Morgunblaðið - 16.03.1948, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.03.1948, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 9. mars 1948 r verða örlög íslensku glímunnar Góðar frjeííir. I nýútkomnu dagblaði stóð íeit letruð fyrirsögn svohljóðandr. Glímuráö Heykjavíkur vill láta endurskoða glímureglurnar. Síð- ast í greininni segir: Nú æfa fleiri menn glímu í Reykjavík en dæmi eru lil áður — Þetta eru ágætar frjettir og vonandi að hjer standi ekki við orðin tóm. Um íslensku glímuna hefur ný- lega skrifað hinn glæsilegi og frægi giímumaður frá eldri glím- unni: Pjetur Sigfússon frá Hall- dórsstöðum í Reykjadal. Hefur sú einarðlega grein vakið mikið umtal hjer í bænum. Eftir þess- ari hreyfingu, sem er að koma á málið, verður maður að vona að eitíhvað sje nú að rofa til fyr- ir endurbótum á þjóðaríþrótt- inni. Við bíðum nú við og sjáum til hver örlög glímunnar verða í framtíðinni. Glímuráð irá eldri glímunni. Þegar jeg sje nöfn þeirra góðu manna, sem nú eru í glímuráði Reykjavíkur, verður mjer ljóst, að hjer eru á ferðinni áhuga- menn og vinir glímunnar og frá þeim má alls góðs vænta, svo langt sem þeir ná í því máli. Jeg set það út á þá, að þeir teljast fremur yngri menn, sem mest og best hafa iðkað þá glímu sem nú viðgengst, en þekkja sennilega minna inn á hina eldri glímu og fyrirkomulag hennar, nema þá meir *aí afspurn en reynd. Það má enginn skilja orð mín þannig, að jeg beri vantraust til giímuráðsins, en betur sjá augu en auga. Jeg fyrir mína parta legg það til málanna, að stjórn Ibróttasambands Islands • og íþróttafulltrúinn okkar sker- ist í máiið og hlutist til um það, að menn frá gömlu glímunni verði kallaðir hjer til skrafs og ráðagerða, þegar farið verður að athuga lög og reglur þær, sem nú gilda og glímt er eftir. Við eigum enn á lífi sem betur fer margá gamla og fræga glímu- menn, sem þekkja glímuna fyr og nú. Og það einmitt virðast vera hinir rjettu menn til að fjalla um málið — að minnsta ltosti með öðrum góðum. Jeg vænti þess, að móðga enga þó jeg leýfi mjer að nefna hjer nokkur Jiöfn gamalla glímu- manna, sem frá mínu sjónarmiði væru tilvaldir að mæta á fund- um, þegar rætt verður um end- urskoðun á núverandi glímulög- um og reglum: Hallgrímur Bene- diktsson, Helgi Hjörvar, Jóhann- es Jqpefsson, Pjetur Sigflisson, Sigurður Birkiland og Sigurjón Pjetursson. Þessir menn eru allir gamlir og reyndir glímumenn á sinni tíð og margir þeirra stund- uðu glímu bæði heima og erlend- is og geta frá mörgu sagt á löngu ferðalagi. Þeim var það vel Ijóst af glímusýningum sínum utan- lands, hvað það var, sem leik- húsgestirnii voru mest hrifnir af og sama gildir vitaskuld heima. Þessum mönnum er best kunn- ugt um hvað glímunni líður, hvort hún stendur i stað frá þeim tíma, er þeir stunduðu hana, eða hvort hún er nú í framför eða aíturför. Með heiðri og sóma. Nú eru bráðum liðin 40 ár síð- an þeir Guðmund::r Stefánsson og Sigurjón Pjetursson brugðu sjer norður á Akureyri og sóttu þangað Grettisbeltið. Gekkst stjórn Glímufjel. Grettis á Akur- eyri fyrir stofnun beltisins, með það fyrir augum að besti glímu- maður landsins bæri beltið, en eignaðist ekki. Fyrsta glíman sem háð var um þetta fræga belti fór fram á Akureyri 21. ágúst 1906 og hlaut þá Óiafur V. Da- víðsson beltið. En Jóhannes Jó- sefsson vmnur það vorið 1907 og ’08. En sumarið 1909 koma Sunnlendingarnir norður á Akui; eyrieyri á kappgiímuna og tóku beltið tneð glans. Og það hefur ekki verið heiglum hent að draga Eftir Emil Tómasson það úr greipum Reykvíkinga! síðan. Jeg, sem þetta skrifa dvaldi þá utanlands og gat því miður ekki fengið að sjá glímu þessara á- gætu manna. Samt fekk jeg lýs- ingu af þeim út yfir pollinn og varð hálft um hálft hrifinn af. Þeim var borin sagan vel. Höfðu farið suður með beltið með heiðri og sóma. Taldir vel að því komn- ir vegna glímuleikni sinnar og drengskapar í viðureigninni. En út frá þessum vitnisburði hlýt jeg að álykta að ef þessir menn hefðu þá glímt í þeim krafta og þyngsta stíl, sem mörgum virð- ist glíman nú háð í, þá hefðu Þingeyingar og aðrir norðan menn tæplega borið lof á glímu þeirra og framkomu. Mikið iþróttalíf Mjer hefur verið sagt frá göml um glímumanni frá Eyrarbakka, sem horfði eitt sinn á kappglímu í Reykjavík. Honurh sagðist svo frá: ,,Nú er glíman öðru vísi en áður var. Nú eru það kraftarnir sem ráða“. Þetta bendir mjög til að glíman hefur verið fyrr rneir ljettari í vöfum hjer syðra sem nyrðra, en hún er nú, og má þetta vera talsvert athyglisvert, þegar til endurskoðunar kemur af hverju glíman hefur tapað flýtir og Ijettleika. Við lifum nú í þessu makalausa íþróttalífi og hafa íslendingar sýnt það og sannað að þeir standa ekki öðrum þjóðum neitt að baki. Innan vje- banda þessa iþróttalífs hefur ís- lenska glíman verið þjálfuð s.l. 30—40 ár. Það hlýtur að vera einhver fjandinn í dúsunni bí.rns ins hafi glíman lent í afturför. Glímuhæfileikar manna eru vit- anlega upp og niður sem áður fyrr. Margir eru fæddir glímu- menn og aðrir geta aldrei lært það svo vel fari. En hvað svo sem sagt verður um glímuna á þessum síðustu tímum, þá munu þeir færri verða, sem halda því fram, að glíman hafi aukið gildi sitt. Jeg vil ekkert fara í grafgötur með álit mitt á þessu máli. Hjer er engu öðru um að kenna en fyrirkomulagsatriðum ýmsum, sem upp hafa verið tekin inn í glímuna, en hæfa þar alls eigi. Meðan glíman var háð undir sín- um óskráðu lögum, þótti það illa sjeð að kraftarnir i'jeðu úrslitum — eða sætu í fyrirrúmi fyrir þeirri leikni og list, sem hún hef- ur upp á að bjöða. En það er mjer hvergi grunlaust, að þegar glíman er sett undir þau lög og reglur, sem hún hefur síðan verið þjálfuð undir, að þá eru fyrir- komulagsatriðin of mikið sniðin eftir grísk-rómversku krofta- glímunni. Þessar glímur eru svo ólíkar og óskyldar að þær geta aldrei samrýmst svo vel fari og eiga alls eigi að samblandast. — Það liggur því í hlutarins eðli, að okkar ljetta, fima og fjölþætta jafnvægisíþrótt hafi haft stóra bölfun af sambræðslunni. Glím- unnar óskráðu lög og hennar .grundvallarhugtak — skildist mjer frá barndómi, byggjast á því að sá væri fallinn, sem fótanna missti, en ekki því hversu mikill hluti líkamans snerti gólf, eins og gríska glíman ákveður. Til skýringar Það sem mjer einkum finnst þurfa að athuga við endurskoð- urt laganna er: Byltuákvæði, gólfrúmið, kyrstaða, glímubeltin o. fl. o. fl. . Það hefur hingað til vakið eft- irtekt, hve íslenska glíman er langminnst gagnrýnd af öllum íþróttum og hve fáir láta til sín heyra opinberlega. Þó unna glím unni margir, bæði eldri og yngri. Lengi vel var það eini dómurinn eða gagnrýnin, scm glírnan fekk eftir hverja kappglímu, að dag- blöð bæjarins sögðu frá að glím- an hefði farið fram og þetta hefði verið sú besta glíroa, sem lengi hefði sjest! Þetta skjall var glím unni hnekkir. Hún hjelt sig full- komnari en hún í sjálfu sjer var. 1. Byltuákvæöin er mjög nauð- synlegt að laga og það að mun. Sum þeirra eru vægast sagt. ó- nothæf. Það einkennilega kom fyrir á síðustu Skjaldarglímunni, sem jeg hafði aldrei fyrr veitt eft irtekt, að ekki mætti snúa mót- stöðumanninum nema mjög tak- markað. Mest heilan hring að mjer skilst, því betra, sem minna er snúið, helst ekki nema ein- hverjar gráður úr hring. Hver skyldi eiga slíkan vísdóm? í eldri glímunni sá jeg oft lang fallegustu og snjöllustu byltu- brögð tekin upp úr eldsnöggum og ljettum snúning — en þá var snúningurinn . aldrei magldur neitt! Snúninginn hans Sigurðar Sig- urjónssonar má ekki drepa. — Meiningin er góð. En það er svo erfitt að snúa þessum gólfbundnu mönnum. Það þarf að ná mann- inum hærra upp áður en sveiílan hefst og þá getur byltan orðið skínandi djásn. — í flokkaglím- unni á sunnudaginn (29. febr. k.l.) veitti jeg öðru nýju fyrirbrigði eftirtekt. Hilmar fellur fyrir Ár- manni á hnje og hendur — þetta reiknast fall, sem í raun rjettri var alveg rjett, en jeg bjóst bara ekki við því að þetta teldist úr- slit samkvæmt því þegar menn liggja marflatir aftur á bak, með báðar hendur undir sjer, en getur varðveitt sitjandann, að hann ekki sleiki gólfið, með því að vippa veL upp kviðnum. Þessir •handvarnarvinningar eru rang- látir í okkar íslensku glímu og þeir gera glímuna alveg ómögu- lega á meðan þeir eru leyfðir. Annars fór jeg heim af Flokka- glímunni í óvenjulega Ijettu skapi. Jeg sá þar nokkrar ljettar glímur og hnellin brögð. Jeg gá þar líka óviðfelldnar glímur. — Sigurður Hallbjörnsson, sem er yfirleitt þaulvanur og hnellinn glímumaður kom leiðinlega fyrir á þessari Flokkaglímu., vegna þess hve keingboginn hann stóð í flestum glímunum. ,í gamla daga hefði jeg ekki getað glímt íslenska glímu við svo tvöfaldan mann. Það hefðu þá bara orðið ryskingar! Og falldómararnir ljetu þetta alveg afskiptalaust. Svo er nú þao. 2. Gólfrúmið. Jeg er mikið á því að gólfrúmið, sem glímt er á sje of lítið. Glíman verður að hafa gott svigrúm og frjálst til- hlaup — og hafa sem allra minnst af strikúm og merkjalínum inn á hinu takmarkaða svæði. Við vit- um að það hlýtur að draga úr athafnafrelsi leikendanna,, að vera sí og æ í hugarbaráttu og ótta um að brögð og byltur komi ekki hjer og þarna að notum. — Það er ekki svo ósjaldan að mað- ur fái frjettir um það á kapp- glímum, að þessi og hin byltan hafi orðið marklads af þeirri einföldu ástæðu að hún lenti út á þetta og hitt strikið' og bragðið mátti ekki taka hjer eða þar. — Byltarl verður að hafa jafna þýð- ingu hvort hún fer fram á miðju gólfi eða yst út í horni á hinu afmarkaða glímusvæði. 3. Kyrstaðan. Að taka brögð í kyrstöðu finnst mjer afar ljótt í íslenskri glímu. Jeg þekki mig þar ekki. Eldri aðferðin er mjer hugþekkari, að hefja viðureign- ina í ljettum snúningi.með fálm- andi meinlausum brögðum. Jeg held að leikendurnir hljóti að finna það best sjálfir hvenær hæfilegt er að hefja alvarlega sókn í drengilegri viðureign. í íslenskri glímu finst mjer eitthvað óviðfeldið að sjá leik- endurna standa sem styttur, bíð- andi sem boli, höggs eftir f-yrir- skipun. Fólskur maður vinnur jafnan fys:sta leik. — Skapgerð manna er stundum ólík. Annar maðurinn gæti vel verið svo dauðmeinlaus að hann vildi ckki géra flugu mein, en hinn í víga- hug, bítur á jaxl og bölvar í hljóði. Jeg tel hann vissan að vinna þegar blístran blæs og að^ gangurinn hefst með ofsalátum! 4. Glímubeltin. Jeg held þau ættu að hverfa með öllu. — Nú spyrja allir hvernig má það ske. Hvar á maður þá að halda? — Þessi ólareiringur hlýtur að þvinga og styður að því að gera allar hreyfiogar eitthvað þung- lamalegri- og ófimari og átaks- púnktana óeðlilegri. Ekki efast jeg um það að Sig- urjón í Álafossi gæti ekki fram- leitt mjúkt og haldgott tau í glímubuxur. í mínu ungdæmi þötti illa glímt ef saumur trosn- aði á buxum. Þá gengu allir í heimaunnum fötum og hafa þau eflaust verið góð í tuskið. Jeg man eftir því nokkru fyrir síð- ustu aldamót, að jeg, ásamt mörgu fólki var eitt sinn staddur íbrúðkaupsveislu. Þar var glímt út á guðs grænu og sljettu túni. Guð veri oss næstur? Engin glímubelti! Og hjer voru allir vitanlega í sínum bestu tuskum og ekki síst blessaður brúðgum- inn, sem glímdi mest og best og ljet brúðkaupsklæðin hafa það! Við höfum Iög Jeg tel það þýðingarlaust að kljást við glímudómarana á kapp glímunum, eða rjettara sagt, að kenna þeim um það, sem áhorf- endum virðist fara órjettlátlega fram. — Þeir svara því-til: Vjer höfum lög og eftir vorum lögum er glíman framkvæmd. Þar fyrir veit enginn ’nvað dómaranum er innanbrjósts við þennan vanda- sama og ábyrgðarmikla starfa, hvort þeir eru í glöðu skapi eða gera það af vjelrænum vana. Ekki skammir Svo eru það sjálfir glímumenn- irnir, sem ekki er rjett að skella allri skuldinni á. Við tölum stund um um Ijóta glímu að afstöðnum kappglímum og dæma þa5r hart, en það er oftar að fyrirkomulag- ið .og glímureglurnar eiga sinn hlut í að gera glímuna Ijóta. — Það þarf snjalla inenn í leikina til að útfæra brögð og hreyfing- ar svo ánægjulegt sje fyrir þá sjálfa og áhorfendur undir núver andi skipulagi. 10—12 drengir Við þurfum að leggja mun meiri áherslu á að æfa smá- drengi. Glíman verður að komast inn í barnaskólana og gera hana þar að skyldu námsgreih. Mjer er vel kunnugt um hve glímu löngunin og fjörið svellur í æð- um skóladrengjanna, en fær ekki útrás, því öllu svoleiðis er haldið niðri og þe.im talin trú um ■ að þeir hafi þarfara um að hugsa en glímu. Því öruggari og betri glimu- menn fáum við, sem við byrjum fyrr að æfa þá 8—10 ára drengi er jeg hef sjeð taka falleg glímú- brögð, ef þeir eru á annað borð fæddir glímumenn. Eins og gefur að skilja er stirð- ara að byrja að þjálfa fullorna menn en smádrengi. Ef lögð væri meiri rhekt við að æfa drengina sem yngsta — því fleiri afburðamenn fengum við. Andrjes Guðnason • Þessar glímuhugleiðingar mín- ar eru orðnar lengri en jeg ætl- aði í fyrsíu, en jeg get ekki kkilið svo við þær, að víkja ekki nokkr- um setningum að Andrjesi Guðna syni. Vona jeg að hann misvirði það ekki. Jeg tel að hann eigi þökk fyrir sinn áhuga á glím- unni, enda þótt við lítum ekki alveg sömu augum á málið. Andrjes ritar rösklega, en virð ist láta sig minna skipta um sann leiksgildi og heimildir fyrir því, sem hann ritar um. Og þarf þar tæplega um að kenna „elliglöp- um“.' Allar lýsingar Andrjesar frá eldri glímunni, bæði þær, sem honum hafa verið sagðar og þá ekki síður ■ hinar, sem hann hefur komist yfir að lesa, hafa fært honum heim sanninn um það að allar hafi þær verið einn „bolaleikur". — En nú er við- horfið orðið eitthvað annað, seg- ir Andrjes okkar. — Því glíman hafi nú í seinni tíð verið reist á: „Lipurð, snerpu og þjálfun“. — Já, rjett er nú það! Og hjer hlýt- ur þáð að ásannast, að betra var seint en aldrei! Vildi nú ekki Andjes vera svo vinsamlegur í sirini gleðivímu yfir hinni endurbættu glímu og benda mjer á hinar skráðu sögur um bolaleikinn? Jeg hefi for- vitni á að fletta upp í þeim skræðum og lesa, ef hjer eru spennandi frásagnir! Jeg efast ekkert um það að á öllum tím- um hafa fundist ljótar glímur, svona innan um og saman við. Hvernig í ósköpunum gæti ann- að verið? Það væri ekki hv.gsan- legt að allir væru fæddir f ímu- menn. Nei ónei, ekki ak.eilis! Meira að segja mætti máske í dag rekast einhversstaðar á ljótar glimur, sem minntu á bolaleik, eftir langa pjálfun og alla lip- urðina, sem nútíma glíman hans Andrjesar míns er reist á. — Og svo er það hjerna dálítið annað, sem hann Andrjes er að fræða okkur á. Hann segir að Pjeturs Sigfússonar sje hvergi getið að afrekum í sögu íslenskrar glímu. Satt að segja verður það óúreikn anlegt hvar minn maður grefur upp þessar heimildir. Glímusag- an, sem Andrjes vitnar í er máske sú, að enginn teljist af- reksmaður í íslenskri glímu nema hann hafi einhverntíma á lífs- leiðinni unnið Grettisbeltið og þar með glímukóngur íslands! Alveg rjett er það að Pjetur hef- ur aldrei, mjer vitanlega, tek-ið þátt í keppnisglímu um Grettis- beltið — þrátt fyrir það var hann afburöa góður glímumaður á meðan hann stundaði glímu. Jeg tel að Pjetur megi djarft’ um tala, þegar svo stendur á að ís- lenska glíman er á dagskrá, enda þótt hann hafi ekki náð þeirri tign að teljast glímukóngur. Það er annað mál. —■ Jeg get frætt Andrjes á því í falslausum trún- aði, af því jeg veit að hann er glímusögu Pjeturs alveg ókunn- ugur (en vonandi kemur sú saga vonandi út heima í hans hjeraði), að hafi gamla glíman eignast reglulega snillinga þá er ábyggi- legt að Pjetur Sigfússon verður settur á bekk með þeim, þegar sagan verður fullskráð. —■ En eiris og gefur að skilja er það vonlaust með öllu að jafn mcrk- um glímumanni og Pjetri Sigfús- syni sjeu gerð hjer í stuttri blaða grein þau skil, sem hann verð- skuldar fyrir framúrskarandi glímulist. 2. mars 1948. Samningur Breíiands Frakkisnds eo Bene- Brússel í gærkvöldi. ÞAÐ hefur nú vei’ð staðfest, að samningur Frakklands, Bret- lands og Beneluxlanda verður’ undirrltaður hjer í Brússel á miðvikudaginn. Utanríkisráð- herrar ofangreindra landa munu undirrita samninginn. Rússneska útvarpið hefur haf- ið herferð gegn samningi þess- um og heldur því fram að hon- um sje beint gegn Rússlandi. — Reuter. Jerúsalem í gærkvöldi. AÐ MINSTA kosti 15 Arabar voru drepnir snemma í morgun, er vopnaðir Gyðingar rjeðust á þorp þeirra í Norður-Palestínu. Gyðingarnir sprengdu mörg af húsum þorpsbúa i loft upp, — Reuíer,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.