Morgunblaðið - 27.06.1948, Qupperneq 6
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 27. júní 1948
‘ 0
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.).
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritst.jórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Askriftargjald kr. 10,00 á mánuði, innanlands,
kr. 12,00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók.
Ræða Ólafs Thors
1 RÆÐU þeirri, sem Ólafur Thors, fyrrverandi forsætisráð-
herra, formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti við setningu Lands-
fundarins á Akureyri og birtist hjer í blaðinu í gær er brugðið
upp greinilegri mynd af stjórnmálaþróun síðustu ára.
I þessari þróttmiklu yfirlitsræðu formanns Sjálfstæðisflokks-
ins er í fyrsta lagi gert grein fyrir myndun nýsköpunarstjórn-
arinnar, sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði forystu um að koma
a laggirnar- Þar er á það bent að Framsóknarflokkurinn gerði
haustið 1944 allt, sem hann gat till þess að koma i veg fyrir
að þingræðisstjórn yrði mynduð enda þótt flokkurinn tæki
þátt í undirbúningsviðræðum þingflokkanna um stjórnarmynd-
un. Þegar hún hafði tekist hefði Framsóknarflokkurinn svo
gert allt til þess að koma í veg fyrir árangur af starfi stjórn-
arinnar. Foringjar Framsóknarflokksins hefðu sýnt nýsköpun
atvinnulífsins fullan fjandskap enda þótt þeir þættust nú, þegar
hin nýju atvinnutæki væru komin til landsins alltaf hafa haft
áhuga fyrir að afla þeirra.
ia*. ...,... ,, i * if« E^:ii^xB3roiracas!s»
★
Ólafur Thors gerði hinn stöðuga róg Framsóknarflokksins á
hendur sjer og Pjetri Magnússyni nokkuð að umtalsefni. Auð-
Sætt væri að þótt samstarf hefði tekist milli Sjálfstæðisflokksins
og Framsóknarflokksins um ríkisstjórn þá væri það ennþá aðal-
ahugamál Framsóknarmanna að, svívirða leiðtoga Sjálfstæðis-
manna. Hrakti hann ádeiluatriði Tímans á ráðherra Sjálfstæðis-
flokksins í fyrrverandi ríkisstjórn lið fyrir lið.
Það er vel farið að formaður Sjálfstæðisflokksins skyldi gera
þessi mál að umræðuefni og gera þeim þar að auki eins góð skil
og hann gerði í ræðu sinni. Sjálfstæðismenn gengu með full-
um heilindum að samstarfi við núverandi stjórnarflokka eftir
svik kommúnista við nýsköpunina. En margir af ráðamönnum
Framsóknarflokksins hafa allt frá því að þessi stjórn var mynd-
uð haft það áhugamál eitt að rægja Sjálfstæðisflokkinn og
leiðtoga hans. Það hefur verið leið „milliflokksins“ til þess að
skapa hinni borgaralegu samvinnu starfsgrundvöll. Þannig
fer „milliflokkurirm“ að því að stuðla að friði og jafnvægi í
þjóðfjelaginu-
\Jilwerji óhrifar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Heimsóknir.
ÞAÐ ER GAMAN að taka á
móti góðum gestum. — Það er
mikið talað um íslenska gest-
risni og hún hefur verið rómuð
mjög,_ styndum að verðleikum,
einkum áður fyr.
Og það er ekki hægt að kvarta
yfir. því, að ekki komi gestir til
landsins í sumar. Iþróttamenn
koma til að keppa við okkar
menn og er .öllum almenningi
mikil ánægja að. Listamenn í
orðsins list og meira að segja
heilir vísindamannahópar frá
fjarlægum og nálægum lönd-
um — rjett eins og fyrir stríð,
þegar mestur áhuginn var fyrir
gamla Einbúanum í Atlants-
hafi. Vonandi. að vísindaáhug-
inn sje þó ekki að þessu sinni
af sömu rótum runninn og hann
var hjá sumum þjóðum hjer áð-
ur fyrr.
Jú," það er gaman að taka á
móti góðum gestum, en því að
eins að það sje hægt að gera
það sómasamlega,
•
Lítig upp á að bjóða.
ÞVÍ MIÐUR höfum við lítið
upp á að bjóða þeim erlendu
gestum, sem að garði ber —
fyrir utan það, sem náttúran
veitir. Og þótt sumum kunni
að þykja það ágætt, þáder ekki
hjá því, að ferðamaðurinn vilji
láta fara vel um sig, hafa nóg
til hnífs og skeiðar og það fyr-
ir skaplegt verð.
Það væri að bera í bakka-
fullan lækinn, að fjasa meira
um gistihúsaskort og ljeleg
veitingahús og frammistöðu. —
En hvorttveggja vantar, ef við
eigum að get?. talist menn með
mönnum og viljum hæna að
okkur erlenda íerðamenn í þeim
tilgangi, að bæta gjaldeyrisað-
stöðu okkar.
Við eigum svo óendanlega
langt í land í því, að geta boð-
ið ferðamönnum upp á þau
þægindi, sem sjálfsögð eru tal
in í öðrum löndum.
Sóttst eftir ferða-
möiinum.
í GÆR rakst jeg á auglýs-
ingapjesa frá Ferðaskrifstofu
ríkisins, sem prentaður er á
ensku og mun fyrst og fremst
ætlaður til áróðurs meðal þeirra
Breta, sem vilja koma hingað
í stutt ferðalög með „Esju“.
Pjesinn er verulega smekk-
lega úr garði gerður. Fyrsti aug
lýsingapjesinr,, sem Ferðaskrif-
stofan hefir gc-fið út, sem sæmi-
legur getur talist að útliti.
Það eru framför og sýnir um
leið, að við viljum reyna að
hæna að okkur ferðamenn.
•
Oheppilegar ýkjur.
Á EINUM STAÐ í þessum
pjesa rakst jeg á óheppilega
setningu. Þar stendur eitthvað
á þessa leið:
„Skömmu áður en komið er
til Vestmannaeyja, munuð þjer
sjá (þ. e. þeir, sem koma með
Esju frá Glasgow) hið fræga
eldfjall Fléklu, sem nú gýs . . .“
Þetta er vitonlega ekki nema
hálfur sannleikur. Það fer alveg
eftir veðri, hvort þeir, sem
koma á skipi upp að suður-
strönd íslands sjá til Heklu. Og
hitt er ósatt, að Hekla gjósi
enn.
Það verður ekkert gaman
fyrir skipverja á Esju, nje full-
trúa Ferðaskrifstofunnar, þeg-
ar ferðafólkið fer að ganga eft-
ir þessu loforði, sem prentað
er í pjesanum,
Menn verða að vara sig á
villum eins og þessari, þegar
þeir eru að hvetja ferðamenn til
að koma til íslands.
•
Gamlar syndir • . .
í ERLENDU blaði má lesa
kvörtun yfir því, hve dýrt sje
orðið að safna íslenskum frí-
merkjum, sem þó sjeu einstak-
lega eftirsótt meðal frímerkja-
safnara. Og siðan er bætt við í
greininni, að því miður sjeu
mörg ísl. frímerki, sem í umferð
eru, ekki eins mikils virði og
af sje látið. Þannig sje það með
frímerki, sem eru yfirstimpluð
„í gildi“ og útgefin eru 1902.
Blaðið segir, að áður fyr hafi
menn getað sent inn heilar ark-
ir af þessum frímerkjum og
fengið þau stimpluð með „í
gildi“ og að þetta hafi verið
misnotað á hinn versta hátt.
Sumir hafi smurt arkirnar með
lími áður en þær voru yfir-
stimplaðar og síðan þvegið lím-
ið af er búið var að stimpla og
þá hafi komið í Ijós allskonar
afbrigði. Þá er farið nokkuð
mörgum orðum um Alþingishá-
tíðarf rímerkj asvindlið.
Þannig k.on;a gamlar syndir
niður á þeim, sem þær fremja
aftur og aftur Það er augljóst,
að skrif eins og þessi um frí-
merkin, skaða okkur út á við,
en verst er að það er ekki hægt
að mótmæla þeim.
•
Olætin v‘ð samkomuhúsin.
ÞAÐ ER ÓFÖGUR sjón að
sjá unga fólkið við samkomu-
hús bæjarins, þar sem dansleik-
ir eru haldnir. Það er að vísu
ekki neitt nýtt, að danselskir
menn safnist saman fyrir utan
samkomuhúsin. En það ber
meira á þessum mannsöfnuði
um hábjarta sumarnóttiná.
Lögreglan virðist ekki hafa
neitt við þennan æpandi mann-
söfnuð að athuga og lætur sem
vind um eyrun þjóta það á-
kvæði lögreglusamþyktarinnar,
að fólki sje óheimilt að safnast
saman í hópa á götum bæjar-
ins, án leyfis lögreglustjóra.
MEÐAL ANNARA
★
En Sjálfstæðismenn hafa ekki verið uppnæmir fyrir þessum
yinnubrögðum Framsóknarmanna. Þess vegna hafa hvorki
ráðhdrrar Sjálfstæðisflokksins i fyrrverandi stjórn, nje ýmsir
aðrir af leiðtogum flokksins hirt um að svara hinum stöðugu
ádeilum á flokkinn og þá sjálfa. Baráttan gégn kommúnistum
og upplausn í þjóðfjelaginu hefur að þeirra áliti verið þýðing-
armeira.
*
Ólafur Thors gerði hömlur þær, sem nú gilda í viðskipta-
og atvinnulífi þjóðarinnar nokkuð að umtalsefni. Hann kvað
höftin og bönnin að vonum mælast illa fyrir. Væri fram-
kvæmd þeirra og að sumu leyti ábótavant. Yrði að leggja
áherslu á að kippa þvi i lag- En meðan skortur væri á gjald-
,eyri gæti orðið erfitt að ljetta hömlunum af.
„En“ sagði Ólafur Thors, ,,ekki mega þessi bönd standa
Stundinni lengur en nauðsyn býður, enda fer nú saman að við
reyrum allt í bönd en aðrar þjóðir keppast við að höggva á
yiðjarnar og eru margar komnar langt áldiðis. Þetta verður
öð vera áfrávíkjanleg stefna og krafa okkar Sjálfstæðismanna
þótt aðrir stjómarflokkar vilji, og hafi alltaf viljað bönn og
höft, vegna banna og hafta, og alveg án nauðsynja —“.
★
Undir lok ræðu sinnar komst Ólafur Thors að orði á þessa
leið: ,,Við Sjálfstæðismenn megum ekki gleyma stefnu okkar,
nje nokkru sinni láta niður falla baráttuna fyrir henni. Allra
síst þegar svo er komið, að jafnvel sjálfir þjóðnýtingarmenn
og bannmenn í nágrannalöndunum rísa nú hver á fætur öðrum
gegn fyrri stefnu sinni, vegna fenginnar reynslu um skaðsemi
hennar í framkvæmd. En þetta er nú staðreynd".
Undir þessi ummæli formanns síns munu Sjálfstæðismenn
Um allt land áreiðanlega taka.
Lífil í Prag er dapurlegt.
Frá frjettaritara Reuters í
Prag.
LÍFIÐ hjer í Prag hefur þessa
dagana fátt eitt gott ?.ð bjóða
borgaranum. Sjer til ánægju
hefur hánn sumarsólina, Volt-
avafljót — og ekki ýkja margt
annað. Stjórnmáladraugurinn
hefur tekið til við að ofsækja
hljómlist hans, íþróttir, kvik-
myndahúsin og jafnvel verslun
argluggana. Þar sem Pragbúinn
áður fjekk að virða fyrir sjer
skyrtur og skó, rekst hann nú
á myndir af stjórnmálamönn-
um og línurit yfir Áætlunina.
Hvert sem hann fer og hvað
sem hann lítur á, kemst hann
ekki hjá því að reka sig á þá
staðreynd, að þau öfl hafa ætíð
ásótt Prag, sem hann fær ekki
ráðið við.
Byggingar stí 11 bor gar1 rmar
kemur frá Vín. Umferðar-
reglurnar, sem hann hefur tek
ið í notkun á götunum sínum,
koma frá Berlín. Andlitin í versl
unargluggunum eru andlit mann
anna í Moskva.
• •
ERLENDIR DROTTNARAR
Húsin hans, margar af venj-
um hans, flést hinna þjóðfjelags
legu, efnahagslegu og stjórn-
málalegu vandamála hans eru
arfleyfð þess tímabils, er erlend
ir drottnarar rjeðu ríkjum í
Prag. Svo er nú enn komið.
Hinn óbreytti borgari í Prag
er dapur þessa dagana. Flest
bendir til þess, að hann sje hæði
andlega og líkamlega þreyttur.
Á götum úti virðist I ann
skeita lítið um umferðina, hvort
sem hann er gangandi eða í ein
hverju farartæki. Oft gengur
þetta svo langt, að engu ei lík
ara en hann sje að reyna að
fremja sjálfsmorð.
Pragbúinn þarfnast sköromt-
unarseðla fyrir öllum matvæl-
um og öllum klæðnaði. Kjöt-
skammturinn er örlítill, en þó
er eins og sumt fólk — „vísst“
fólk — fái allt það kjöt, sem það
óskar eftir. Óbreyttur borgari
fær aðeins eitt egg á mánuði,
stöku sinnum tvö; þó sýnist
sumt fólk hafa nóg af eggjum.
• •
BRAUÐ OG SÚPA
Óbreytti borgarinn li.fir nest
á brauði, kartöflum og súpu. Þó
er hægt að greiða eitt, tvö eða
þrjú hundruð krónur á veitinga
húsum fyrir ágæta máltið, þar
sem gnægð er af kjöti, eggjum,
osti, kökum og góðu innfiuttu
víni. En aðeins ,,visst“ fólk hef-
ur efni á að koma á þessa staði.
Á veitingahúsum óbreytta
borgarans er aðalrjetturinn fisk
ur (sje fiskurinn steiktur, verð
ur hann að láta feitiskömmtun
arseðla af hendi) eða síld frá
Norðurlöndum. Ódýrari veitinga
húsin eru ekkert sjerlega hrein-
leg. Glös og diskar bera þess
oft merki, að þvotturinn hefur
ekki verið sem bestur.
• •
FATNAÐARSKORTUR
En matvælavandræði óbreytta
borgarans eru lítið verri en fatn
aðarskorturinn. Hann fær þann
ig aðeins að kaupa eitt par af
skóm átjánda hvern mánuð. —
Og þó virðist sumt fólk hafa
alveg nóg af fötum. Það er ekkt
ert óalgeng sjón fyrir þann ó-
breytta að sjá fallegar konur og
velklædda menn koma út úr stór
um veitingahúsum og hverfa
inn í stórar einkabifreíðar.
„Vissa“ fólkið er þarna onnþá
á ferðinni.
• •
FER TIL BÆNDANNA
Óbreytti borgarinn grípur
stundum til þess bragðs að taka
sjer ferð á hendur upp í sveit til
að afla sjer matvæla. En þetta
er ekki hættulaust. í fyrsta lagi
geta eftirlitsmenn komist á
snoðir um, að einhver bón.linn
selji Pragbúanum matvæli.
Bóndinn fær þá að svara til
saka fyrir framkvæmdanefnd
sveitar sinnar. í öðru iagi vero
ur borgarbúinn að hætta á, að
leitað verði á honum á heimleið
inni. Lögreglan heíur um helg
ar eftirlit með umferðinni til
Framh. á bls. H.