Morgunblaðið - 03.07.1948, Blaðsíða 4
MORGUft’BLAÐlÐ
Laugardagur 3. júlí 1948-
Nriwes ktmtim,
yfimrhfræSingur
Minning.
í L)AG eru liðin 50 ára frá fæð-
ingu Hannesar Arnórssonar. —
Harm ljest 19. mars s.l. sem flest
um mun í fersku minni, er hann
þekktu.
Það er ekki ætlun mína að
rek.i t æfisögu Hannesar, það
hefttr nýlega verið gert eða um
það leyti, sem jarðneskar leifar
ha.ns voru lagðar í jarðarskaut.
Tiigangurinn með línum þess
um cr einkum sá, að minna vini
og kunningja Hannesar á hálfr-
ar aldar afmæli hans. Það er
öllum holt og gott að geyma
hrcina og bjarta minningu um
góða rnenn.
Þegar jeg minnist Hannesar
Ainórssonar, koma mjer í hug
orð Jóns biskups Ogmundsson-
ar, er hann hafði um fóstra sinn
ísleif biskup, er rætt var um
inannkosti. „Þá kemur mjer
h uin í hug, er jeg heyri góðs
•nanns getið, Hann reyndi jeg
svo að öllum hlutum“.
Llannes Arnórsson var jafnan
góðgjarn. Ijúfur og kátur og í
einu ög öllu drengur góður. —
Hann var gáfaður og traustur
rnaður, með hjartans auðmýkt
Ásjóna hans Ijómaði af miklu
og hlýju biosi, það leið því 811-
uin vel í návist hans. Prúðmenni
var liann í orðsins bestu merk-
ingu, sem ö'llum vildi gott gera,
cn engum illt.
Væri Hannes Arnórsson enn
á meðal vor, myndi áreiðanlega
vera fjölmennt á heimili hans
* dag og glatt á hjalla. Sjálfur
var hann allra manna glaðastur
í góðra vina hóp.
Af heilum hug óska jeg fjöl-
í.kyldu hans og ættingjum alls
Irins liesta í nútíð og framtíð og
•ririurn sjálfum góðs gengis og
%>lessunar á landinu handan við
4;i óf og dauða.
Blessuð sje minning hans.
Guðlaugur Jóhannesson.
Verkföíf é Norður
(falíii
VERKLÝÐSFJELÖG fyrir 150,
*C00 verkámenn í matvælaiðnaði
IV.-ítahu hafa hótað verkfalli
hlru það kommúnistar,
scm scjórna verklýðsfje-
I igunum og verkföllin greini-
lúga pontisk. — Ef verkamenn
Hýða kailinu munu allar korn-
« nyllur isi'.-ítalíu stöðvast og inn
;m fáxra daga þrjóta birgðir
• jrauðgsröanna. — Reuter.
gegn uppreisn-
örmömunun geng-
urvel
GRÍSKA stjórnin gaf í dag
4.'»t tilkynningu, þar sem segir,
í*ð sókn stjórnarherjanna, sem
liafin var fyrir tíu dögum gangi
í*ð óskum. Voru öflugar stöðvar
V'ppreisnarmannanna í vestur
IMakedóníu nálægt landamær-
vun Albaníu unnar og fjöldi
fanga tekinn. Flugvjelar hafa
vneð góðum árangri tekið þátt
í bardögum norðan við Cramm
os fjöllin og í hjeraðinu suður
-ií Epírus hefur tekist að brjóta
n bak aftur alla mótspyrnu
i jipreisnarmanna. — Rcuter
ÁTTRÆÐISAFMÆLI á í dag
frú Margrjet Björnsdóttir,
Hólma, Seyðisfirði. Foreldrar
hennar voru Ingibjörg Guð-
brandsdóttir, Kothúsum, Garði
og Björn Guðnason frá Eystra-
Koti á Vatnsleysuströnd, er síð-
ar bjó í Skjaldarkoti. Margrjet
er því alsunnlensk að ætt, og
af góðu bændafólki komin.
Það mun hafa verið eins með
Margrjeti og ílestar ungar stúlk
ur, er hún var að alast upp, að
þeim var ekki gefinn kostur á
að afla sjer mikillar mentunar
eftir fermingaraldurinn. — Og
þær stúlkur, sem vildu brjótast
til menta, urðu að gera það af
eigin rammleik. Margrjet fór úr
föðurhúsum 17 ára gömul, til
Reykjavíkur og þar lærði hún
tungumál og hannyrðir. Hún er
að eðlisfari mjög bókhneigð og
hefir lesið margt góðra bóka
um dagana og aflað sjer með
því víðtækari mentunar en
margur sá, er lengi hefir setið
á skólabekk. Við, sem höfum
kynst Margrjeti eins náið og sú,
er þetta ritar, hljótum að álíta
að hún hafi hlotið óvenju gott
uppeldi, enda hefir heimili
hennar borið þess vitni með frá
bærri snyrtimensku og myndar
brag.
Margrjet fluttist til Seyðis-
fjarðar 1887. Hún er einn af
stofnendum kvenfjelags Seyð-
isfjarðar, hefir verið í því fje-
lagi í nær 50 ár og var um
skeið formaður þess, en er nú
heiðursfjelagi Hún giftist Jó-
hanni Sigurðssyni, frá Firði
1890. Þau hafa búið á Seyðis-
firði æ síðan. Þau hjón hafa átt
því láni að fagna, að eignast
5 efnileg börn, sem öll eru á
lífi. Svanhvít gift Tryggva Að-
alsteinssyni frá Akureyri, en
þau eru búsett í Minneapolis,
Sigurbjörn, sem giftur er enskri
konu og búsettur í New York,
Aðalsteinn, sem kvæntur er
Guðnýju Helgadóttur, búsettur
í Reykjavík, Laufey, sem gift
er Indriða Helgasyni kaupm. á
Akureyri, og Helga, sem gift
er Benedikt Jónassyni, kaupm.
á Seyðisfirði. Auk þess ólu þau
hjón upp eina fósturdóttir, sem
nú er látin.
Um leið og jeg enda þessar
línur og óska afmælisbarninu
til hamingju, vil jeg þakka
Margrjeti og manni hennar
allan þann vinskap og hlýju,
sem jeg hefi notið á heimili
þeirra hjóna alt frá barnæsku.
Óska jeg henni friðar og á-
nægju, það sem hún á eftir ó-
lifað. G. G.
BEST 4Ð 4UGLÝSA
I WnRWDIRI,/ífílNr
^t)aahóh
185. ílugur ársins.
Árdegisflæði kl. 3,20.
SíSdegisflæði kl. 15,48.
Næturlæknir er í læknavarðstof-
unni, sími 5030.
Næturvörður er í Ingólfs Apóteki
sími 1330.
Næturakstur annast^Litla eílstöðin,
Söfnin.
Landsbókasafníð er opið kl. 10—
12, 1—7 og 8—10 alla yirka Jaga
cema laugardaga, þá kl. 10—12 eg
1—7. — Þjóðskjalasafnið kl. 2—7
alla virka daga. — ÞjóðminjasafsiiS
kl. 1—3 þriðjudaga, fimtudaga og
sunnudaga. — Listasafn Eiaar*
Jónssonar kl. 1,30—3,30 á sunnu-
dögum. — Bæjarbókasafnið kl
10—10 alla virka daga nema laugar-
daga kl. 1—4. Náttúrugripasafnið
opið sunnudaga kl. 1.30—3 og þriðju
daga og fimtudaga LL" 2—3.
Gengið,
Sterlingspund ________
100 oandarískir dollarar
100 kanadiskir dollarar .
100 sænskar krónur ______
100 danskar krónur_______
100 norskar krónur_______
100 hollensk gyllini_____
100 belgiskir frankar ___
1000 franskir frankar _
100 svissneskir frankar__
26.22
650.50
650.50
181.00 í
135.57:
131.10'
245.511
14.86
. 30,35
, 152.20
Hjer er sýnt. livernig unga heima
sætan iiefir skreytt cinn vegginn í
herberginu sínu. Veggfóðrið er ein
lilt. skrevtingin úr margiituin
pappír.
Messur á morgun:
Dómkirkjan. Messa kl. 11 sjera
Bjarni Jónsson.
Hallgrímsprestakall. Messa í
Austurbæjarskólanum kl. 11 f.h. Sr.
Sigurjón Árnason.
Fríkirkjan. Engin messa í Fríkirkj
unni á morgun. Sr. Ámi Sigurðsson
messar í Strandarkirkju þennan dag.
Messað verður í Grindavik á sunnu
dag kl. 2 e.h. — Sóknarpresturinn.
Brúðkaup.
1 dag verða gefin sanjan í hjóna-
band ungfrú Lilja Steinsen og Konráð
Eggertsson Haukagili, Vatnsdal.
I dag verða gefin saman í hjóna-
band af sr. Jóni Guðnasyni. ungfrú
Sveinbjörg Eyþórsdóttir. Laugaveg
46 B- og Bergþór Þórhallsson, lög-
regluþjónn. Heimili ungu hjónanna
verður fyrst um sinn á Laugaveg i
46 B.
I dag verða gefin saman í hjóna- j
band af sr. Jóni Thorarensen. ungfrú
Sigríður Gunnsteinsdóttir, Jsfesi Sel
tjamarnesi og Guðmundur Ottesen
Gunnarsson, Bergstaaðastræti 32 B.
Heimili ungu hjónanna verður á
Bergstaðastræti 34 B.
Nýlega voru gefin saman í hjóna
band á Akureyri, Helga Kristjánsdótt
ir forstöðukona Húsmæðraskóla Akur
eyrar og Jóhann Lárus Jóhannesson,
menntaskólakennari.
1 dag verða gefin saman í hjóna-
band á ísafirði, Iðunn Eiríksdóttir
(Finnssonar, fyrv. verkstj.) og Böðv
ar Sveinbjörnsson, kaupmaður (Hall
dórssonar, fvrv. bakarameistara).
1 dag verða gefin saman í hjóna-
band af sr. Bjama Jónssyni, Guðbjörg
Ólafsdóttir og Sigurður Ólafsson bif-
reiðastjóri hjá Kveldúlfi. Heimili
þeirra er á Laugarnesveg 38.
Nýlega voru gefin saman í hjóna
band ungfrú Guðbjörg Friðfinnsdóttir
Hlíðarbraut 4 og Sigurður Arnórsson
húsasmiður, Jófríðarstaðaveg 5. Heim
ili ungu hjónanna er á Hlíðarbraut
4, Hafnarfirði.
1 dag verða gefin saman í hjóna-
band af sr. Sigurjóni Árnasyní, ung
frú Guðný Kristmundsdóttir, Nökkva
vogi 21, og Samúel Valberg, hús-
gagnabólstrari, Bergstaðastræti 51.
Heimili ungu hjónanna verður á
Bergstaðastræti 51. ,
I dag verða gefin saman í hjóna
band af sr. Jóni Thorarensen í kap
ellu Háskólans’ ungfrú Jóhanna
Tryggvadóttir (útgerðarmanns Ófeigs
sonar) og stud. med. Jónas Bjama
son (læknis Snæbjömssonar). Heim
ili ungu hjónanna verður að Kirkju
vegi 6 í Hafnarfirði, ,
Hjónaefni.
Nýlega opinberuðu trúlofun sina á
Akureyri, ungfrú Anna Snorradóttir
(Sigfússonar, námsstjóra) og Birgir
Pórhallsson, verslunarmaður.
Nýlega hafa opinberað trúlofun sína
María Darííelsdóttir frá Akuieyri og
Málmfreð J. Ámason frá Eskifirði.
Skipafriettir.
Brúarfoss er i Leith. Goðefoss fór
frá London í gærkvöldi til Antwerp
en. Fjallfoss er í Reykjavík. Reykja
foss fór frá Gautaborg í nótt til Lar
vik í Noregi. SelfosS er í R.r-ykjavík
Tröllafoss fór frá Revkjavik 23. júni
til New York. Horsea er i Antwerpen
Blöð og tímarit.
Gerpir, 6. tbl. II. árg, hefir borist
blaðinu. Efni er m. a.: Herlrví þagn
arinnar, eftir G. J., Krossinn helgi,
eftir sr. Vigfús Ingvar Sigurðsson,
Desjamýri, Margrjet ríka, eftir Gísla
Helgason, Valþjófsslaðafeðgar. eftir
Sig. Vilhjálmsson, í Gerpisröstinni,
Um strönd og dal o. fl.
GaryrkjuritiS 1948 er komið út.
Ritstjóri er Ingólfur Daviðsson. Ritið
er 122 bls. að stærð og er í því fjöldi
greina um garðyrkju pftir Lunnáttu
menn á því sviði. Fylgja mörgum
þeirra mvndir til skýringar. Höfund
arnir eru m. a.: Jngólfur Daviðsson,
E. B. Malmquist, Árni Jónsson, M.
J. Sennels, N. Tybjerg, Ragnar Ás-
geirsson, Ingimar Sigurðssou, Gunn
ar Árnason, Friðjón Júlíusson, Bjórn
Jóhannesson, Halldór Ó. Jónsson,
Jeg er að velta
|jví fyrir mjer —
Hvort hægt sje að setja hug
myndir á ramma.
5 ntínufna ktossgáfa
Skýringar:
Lárjett: 1 klút — 6 dýramál — 8
fór — 10 nútið — 11 lengdareiníng
una — 12 líkamshluti — 13 ósamstæð
ir — 14 ekki út — 16 greinir.
LóSrjett 2 forsetning — 3 stétt -
4 stafur — 5 óhreinindin — 7 falla
— 9 orkugjafi — 10 ennþá — 14 eins
— ónefndur
Lausn á aíðuslu krosagátu:
Lárjett: 1 rákin — 6 örn — 8 af
— 10 eð 11 frískir — 12 AÁ — 13
ku — 14 vað — 16 virða
LóÖrjett; 2 Áö — 3 krossar — 4
in — 5 nafnar — 7 æðrun — 9 frá
— 10 eik — 14 vi. — 15 ðð
Klemenz Kr. Kristjánsson, Hafliðí
Jónsson og Jóhann Jónasson frá öxn
ey-
Sanitíðin, júlíheftið, hefir blaðinu
borist. Efni: Nytsamir leiðarvísar
(ritstjómargrein) Kaffikvöld (kvæði)
eftir Hreiðar Geirdal. Dauðinn og
börnin (saga). Friður eða styrjöld
eftir dr. Björn Sigfússon. Nýjar
sænskar bækur. Vikudvöl i Stratford-
on-Avon eftir Sigurð Skúlason. Enn
um ógnir atómsprengjunnar (tækni-
þátturinn). „Unga lsland“ í nýrri
m.ynd. Eru dýrin skynsemi gædd?
eftir F. .1. Warrall. Nýjar enskar
bækur. Skopsögur. Þeir vitru sögðu,
Gaman og alvara. Nýjar bækur o,
m. fl.
Útvarpið.
8.30 Morgunútvarp.— 10,10 Veður-
fregnír. 12.10—13,15 Hádegisútvarp,
15.30 Miðdegisútvarp. — 16.25 Veður
fregnir. 19,25 Veðurfregnir. 19,30
Tónleikar: Samsöngur (plötur). 19,45
Auglýsingar. 20.00 Frjettir. 20,30
ICórsöngur (Söngfjelag I.O.G.T. —
Söngstjóri: Ottó Guðjónsson). 20 50
Leikrit: ,.Hugleiðingin“ — útvarps-
leikur í þrernur samtölum, eitir Arvid
Brenner (Leikstjóri: Þorstcinn Ö,
Stephensen). 21,40 Hawaikvartettinn
leikur (Hilmar Skagfield, Ólafur
Mariusson, Eyþói Þorláksson og Hall
ur Símonarson). 22,00 Frjettir. 22,05.
Danslög (plötur). — (22,30 Yeður-
fregnir) 24.00 Dagskrárlok.
Móti listiðnaSar-
manna lokið í Stokk-
hólmi
ÞANN 13. þ. m. hófst mót
listiðnaðarmanna í Stokkhólmi
en til þess hafði verið stofnað
af sambandi handiðnaðarmanna
í Stokkhólmi. Er í ráði að halda
mót hliðstæð þessu í Norður-
löndunum fimm með 1—2 ára
fresti. Mótið hófst með því, að
siglt var um hinar þekktu vatna
leiðir Stokkhólms og sýnt það
helsta, sem fyrir augu bar. Því
næst var snæddur sameiginleg-
ur kvöldverður, gestir boðnir
velkomnir og lögð fram dag-
skrá fyrír vikuna.
Meðal þess markverðasta,
sem okkur var sýnt, voru þekt-
ustu vinnustofur borgarinnar,
en auk þess lista- og þjóðminja-
söfnin. Þessa dagana stóð yfir
í Stokkhólmi sýning á úrvals-
verkum úr listasöfnum Vínar-
borgar og allt frá rómverska
tímanum og fram til 19. aldar
og fengum við ókeypis aðgang
að sýningunni þann tíma, sem
við dvöldum í borginni.
Tilgangur mótsins og annara,
sem á eftir komu, er fyrst og
fremst "sá, að kynna handverk
og listiðnað eins og hann kem-
ur fram bestur í hverju land-
inu fyrir sig. Rætt var um fram
tíð handiðnaðarmanna og á
hvern hátt bestum árangri yrði
náð um gæði og formfegurð
hlutanna. Framtíð handiðnað-
armanna byggist ekki eingöngu
á kunnáttunni einni, svo nauð-
synleg sem hún þó er, heldur
einnig á náinni samvinnu milli
þess sem hugsar og ákveður
hlutinn og fagmannsins sem
býr hann til.
Mótinu lauk þann 19. þ. m,
með boðj í hátíðasal handiðn-
aðarmanna í Stokkhólmi.
1 gær fór fram kappleikur í knatt
spyrnu milli starfsmanna Strætis-
vagna Reykjavíkur, og starfsmanna
hjá Agli Vilhjálmssyni h.f. Leiknum
lauk mcð jafntefli 1:1. Dómari var
Flelgi Helgason.