Morgunblaðið - 24.06.1948, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.06.1948, Blaðsíða 6
MORGIJ NBLAÐIÐ Fimmtudagur 24. júní 1948., I Útg.: H.f. Áryakur, Rðykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 10,00 á mánuði, innanlands, kr. 12,00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. Eitt rekur sig á ann- ars horn S.L. ÁR hafa blöð Framsóknarflokksins haldið uppi látlaus- tun árásum á gjaldeyrisyfirvöld og ríkisstjóm fyrir að sam- yinnufjelögunum væri sýnd rangsleitni í úthlutun gjaldeyris- og innflutningsleyfa. Svo háværar hafa ásakanirnar verið tim misrjetti það, sem samvinnufjelögin hafi átt við að búa, að litið hefur út fyrir að langt væri komið með að svipta þau bókstaflega öllum innflutningi. Þeir, sem kunnugur hafa verið þessum málum hafa hins- •yegar vitað að því fer mjög fjarri að þessar ásakanir hafi haft við rök að styðjast. Samvinnufjelögin hafa ekki orðið harðar fyrir barðinu á innflutningshömlunum en einstakl- ingsverslunin, nema síður sje. En Tíminn og önnur blöð Framsóknarflokksins hafa ekki áðeins haldið því fram að innflutningshömlunum sje nú beitt gegn S. 1. S. heldur hafi kaupfjelögin undanfarin ár setið við hið óæðra borð um innflutning. Einnig í þessu er sann leikanum mjög hallað, svo mjög, að hann nefnist Tímasann leikur. En sú tegund sannleika hefur fyrir alllöngu skapað Sjer hokkra sjerstöðu í hugum alls almennings á fslandi. ' Hjer í blaðinu hefur verið margskorað á Tímann að birta tölur um vörusölu S. f. S., t.d. á s.l. ári. En Tíminn hefur tregðast við að gera það. Ekkert ætti þó að sýna betur hið margumtalaða misrjetti en sjálfar tölurnar um innflutning- inn og vörusöluna, Hvernig stendur á að Tíminn hefur ekki yiljað birta þessar tölur? ★ 1 þessari viku hefur staðið yfir á Akureyri aðalfundur S. f. S. í frjettagrein frá honum í Timapum s.l. þriðjudag er komist að orði á þessa leið: „Vörusala Sambandsins á innlendum og eriendum vörum . hefur aukist allverulega. Stafar aukning þessi að verulegu v leyti af verðhækkunum, af aukinni sölu inniendra vara. en , einnig af því að Sambandið hefur fjölgað starfsgreinum í ár Þessar upplýsingar byggir Tíminn á skýrslu aðalfiam- kvæmdarstjórans, Vilhjálms Þór. Hvað segir nú þessi frásögn? Segir hún að erlend vörusala S. í. S. hafi minnkað síðasta starfsár? Nei, hún segir þvert á móti að hún hafi aukist. En af hverju hefur hún aukist? Framkvæmdarstjórinn skýrir frá því líka. Það er m.a. vegna þess að „Sambandið hefur f jölgað starfsgreinum í ár“. En bendir það til þess að það hafi verið harkalegar leikið upp á síðkastið en aðrir innflytjendur? . Þá ályktun getur engin dregið nema þeir, sem hafa gaman af því að híilla sannleikanum meira en lítið til. Þannig rekur eitt sig á í annars hom hjá Tímamönnum. En það er eitt atriði í þessu máli, sem enn einu sinni má ' mirina á. 1 í þriðjudagsfrásögn Tímans frá aðalfundi Sambandsins á "Akureyri, þar sem höfð eru eftir þau ummæli V. Þórs að vörusala þess hafi aukist og starfsgreinum f jölgað, er hvergi ságt frá heildarvörusölu S. 1. S. á árinu. Það væri þó nógu fróðlegt að fá að vita, fyrir hve háa upphæð stærsti heild- sali landsins, Samband íslenskra samvinnufjelaga, hefði selt vörur árið 1947. Þá væri hægt að fá einkar glögga hugmynd um, hve miklum rangindum hann hefur verið beittur í skipt ingu innflutningsins. Nú hafa forstjórar innflutnings- og útflutningsdeildar þess gefið skýrslur sínar og verður að vænta þess að Tíminn birti nú niðurstöðutölur þeirra. I ★ Kjami þessa rnáls er sá, að allt tal Tímans um að sam- ýjrinufjelögin hafi verið beitt rangsleitni í innflutningsmál- , unum er byggt á beinum fölsunum staðreynda og hefur enda t - allt anrian tilgang en að tryggja hag neytenda. Það er fyrst • og frgrpst yfirvarp hinna ráðandi afla innan Framsóknar- flokksins, sem una engu öðru en skilyrðislausri drotnun flókképólitískra samtáka yfir verslun landsmánna. Þar lá hundurinn gráfinn. ___, i í ._3 verjl áhripat': DAGLEGA I Útþrá. ÚTÞRÁIN hefir lengi verið Islendingnum j blóð borin. Það hefir mörgum ungum mannin- um þótt þröngt um sig heima. Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla. Þúsundum sam an fóru Íslendingar af landi burt til að leita hamingjunnar. Þeir trúðu því, að í Ameríku drypi smjör af hverju strái og rúsínur og sveskjur (luxus peirra tíma) hjengi á trjánum og að þetta lostæti gæti hver og einn lesið af greinunum að gigin vild og fyrir hreint ekki neitt. Nú'er þetta gömul saga, eða svö gæti virst í fljótu bragði. En þó'bendir fyrirspurn, sem Dáglega lífinu hefir börist til þess, áð. enn sje útþráin sterk hjá ungum mönnum á þessu landi. Vilja til Venezuela. TVEIR ungir menn úti á landi skrifa og spyria hvort jeg vilji gefa þeim upplýsingar um inn- flutning fólks til Venezuela. Þeir segjast hafa í hyggju að flytja þangað og freista gæf- unnar. Þeir eru báðir útlærðir iðnaðarmenn og una sjer nú ekki lengur hjer á okkar köldu eyju. Ekkj veit jeg um aðrar að- stæður þeirra, en ef þær eru líkar aðstæðum hundruð annara ungra manna, sem hafa verið settir til menta í þessu landi, þá hafa fátækir foreldrar þeirra lagt að sjer til að koma þeim í gegnum langt og erfitt nám í skóla, sem styrktur er af opin- beru fje. Nú vilja þeir þakka fyrir sig og fara burt. Nota reynslu sína og þekkingu í þágu annarar þjóðar — í von um gull og frama. Engar upplýsingar. EN þeir fá engar upplýsingar hjá mjer þessir góðu piltar. Fyr ir það fyrsta veit jeg lítið um innflutning fólks til Venezuela, en þótt jeg vissi alt, sem vitað verður um það efni, þá yrði sú þekking ekki notuð til, að hvetja unga íslendinga til að yfirgefa land sitt, sem þarf á starfskröftum þeirra að halda. • Lesið Brasilíu- farana. ÞAÐ er varla hægt að áfelí- ast þessa ungu menn fvrir, að þeir vilji fara út í lönd og sjá sig um. En til Venezuela eiga þeir ekkert erindi. Það væri hinsvegar ráð fyr- irþá, að útvega sjer gömla bók, sem einu sinni kom út á ís- lensku og hjet Brasilíufararnir. Síðan geta þcir sest inn í her- bergi sitt, lagt í ofninn sinn, þar til hann verður rauðgió- andi og sest við að lesa Brasilíu farana. Það ætti að sefa hungur þeirra til heitra æfintýra í bili að minsta kosti. Ef þeir kynda vel ættu þeir að geta fengið dálítinn for- smekk af því hvernig það er að vera í Venezuela. • Islenskur valmúi í Ástralíu. EN hjer er saga um annan útflutning frá íslandi, sem gam- an er að heyra um. James Whittaker í London, sem oft hefir skrifað til „Daglega lífs- ins“, segir frá því í brjefi, að hann hafi fyrir skömmu skrifað kunningja sínum, Everil A. Venman í Brisbane í Suður- Queenslandi í Ástralíu og minst á, að hann myndi við tækifæri reyna, að útvega henni valmúa- fræ frá íslandi. En þessi frú er áhugasöm um blómarækt. Frúin skrifar honum aftur og segir: „Þjer yrðuð undrandi, ef þjer kæmuð hingað þegar íslenski valmúinn okkar blómstrar. Hann er einhver eftirsóttasta skraútblóm hjer um slóðir. Fólk hjer hefir ánægju af að hafa hann í vösum í íbúðum sínum, ásamt blöðum af ástralska gummi-trjenu, en það fer mjög vel saman“. • Hvaðan kom hann? ■ÞAÐ væri fróðlegt, að fá að vita hvaðan íslenski valmúinn í Ástralíu hefir komið og hver hefir flutt hann til Ástralíu, ef Irann er hjeðan fluttur. Til gamans þeim, sem kann- ast við áminstan Whittaker má geta þess, að hann hefir verið kjörinn fjelagi í hinu breska konunglega garðyrkjufjelagi og ennfremur er hann fjeiagi í Konunglega Landfræðifjelag- inu breska, sem er eftirsótt mjög. Telur hann sig eiga ís- landi að þakka, að hann hefir verið kjörinn fjelagi í þessum fjelögum og að hann getur nú sett fyrir aftan nafn sitt FRHS og FRGS, en það þykir fínt þar í landi. Loks má geta þess, að Whit- taker hefir ritað grein um ís- land í tímaritið „The World Toaay“. Er það allmikil ritgerð, um 4000 orð og þarf ekki að efa, að hann skrifar vel um ís- land. MEÐAL ANNARA ORÐA mem. vörusýning í Kaupmannahðfn Kaupniannahöfn. Eftir CHARLES CROOT, frjettaritara Reuters. MEIR en 1000 bresk fyrir- tæki munu taka þátt í sýningu, sem haldin verður í Kaup- mannahöfn frá 18. september íil 3. október næstkomandi. Sýn- ing þessi verður eingöngu ætl- uð breskum vörum, en stjórn- endur hennar segja, að mark- mið hennar sje að sýna Evrópu þjóðunum, að ,-Bretar geti fram leitt og afgreitt betur og fljótar en flestar aðrar þjóðir“. Þégár hefur að mestu verið gehgið frá sýningaráætluninni, en~vörusýning þessi verður sú stærsta', sem nokkru sinni hef- ur 'veilð haldin á Norðurlönd- um. Miljónum króna hefur ver- ið varið til hennar. • • Á FIMM STÖÐUM. Þar s*m engin ein bygging í Kaupmannahöfn reyndist nógu stór til að rúma alla sýning- una, verður henni komið fyrir á fimm stöðum. Aðalsýningar- svæðið verður á Forum, þar sem vjelaframleiðendur munu koma fram með sýnishorn af vörum sínum. í Tivoli sýna sjónvarps og húsgagnaframleiðendur, auk stórra flug og skipafjelaga. Sjónvarp verður meðal annars sýnt í notkun, en þetta hefur þegar vakið athygli í Ðanmörku þar sem undirbúningur undir byggingu sjónvarpsstöðvar er hafinn þar, FJOLDI GESTA. Forstöðumenn ferðaskrif- stofa í Kaupmannahöfn gera ráð fyrir, að geysimikill fjöldi gesta komi víðsvegar að úr Evrópu til þess að skoða sýninguna. Und irbúningur hefur þegar verið hafinn undir það, að nóg hótel- pláss og matvæli verði fyrir hendi í Kaupmannahöfn meðan á sýningunni stendur. I sambandi við þessa bresku vörusýningu, verða ýmiskonar íþróttakeppnir háðar í Kaup- mannahöfn milli Breta og Dana. Knattspyrnukeppni fer að öll- um líkindum fram á milli land- anna, auk annarra kappleikja. Þá er vonast eftir því, að frum- sýiiing verði um þetta leyti á kvikmyndinni „Hamlet“, sem Sir Laurence Oliver leikur að- alhlutverkið í. • • „BRESK BORG.“ Ýmsir Danir hafa orð á því, að sýning þessi verði svo víð- tæk, og skemmtanij-nar og í- þróttakeppnirnar í sambandi við hana jsvo fjölþættar, að Kaupmannahöfn verði í raun og veru „bresk borg“ meðan á öllu þessu stendur, Orðabækur og handbækur ýmiskonar verða prentaðar á ensku. Á hótelun- um verða framreiddir enskir rjettir. Og breskar vörur verða í sýningargluggum allra stærri verslana. Verndarar bresku sýningar- innar verða konungar Bretlands og Danmerkur, Enn hefur ekki verið ákveðið, hver opni sýn- inguna, en Danir vona, að það verði einhver úr bresku kon- ungsfjölskyldunni. Áður en til- kynnt var að Elisabeth prins- essa mundi um tíma hætta að koma fram opinberlega, var jafnvel talið ekki ólíklegt, að hún og maður hennar mundu heimsækja Danmörku meðan á vörusýningunni stæði. Vsrkamenn andvígir þjéðnýtingu NÝÚTKOMIÐ breskt blað skýr- ir frá því, að starfsmei.n í breska tóbaksiðnaðinum hafi ákveðið að leggja þá kröfu sína á hilluna, að tóbaksiðnaðurinn verði þjóðnýttur. í ræðu, sem einn fulltrúi tó- baksverkamanna flutti á þingi verklýðsfjelags þeirra. benti hann meðal annars á, að verka- menn mættu ekki gleyma því, að hjá öllum þjóðnýttum iðn- greinum hafi framleiðslan hækk að í verði. Hann kvaðst ekki líta svo á, að afskipti ríkisstjórn arinnar bresku af tókbaksiðnáð- inum til þessa gæfi góðar vonír um bætt kjör, enda þótt stjórn- in tæki að sjer allan rekstur verksmiðjanna. 1946 höfðu starfsmenn tó- baksverksmiðjanna hinsvegar krafist þess, að þær yrðu þjóð- nýttar þegar í stað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.