Morgunblaðið - 24.06.1948, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.06.1948, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 24. júní .1948. KENJA KONA €flir Ben -A * SiLÍÍMUYló 110. dagur „Jæja, og hvað ætlar þú aO vera lengi í bindindi núna?“, spurði Will. Hann hækkaði róm inn og reyndi að láta heyra til sín yfir hlátursköllin. „Jæja, þú segir að bólgan hjaðni, ef jeg íer að drekka aft ur“, spurði Dan. „Já, hún verður ábyggilega horfin eftir eina viku“. „Þá er jeg alveg ákveðinn í því að bragða aldrei áfengi framar. Jeg skal nefnilega sýna þjer, hvernig stendur á þessari bólgu“. Hann dró seðlabúnka upp úr vasanum, sem Jenny hafði lánað honum, og veifaði honum sigri hrósandi. „Þetta eru hundrað dollarar". Þetta var brennipunkturinn í leikrit- inu og Dan var sjálfur svo hrif inn að hann bætti við setning- una: „Og þú segir að jeg fái fleiri bólgur, ef jeg hætti að drekka, en jeg vil endilega bólgna allur út“. Tjaldið var dregið fyrir og ungfrú Merrill kom til að þakka þeim fyrir skemmtunina, og þó sjerstaklega Dan. Lófatakið glumdi úr salnum, og Dan var mjög ánægður með frammistöð- una. Honum fannst þeir iiafa gert vel. VIII. John Evered kom heim um jólin. En bræournir söknuðu hans enn sárai þegar hann yf- irgaf þá aftur strax eftir nýár- ið. Linc heirasótti þá sjaldan, og þau fáu skipti, sem hann kom, fannst þeim hann breytt- ur. Þeim fanmt hann nærri því vera feiminn við þá. Um vorið fjekk Will misling- ana, og litlu seinna smituðust Tommy, Mat og Dan einnig. Dan var enn í rúminu, þegar hinir bræður hans fóru til Sear- spoart til að heimsækja Meg. Honum var farið að skána, þeg- ar móðir hans kom til hans dag nokkurn og sagði að hann væri orðinn alveg r.ógu frískur til að fara líka til Searsport. Hún var nýkomin úr bænum, og það lá sjerstaklega vel á henni. Dan tók eftir því að augu hennar Ijómuðu af kæti. Svo var hon- um troðið upp í vagninn með Pat og Ruth og börnunum þeirra. Dan var enn veikburða og fór að skæla af gleði yfir því að fá að fara að heimsækja Meg. Pat yngri gerði gys að hon um, að hann skyldi skæla eins og smábarn, en Dan var alveg sama. Hann skemmti sier ágætlega hjá Meg. Pav/l skipstjóri var heima og hann og Meg leigðu skútu í tvo daga og fóru með drengina í skemmtiferð út á fló ann, kring um Isle au Haut og gegnum Eggemoggin Reach. Bræðrunum var stundum leyft að stýra og hjálpa til við að vinda upp stórseglið Á næturna sigldu þau«pP að landi og gistu í hellum við ströndina. Will varð ákveðinn í því að verða sjómaður, þegar hann vrði stór. En Dan hugsaði til föður síns. Hann vildi verða timburkaup- maður eins og hann. Faðir ha.ns var á eilífu ferða- lagi allt sumarið. En þegar hann var heima, reyndi hann alltaf að gera eitthvað sonum sínum til skemmtunar. I október kom leiðinlegt fyrir. Dan vissi ekki, hvað það var, fyrr en Pat Tiern ey sagði honum það. Dan vissi, að Mattie Hansson, sem hafði þvegið þvotta fyrir þau um tíma, átti einhvern þátt í þessum leiðindum. En Pat sagði honum að faðir hans væri að eltast við svertingjastelpur. Dan varð svo reiður að hann rjeðist á Pat og lamdi hann, þangað til hann lá kylliflatur á jörðinni, og æpti hástöfum á hjálp. En Dan vissi, að þó að Pat hefði skrökvað að sjer, var eitthvað á seyði. Faðir hans var alltaf svo áhyggjufullur og hugs andi Svo hanrt fór aftur til Pat og bað um frekari upplýsingar. Þær fjekk hann, og það svo skilmerkilega, að honum fannst hann geta kastað upp. „Pabbi minn mundi aldrei geta gert slíkt“, sagði hann. Pat gaut til hans augunum og glotti. ,Jeg gæti vel trúað honum til þess. Auk þess gera þetta víst allir“. „Ekki pabbi minn“. .,Bæði pabbi þinn og mamma þín“. Dan var orðinn svo reiður, að hann náði varla andanum. „Þú ert óþokki og lygari“, æpti hann íiaman í Pat. ,,Þú ert eins og hver annar hvítvoðungur. Eða hálfviti. Þau gerðu það bæði, þegar þú fædd- ist og þegar Will fæddist, og Tom og Mat, fjórum sinnurn". Dan var alveg varnarlaus. En traust hans á föður sínum og móður var óbilandi, svo hann sló Pat yngra aftur kylliflatan. Pat eldri kom að og vildi fá að vita, um hvað þeir deildu. Sagði Dan honum snöktandi frá því, sem Pat hafði logið upp á föður hans og móður. Pat eldri tók í eyrað á syni sínum og dró hann með sjer inn. Lengi á eft- ir heyrði Dan ópin og hljóðin innan úr húsinu í Pat yngra. Þá dagana, sem rannsókn málsins stóð, fóru bræðurnir ekki í skólann. Þá daga tók Dan út þjáningai af hræðslu — hræðslu við citthvað óþekkt. En þegar hann sá. að faðir hans og' Meg og Saladine dómari voru ánægð á eftir, varð hann rólegri. En honum fannst alltaf hálf- partinn að móðir hans tæki ekki þátt í þessari gleði, og hann hafði einhvern Veikan grun um að Linc hefði gert eitthvað, sem honum mundi aldrei vera fyr- irgefið. Linc kom aldrei að heim sækja þau um sumarið og þeg- ar Dan spurði hvar hann væri, sagði faðir hans aðeins: ,Jeg veit það ekki. Hann er farinn hjeðan“. IX. Þegar flóðið kom, var faðir Dans á ferðalagi. Þegar hættan á flóði var orðin öllum Ijós. bað Dan móður sína um að lofa sjer að fara að sjá ísinn sem var að stífla ána hjá Old Town. En hún vildi ekki leyfa honum það og hún bannaði honum, að koma nálægt ánni. Vikuna á undan flóðinu, var hún næstum altaf inni í sínu herbergi. Hún kom niður aðeins til að borða. Á laugardagsmorguninn fór frú McGaw til Brewer til að heimsækja dóttur sína, eins og hún var vön. En þegar Pat kom heim, sagði hann að flóðhættan væri orðin svo mikil, að það mundi ekki vera óhætt að sækja hana. ,,Það er ekki öruggt, að fara yfir brúna“, sagði hann við Jenny, „hún getur brotnað, með an jeg er hinum megin“. „Þá skaltu ekki hætta á það“, sagði hún. „Hún getur verið kyrr hjá dóttur sinni, þangað til hættan er liðin hjá“. „Megum við fara og sjá, hvað skeður“, spurði Dan. „Mamma, gerðu það, lofaðu okkur að fara. Pat getur komið með okkur“. Móðir hans hikaði. Hún var föl. Varir hennar voru drifhvít- ar. Það var auðsjeð, að henni eið illa. Loksins lofaði hún þeim að fara með Pat, gegn því, að hann gætti þeirra vel. „Jeg skal sjá um drengina, frú“, sagði Pat. „Það er sjálf- sagt, að lofa þeim að fara. Það er ekki víst að þeir fái tæki- færi til að sjá annað eins aftur um æfina“. ,,En þið verðið að vera komn- ir heim aftur áður en dimmir“, sagði hún og Pat lofaði því. Svo lögðu þeir af stað, inn til bæj- arins. Þeir sáu, hvar fólk var á þönum við að flytja búslóð sína úr húsunum á hættusvæð- inu, og fjöldi verkamanna var að rífa niður timburhlaða, og flytja hann á öruggari stað. Pat leiddi Will og Tomrny og Dan leiddi Mat. Þeir gengu um bæ- inn allan daginn og horfðu stór- um augum á allar hamfarirn- ar. Þegar þeir komu heim um kvöldið, voru þeir svo þreytt- ir, að jafnvel Dan gat vel hugs- að sjer að fara beina leið í rúm- ið eftir kvöldverðinn. Um nóttina skall flóðbylgjan yfir bæinn. En bræðurnir sváfu svo fast, að þeir vöknuðu ekki einu sinni við klukknahringing- arnar. Jenny kom ekki niður til morgunverðar næsta dag og Ruth sagði að hún hefði þau skilaboð frá henni, að hún ætl- aði að sofa lengi. Hún mundi ef til vill vera í rúminu allan daginn og vildi ekki að neinn ónáðaði sig. Um daginn fóru bræðurnir aftur með Pat til bæj arins til að sjá eyðileggingarn- ar. Þeir hrópuðu upp yfir sig, þegar þeir sáu, að vatnið hafði verið sjö fet á vestra markaðs- torginu. Dan varð yfir sig hrif- inn af sögunni, sem sögð var úr pósthúsinu Vatnið hafði flætt inn í afgreiðslusalinn og Miller, skrifstcfustjórinn, hafði skipað skrifstofumönnunum að flýta sjer upp á efri hæð húss- ins. En einn skrifstofumaðurinn varð eftir. Miller kallaði þá til hans úr stigagatinu og spurði, hvað hann væri eiginlega að gera. „Jeg er alveg að koma“, svar- aði hann, „jeg er bara að ljúka við að frímerkja brjefin, sem búið er að borga“. Sums staðar á götunum voru stórir ísklumpar, sem áin hafði skilið eftir. Þar lágu þeir og hindruðu alla umferð, þangað til þeir bráðnuðu. Þegar þeir komu heim um kvöldið, höfðu þeir frá mörgu að segja, en Ruth sagði þeim, að móðir ~þeirra svæfi enn. „Hún hefur að minnsta kosti ekki hringt á mig, og þið meg- ið ekki ónáða hana. Þið verðið að ganga hljóðlega um, og lofa henni að hvíla sig. Jeg held jeg viti, hvernig það er að hafa höf- uðverk“. BEST AÐ AUGLtSA / MORGUNBLAÐINU GÆFAN 8. Morguninn eftir vaknaði hann snemma og fullur ákafa og eftirlöngunar skundaði hann fram veginn. Nú gat hann ekki verið langt frá ákvörðunarstaðnum. Hann leit við og við á töfluna og sá, að talan hækkaði, — það varð 349 < og •— 8 og — 9 og svo birtist honum talan, sem hann hafði jafu- an beðið eftir, þarna stóð hún á töflunni, skýrum stöfum — 3500. Hann leit í kringum sig. — Hvað var þetta? Honum fannst hann kannast við sig, fannst hann hafa verið þarna áður. Var hann að dreyma, eða var hann vakandi? Sólin skein skært og geislar hennar flæddu yfir fagurt íand — Fyrir framan hann lá lítið þorp umvafið yndislegum blóm- um og ávaxtatrjám og í miðju þorpinu kúrði gömul, grá kirkja. Hún var undarlega útlits, eins og vansköpuð, likast því að turninn hefði ekki verið gerður eins hár og hann átti að vera, svo að spíran bar hann ofurliði. Það var eins og bam, sem er með hatt af fullorðnum manni á höfðinu. Jakob stóð grafkyrr á miðjum veginum og nú rann upp - ljós fyrir honum. Hann stóð á nákvæmlega sama stað. og hann hafði mætt ókunnu konunni forðum. Hafði hún þá leikið á hann? Hann gat varla trúað þessu og leit enn einu sinni á töfluna. Nei, það var enginn vafi, þar stóð greini- legum stöfum 3500. Hafði hún þá logið að honum. Var eng- inn bústaður gæfunnar þarna? Hann tók eftir, að skammt frá veginum stóð snotur bóndabær. Jæja, hún hafði svikið hann og logið að honum. Það var best að ganga yfir að bænum, og gleyma öllum vonbrigðunum. Hann kom inn í húsagarðinn. Fjögur fcörn voru að leika sjer þar. Jakob hrökk við, þegar hann leit á þau. Elsti drengur- inn var lifandi eftirmynd hans Frits. Jakob hafði ekki hugs- að til bróður síns í langan tíma. Á bekknum fyrir framan húsið sátu tveir gamlir menn og reyktu pípur sínar í ró og næði. Aftur hrökk Jakob við og strauk hönd um enni sjer. — Annar gamli maðurinn var faðir hans, heldur gráhærðari, en þegar hann sá hann síðast og aðeins bognari í oaki, en mikið glaðlegri. bsmm.¥ ■ ■ uii * xuuhhum • ■»»■■ »innfar«» «■ ■ ■■ ■ ■ ■»» ■ Hnefaleikanámskeið \ s heldur Glímufjelagið Ármann í fimleikasal Mclaskólans 5 sem liefjast n.k. mánudag og standa út júli. Kennari ■ verður: t Ofto von Poraf Þátttaka er heimil öllum, bæði fjelagsmönnum og ut an fjelags. Ennfremur verða hópar teknir í einkatíma á daginn, fyrir og eftir hádegi- Nánari upplýsingar gefnar í Bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg, þar sem innritun í námskeiðin fer fram. Clímufjelagi'ð Ármann. ■Mirtnas b btbítss ■ Síldorsaltendur Fogel’s Houtagentuur ebij. „Foham“ Rotterdam, eru eigendur stærstu verksmiðju Evrópu, sem fram- leiðir síldartunnur. Þeir geta nú þegar boðið fram- leiðslu sína til íslands, með hagkvæmu verði. Ennfrem ur tunnustafi, gjarðir, lok, botna og sponsa. Nánari uppl. gefur umboðsmaður verksmiðjunnar, ó Ótaf* Sími 6351. acýHtAó VJ. K-yiafóóon Símnefni: Link, Reykjavík. Bátsmann og netamann vantar á togara. Upplýsingar í sima 4596. s Bt 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.