Morgunblaðið - 20.06.1948, Síða 8
8
MQRGUNB LAÐIÐ
Sunnudagur 20. júní 1948.
—Fisksala
Framh. af bls. 2.
Eins og sjest af skýrslunni
flutti ísland rr.eira af bolfisk-
fiökum til Bandaríkjanna beld-
ur én Kanada, síðastliðinn mars
mánuð.
Vörugæði.
Því miður hefur nokkuð skort
á, að vörugæði fiskjarins væru
svo góð sem skyldi. Umbúðir
eru oft heldur ekki eins góðar
og glæsilegar og æskilegt væri.
Mikil framför hefur orðið hjá
frystihúsunum á þessu sviði á
tveim síðustu árum, en stórt á-
tak þarf ennþá til þess að koma
þessu í gott horf.
Yfirleitt þykir fiskurinn mjög
góður, en gæta verður þess, að
þótt vertíðarfiskur af milli-
stærð sje góður matur, þá er
horaður golþorskur að vorinu,
allt annað en góð vara til fryst-
ingar. íslenski freðfiskurinn er
ennþá óflokkaður, og er nauð-
synlegt að flokkun á fiskínum
verði framkvæmd sem fyrst.
Einnig þarf að haga því svo
til, að flök af mismunandi stór-
um fiski sjeu sett í tilheyrandi
umbúðir, t.d. að flök úr smá-
fiski sjeu sett i 1 lb. öskjur, en
flök af stórum fiski í 10 Ib. öskj
ur. Þær öskjustærðir sem eiga
við fyrir Bandaríkjamarkað eru
1. 5 og 10 lbs.
Framtíðin.
Sölumiðstöð hraðfryst'hús-
anna hefur átt því láni að fagna,
að fá mjög gott fólk til að vinna
markað fyrir íslenskan fisk í
Bandaríkjunum. Sumir bestu og
þekktustu miðlarar á frystum
fiski hafa tekið að sjer dreif-
ingu á íslenska fiskinum. Hjer
er því á traustum grundvelli að
byggja og heíur Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna unnið hjer
mikið brautryðjandastarf.
í framtíðinni er hjer um veru
legan markað að ræða, ef þess
er gætt, að hafa verðið sam-
keppnisfært, mikil vörugæði,
umbúðirnar vandaðar og glæsi-
legar, úrvalið nóg og um fram
allt, að fiksurinn sje allt af
fáanlegur á markaðinum.
(Fuflur kassi
| að kvöfdi
| hjá þeim, se».i auglýsa í
? MorgunblsA.nu.
■inmmmiiiifiiumxuuHHiMMMHMiiiMitiiiiimH
Ur ýmsum átfum
Alþýðublaðið segir um Kilj-
an: „Rithöfundarfrægð hans
leysir hann ekki frá þeirri
skyldu að hlíta lögum almenns
velsæmis." Svona harðar kröfur
erum við farnir að gera til skáld
anna. Skyldi Þjóðviljinn ekki
telja þetta tilraun til andlegrar
kúgunar?
★
Hjer koma nokkrar „fagrar
raddir“ úr baðstofuhjali Tím-
ans: „Úti um land er sumar-
dagurinn fyrsti einkum hann
sjálfur." .....,En það sem
fyrst og fremst er ábyrgðar-
hluti, er ekki að láta börnin
fæðast, heldur að umgangast
þau....“ Þó viðurkennir þessi
uppeldisfræðingur að sá valdi
miklu sem upphafinu veldur.
Flestir leiðarar Tímans ganga
út á það hvað kaupfjelögin
í dreifbýlinu hafi skarðan hlut
í innflutningnum. Samt er að-
alinnihald frjettanna í þessum
sömu blöðum hvað kaupfjelög-
in hafi aukið verslun sína, fram-
kvæmdir þeirra aukist og hagur
þeirra batnað á allan hátt.
„Þeir, sem hafa peninga í
sveitunum eru barnakennarar"
.... er blaði einu nýlega skrif-
að norðan úr Þingeyjarsýslu.
Nú er öldin önnur, en þegar
Ólafur Kárason Ljósvíkingur
var að segja börnum til í lestri,
skrift og kristindómi.
★
Ungur Tímamaður skrifar í
mesta vandlætingartón um þann
áróður, sem sje að skifta þjóð-
inni í kommúnista og ekki-
kommúnista. Væntanlega vill
greinarhöfundur í hvorugum
flokknum vera, svo að líklega er
hin pólitíska formúla fyrir þess-
ari Tímasál eitthvað á þessa
leið: y2 kommúnisti + ekki-
kommúnisti = miðflokksmaður
= Framsóknarmaður.
Sveitamaður segir í blaðavið-
tali: „í þeirra valdatíð (Ól. Th.
og kommúnista) hófst hin ill-
ræmda glingurs- og pjátursöld
íslendinga." .... Ekki er þess
getið hvort landbúnaðarvjelarn-
ar, jepparnir, togararnir og
strandferðaskipin tilheyri glingr
inu eða pjátrinu. Svo er að
heyra á bóndanum að öld þessi
standi enn, þrátt fyrir ráðherra-
dóm þeirra Eysteins og Bjarna.
„Hann er þá víst á Hermanns-
línunni þessi“ varð einum les-
anda að orði.
3,812 miljónir til flotans.
WASHINGTON — Bandaríska
öldungadeildin hefur samþykkt
3,812 miljón dollara fjárveitingu
til flotans.
Atiræðisafmæli
FRÚ KRISTJANA Bessadótt-
dóttir á Siglufirði er áttræð í
dag. Hún er fædd á Siglufirði
þann 20. júní 1868, dóttir hjón-
anna Bessa Þorleifssonar skip-
stjóra og Guðrúnar Einarsdótt-
ur. Á æskuárum fluttist Kristj-
ana burt frá Siglufirði með
foreldrum sínum, en settist svo
að þar aftur með manni sín-
um, Sigurjóni Benediktssyni
járnsmið, og bjuggu þau þar
síðan um 40 ára skeið. Sigur-
jón andaðist fyirr þrem árum.
Frú Kristjana hefur sjeð
Siglufjörð vaxa upp og hún á
mikinn auð minninga, sumar
um harðindi og erfiðleika, en
aðrar og miklu fleiri um gæfu
og gengi, sem í ríkum mæli
fjell þeim hjónum í skaut og
með sanni má segja, að liafi
verið endurgjald fyrir hin
miklu störf þeirra og prúða
framkomu. Samborgarar frú
Kristjönu og allir aðrir, sem
hafa kynnzt henni, geyma
hlýjar minningar um hana,
þær minningar eru bjartar og
ljúfar eins og hún er sjálf, hin
glæsilega heiðurskona, og
margir senda henni í dag hug-
heilar árnaðar- og blessunar-
óskir, þar sem hún situr heima
á fallega heimilinu sínu á
Siglufirði.
H. K.
Sjð biljón dollara
fekjoafgangur
Washington.
SNYDER, fjármálaráðherra
Bandaríkjanna, hefur skýrt frá
því, að búast megi við að tekj-
ur ríkisins umfram gjöld á fjár-
hagsárinu, sem endar 30. júní,
verði meir en ?jö biljón dollar-
ar. Þetta verður mesti tekju-
afgangurinn í sögu Bandaríkj-
anna.
14,000 í hafnarverk-
falli í London
London í gær.
HAFN AR VERKF ALLINU
-heldur áfram í London, en það
hófst fyrir sex dögum síðan.
Verkfallsmenn eru orðnir yfir
14.000 og á fjöldafundi í morg-
un ákváðu þeir að vísa á bug
beiðni yfirvaldanna um að
taka upp vinnu að nýju.
Verkfallið hófst vegna brott
reksturs 11 hafnarverkamanna.
■— Reuter.
- fþróllir
Framh. af bls. 3.
Trausti Eyjólfsson, KR (200
m.), Haukur Clausen, ÍR (300
m.) og Reynir Sigurðsson, ÍR
(400 m.).
I bessari ágiskun um íslenska
landsliðið er ekki reiknað með
því að Orn Calusen verði með,
þar sem hann hefir verið
meiddur og hæpið að hann hafi
náð .sjer til fulls um næstu
helgi. — Sama er að segja um
Kjartan Jóhannsson. Hann get-
ur ekki verið með vegna las-
leika. ■— Þorbjörn.
— Meðal annara erða
Framh. af bls. 6.
sem áður að bæta aðstöðu þeirra
1. milj. Gyðinga, sem í Araba-
rikjunum dvelja en kynbræður
þeirra annarsstaðar segja, að
þeir sjeu nú kúgaðir og frelsi
sviftir, vegna atburðanna í
Palestínu.
I því skyni, að reyna að vinna
bug á þessu vaxandi kynþátta-
hatri víðsvegar um heim, er
ætlað, að þingið muni senda
bænabrjef til allra landa, þar
sem farið verði fram á, að bann
aðir verði fastistaflokkar og
önnur samtök. er ala á kyn-
þáttahatri og Gyðinga-ofsókn-
um.
IV. Þýski friðarsáttmálinn:
Þingið mun að öllum líkindum
fara fram á skaðabætur frá
,Þýskalandi fyrir að tortíma 6/1
af öllum Gyðingum Evrópu.
Gyðingar í einu landi senda
ekki fulltrúa á þing þetta, sem
sje Rússlandi, en þar eru þeir
mjög fjölmennir. Fulltrúar
munu koma frá öllum hinum
Aústur-Evrópulöndunum. For-
stöðumenn þingsins, segja, að
sambandið við Gyðinga í Rúss-
landi hafi rofnað 1917 og síðan
hafi reynst ókleift að fylgjast
með aðstöðu þeirra þar í landi.
Hjartanlega þakka jeg öllum þeim mörgu samstarfs-
mönnum, ættingjum og vinum, fjær og nær, sem á 'j
ýmsan hátt glöddu mig á 75 ára afmælinu minu þann »
17. júní.
Ásrri- Gestsson.
MATARSALT
fyrirliggjandi.
JJ^ed tjcmiáOFi CJo h.f. [|
UUUÚRllllXnítMlii *
BJUkSUOUUMPiæ BJIBJIB UO<
AuglVsingar,
sem birtast eiga í sunnodagsblaðinu
í sumar, skulu eftirleiðis vera komn-
ar fyrir kl. 6 á föstudögum.
\h
X«9
4
£
Efflr Roberf Storm
§oæm.
‘IMÍ2Í*.
ABOUT TM:- VVIUDA
51TUATI0N, PHIL! I OAW HER
AT HEADQUARTEP'S’ TODAV —
5HE REMZmZF.'zD //,£ FR0/V)
THAT FLORiDA JOl
Bing: Já, það er leiðinlegt. Jeg sá Wildu á lögreglu-
stöðinni í morgun. Hán mundi eftir mjer, frá því
jeg kynntist henni í Florida-málinu. — X-9: Jeg
reyndi að ná tali af henni, en hún mátti ekki vera
að því að svara mjer. Bing: Mig grunar nú, að hún
beri enn heitar tilfínningar til þín. Þú hefði’r átt að
sjá, hvemig henni vöknaði um augu, þegar hún sá
mig. — Á meðan. Maðurinn: Jæja, þá eru skrjóð-
tilbúnir til sölu. Gullaldin: Ágætt, jeg mun í
persónu fara á fund fyrsta kaupandans. Hún
verið að heimta nýjan bíl, hvað sem það kost-
. .aaW