Morgunblaðið - 20.06.1948, Page 6
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 20. júní 1948.
! 6
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
I
\JíLar óhri^ar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.).
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði, innanlands,
kr. 12,00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók.
Forsetakosnin garn ar
í Bandaríkjunum
FORSETAKOSNINGARNAR, sem fram fara í Bandaiíkj-
unum á komandi hausti verða stöðugt fyrirferðameira urn-
ræðuefni heimsstjórnmálanna þesSTiær sem dregur þsim.
Síðan borgarastyrjöldinni í Bandaríkjunum lauk hafa 1G
forsetar farið þar með völd En að eins fjórir þeirra hafa
verið úr flokki Demokrata. Það eru þeir Cleveland, Wiison,
Roosevelt og Truman. En þessir menn hafa setið svo mörg
kjörtímabil, að síðan 1868 hafa Demokratar farið með for-
setavald í 32 ár, en Republicanar í 48.
Á
Ennþá er ekki endanlega vitað um hverjir verða fram-
bjóðendur flokkanna við forsetakosningarnar í haust. Fyrir
Demokrata er þó talið fullvíst að Thuman forseti verði i
kjöri. Hefur hann lýst því yfir að hann sje reiðubúinn til
þess að bjóða sig fram. En flokkáþing Demokrata, sem hald-
ið verður á næstunni, mun taka endanlega ákvörðun um
framboð flokksins. Innan flokks Demokrata hefur litt orðið
vart átaka um val frambjóðanda. Mun það bó frekar snretta
af því að flokkurinn hafi nú ekki mörgum mönnum A að
skipa, sem líklégir sjeu taldir til þess að ná kosningu, en að
Truman njóti þar óskoraðs trausts og fylgis. Meðal stjórn-
málafrjettaritara í Bandaríkjunum er framboð Trumans
talið svo að segja vonlaust. I hinum gömlu og rótgiónu
fylgisríkjum Demokrata,. Suðurríkjunum, er fylgi hans talið
að hafa þorrið verulega vegna afstöðu hans til kröfunnar
um algert jafnrjetti svartra manna og hvítra. En Truman
hefur heitið þeirri stefnu stuðningi sínum, Stefna hans í
Palestínurnálunum hefur einnig valdið honum atkvæðatapi
meðal Gyðinga, sem þrátt fyrir viðurkenningu Bandarikj-
anna á stofnun Isr^elsríkis hins nýja, hefur fundist forset-
inn hikandi og stefnureikull í deilunum um Palestínu.
Það gerir einnig framboð Trumans nokkur veikara að
Henry Wallace, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna hef-
ur tilkynnt, að hann muni bjóða sig fram fyrir nýjan flokk,
sem hann hefur stofnað. Almennt er að vísu gert ráð íyrir
því að flokkur Walace fái sáralítið fyl^i. En hann mun þó
draga nokkuð frá Demokrötum og þar með gera forsetaefni
þeirra róðurinn þyngri.
★
Innan Repubiicanaflokksins hefur hinsvegar verið háð
geysihörð barátta um forsetaefni flokksins. Væntanlega
koma úrslit þeirrar baráttu í ijós í næstu viku. Á morgun
hefst flokksþing Republícana í Philadelphia. — Koma þar
saman rúmlega 1000 fulltrúar flokksins frá hinum 48 nkj-
um Bandaríkjanna. Munu þeir ákveða frambjóðanda flokks-
síns í forsetakosningunum í nóvember.
1 prófkosningum, sem fram hafa farið undanfarið irman
flokksins mun Dewey, ríkisstjóri í New York ríki hafa fengið
flest atkvæði. Næstir honum koma þeir Taft, öldungadeildar
maður og Harold E. Stassen, fyrrverandí ríkisstjóri í Minne-
sota. En það er talið nokkurn veginn víst að enginn þessara
keppinauta um forsetaframboðið rnuni fá meirihluta á
flokksþinginu. Þess vegna er talið koma til mála að enginn
þeirra verði í kjöri, en flokkurinn freisti að samemast um
einhvern af foringjum sínum, sem staðið hefur utan við
hina hörðu átök um framboðið. Er það almennt rætt um
Arthur Vandenberg, öldungadeildarmann og forseta öldimga
deildar Bandaríkjaþings. Hann hefur þverneitað að vera í
kjöri í prófkosningunum, en hefur lýst því yfir, að cf nauð-
syn beri til muni hann gefa kost á sjer til framboðs til þess
að sameina alla krafta ílokks síns. Hefur verið rætt um að
Stassen, sem er talinn frjálslyndastur hinna þriggja keppi-
nauta muni verða í kjöri, sem varaforseti, ef Vandenberg
yrði boðinn fram. Dewey, sem bauð sig fram á móti Roose-
velt við síðustu forsetakosningar, hefur hinsvegar lýst því
yfir, að hann vilji ekki vera í kjöri sem varaforseti. ■
í nóvember-mánuði munu sjálfar forsetakosningarnar
fara fram. Margt bendir til þess að í þeim velji lýðveldi
Vesturheims sjer nýjan forseta og nýja stjórn.
Feimnir og hræddir.
ÞAÐ ER annars einkennilegt
hvað íslendingar virðast stund
um verá feimnir og hræddir á
almennum samkomum, sagði
maður, sem kom niður á Morg
unblað í gær. Hann var að
tala um söng þjóðkórsins á Arn
árhóli 17. júní. Aðeins örfáar
hræður tóku undir, hinir stein-
þögðu, jafnvel „mældu út“ það
fólk, sem dirfðist að opna munn
inn.og syngja með.
Þetta er hárrjett hjá mann-
inum. íslendingar eru af ein-
hverium ástæðum lafhræddir
við að syngja á mannfundum,
eða svo hefur að minnsta kosti
hvað 'eftir annað komið í ljós
á mjög leiðinlegan hátt. Þess
er bannig skemmst að minn-
_ast, hvað hressilega Norðmenn
irnir sungu þjóðsönginn sinn
rþegar þeir komu í heimsókn-
ina á Snorrahátíðina og hvað
raddirnar voru sorglega fáar,
þegar átti að syngja íslenska
þjóðsönginn.
Ilversvegna
neituðu íþrótta-
menn?
Daglega lífinu hefur borist
alllangt brjef, þar sem rædd er
neitun íþróttamanna um að
taka þátt í skrúðgöngunni 17.
júní Brjefritarinn segir — og
rjettilega mun mörgum þykja
—1 að það sje ekki nærri því
nógu góð afsökun hjá frjetta-
mönnunum, að þeir hafi ekki
getað tekið þátt í göngunni
vegna skorts á íþróttabúning-
um. Þetta er dagur allrar þjóð-
arinnar, segir hann, og þrátt
fyrir alit búningsleysið áttu
íþróttamenn að ganga undan í
því að setja svip á þjóðhátíð-
argönguna.
Hreinlætisvikan
dugði ekki.
HREINLÆTISVIKAN okkar
Reykvíkinga dugði ekki. Á
miðvikudag var bærinn hreinn
og til mestu fyrirmyndar — á
föstudagsmorgun voru göturn-
ar. í miðbænum yfirfullar af
skrani. Það voru Reykvíkingar
sjálfir, sem svona skyldu við
bæinn sinn o» einkum var Arn
arhólstúnið iila útleikið. Mað-
ur, sem gekk þar framhjá
snemma á föstudagsmorgun
segir að hóllinn hafi verið al-
hvítur til að sjá — þakinn alls-
konar brjefarusli.
Þeir hafa áreiðanlega haft
nóg að gera, sorphreinsunar-
mennirnir.
Þarfur fjelagsskapur.
FN NÚ HEFUR verið stofn-
að fielag hjer í bænum, sem
einmitt ætlar að starfa að því
að auka fegurð hans. Hjer er
sannarlega þarfur fjelagsskap-
ur á ferðinni og beir eiga þakk-
ir skilið, sem að honum standa.
Aðaijivatamenn þess, að fje-
lag betta var stofnað. munu
haía verið þeir Jón Sigurðs-
son borgarlæknir og Ragnar
Jónsson forstjóri, en það voru
þeir. ásamt borgarstjóra, sem
boöuðu til stofnfundarins. Það
væri óskandi að þetta fjelag
næði tilgangi sínum — að auka
fegurð bæjarins og áhuva al-
menninsrs fyrir því menningar-
starfi. Ekki yeitir af.
•
Slæmar heimsóknir.
MAÐUR UTAN af landi hef
ur skrifað Daglega lífinu og
kvartað yfir ..slæmum heim-
sóknum“. Hann segir að tals-
vert hafi b'orið á því í bæn-
um. sem hann býr í, að fólk
komi í skyndiheimsóknir í flug
vjel og kaupi ýmiskonar vör-
ur, sem nú er orðinn skortur
á í.Reykjavík og raunar víða
annarsstaðar. Þannig hafi einn
komið fyrir skömmu og keypt
hvorki meira nje minna en 20
túpur af tannkremi. Svona
heimsóknir eru slæmar, segir
maðurinn, og ættu að leggjas.t
sem bráðast niður.
•
Bjuggust við að tapa.
,.ÍÞRÓTTAUNNANDI“ skrif-
ar langt brjef um knatúnyrnu
hjerna. Hjer eru glefsur úr því;
,,Og svo var það hvern'" Sví
arnir. fóru með reykvíska úr-
valsliðið — liðið, sem við Reyk
víkingar töldum með þvi sterk
ast.p. sem við gátum stillt fram,
og liðið, sem kunnugur sagði að
Svínrnir hefðu verið búnir að
sætta sig við fyrirfram að tapa
fvrir með .3:1, eftir leiki þeirra
við Fram og Víking. Hvernig
í ósköpunum gat leikurinn þá
endað 5 : 0? Er þetta dæmi þess
að öll hugsun, kraftur, dugn-
aður og geta reykvískra knatt-
spvrnumanna fari út í veður og
vind. er beir koma saman í úr-
valslið? Og sje það svo, hverju
má bá búast við af blessuðum
oiltunum okkar á móti finnska
landsliðinu, eftir að hafa sjeð
þá fá eins herfilega útreið á
móti 2. deildar sænsku knatt-
spvrnuliði?“
Svona spyr ..íþróttaunnand-
inn“ og jeg geri ráð fyrir að
svarið ,;sje að ílestir hallist að
bví, að við hljótum að liggja
í því fvrir Finnunum — eftir
útreiðina í síðastl. viku.
MEDAL ANNARA ORDA . . . .
■ ,i
Þing 6?ðinoa í Monlreux
Eftir frjettaritara Reuters
í Genf.
UNDANFARIÐ hafa blóðug-
ir bardagar geisað í Palestínu
og enda þótt nú sjeu liðin þrjú
ár síðan heimsstyrjöldinni
seinni lauk, þá eru enn þúsund-
ir Gyðinga, sem urðu að flýja
heimkynni sín. heimilislausir.
Þann 27. júní n. k. munu full-
trúar 8 milj. Gyðinga, hvaðan-
æfa úr heiminum, halda fyrsta
alheimsþing Gyðinga í Montr-
eux, síðan stríðinu lauk.
• •
MERKASTA MÁLIÐ.
Á ÞlNGI þessu verður m. a.
rætt éitt merkasta málið í sögu
Gyðinga undanfarin 2000 ár —
myndun fyrstu stjórnar Israel.
Þingið, sern stendur yfir í 10
daga, mun að öllum líkindum
skora á Gyðinga, hvar sem er á
hnettinum, að hefjast handa til
þess að hjálpa hinu nýstofnaða
Gyðingaríki — með því að
senda þangað peninga og menn
og stuðla á annan hátt að fram-
gangi þess.
Fulltrúarnir, sem þingið
sækja, eru 350 að tölu og þeir
segjast vera fulltrúar Gyðinga
frá 64 löndum, af öllum trúar-
bragða- og stjórnmálaflokkum.
Allsherjarþing Gyðinga var
haldið í fyrsta sinn árið 1936.
En frumdrög þess voru í raun
rjettri lögð miklu fyrr — eða
á friðarráðstefnunni 1919, þeg-
ar Gyðingar sendu þangað full-
trúa sína frá Evrópu, Banda-
ríkjunum, Palestínu og Kanada.
Þessir fulltrúar urðu tals-
menn Gyðinga á fundum Þjóða
bandalagsins og þeir áttu hug-
mvndina að því, að efnt. yrði
til funda Gyðinga, þar sem mætt
ir væru fulltrúar Gyðinga, víðs
vegar um heiminn.
Fyrsta alheimsþing Gyðinga
var haldið í Genf i ágúst 1936
og sóttu það 280 fulltrúar frá
33 löndum.
• •
FJÖGUR VANDAMÁL.
Á OÐRU alheimsþinginu, sem
hefst í Montreux 27. iúní n. k.
verða aðallega til umræðu fjög-
ur vandamál
I. Palestína: Þinginu hefir
þegar verið fiestað tvisvar sinn-
um í von um að aðstaða Gyð-
inga í Palestínu skýrðist. Þeg-
ar Gyðigar lýstu yfir stofnun
Israel, varð málið augljóst og
gert er ráð fyrir að þingið muni
lýsa yfir eindregnum stuðningi
sínum við hið unga ríki. Ætlað
er, að þingið muni skora á Gyð-
inga um gjörvallan heim að
hjálpa kynbræðrum sinum í
Palesíínu.
Þingið mun einnig endur-
ckoða aðstöðu Gyðinga arinars
staðar í heimínum, vegna at-
burðanna í Palestínu. Stofnun
Israels-ríkis hefir orsakað gagn
gerða breytingu á högum Gyð-
inga, hvar sem er í heiminum.
II. Fióttamenn: í styrjöldinni
var 6 milj. af þeim 7,5 milj.
Gyðingum, sem í Evrópu dvöldu
■ tortímt. Enn eru þúsundir Gyð-
inga í Evrópu heimilislausir.
I Búist er við, að þingið krefjist
þess, að 250 þús. G-yðingum, sem
enn dveljast í búðum fvrir vega
laust fólk víðsvegar í Evrópu,
verði leyft að fara þegar í.stað
til þess lands. nem þeir-æskja
eftir. — Sjálfir segja Gyðingar,
að meginhluti þessa vegalausa
fólks, muni vilja flytjast til
Palestínu.
• •
KYNÞÁTTAHATUR.
III. Gyðinga-ofsóknir: Búist
er við því, að þingið muni gefa
I út mikilvægar yfirlýsingar
vegna þeirra Gyðinga-ofsókna,
sem hafnar hafa verið að nýju,
jafnvel í Ivðræðislöndum.
1 Það er Gyðingum sjer í lagi
mikið . áhyggjuefni, að í Bret-
landi skuli flckkur eins og sá,
er Sir Oswald Mosley stjórnar,
vera leyfður, en hann fer ekki
’ launkofa með það, að hann
berst ge?n Gyðingum og hvet-
ur aðra til þess að gera slíkt hið
sr.ma.
Vaxandi andúð á Gyðingum í
Brndaríkiunum — en þar eru
nú alls 5 millj Gyðiríga — og
end.urvakning Oyðinga-ofsókna
fasistanna í Italíu eru önnur
dæmi um nýja öld kynþáttahat-
hntu-rs. sem nú virðist ganga
vfir veröldina, og stjórnmála-
flrvkar munu standa á bak við.
Enn meir aðkallandi er samt
Framh. á bls. 8.