Morgunblaðið - 16.03.1948, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.03.1948, Blaðsíða 14
14 MORGUISBLAÐIÐ Þriðjudagur 16. mars 1948. KENJA KONA (Cftir Een -Amee 'WJilli. iamó 34. dagur „Jeg býst við því að það sje mín vegna að þú vilt fara“, Sagði hún blátt áfram. Og er hann svaraði engu mælti hún enn: „Jeg var ekki með sjálfri mjer í gærkveldi. Jeg bið þig að pleyma því — föður þíns vegna. Hann þarf á þjer að halda. Hann hefir verið mjer svo góður að hann á það ekki skilið að jeg hreki þig burtu hjeðan“. Hún brosti blíðlega. „Hann treystir meira og meira á þig, Ephraim — á þig og mig. Við verðum að reyna að gera honum allt til geðs“. Ephraim fór hvergi. III.. Ósnektirnar í borginni hjeldu áfram í tvo eða þrjá daga. Þá safnaði Bryant kapteinn sjálf- boðaliðum til þess að halda vörð á götunum og tókst að koma aftur á ró og reglu. Isaiah gleymdi því ekki að Bangor þyrfti að fáí bæjar- stjórn. En allir helstu menn borgarinnar voru of önnum kafnir til þess að þeir gæti ge^ið sjer !tíma til þcþs að hugsa um bæjarmálefni, og varð því ekkert úr þessu fyrst um sinn. Þegar Isaiah sá það að Ep- hraim var alvara að véra kyr, fjekk hánn honum í hendur meiri og meiri störf. Hann brevttist og í framkomu við soninn. Fyrst í stað hafði hann verið hræddur um Jenny fyrir honum, en nú fór það af og hann iðraðist þess meira að segja. Þess vegna kom það nú oft fyrir þegar Jenny vildi fara eitthvað út, að hanri skoraðist undan því að fara með henni og bað Ephraim að fara með henni í sinn stað. Hann sagði tii dæmis við Ephraim: „Hana móður þína langar til þess að skoða myndasafn Mr. Moultrops. Jeg heffi svo mik- ið að gera að jeg ipá ekki vera að hugsa um slíka vitleysu. Ekki veit jeg hvers vegna fólk langar til að sjá myndir af sjó ræningjum og morðingjum, það segi jeg satt. En hún las um bessa sýningu í blaðinu og nú langar hana til að fa'ra þangað, og þú verður að fara með henni“._ Ephraim þótti vænt um þetta. Honum þótti ávalt vænt um það að fá að vera með Jenny. Hún skoðaði grandgæf- lega vaxmyndirnar af sjóræn- ingj_unum Gibbs og Mourley, sem voru svo nákvæmlega gerð ar að ekki vantaði einu sinni rauðu strikin um hálsana á þeim eftir hengingarólina. Hún starði á þau merki af mikilli áfergju. Eins skoðaði hún ræki lega mynd, sem sýndi morð. Svo fóru þau til annara skemti- staða, hlustuðu á James Kend- all leika á horn í samkomusal baptista og Monsieur Cander- beck leika á hörpu og fiðlu. Jenny þóttist bera gott skyn- bragð á slíka list og talaði ó- feimin um hana við sessunauta síga. Aður mundi Ephraim hafa þött 'þessi hljómlist hundleiðin leg, en af því að'hann var með Jenny þá hafði hann mikla ?ju af henni. ,, áú vo’rú 'ál’taf ’saman. ísaiah fjekkst varla til þess að fara frá húsi, og hefir það sennilega verið vegna þess að hann fyrir- varð sig fyrir heyrnarleysi sitt. Ekki gátu þau farið í vagni meðan Pat lá í beinbrotinu, og Isaiah notaði það sem átyllu til þess að fara ekki í kirkju. Hann kvaðst ekki treysta sjer til að ganga. Einstaka sinnum fór hann í bankann eða kaffihúsið, en ella fór hann ekki að heim- an. En Jenny var oft að heiman því að hún þurfti ekki að hugsa um heimilisstörfin. Frú Hollis sá um þáu. Færi hún í heim- sókn til heldri kvenna í ná- grenninu, fór hún ein. En ann- ars bað hún Ephraim altaf að koma með sjer. Á þessum ferðum komst Eph raim að því að hún hjálpaði ýmsum fjölskyldum, og að hún var allsstaðar boðin og velkom in hvort hún kom færandi hendi eða ekki. Það virtist svo sem öllum þætti vænt um hana og allir bæri vriðingu fyrir henni. Fólk hafði vorkent henni í æsku að hún varð að búa með fylliraftinum föður sínum, en nú.leit það upp til | hennar fyrir það hvað hún hefði reynst Isaiah góð • kona. I Allir vissu hvernig Isaiah var, j mesti þverhaus og illa lyndur, og bað var því sannarlega virð ingarvert hvernig Jenny hafði tekist að lynda við hann, : Oft fóru þau að heimsækja Pat Tierney. Hann var ekki lengur í rúminu, en sat með brotna fótinn vafinn spelkum upp á stól. Pat var þá vanur að segja: ( „Það er svei mjer tilvinnandi að fótbrjóta sig fyrir það að fá að sjá framan í yður frú. Mjer er næst að halda að jeg muni brjóta hinn fótinn þegar þessi er gróinn, til þess að jeg fái að sjá yður sem oftast“. Jenny hló og sagði að hann kynnf að slá gullhamra. ,,Eru allir Irar svona kurteis ir?“ sagði hún. „Þetta er engin kurteisi frú“, sagði hann þá, „nema svo sje að bað sje kurteisi að dást að fögru andliti, þegar maður sjer það. en þá list kunna allir írar“ Einu sinni þegar þau komu til hans var Pat í óvenju góðu skani, og hann sagði þeim á- stæðuna til þess: „Jeg er á góðum vegi að stór græða“, sagði hann. „Hjer hafa I komið menn til mín og talað um lönd og leigubrjef og ' skuldabrjef og þessháttar, svo að jeg hefi keypt verðbrjef fyr- ir alla há peninga, sem jeg hefi sparað saman, og nú get jeg talað um gróðabrall eins og hver annar“. Jenny mintist þess að Isaiah hafði talað með mikilli fyrir- litningu um braskarana, sem seldu.og keyptu slík brjef, og heimskingjana, sem ljetu fleka sig til þess að kaupa þau, svo að hún bað Pat blessaðan að vera ekki að fleygja sparifje sínu í slíka vitleysu. En Pat sló því upp í gaman. „Fleygja? Hvað gerir það til? Þótt jeg tapi öllu, þá á jeg yður að og þjer veitið mjer vinnu aftur og borgið mjer má- ske betur en áður, og þá er jeg enca stund að vinna upp tapið“. ^TÚn, :hló én sagði samt; að har.n skyldí ekkí reiða sig á það. Á leiðinni heim sagði hún við Ephraim, að braskið væri ekki hóti betra en fjárhættu- spil, ,og það mundi verða öllum að falli. E_Dhraim var ekki á sama máli. Hann sagði að ekki gæti allir keypt lönd, en hlutabrjef og skuldabrjef gæti allir keypt og á þann hátt gæti allir orðið sameignarmenn. Hann benti á það að jafnvel hinir fátæktistu í borginni keyptu slík brjef. „Eftirspurnin er miklu meiri en framboðið“, sagði hann. „Og ef jeg væri Isaiah þá mundi jeg ekki gera annað allan daginn en kaupa og selja verðbrjef“. Hún bað hann blessaðan að minnast aldrei á þetta við föð- ur sinn. „Hann er nú farinn að bera dálítið traust til þín, og jeg kæri mig ekki um að þú eyði- leggir það“, sagði hún. Viðvörun hennar kom á hepoileguin tíma. Isaiah hafði verið úti um daginn, aldrei þessu vant og kom nú heim bálreiður. „Heimurinn er að verða. vit- laus“, sagði hann við kvöld- verðarborðið. „Svertinginn sem hefir hreinsað hrákadallana í Kaffihúsinu, sagði upp vist sinnl í dag. Hann hafði heyrt svo mikið talað um verðbrjef, að hann var orðinn vitlaus. Og Bert Chich skrifað i þegar skuldabrjef og ljet hann hafa. Og hvernig haldið þið að það hafi verið? Bert skrifaðí að- ins: „Jeg lýsi því hjer með vf- ír, lofa, staðhæfi, viðurkenni og fullyrði staðlaust {ið þetta er gott og áreiðanlegt 'skuldabrjef og bið alla menn að athuga að jeg afsegi það alveg til fram- vísunar eftir þrjú ár frá dag- setningu með cent fyrir pró- cent“. Og nú heldur Surtur að hann sje of ríkur til þess að sjer sæmi að hreinsa hráka- dalla lengur“. „Það er svívirðileg skömm að fleka vesalings svertingjana þannig“, sagcÆ Jenny. Hún var þá þegar farin að láta Svert- ing.iamálin til sín taka. Málið hafðj komist á dagskrá í Bang- or þegar Maine fjekk ríkisrjett indi og Suðurríkjamenn höfðu haldið því fram að Missouri mundi halda jafnvæginu milli þeirra, sem vildu þrælahald og hinna. Það voru ekki nema fá- ir Svertingjar í Bangor og af þeim var Abraham Hanson nafnkunnastur. Hann hafði flust til Bangor fyrir sjö eða átta árum og sett á fót rakara- stofu skamt frá þinghúsinu. Hann var mjög leikinn í því að fara rneð hníf og skæri, og auk þess var hann skemtinn og gamansamur, svo að hann eign aðist brátt marga viðskiftavini. Hann var svo merkile'gur mað- ur að Mr. Hardy hafði málað mynd af honum. Og þegar sam úðin með Grikkjum var sem mest, þá auglýsti hann að hann ætlaði að vinna fyiúr þá á- kveðinn dag. Og þegar nú sá dagur kom, þá neitaði hann að taka við borgun af nokkrum manni og sagði að þennan dag rpkið hann fyrir Grikki. Það varð því að máltæki í bænum að sesja að einhver væri jafn einfaldur og Abe Hanson. Jennv benti nú á þetta dæmi og sagði: ’ím# RUMIÐ SEM HVARF Eftir M. MYERS 8. ,,Jeg sje ekkert rúm hjer,“ sagði maðurinn, þegar hann hafði svipast um þar inni. „Hjerna í þessu homi. er alt drasl- ið, sem bættist við í dag.“ Jú, það leyndi sjer ekki að þarna var ekkert rúm. „Þetta er undarlegt," sagði maðurinn. „Jói sagði að það væri hjer.“ Þeii' kölluðu á Jóa. Jói kom strax og þegar hann kom inn í skýlið og sá að rúmið var horfið gapti hann af undrun. „Jeg er hreint alveg hlessa“ sagði hann. „Jeg gekk frá rúminu hjerna sjálfur — með mínum eigin höndum — fyrir svo sem 10 mínútum.“ Þótt það væri vitanlega tilgangslaust, þá leh aði hann um allt Skýlið, rjett eins og hann hjeldi að hægt væri að fela svona stórt rúm á bak við eiíthvert smádrasl. „Það er horfið“, sagði Jói. Og við því var ekkert að gera. Mennirnir voru önnum kafnir og vildu halda áfram við vinnu. sina. „Jeg geri ráð fyrir, að einhver hafi stolið því, meðan við snerum baki í skýlið. Þið sjáið það ekki aftur, drengir", sagði Jói. „Það er best að við skilum hjólinu“, sagði Georg. „Annars komumst við í enn meiri vandræði“. „Og báturinn“, sagði Pjetur. „Þetta Ktur illa út. En við verðum að finna rúmið. Það getur varla verið mjög langt í burtu. Við sáum það með okkar eigin augum fvrir svo sem hálfri stundu. Og það er ekki auðvelt að fela það“. „Við skulum koma og ná í hjólið. Það getur einhver tekið það í misgripum, eins og hvert annað rusl.“ Drengirnir náðu í hjólið og gengu upp á brautina, sem lá •inn í bæinn. \ Drengirnir þökkuðu fyrir hjálpina og gengu af stað. „Við verðum nú að reyna að hugsa dálítið", sagði Pjetur. „Hvað gerir fólk við hluti, sem það stelur?“ „Það selur þá venjulega eins fljótt og hægt er“. „Já, einmitt. Við iverðum að reyna að kaupa rúmið af þjóí'unum“. — Hvar er næsta símstöð? ★ Sonurinn: — Geturðu ságt mjer, hvað langt er frá jörðinni til tpnglsins? Faðirinn: — Nei, jeg veit það ekki. Sonurinn: — Þú mátt þá ekki skamma mig fyrir þó jeg gati á prófinu á morgun, fyrir fá- fræði þína. ★ Maður nokkur kom akandi í bíl fyrir þjóðveginum á ólög- legum hraða. Hann sá mann og hund á veginum rjett fram- undan, og gat ekki stöðvað bíl- inn. Samt tókst honum að sneiða fram hjá manninum, en yfir hundinn ók hann. Öku- maðurinn fór þegar út úr bíln- um og til mannsins, sem stumr aði yfir hundinum. „Mjer þykir það leitt að þetta skyldi hafa komið fyrir“, sagði sá er slysinu olli, „en jeg ef reiðubúilin að borga skað- ann“. Um leið dróg hann fram seðlahrúgu og rjetti mannin- um, .sem var heldur tötralega til' fara. , . , Undrandi tók maðurinn við peningunum, en stakk þeim samt í vasann. „Það þætti mjer gaman að vita, hver átt hefir þennan hund“, var það síðasta sem ökumaðurinn heyri hann muldra. ★ Dómarinn: — Hvar kysti hann yður? Vitnið: — Á munninn. Dómarinn: — Nei, nei, það var ekki það, sem jeg átti við. Hvar voruð þjer, þegar hann kyst.i yður. Vitnið: — í fangi hans. „Mjer líkar alls ekki þessi mynd. Jeg er eins og api á henni“. Ujósmyndarinn- horfði fyrst á manninn, en síðan á myndina. „Þjer hefðuð átt að athuga það áður en þjer ljetuð taka af yður mynd", var hið einasta sem hann sagði, en hjelt síðan áfram vinnu sinni. Stofuhúsgögn I a , s oákast til kaups, helst f I sæhskur stíll. Upþl. í síma 1 ! 1966. * I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.