvers-
um eftir vild í 10 daga á næst-
unni.
•
Málfrelsi.
EN ÞAÐ eru fleiri en þeir,
sem bragðað hafa vín, sem
vilja hafa sitt málfrelsi í friði
á götunum. Á hverjum einasta
degi kemur það fyrir á stræt-
um. að umferðin stöðvast vegna
þess, að einhver bílstjórinn vill
fá málfrelsi til að rabba við
kunningja sinn, sem hann hef-
ir sjeð á götunni. Og þessir
málfrelsismenn kæra sig koll-
ótta þótt halarófa af bílum bíði
fyrir aftan þá og þenji horn
sín eins og þeir mega.
Það kemur fyrir að 10 hjóla
vörubílar nema staðar á miðj-
um þröngum götum til að bíl-
stjórinn geti fengið sjer „kjafta
törn“ við einhvern á götunni.
«
Fleiri þurfa að íala.
EN ÞAÐ eru fleiri, sem þurfa
og vilja hafa sitt málfrelsi
hverpig sem á stendur.
Við skulum líía inn í ein-
hveria stórverslunina, eða af-
greiðslur hins opinbera. Þar
þarf starfsfólkið ao tala svo
mikið sín á milli, að það hefir
engan tíma til að sinna við-
skiftavinunum, sem inn koma.
Það er meira málæðið á öll-
um sviðum og það ávalt þegar
mest á liggur. Það 'eru ekki fá
dæmi til þess, að menn, sem
kcmið hafa inn í afgreiðslur
hafa farið bónleiðir burt vegna
þess, að það virtist enginn
meea vera að því að afgreiða
þá fvnr innbj'rðis mali.
•
Er ölið af könnunni?
ÞAÐ STÓÐ í einhverri grein
um áfenga ölið, að frumvarpið
vaeri fallið á Alþingi. Jeg held,
að bað sje fullyrðing út í lcrft-
ið. Það hefir ekki verið til um-
ræðu lengi, eða síðan samþykt
var að setja það nefnd.
Ölmálið hefir verið mikið
hitamál og til þessa hefir bor- ;
ið meira á þeim, sem eru á móti
því, bótt án efa sjeu þeir í mikl
um minnihluta í landinu.
Það er sagt, að mótmælunum
hafi ringt til Alþingis, en hafa
ekki líka komið áskoranir um
að samþykkja frumvarpið. Og
ef svo er hversvegna er þeirra
ekki getið?
Fyrir nokkrum dögum frjetti
jeg, að þúsundir manna hefðu
skrifað undir áskorun til þings
ins um, að samþykkja frum-
varpið. Hefir þeim áskorunum
ekki verið komið á framfæri
og fást þær ekki lesnar upp í
útvarpinu, eins og mótmælin?
Snvr sá, sem ekki veit.
«
Stuttbylgjuútvarpið.
í SKEYTI FRÁ frjettaritara
Morgunblaðsins í Kaupmanna-
höfn segir, að stuttbylgjuút-
varpið haíi alls ekki heyrst í
Danmörku s.l. sunnudag. Það
er nú einu sinni- svo með stutt-
bylgjurnar, að það eru daga-
skifti að því hve vel þær ber-
ast til fjarlægra landa.
En það væri fróðlegt, að safn
að vrði skýrslum um það hvað
útvarpið heyrist vel á þessum
eða hinum staðnum og þyrfti
nauðsynlega, að hvétja hlust-
endur til að senda línu til út-
varpsins um hlustunarskilyrði.
Það gæti orðið verkfræðingum
útvarpsins til leiðbeiningar í
starfi þeirra.
Gamlar frjettir.
í BRJEFI FRÁ Danmörku,
sem skrifað var skömmu eftir
fyrstu stuttbylgjusendinguna
hjeðan er látin í ljós ánægja
íslendinga yfir því, að fá
frjettaútvarp að heiman. En
; þess er jafnframt getið, að
margar frjettir, sem þar voru
sagðar hafi þegar verið orðin
gömul tíðindi meðal Islendinga
í Danmörku.
Þeir, sem sjá um frjettaþjón
ustuna í stuttbylgjuútvarpinu
verða að gera sjer Ijóst, að við
búum ekki á þeim tímum, er
það tók vikur og mánuði að
koma almennum frjettum milli
landa. Flugvjelarnar flytja
póstinn milli landa á einum
degi nú orðið.
Það þýðir ekki .lengur að
bjóða íslendingum erlendis upp
á margra daga gamlar frjettir.
MEÐAL ANNARA ORÐA . ...
Alhyglisveri kvikmynd é Áfémsýningo
ÞÚSUNDIR húsarústa, sem
benda brunnum múrsteins-
fingrum beint upp í himininn
.... Sprungnar og hnýttar
vatnsæðar með þykku, skolp-
leitu vatni .... Götur, sem eru
áþekkastar erfiðum og þröng-
um fjallvegum .... Fylkingar
af tötralegu og ángistarfullu
flóttafólki .... Örsmá börn
með starandi, brennheit augu
og vanskapaða og tærða limi
.... Ung stúlka, sem grætur
og pcætur ....
Alt þetta og meira til sáu
þeir, sem í gærkvöldi klukkan
níu fóru á Atómsýninguna og
horfðu á kvikmyndina um
styrjaldarþjáningar mannkyns
ins.
Þetta er sönn mynd og þess
vegna er þetta átakanleg mynd.
Flestum^ sem sáu hana, finst
hún sjálfsagt ótrúleg.
• •
Á MENNINGAR-
ÖLDINNI.
Hvernig er hægt að trúa því,
að á framfaraöldinni miklu
megi sjá gamla hungraða konu
rogast áfram með ennþá eldra
gamalmenni á bakinu? Hvern-
ig er hægt að skilja það, að á
xpenningar öldinni.jfpjjkJu- liggi
erinþá þúsundir manna í fanga
búðunum gömlur af þéirári íeimr
ás'tæðu. dð þeir eiga BkkeTt
heimlli, ehgá vinr, ekkért' ætú* *
land? Og hverníg ér lóks' higt
að skjlja það, að jafnvel á sömu
stundu sem þetta fólk er að
gera síðustu tilraunina til að
lyfta sjer upp úr eymdarfeni
heimsstyrjaldarinnar síðari,
sjeu ennþá þeir menn uppi, sem
virðist byggja allar framtíðar-
vonir sínar á nýjum styrjöld-
um og nýjum miljónamorð-
um?
w •
SÖFNUN S.Þ.
Kvikmyndin á Atcmsýning-
ur.ni í Listamannaskálanum er
sönn og þess vegna eiga ef til
vill margir erfitt með að skilja
hana. Hún er sýnd þarna til
ágóða fyrir barna og mæðra-
Á i i Bifnár á sakloysingjiuumí
söfnun Sameinuðu þjóðanna;
inngangseyririnn á einmitt að
verá framlag til fólksins, sem
hún fjallar um. Það ætti vissu-
lega að sýna þessa kvikmynd
sem víðast og oftast: Það færi
vel á því, að sem allra flestir
íslendingar fengju að sjá hana.
m
• •
UM TVENT AÐ
VELJA.
Það er annars nokkuð ein-
kennileg hending, að þessi
kvikmynd skuli fyrst vera
sýnd hjer á landi á sýningunni,
sem er tilraun til að lýsa
stærsta skrefinu, sem maður-
inn hefir tekið frá því hann
uppeötvaði eldinn. Það er eins
og þessi staðreynd — umhvarf-
ið, sem myndin 1 gær var sýnd
í —- geri manni örlítið auð-
veldar að skilja það, hversu
mikið er í húfi, ef friðarvonin
bregst. Það er vissulega fylsta
alvara á bak við fullyrðinguna
um að veröldin eigi um aðeins
tvent að velja: frið eða algera
tortímingu.
• ®
UPPBÓT.
Söfuunin til barnanna og
mæðranna, sem nú er byrjuð
um heim, allap, er, þpgari.QlItpi
er; á hotninn hvoift, L r.aun og
veru aðeins örlítil tihraun til
að bætn; 'þéim,' “Serh “ verst 1 urðU’
úti, eitthvsð af 'þjáningum og
kYámh. á bls. 6