Morgunblaðið - 12.06.1948, Side 8

Morgunblaðið - 12.06.1948, Side 8
3^<&M* *ðSc9|fc tflORGiJNBLAÐIÐ Laugardagur 12. júní 1948. S Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði, innanlands, kr. 12,00 utanlands. f lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. VindhÖgg Þjóðviljans FRÁ því að núverandi ríkisstjórn settist að völdum hpfur Fjóðviljinn haldið uppi látlausum árásum á hana og fordæmt liverja einustu ráðstöfun hennar. Afleiðingin af þessu er sú að menn eru fyrir löngu hættir að taka mark á blaðinu og kommúnistar hafa með asnaspörkum sinum unnið bað eitt á að staðfesta þá skoðun í meðvitund þjóðarinnar að hatur þeirra á ríkisstjóminni sje svo botnlaust að enginn sannleik- ur nje sanngirni fái komist að i dómum þeirra yfir gjörðum hennar. Sjaldan munu þó öfgarnar hafa risið hærra en í íorsíðugrein Þjóðviljans í gær, þar sem ræddir eru við- skiptasamningarnir við bresku stjórnina. Kjarninn í árás þessarar greinar er þessi: Islenska ríkisstjórnin hefur gefið Bretum síldarlýsið með því að farga því fyrir 95—97 sterlingspund tonnið og það alveg jafnt þótt með því fylgi það tvennt að íslendingar öðlist einhliða rjett til þess að afhenda 12 þúsund tonn af síldarlýsi í viðbót við hin seldu 13 þúsund tonn og þurfi eltki að segja til um, hvort þeir vilji hagnýta sjer þann rjett fyrr en í októberlok. En af því leiðir að Islendingar geta legið með lýsi úr um það bil 600 þús. málum fram á haust, afhent það Bretum fyrir 100 sterlingspund tonnið ef hagstætt þykir en selt það ella hverjum sem er, sem hærra vildi bjóða í það. Þá skiptir það heldur ekki máli, segir Þjóðviljinn, að Islendingar hafa selt Bretum 8 þúsund tonn af hraðfrystum fiski og fengið fyrir það 34 sterlingspundum meira á tonnið en gangverð er í Bretlandi eða samtals 272 þúsund ster- lingspund. Heilbrigð skynsemi á vafalaust dálítið erfitt með að átta sig á svona rökum. En Þjóðviljinn er ekki í vanda staddur. Hann segir bara: Það var enginn vandi að selja allt lýsið fyrir 130 sterlings- pund tonnið og fiskinn var hægt að selja hvar sem er fyrir sama verð og Bretar greiddu. Sannleikurinn í þessu máli er aftur á móti þessi: Rússar hafa enn ekki fengist til að taka upp samninga við Islendinga þrátt fyrir að íslenska stjórnin hefur rekið á eftir því máli frá því í desember s.l. Skyldi nú samt fara svo að Rússar vildu kaupa eitthvað af afurðum okkar, sýnir reynsla undanfarinna ára að helber vitleysa er að búast við að þeir greiði þær hærra verði en Bretar hafa gert. Það voru Bretar en ekki Rússar, sem bæði 1946 og 1917 riðu á vaðið með verðhækkanir, þó að það sje rjett að Rússar sigldu á eftir í kjölfar þeirra. En heildarmyndin er sú að vonir standa til að hægt verði að selja Tjekkum, Frökkum, Finnum, Hollendingum og jafn- vel Dönum og Svíum, lítið afurðamagn hverri þjóð, fyrir eitthvað hærra verð en Bretum. En í sambandi við þau viðskipti verðum við að kaupa vörur af sumum, ef ekki öllum þessum þjóðum fyrir miklu hærra verð en sambæri- legar vörur kosta frá Bretlandi. Er þannig tekið með ann- ari hendinni það, sem gefið er með hinni. Af þessu geta allir vitibornir menn sjeð, að samningamir við Breta eru, ef litið er á þá í heild, áreiðanlega hagstæð- ustu samningamir, sem við höfum gert auk þess, sem þeir eru gerðir við eina elstu og tryggustu viðskiptaþjóð okkar. Þegar á allt þetta er litið verður það auðsætt, hversu gjörsamlegt vindhögg æsingaskrif Þjóðviljans um þessa samningagerð er. Sætir það nokkurri furðu, hversu lengi kommúnistar endast til þess að heimska sig á japlinu um að vanrækt hafi verið að leita samninga við þjóðir Austur- Evrópu og þá fyrst og fremst Rússum. Islendingar hafa óskað eftir að taka upp umræður um viðskiptasamninga við Rússa. Hálft ár er liðið síðan þessi ósk var sett fram. En rússneska stjómin er ennþá ekki tilbúin til þess að hefja þær viðræður. Áttu íslendingar að bíða með sölu allra af- úrðá sinna eftir því að þeir fengju áheyrn þar eystra? Það hefðu með rjettu þótt linlega á afurðasölumálunum .haldið. ■ En kommúnistar vilja fá að verða sjer til skammar á þessu sviði éins og öllum öðrum. Þeim hefur tekist það ’prýðilega. Verði þeim áð góðu. UR DAGLEGA LIFINU Eftir 2Vz tíma. EINN af starfsmönnum stórs atvinnufyrirtækis hjer í bæn- um hefir skrifað Daglega líf- inu, og segist hafa fengið held- ur slæma útreið hjá Viðskifta- nefnd. Fyrst hafi hann fyrir um tveim vikum síðan orðið að bíða í 2% tíma eftir að fá númer (viðskiftavinir Við- skiftanefndar munu þessa dag- ana þurfa að geta sýnt númer til bess að fá viðtal), og það liðu tvær klukkustundir frá því hann fjekk númerið og þar til hann var farinn að skýra frá erindi sínu. Hann kveðst hafa fe^gið það svar, að um- sókn -hans mundi verða tekin til athugunar og ákvörðun tek- in í málinu eftir átta til tíu daga. En svarið kom ekki. EN SVARIÐ kom ekki eftir átta til tíu daga, svo þessi sami maður,fór á fætur kl. 6 að morgni og var kominn að skrif-, stofu nefndarinnar kl. tæplega sjö. ,,En þá sje jeg mjer til mik- illar furðu“, segir aumingja maðurinn, ,,að á hurðinni er seðill, þar sem tilkynt er)<M^ð skrifstofa viðskiftanefndar verði lokuð um nokkurn tíma“. Nú spyr þessi sami maður: 1) hvernig á því standj að þetta hafi ekki verið rækilega aug- lýst, og 2) hvort ómögulegt sje að haga afgreiðslunni þann- ig, að fólk þurfi ekki að rífa sig upp fyrir allar aldir og standa í biðröð í tvo til þrjá tíma? • Hreinlætisvika. NÚ ER hreinlætisvikan byrj uð hjerna í bænum og allir bæjarbúar eru hvattir til að Tera hreint fyrir sínum dyrum. Það er takmarkið, að Reykja- vík verði orðin tandurhreinn bær fyrir lýðveldishátíðina. Hjer er um herferð að ræða, sem allir ættu að taka þátt í, því aldrei er of mikið af hrein- lætinu og lóðirnar eru því miðr ur of margar hjerna, sem minna óþægilega á skranhauga, þótt ekki sje meira sagt. • Miklir stillingar- menn erum vjer. MIKLIR stillingarmenn er- um vjer, varð kunningja mín- um að orði, þegar hann las frá- sögnina í Morgunblaðinu síð- astliðinn fimmludag um slags- málin í ítalska þinginu. Ef frjettin skyldi hafa farið fram- hjá nokkrum, er rjett að geta þess. að hvorki meira nje minna en 200 ítalskir þingmenn börð- ust í 20 mínútur samfleytt — já, og beittu hnefum, fótum, stólum og blekbyttum. í frjetta skevtinu um þetta var ekkert getið um hverjir hefðu sigrað, enda virðist það eiginlega vera megingallinn á þessum þing- slagsmálum úti í löndum, að enginn gengur með sigur af hólmi, en ýmsir með blóðugar nasir og bólgin augu. • Ekki óalgengt. ANNARS er það ekkert óal- gengt að þeir sláist í þinghús- unum þarna á meginlandinu. Italagreyin eru langt því að vera einir um þetta; slagsmálin í franska þinginu eru næstum jafn tíð og byltingarnar í Suður Ameríku, og er þá mikið sagt. Eftir því sem Daglega lífið veit best, byrja ósköpin venju- legast með því, að einhver þing maður segir að einhver annar þingmaður sje hinn mesti níð- ingur. Sá áfeldi svarar því til, að hinum farist það nú varla að vera að gala, en yfir því verð- ur hinn auðvitað ákaflega móðg aður. Svo eykst þetta orð af orði, þar til þingheimur allur stendur öskrandi og emjandi og jafnvel hrumustu þingfulltrú- arnir reyna að pípa svolítið , með. Og svo er slegist. • Erlendu blöðin. ERLENDU blöðin eru nú að mestu hætt að koma. Þeim fór að fækka fyrir áramótin og nú er það heldur sjaldgæft, að sjá þau hjer á landi. Einstaka sinn um bregður fyrir heldur lit- lausum sænskum blöðum, ör- lítið af enskum blöðum kemur hjer endrum og eins og Bóka- verslun KRON hefir nú á boð- stólum áróðursrit, sem á að sýna heiminum, hvað komm- únistakonurnar sjeu makalaust hugrakkar og harðar í horn að taka. Önnur blöð má heita að hafi ekki sjest hjer undanfarna mánuði. • Frá sjónarhóli stórþjóðanna. EN HVERNIG er það, er ekki nokkur leið að kippa þessu í lag? Daglega lífið veit um fjölda manna, sem vildu án flests annars vera en einmitt erlendu blaðanna. Það er nú einu sinni svona, að fólk vill fá að fylgjast með atburðunum frá siónarhóli stórþjóðanna, og auk bess má heita, að þær sjeu einu þjóðirnar, sem hafa efni á því að gefa út fræðandi og skemmtileg vikublöð og selja þau fyrir lítinn pening. Hjer á stríðsárunum mátti héita, að margir litu á það sem hátíðis- dag, þegar skipin komu með þessi blöð. Bókaverslanirnar voru troðfullar af fólki, og það var ,,slegist“ um vöruna. Erum við svo blankir þessa dagana, að það sje með engu mótí hægt að kippa þessu í lag? Daglega lífinu er kunnugt um ýmsar þjóðir, sem eiga við samskonar örðugleika að etja og við, — og þó kemur ekki til hugar að hefta innflutning vin sælla erlendra blaða og tíma- rita. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . Morðum fjðlgar í Danmðrku. Eftir CHARLES CROOT, frjettaritara Reuters í K.höfn. ÞAÐ er dönsku lögreglunni mikið áhyggjuefni, að svo virð- ist sem morð sjeu að færast í vöxt þar í landi. Síðan í janúar s. 1. hafa alls ellefu morð orðið að forsíðufrjettum dagblað- anna. Enn hefir ekki tekist að ljósta upp fimm af morðum þessum. • • MEST UMTAL. Mest .umtal vakti það þegar vel efnaður og vel virtur kaup- sýslumq/5ur og kona hans fund- ust myrt í íbúð sinni í Frederiks berg, í yesturhluta Kaupmanna- hafnar. Það var í sjálfu sjer nægilegt, tilþess að draga að sjer athygli rnanpa,, að tvær hæglætís- og meinleysismanneskjur skyldu myrtar umsvifalaust. En það, sem almenningi þótti undarleg- ast og óskiljanlegast við morð þetta var, að morðinginn eða morðingjarnir höfðu lagt spýtu þvert yfir bæði líkin, þar sem þau láu alblóðug á gólfinu. Þeim snjöllustu innan dönsku lögreglunnar hefir ekki enn tek ist að finna neina skýringu á þessu. Flestir blaðamenn, er um miálið hafa ritað, hafa hallast að því, að spýturnar muni eiga að tákna, að morðin hafi verið framin í hefndarskyni. Það hefir ekki enn tekist að hafa uppá morðingjanum. • • 9 ÁRA TELPA. Þá var níu ára gömul telpa numin á brott á leiðinni í skól- ann morgun einn snemma á ár- inu. Hún var myrt, eftir að bú- ið var að svívirða hana. Mál þetta vakti geysimikla athygli í blöðunum og óttaslegnir for- eldrar fylgdu börnum sínum sjálfir í skólann á morgnana. Morðinginn er enn ófundinn, og lögreglan hefir ekki minnstu hugmynd um, hvar hans muni að leyta. Fyrir skömmu var 25 ára gömul stúlka myrt á fáförnum vegi í Gentoíte, Kaupmanna- höfn. Ætlað er, að hún hafi verið skotin meðan hún var að verjast líkamsárás. Morðinginn hefir ekki fundist. Skýrslur, sem fyrir hendi eru sýna, að árið 1947 voru 30 morð framin í Danmörku. Aðeins tvö af þessum málum eru enn ó- upplýst. Stórbrunar hafa einnig farið mjög í vöxt í Danmörku óg í blöðunum hafa sjest getgátur tum, að brennuvargár muni valda þeim. Nýlega hafa fimm stórbrunar verið í Danmörku. Sá stærsti þeirra var í Randers á Jótlandi. Þar brann stórt verk smiðjuhús og tjónið var áætlað um 4 milj. króna. Flestir þessara bruna hafa byrjað nóttina áður en frídag- ur var. Maður einn var handtekinn fyrir skömmu í sambandi við bruna þessa. En ekki tókst að sanna neitt á hann. Fyrr á árinu var 16 ára gamall drengur handtekinn á Jótlandi, grunaður um að hafa valdið nokkrum stórbrunum. Á meðan hann var í fangelsinu kveikti móðir hans í tveimur húsum, til þess að sanna sak- leysi hans. Hann var látinn laus. En skömmu eftir að honum hafði verið sleppt, hófust íkveikjurn- ar á ný, svo að hann var aftur handtekinn. Játuðu þá bæði hann og móðir hans sekt síná. Nýlega olli það bruna á kvik- myndahúsi í Kaupmannahöfn, að logandi sígarettu hafði verið fleygt á gólfið. Reykingar hafa nú verið bannaðar í öllum kvik myndahúsum borgarinnar. Innbrotum hefir einnig fjölg- að mikið í Danmörku upp á síðkastið. Skorti á öllum nauð- synjavörum er líennt. um það.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.