Morgunblaðið - 28.02.1948, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.02.1948, Blaðsíða 1
m\M KRÖFl Harriman varar við yfirgangi komm- únisia Washington í gærkveldi. AVERELL HARRIMAN, versl- unarmálaráðherra Bandaríkj- anna, aðvaraði í dag þingmenn Bandaríkjanna við að líta of stórum augum á Alaska sem her stöð en heldur líta nánar á við burðina sem eru að gerast. í Evrópu. Hann sagði að ef Bandaríkin sneru bakinu við atburðum þessum myndu ekki líða mörg ár áður en ástandið yrði þannig að erfitt yrði að stemma stigu fyrir útbreiðslu kommúnismans Við getum í dag, sagði Harri- man, stöðvað ágang komúnista en ef við látum þá ná algjör- um yfirráðum í Evrópu þá er ekki víst. að við getum stöðvað þá lengur. — Reuter. VegðbrJefsáriSim fi! SAMKOMULAG hefur náðst við ríkisstjórn. Sviss um afnám vísumskyldu íslenskra ríkisborg ara, sem ferðast vilja til Sviss, og gagnkvæmt, enda sje eigi um dvöl í atvinnuskyni að ræða. Samkomulag þetta gengur í gildi hinn 15. mars 1948. (Frá Utanríkisráðuneytinu) Það bar yið fyrii nokkru, að vitavörðurinn og fjölskylda hans í Wolf Rock-viía var orð- in ms.tarlaus vegna þess, að síæmt veður hafði hindrað mat vælafluíninga til vitans sjó- leiðina. Var ekki annað fyrir- sjáanlcgt, en að fólkið í vitan- um yrði hungurmorða. — En þá var tckið það ráð, að fá Helicopterflugvjel til að fara með matvæli til vitans og tókst það vel. Sjest hjer á myndinni er vjelin var yfir vitabygging- unni. — Eins og kunnugt er stendur yfir söfmm til að kaupa Helicopter vjel fyrir Slysavarna fjelag Islands til nota við björg unarstörf. Algjört einræði í Tjekkóslóvakíu Prag í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. RÁÐHERRAR tjekknesku stjórnarinnar sóru í dag embættiseið sinn og samtímis hafa ýms ofbeldisverk verið unnin í nafni þeirra. Sex andstöðublöð voru bönnuð í dag og stúdentum vikið úr skól- um en prófessorum úr embættum vegna skoðana þeirra. Gengur ósvífni stjórnarinnar jafnvel svo langt að frjettariturum erlendra blaða hefur verið tjáð að hingað til hafi þeir notið of mikils frelsis og hjer eftir verði þeir að birta það eitt, sem stjórnin afhendir þeim. Starfsniönnum stjórnarinnar hefur verið vikið úr embætti svo þúsundum skiftir vegna samneytis þeirra við Vesturveldin. Ræðu Benes hefur enn verið frestað um óákveðinn tíma og fór hann og kona hans til búgarðs síns í dag strax eftir að ráðherr- arnir höfðu svarið eið sinn. Bidault hvetur frjálsar þjóðir til að sameinast. 1 franska þinginu hófu þing- menn fagnaðaróp þegar Bidault utanríkismálaráðherra ræddi viðburðina í Tjekkóslóvakíu og lagði jafnframt áherslu á að fíýta bæri sem mest samein- ingu frjálsra þjóða Vestur Evrópu. Sagði hann að nú væri ,sú stund komin að allar þjóðir sem ynnu frelsi yrðu að líta á staðreyndirnar eins og þær væru og að engin takmörk væru fyrir valdagræðgi komm- únista. Kvað hann þingmenn skilja þar sem utanríkis- stefnu Frakklands væri byggð á því að halda frið í heiminum að síðustu atburðir í Tjekkó- slóvakíu hefðu stefnt heims- friðnum í mikla hættu. Enn einu sinni, sagði Bidault, eru hjörtu þeirra, sem unna friði og frelsi gripin skelfingu, og atþurðir þessir hljóta að breyta ástandi heimsins í alþjóðamálum. \ IJSSA Á HENDUR FlfMIMUIVi Stalin biður um hernaðarbanda- lag, sem finska þingið er á móti Óttast að kröfurnar sjeu upphaf allgjörrar undirokunar FINNLAND er næsta landið, sem Rússar ætla að kúga undir ok sitt og raunar eina landið við vesturiandamæri Rússlands, sem ekki er (ullkomlega á valdi Rússa og stjórnað af kommúnistum, sem fara í einu og öllu eftir fyrirskipunum frá Moskva. Varð þetta ljóst í gærmorgun, er það var opinberlega tilkynt í Helsinki, að Stalin marskálkur hefði fyrir nokkrum dögum sent Paasikivi forseta Finnlands brjef og stungið upp á því, að Finnar gerðu hemaðarbandalag við Rússa. En um leið er og farið fram á stjórnmálalegar og menningarlegar breytingar i Finnlandi, að vilja Rússa. Á Norðurlöndum hefur þessum kröfum Rússa á hendur Finnum hvarvetna verið tekið illa oasbUiftin í Svíþjóð, Noregi og Danmörku fara ekki leynt með, að hjer sje um beina kúgun að ræða og raunverulega ætli Rússar að svifta Finna því sjálfstæði, sem þeir enn hafa, þar sem vitað er að mikill meiri hluti finska þingsins er algjörlega andvígur hernaðarbandalagi við Rússa. KOMMÚNISTABLÖÐIN EIN FARA LOFSAMLEGUM ORÐUM UM KRÖFUR RÚSSA Á HENDUR FINNUM. Smábarnaskóli Vesf- urbæjar iekur fi! UM þessar mundir er að taka til starfa smábarnaskóli í Vest- urbænum og hefur hann verið nefndur Smábarnaskóli Vestur bæjar. Skóiastjóri hans er Arn- grímur Kristjánsson skólastjóri Melaskólans. Fræðsluráð hefur leyft skólanum afnot af Mela- skóla. Skólinn, sem er fyrir börn á aldrinum 5 til 7 ára, verður fyrst um sinn starfræktur í þrem deildum. Fyrsta náms- tímabilið hefst 1. mars og stend ur til 31. apríl. Á haustin starf- ar skólinn frá 1. sept. til 31. okt. Kennarar verða þær Ásdís Steinþórsdóttir og Fríða Sig- urjónsdóttir, en báðar eru þær taldar mjög hæfir kennarar. Mynd Sfafins í öll- um tjekkneskum Prag í gærkveldi. NYJASTA tilskipun kommúhistastjórnarinnar í Tjekkóslóvakíu er sú að í öllum skólasíofum bæði í barnaskólum og æðri skól um skuli hanga mynd af Stalin, hins nýfengna verndara landsíns. Hefur fyrirskipun þessi verið gef in í öllum borgum lands- ins og þegar hafist handa um prentun myndanna. —Reuter. 1 Reutersskeytum til Morgunblaðsins segir á þessa leið um þessa ofbeldistilraun kommúnista: Krafa en ekki málaleitun í Svíþjóð er ekki talin minsti vafi á, að brjef Stalins til for- seta Finnlands sje raunverulega krafa, eða fyrirskipun til finska þingsins um, að samþykkja hernaðarbandalagssáttmálann. Samkvæmt stjórnarskrá Finnlands getur hvorki forsetinn nje ríkisstjórnin gert hernaðarbandalag við erlenda ríkisstjórn, án þess að ’nafa til þess samþykki þingsins, eftir umræður þar og atkvæðagreiðslu. Ef finska þingið neitaði að gera slíkan samning virðist vera um þrjár leiðir fyrir finsku þjóðstjórnina að ræða: 1) Að neita kröfum Rússa. 2) Brjóta stjórnarskrána, eða 3) að rjúfa þing og láta fara fram nýjar þingkosningar. Aðeins 1/5 þingmanna með Rússum. Það er vitað, að aðeins einn flokkur í þingi Finna vill gera hernaðarbandalag, en það er hinn svonefndi „þjóðlegi lýðræðis- flokkur“, 'en í honum eru kommúnistar og jafnaðarmenn, sem lengst eru til vinstri. Þessi flokkur hefur aðeins 49 þingmenn og er það aðeins einn fimmti hluti finskra þingmanna. Það er þó talið hugsanlegt, að finska þingið muni neyðast til að samþykkja hernaðarbandalagið við Rússa til þess eins að forða vandræðum. En allir flokkar eru sammála um, að reyna að hafa vinsamlega sambúð við Rússa. Aðeins byrjunin í Stokkhólmi er bent á, að Rússar krefjist nú samskonar hern- aðarbandalagssamnings við Finna, eins og þeir gerðu 1943 við Tjekkoslóvakíu. Er bent á, að ólíklegt sje, að Rússar myndu láta þar við sitja, beldur færa sig upp á skaftið, þar til þeir hefðu ráð Finna algjör- lega í hendi sjer. Sje þessi krafa aðeins einn liður í útþenslustefnu Rússa og' öll líkindi sjeu til, að Finnar telji sig ekki hafa bolmagn til að hafna kröfum Rússa. Órói í Helsinki Formenn stjórnmálaflokkanna hafa undanfarna daga rætt við flokksmenn sína og Paasikivi forseti hefur rætt vio leiðtoga flokk- anna, en ekkert var vitað í kvöld (föstudag) hvaða afstöðu flokk- arnir taka til kröfu Rússa. í Helsinki og öðrum finskum borgum hefur orðið vart óróa síðan frjettin um kröfur Rússa var birt í morgun. (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.