Morgunblaðið - 16.03.1948, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.03.1948, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 9. mars 1948 MORGVNBLAÐIÐ 11 ir ðísiason MANNBÆTUR Steingrímur Arason: Mann- bætur. — ísafoldarprent- smiðja. t>ETTA eB heillanúi bók. Ilannúð höfundar er svo sterk og fölckva- laus, að hún hrífur lesandann, lyftir honum upp á æðri sjónar- hól, þar sem opnast ný útsýn yfir þroskamöguleika og menn- ingarlegan tilgang einstaklings- ins. Bókin fjallar um menntameg Und uppvaxandi kynslóða, um markmið og leiðir í stórum drátt- um og állt niður í einstök atriði fræðslutilhögunar og uppeldis. Efnið er fjölþætt, viða viðað að, úr langri reynslu, úr yfirgrips- mikilli þekkingu, en höfundur sjer þetta allt í einni heildarsýn. Mannást hans og trú á þroska- möguleika mannsins er það afl, sem tengir hina margvíslegu þekkingu og gefur henni heildar- Bvip. Steingrimur á óvenju næman skilning á eðli og þörfum barna og unglinga. Hann veit, að þeim henta ekki allt af þær leiðir, sem fullorðna fólkið vill að þaú gangi. I þessu misræmi er fólgin skýringin-á margskonar brestum í fari barnsins. Fullorðnir þurfa að læra að skilja það betur. Það nægir ekki að drífa öll börn gegn um samskonar skóla og samskonar próf, rjett eins og þau væru dósir í niðursuðuverk- smiðju, sem allar væru fylltar og Öllum lokað á sama hátt. Allt uppeldi, sem með rjettu má nefn- ast því nafni,-hefst með spurn- jngunni: „Til hvers er barnið hæft? Hvað getur úr því orðið?“ Svarið fæst með tvennu rnóti. I fyrsta lagi með rannsókn á greindarfari barnsins. Af því sýnishorni, sem höf. gefyr af aannsókn ameríska sálfræðings- ins B. M. Termans, geta menn sannfærst um, að hjer er í senn tim mikilvæga og hagnýta vís- jndagrein. að ræða. í öðru lagi með því að veita barninu allmikið frjálsræði í .námsstarfinu og leyfa því að Vinna að náminu á þann hátt, §em bést á við það og veitir því mestan þroska. „Námsgrein allra námsgreina er sú: að læra að jnema á sem nagkvæmastan hátt. Bestu skólarnir hafa nú tekið Uþp nám undir leiösögn í stað l:ennslu“ (bls. 217). Gott fordæmi, varúð í návist barnsins og hæfile’g viðfangsefni í hollu umhverfi eru frumskil- yrði góðs uppeldis. Taki barnið samt sem áður ekki eðlilegum framförum eða-beri á miður holl- um hneigðum í fari þess, á kenn- arinn þegar að leita aðstoðar sál- fræðings. Glöggur sálfræðingur getur oft komið miklu til vegar. Höfundur nefnir nokkur dæmi um það, t.d. Alice (bls. 99), Jón (101), Larry (104), Jim Henley (116). Með slíkri samvinnu kenn- ara (eða foreldra) og sálfræðings má bjarga barninu frá margvís- legum vandræðum, sem það ann- ars lendir í. Vandræðabörnin, með öllum þeim kostnaði, sem þau valda þjóðfjelaginu, myndu þá hætta að vera til. „Ráðið mun ekki vera hið sama og tíðkast hefur, sem sje að fjölga læknum og lögreglu- þjónum og byggja stærri sjúkra- hús og fangelsi. Slíkt er fánýt bráðabyrgðaíróun, dýr og ónóg, þótt hún sje sjálfsögð, meðan annað betra brestur. Það eina, sem framtíðargildi hefur, er að komið sje í veg fyrir ófarnaðinn toeð bættum uppeldisskilyrðum, svo að hver, maður vaxi upp við menningarbrag og hollustu- Irætti" (bls. 173). » Efni bókarinnar er svo fjöl- þætt, að jeg reyni ekki að gefa yfirlit yfir það. Menn verða að tesa hana, og þess lestrar mun engan iðra. Hverjum manni mun hún veita mikinn fróðleik, en sterkast munu menn þó heillast af mannúð höf. og sanngirni. Hinu ber ekki að leyna, að nokkur atriði í bókinni hefðu mátt fara betur, og lýt jeg þó ekki að því að rekja spor prent- villupúkans, sem gert hefur Steingrími sínar glennur, eins og mörgum öðrum. J.eg drep að eins á tvö atriði. Einn aðalkafli bókarinnar „Mannvit'* fjallar um vitpróf. — Lýsir höf. að nokkru rannsókn- um brautryðj andans' á þessu sviði, franska sálfræðingsins, Binet, og sýnir dæmi um próf hans. En þegar hann sýnir út- reikninginn, tekur hann dæmi úr reikr i"ysaðferð Tcrmans, sem ekl: i erður notað við Binet- pró . cins og þau t.d. eru gefin út í .. ; andi og hjer á landi. Þessi ( . irvar .ni er því baga- legri, . i 'eiðarvísirinn um út- reikniug Binet-prófanna í út- gáfu Ármanns og Símonar er ó- fullnægjandi. — Hjer verður að greina milli þriggja þekktustu aðferðanna: Þeirrar, sem Binet notaði sjálfur og enn er víða notuð, nokkru einfaldari útreikn- 1 ings, sem C. Burt notar og al- I geng mun vera í Englandi, og ‘ loks reikningsaðferðar Termans („Stanford Revision“), sem | byggist á jöfnum testafjölda fyr- j ir hvert ár. Sje reikningsaðferð- ‘ unum ruglað saman, verða niður ! stöðurnar oftast rangar og aldrei I sambærilegar. — Höfund mis- minnir líka um það, að Binet hafi fyrstur fundið upp að reikna út „vitstig11 (Intelligencequoti- ent). Binet reiknaði að eins með mismun á vitaldri og ævialdri. Það var W. Stern, þýskur sál- fræðingur, sem fyrstur fann að- ferðina til að reikna út vitstig — einmitt sama árið og Binet dó — eins og Símon Jóhann segir rjetti lega í bók sinni Mannþekking. Höfundur hefði um þetta efni vel rnátt vísa til kafla Símonar, sem er nákvæmnari og að ýmsu leyti fyllri. Trúað gæti jeg pví, að mörgum fynndist.erfitt að átta sig á kenn- j ingu höfundar um arfgengi. — i Veldur þyí að nokkru, að hann ! notar hin iireltu hugtök: með- I fætt — aðfengið. Stappar því stundum nærri mótsögn í skoð- I unum hans. Með öðrum aðferð- , um má fá gleggri niðurstöðu. Það j er að vísu rjett, sem höf. segir, i bls. 184: „Þessi 'hikla oftrú á arf- gengi, eiginleika, sem engin upp- eldismeðferð geti breytt eða raskað, hefur komið miklu illu til leiðar“. Hinsvegar eru erfðirn ar staðreynd, þó að það sje auð- vitað fjarstæða, að tala um erfða eiginleika æða jafnvel athafnir. Glögg vitneskja um erfðir getur orðið uppalandanum hinn mesti styrkur í . starfi hans. Sterkar Jíkur benda til bess, að uppeldis- vísindi fram tíðarinnar muni taka erfðarannsóknir í þjónustu sína frekar en nú er. Það er og mjög fjarri sanni, að menn ætlist til, að vitpróf mæli „aðeins hið. meðfædda“ (bls. 69). Til þess yrði að mæla vit barns um leið og það fæðist, sem auðvitað er óframkvæman- legt. Ekki hefi jeg he’ldur neina óbifanlega trú á niðurstöðum þeii;ra Skeels og Skodaks um greindarstig 2 ára og 7 mán. gamalla barna. Þeir, sem sjálfir hafa fengist við slíkar rannsókn- ir, vita, hve miklum erfiðleikum þær eru bundnar og hve óviss niðurstaðan um mjög ung börn hlýtur að vera. Svo mjög, sem jeg dáist að Steingrími fyrir bjartsýni hans og bjargfasta trú á menntamögu- leika æskunnar, finnst mjer hann þó stundum of áhrifagjarn af skoðunum annarra. Þessa gætir I nokkuð í fýrstu köflum bókar- i innar, en svo er eins og höfundi j vaxi ásmegin, hann tekur að ausa i örar aí lifandi lind reynslu sinnar * og mannvits og við það verður i Frh. á bís. 13. Guðmundur Danielsson skoðar Ameriku EF TIL VILL er forvitni manna upprunalega sama eðlis og frenj- ur dýranna, sem trúlega eru tengdar hvötum þeirra til sjálfs- bjargar og sjálfsvarnar. En for- vitni mannanna v>irðist þó oftast standa í, sambandi við þrá þeirra til lífsfyllingar, aukinnar lífs- nautnar. Hins nýja og ný&tárlega njóta þeir fyrst ósjálfrátt fyrir tilverknað skynfæranna. Það sem þeir heyra, sjá þeir máski meira og minna glöggt — og hvort sem þeir heyra eða sjá eitthvað nýst- árlegt, hefur það áhrif á taug- arnar. Mönnum hitnar í hamsi, eða rennur máski kalt vatn milli skinns og hörunds, menn rjettast, kreppa hnefa, lyfta brúnum, kannski hrópa, og ilwan og smekkur geta líka látið til sín taka -— menn soga loftið gegn- urq nefið og ef til vill kjamsa, þó að alls ekki sje um neitt mat- arkyns að ræða — „hún eða hann beinlínis kjamsaði á þessum fi jett um“ — er sagt. Svo tekur hugs- unin við, og þá mundi hjá mörg- um hefjast höfuðnautnin. JÆenn velta hinu nýja fyrir sjer, tengja það þekkingu sinni, gagmýna, geta sjer til, auka við, sjer til huggunar — stundum vitandi vits, stundum ósjálfrátt, finna líka verða til hjá sjer í sambandi við hið sjeða eða heyrða hugs- anir, hugmyndir, jafnvel álykt- anir um eitthvað annað, tengt eða skylt. Svo er það þá löngun- in til’að segja frá því nýja eða nýstárlega, endurlifa hin upphaf- legu áhrif þess við upprifjun og formun til frásagnar, fá þau styrkt við undrun «g eftirvænt- ingu áheyrandans, og ef til vill fá nýja hugsun eða hugmýnd í sambandi við einhverja spurn- ingu hans eða athugasemd. Svo er þá ýmist, hvort menn hafa meira yndi af að sjá eða heyra eitthvað nýtt og furðulegt, og njóta þess með sjálfum sjer — eða af að forma það handa öðr- um og njóta þess með þeim í persónulegri návist þeirra eða jafnvel einungis í anda, — og sumir hafa sjálfsagt jafngaman af hvoru tveggja. En það virðist auðsætt, að forvitni og fróðleiks- fýst sjeu ættingjar, og að laus- mælgi sje frumstæður kvistur af sama stofni og ósjálfráð tilhneig- ing til að fræða. Forvitni — fróðleiksfýst og sagnalist voru snemma áberandi með norrænum mönnum, og eru frásagnir um þetta mýmargar í fornbókmentum okkar. Þetta er kunnara en svo, að á þáð þurfi að minna — og vil jeg aðeins skír- skota til hinna mörgu dæma, er sýna mætur norskra konunga á sögumönnum og skáldum — og til hinnar sjerstæðu frásagnar um það, er menn, sem voru að dómum á Alþingi — og það lítt ^áttir — þutu af stað, þá er þeim barst sú frjett, að Magnús biskup riði á þingið nýkominn úr utan- för. En hvort sem við minnumst slíkra dæma og tengjum þau eðli og uppruna fornbókmentanna — eða við lítum á bækur eins og t. d. hinar nýlega útgefriu og öllum tiltæku reisufrásagnir Jóns Indía fara og Eiríks frá Brúnum — og þá splunkunýju reisubók Guð- mundar skálds Daníelssonar Á langferðaleið’.im, þá er jafnaUð- sætt af hvoru tveggja, hve frjetta fýst manna, undrunin yfir öllu nýstárlegu, viðleitnin til að gera sjer grein fyrir því, löngunin til að festa það sem best í minni og gleðin við að endurlifa það í frá- sögn — hafa orkað miklu um sköpun sjerkennilegra og sjerís- lenskra bókmenta fyrr og síðar. Og þessar reisubækur, þar sem forvitni og undrun og frumstæð gleði yfir hverjum skynjuðum vitneskjuauka — hvers konar sem hann kann að vera — al- drei að vita, að hvaða gagni hver geymdur hlutur getur reynst varpa bjarma yfir frásögnina —, og viðmiðunin ávalt íslensk — rnjer þykir meira en trúlegt, að þær verði vitundarögn langlífari en skrif hunskra og lífsleiðra merkikerta eða fyrirskipaðar skýrslur og játningarrit póli- tískra, föðurlandslausra og and- lega ómyndugra pílagríma og tungutalara. Fyrir manri, sem hefur ástæður til að dvelja í Norður-Ameríku rúmt misseri og hvorki ætlar sjer^ að nema neitt sjerstakt nje kynna sjer eitthvað ákveðið, ekki held- ur að leita sje’r lækninga og ekki afla sjer viðskiptasambanda, en er hrifnæmt skáld og mjög hraustur og lífsiystugur maður og vildi gjarnan afla sjer fjár og frægðar með því að skrifa í förinni og úr henni heimkominn bókarkorn um eitthvað amerískt — fyrir slikan mann getur verið meira en lítið vafamál, hvernig og hvar í hinu geipistóra landi hann á að eyða mánuðunum — og um hvað hann á að skrifa. Á hann að ferðast dálítið, leita uppi nafnkunna menn og fá viðtal við þá af þeim, sem það vilja láta í tje — og skrifa síðan spaklega um horfur í Bandaríkjunum og í heiminum — jeg spurði, hann sagði o. s. frv.? Á hann að sækja bókmentafyrirlestra við frægan háskóla — fáandi hvorki heilt nje hálft — og skrifa síðan um bók- mentir og yfirleitt menningu í Bandaríkjunum? Eða á hann að setjast við doðranta á bókasöfn- um og skrifa bdk um Bandarík- in, alhliða ágrip, fara að eins og Guðmundur segir í Á langferða- leiðum: „Þegar jeg bý til historíska bókarkafla, þá fer jeg að því ná-- kvæmlega eins og mínir góðu vin ir, hinir sagnfræðingarnir: Jeg þýði þá upp úr einhverjum doð- röntum, sem jeg held,-að fáir hafi lesið, og smelli inn í þá einni og einni stórviturlegri athugasemd frá eigin brjósti til dæmis: Jamm, svona gekk það til.“ Guðmundur Daníelsson valdi engan þessara kosta. Hann dvaldi um hríð á sama stað og jók við leikni sína í amerískri tungu, en notaði jafriframt augu og eyru eins og verkast vildi, og ferðað- ist síðan — hvað sem leið hita dagsins — í almenningsvagni suður að Mexikóflóa og vestur að Kyrrahafi, norður til Winnipeg og austur til Halifax — skoðaði sig um, eftir því scm kostur var á, talaði við hvers konar ferða- fjelaga, unga og gamla, hvíta og svarta, Gýðinga og Grikki — sneiddi hreint ekki hjá ævintýr- um og tók sjer næturstað eftir því sem guð og lukkan vísuðu honum á vistarverur — já, og synti yfir til Mexikó eina tungl- skinsnótt, velti sjer í mexíkönsk- um leir, Ijet þlóð .af sínu blóði drjúpa á mexikanska fold, baðst fyrir við Maríulíkneski i hinu strangkaþólska landi — og synti því næst yfir'til Bandaríkjamra á ný.... Svo hefur hann þá sagt sögu ferðar sinnar alt frá Keflavik til Vesturheims, um Bandaríkin og Kanada og frá Halifax til Reykja víkur. Og þetta hefur orðið ein af þessum sjerislensku reisubók- um, sem eru fullar af furðu og lífsþorsta, ferða- og frásagnar- gleði. Ilún er bráðskemtileg öll- um íslendingum nútímans, sem lesa hana án nokkurrar fj-rir- fram ákveðinnar spekileitar — og án þess að rá vont bragð í munninn fyrir sakir vangetu til gleði og Hfsnautnar — og trúlcga ennþá kostulegri lesning íslensk- um mönnum framtíðarinnar, bók, sem verðúr sjálfsagt einhvern tíma gefin út í pragtútgáfu í Bandaríkjunum fyxir tilstilli þess opinbera! Jeg sagði áðan, að Guðmundur hefði notað augu og eyru eins og verkast vildi — og einmitt fyrir það — og vegna þess, að hann notaði einnig munninn ósköp hik laust til fróðleiksauka og fyrir- greiðslu — og fætur og hendur og yfirleitt líkamlegt fjör og þol til að brjótast áfram, hvað sem taut- aði til þess að fá sem flest furðu- legt og’ spennandi reynt, án til- lits til annara nytja — verður bókin svellandi af fjöri, óþvinguð og rík af tilbreytingu. Og form- ið leyfir margs konar stílbrigði og blæfcrigði, og svo er þá bókin stráð upphrópunum, spottglósum, stuttum ljóðrænum lýsingum og notalegum og 'im leið stundum spaugilegum skírskotunum til þess, sem íslenskt er. Hann sjer mann, sem minnir á son Egils í Sigtúnum, landsvæði minnir hann á Flóann og Safamýrina, hann minnist hveitikorns Hall- gríms Pjeturssonar og slanga Jóns Indíafara — og „eins og rjúpa flýi val“ segir hann.... Og á hvern mundi hann svo sjálf ur minna, þá er hann spyr graf- arann: „Hefurðu aidrei fundið neitt einkennilegt í gröfunum?“* (Lbr. mín. G. G. H.) Á hvern nema Joannes Grind- vincensis — fslendinginn, sem fæddur er með fróðleiks- og lífs- þorsta, er Jasinni og bókleysi bernskunnar gerir að óslöltkv- andi og ævarandi ástríðu, sem aldrei leyfir sínum íslending að fara fram hjá nokkurri deigju, án þess að-bergja þar á vökv- anum — og svo þykir honum því meira um vert, sem bragðið er sjerkennilegra, framandlegra — hver sem annars kann að \ era keimurinn! Þökk sje Guðmundi fyrir þessa bók, þökk íyrir trúskap við furðu og fróðleikshrifni feðranna og fyr ir mótun barnslega tærrar undr- unar, lýsandi gleði og logandi lífsþorsta í listrænan stíl hins æfða rithöfundar á nútímavisu. Isafoldarprentsmiðja hefur gef- ið bókina út í snyrtilegri og myndprýddri útgáfu. Guðm. Gíslason Hagalín. ------♦ ♦ SJáðsfefita um banda rfti Evrópu London í gærkvöldi. FJELAGSSKAPL'R sá, sem hef- ur það á stefnuskrq sinrn að stofnuð verði bamlaríki Evrópu, hefur ákveðið að halda ráð- stefnu í Haag, 7. maí næslkom- andi. Churchill hefur verið boðið að vera heiðursforseti ráðstefntmn- ar. — Reuter. Breytingartillaga víð Harshaltáætiun- ina ?e!d Washington í gærkvöldi. ÖLDUNGADEILD Bandaríkj- anna feldi í gærkvöldi breyting- artillögu við Marshalláætlun- ina, sem haft hefði það*í för með sjer, að aðsíoðarframlagið til Vestur-Evrópu hefði verið minkað um meir en 1000 milión dollara. Breytingartiílagan, en hun var borin fram af Taft öldunga- deildarþingmanni, var feld með 56 atkvæðum gegn 31. — Reuter,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.