Morgunblaðið - 09.05.1948, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 9. mai 1948.
KENJA KONA
Cflir &fi jlt
mee
mó
74. dagur
Og svo hlógu þau bæði.
Þau fóru á hljómleika í ráð-
húsinu 1. júlí. Þar-Skemti hljóm
sveit frá Boston með söng og
hljóðfæraslætti. Jenny fannst
söngur Mr. Cömes ekki jáfn
góður og áður. Eír þetta voru
gamansöngvar og John skemti
sjer betur við sþá heldur en
hJjóðfærasláttínn. Samt gerði
hann það af þægð við Jenny
-að fara með henni á alla hljóm
leika, sem 'þar voru haldnir.
Tvisvar fóru þau til Ells-
worth um sumarið og dvöidust
nokkra daga í hvert. skifti hjá
Black. John var rnjög upp með
. sjer af því að kojna þar með
’ hina fögru konu sína og sjá
hvernig gestirnir dáðust að
henni. En Jenny undi sjer þar
ekki jafn vel.
,',Fólk ætti að.. geta skemt
sjer án þess að vh'ra sídrekk
andi“, sagði hún:/.£r,
Honum kom það altaf á ó
vart þegar hún greip í þann
strenginn og hanrrminti hana
þá á það, að hann' fengi sjer
líka í staupiný. En þá hló hún
og kvsti hann og sagði:
„Það er alt öðru máli að
gegna um þig“.
III. - “C
Gróðaæðið var úþþ á sitt
hæsta í Bangor þet'ta sumar.
Menn gerðu bókstaflega varla
annað en kaupa lönd og selja
og verðið hækkaði stöðugt.
John hafði nú umráð yfir öll-
um þeim fasteignum, sem
Isaiah hafði átt, og hann seldi
Sam* Smith éllefu verslunar-
lóðir fyrir tíu þúsund dollara.
Isaiah hafði keypt' þær fyrir
fjögur hundruð og-fjfptíu doll-
ara. Viku seinna góí'taði Sam
af því að hann hefið selt þær
fyrir þrettán þúsurjdjr dollara.
Ný gata, Broadway Park, var
lögð og þar átti eingöngu að
byggja tvílyft múrhús, en það
var engin eftirspurn að lóðum
með þeirri götu. Mehn kærðu
sig ekki um að kaupa lóðir til
þess að byggja á þeim. Hver
sem keypti lóðir og lendur
hugsaðj um það eitt að selja
þær aftur með ágóða.
Það var mikið um skemt-
anir í borginni. Varð það nú
alsiða að ungir menh tóku sig
saman og fóru í hópum til
Moosehead Lake. Gufuskip,
sem hjet Moosehead, var þar
á vatninu, og .menn leigðu
skipið „í viku eða mánuð ,og
sigldu á því fram og aftur um
vatnið, stimduðu Veiðár, en þó
aðallega drykkjuskap og ann-
an gleðskf p. Þetta ferðálag var
svo sem ekki héiglum hent,
því að fyrst urðu’menn að aka
í vagni til Monson og síðan
ganga íimtán milur þaðan að
vatninu. Farmiðar voru seldir
í öllum búðum í Bangor, og
frásagnir þeirra,. sem fóru í
þetta ferðalag, urðu til þess að
auka mjög eftirsþúffiina. Mörg
rsinmun var skojrað á. John
koma með, en. hann kaus
heldur að vera heima hjá
Jenny. Þegar hanjj.sagði henni
í gamni nokkrar sögur sem
hann hafði heyrt úr þessum
ferðalögum, brást hún reið við
og sagði:
„Það er skammarlegt að
þetta. skuli geta átt sjer stað..
Það er sannarlega skammarlegt
að ungir menn skuli eyða viku
og hálfum mánuði í þetta og
■ gera ekkert annað en drekka
og drabbá“.
„Jú, þeir veiða Iíka“, sagði
hann..
„Þeir hafa þaðæðéins að yfir
,varpi“, sagði hún.
Fjphverju sinni var það þeg
ar John kom í gistihúsið, að
hann hitti þar ungan marai,
,sem var nýkominn úr slíkri
ferð. Hann hjet Ðavid Crosby
og þeir höfðu verið.saman í
Harvard, Crosby átti heima í
Boston og foreldrar hans voru
auðugir. Þess vegna hafði hanni
ekki getað litið við John með-
an þeir voru í skóla. En nú
var Jolin orðinn einn af helstu
mönnunum í Bangor, og þá
var öðru máli að.gegna. Cros-
by kom því til hans ög heils-
aði /íonum svo alúðlega að
John bauð Crosby heim til
sín til miðdegisverðar.
„En þú mátt ekki segja
Jenny neitt um skemtiferða-
lagið“, sagði hann. „Hún er á
móti öllu slíku“.
„Þgr hefir hún rjett fyrir
sjer“. sagði Crosby. „Þetta er
ekkert skemtiferðalag".
Honum leist m jög vel á
Jenny. Hún spurði hann hvort
hann ætlaði að setjast að í
Bangor.
„Nei, jeg kom hingað að-
eins til þess að kynnast þeim
ósköpum, sem hjer ganga á“,
sagðj hann. „Það er ekki um
annað meira talað í Boston.
Jeg kom hingað til þess að
skemta mjer, en jeg er hrædd
ur um að jeg hafi fengið gróða-
pestina. Það er ekki hægt að
komast hjá henni. Eftir sólar-
hring er maður orðinn land-
eigandi án þess að hafa’minstu
hugmynd um hvernig það at-
vikaðist. Og áður en maður
hefir áttað sig á þessu, hnipp-
ir einhver í mann og vill endi-
lega kaupa þetta land og gefa
fyrir það mikið hærra verð“.
Hann hló og mælti enn: ,,Og
undarlegast af öllu finst mjer
by hefði haft fyrir stafni síð
an hann fór frá Harvard.
„Jeg hefi verið á ferðalagi"
sagðj Crosby. , Jeg rek bómull
arverslun ásamt föður mínum.
Jeg fór til Mississippi í fyrra
í verslunarerindum“.
Jenny greip fram í:
„Sáuð þjer nokkra þræla
þar?“
„Já, alls staðar, þúsundum
^aman",
„Voru þeir ekki hræðilegá
útleiknir og illa með farnir?‘í
Crosby hristi höfuðið.
„Nei, þeir virtust vera hin-1
ir ánægðustu".
Hún spurði af svo miklum
ákafa að‘Jóhn hnykti við:
„Eru þeir þeir ekki altáf barð
ir með svipum?“
„Jeg býst við því að þeir
sjeu strýktir stundum", sagði
Crosby. „En jeg sá það ekki
gert. Aftur á móti sá jeg hvít
an mann strýktan í Natches.
Það var ljót sjón“.
Augun ætluðu út úr Jenny
af áhuga.
„Þessi ungi maður hjet Fost-
er. Mjer var sagt að hann
hefði barið konuna sína til
bana með hnútasvipu. Hann
var kærður fyrir morð, en sýkn
aður. Þá tók múgurinn að sjexf
að refsa honum, og mjer vari
sagt að allir helstu menn stað-;
arins hefði verið þar með.
Hann var barinn hundrað og
fimmtíu högg méð ólarsvipu.
Síðan var honum velt upp úr
bráðinni tjöru og því næst upp
úr fiðri, og þannig á sig kom-
inn rak múgurinn hann á und
an sjer um götumar og Ijet
högg og grjótkast ríða á hon-
um með ópum og óhljóðum“.
Jenpy spurði lágt:
„Sáuð þjer þegar hann var
strýktur?“
John varð ekki um sel. Hann
var að hugsa um barnið, sem:
hún gekk með og fannst sem
þetta mundi ekki hafa góð á-
hrif á það, vegna þess hvað
hún var æst. En Crosby svar-
aði:
Já. Umboðsmaður okkar
það, að enginn virðist tapa á ^ór xneð mig þangað“.
þessu. Allir þykjast gr-æða“.
John hló líka. *
„Það er vegna þess að menn
eru hættir að hugsa í pening-
um“. sagði hann. „Nú hugsa
allir í skuldabrjefum. Þjer
kaup.ið land og gefið út þús-
und dollara skuldabrjef. Svo
kaupi jeg það áf yður og gef
yður tvö þúsund dollara skulda
brjef. Sá þriðji kaupir af mjer
og lætur mig fá þrjú þúsund
dollara skuldabrjef og þannig
koll af kolli. Við þrjú hjerna
gætum orðið miljónamæring-
ar á svipstundu á þennan hátt,
með því að selja hvort öðru
hvað eftir annað og taka skulda
brjef í hvert skifti, hugsandi
ekkert um skuldbindingar okk
ar, en aðeins um þau verð-
brjef, sem við höfum í hönd-
unum og hvað við höfum grætt
mikið á hverri sölu“.
„Þjer búist þá við því að
þetta muni enda með ósköp-
um?“ sagði Crosby.
„Peningar verða æ fágæt-
ari“. . sagði John. ,;Fyr eða
seinna kemur að skuldadögun-
am. Menn verða krafðir um
greiðslu á skuldbindingum sín
um, ©g þá geta þeir ekkert
borgað“.
Svo spurði hann hvað Cros-
a sjer
Hún vætti varirnar
með tungunni.
„Komu ekki sár á hann und
an höggunum? Blæddi ekki
mikið úr honutíi?“ spurði hún.
John mælti stillilega:
„Segið ekki meira, Crosby.
Mjer verðum óglatt að hlusta
á þetta. Það getur verið að
mönnum, sem vanir eru því
að strýkja negra, finnist ekki
mikið til um þetta, en mjer
fkrast það viðbjóðslegt“.
,-AIjer finnst það viðbjóðs-
legt líka“, sagði Crosby. „Og
ekki mæli jeg því bót, að
svertingjar gjeu strýktir. :En
það er ekki hægt að rækta bóm
ull með öðru mótL Þessir skratt
ans menn, sem vilja afneraa
þrælahald,; koma landinu á höf
uðíð áður en lýkur“.
Þá var nú Jenny að mæta.
Hún rnótmælti þessu kröftug-
lega og hún var bæði rökfim
og sannfærandi í vörn sinni
fyrir svertingja. John þótti
gott að talið, skyldi hafa bor-
ist að þessu, að þau hættu að
tala um misþyrmingar. En
honum fannst það skrítið að
hún skyldi hafa slíkan brenn-
andi áhuga á máli, sem hon-1
um fannst þeim ekkert komal
við.
Fjelag garðyrkjumanna.
Kauptnxti
Kauptaxti Fjelags garðyrkjumanna fyrir skrúðgarða-
vinnu er sem hjer segir:
Fyrir garðyxkjumenn kr. 13.05 pr. klst. m
Fyrir áðstoðarmexm kr. 11.10 pr. klst.
, Kauptaxti þessi er jafnaðarkaup hvenær og á avaða
tíma sólarhringsins, sem vinnan fellur.
A fyrgreint kaup er heimilt að leggja 20% fyrir verk-
stjóm, verkfærum, tryggingmn og orlofsfje.
Eftirtaldir meðlimir Fjelags garðyrkjumanna taka að
sjer að skipuleggja skrúðgarða svo og aðra skrúðgarðs-
vinnu:
Jónas Sig. Jónsson, Sólvangi, Fossvogi.
Agnar Gunnlaugsson, Samtún 38, sími 2497, milli
12—1 eftir hádegi.
Hafliði Jónsson, Fossvogsblett 14.
Pjetur Ágústsson, Miðtim 52, sími 7484.
Bjöm Vilhjálmsson, Leifsgötu 8.
Ole Pedersen, sími Blóm & Ávextir, 2717-
Halldór 0- Jónsson, Drápuhlíð 15, simi 2539 milli kl.
11/2—21/3 e. h.
Steingrímur Benediktsson, Laugadal, Kleppsveg.
Sólborg Einarsdóttir, Barmahlíð 25, simi 4385, frá kl.
10—12 fyrir hádegi.
Sigurþór Eiriksson, Traðarkotssundi 3.
Sigurður Guðmundsson, Víðimel 59, sími 5284.
Baldur Gunnarsson, Miðtún 11, sími 6397.
Ingi Haraldsson, Laugaveg 85 sími, 5706, kl. 12—1.
Sigurður Elíasson, Flókagötu 41, simi 7172 frá kl. 10—
12 og 1—6 e. h.
Bjöm Kristófersson, Sigtúni 35.
I 'Stióm, Jdielo
ijom fyaróLfmfumanna
'&urLi
TILKYNNIIMG
frá R. Jóhannesson h.f.
v varðandi Tjekkóslóvakíuviðskipti.
Vjer útvegum flestar vörur frá Tjekkóslóvakíu svo sem:
Vímet, allsk.
Saum
Skrúfur
Baðker og vaska
Blöndunartæki
Raflagnaefni
Verkfæri allskonar
Búsáhöld allsk.
Rafmagnsverkfæri
Rafmagnsbúsáhöld allsk.
Skófatnað o. m. f.
Talið við okkur áður en þjer ráðstafið leyfum yðar
annars staðar.
ie. já
anneóóon
Nýja Bíó-húsinu. ■— Sími 7181.
ARNAR
(kaminur)
f}rir liggjandi.
s$rinijöm Jj/ónáóon -Jleildverslun
Austm-stræti 14, simi 6003.
BEST, AÐ AUGLtSA I MORGUNBLAMNU