Morgunblaðið - 03.07.1948, Qupperneq 6
B
MORGUNBLAÐIÐ
Laugárdagur 3. júlí 1948-
Mieiningarorð um
Jón Jónsson verkamann á Siglufirði
HANN H.JET blátt áfram og
elinfaldlega Jón Jónsson. Hon
Hm var það nóg- Hann var ætt
aður hjeðan úr Siglufirði og
nágrenninu, var fædáur hjer
og uppalinn, og hjer dvaldi
hann alla sína ævi, að undan-
skildum örfáum árum, er hann
gerðist vinnumaður eiahvers-
staðar í austursveitum Skaga-
fjarðar.
Það skiptir heldur engu máli
hverrar ættar hann var, — þótt
ætt hans sje raunar að fullu
kunn, — nje heldur hvar hann
'dvaldi fá ár sinnar löngu ævi
utan Siglufjarðar. Hitt skiptir
öllu máli, að hann var drengur
góður og vammlaus, sem minn
isstæðari mun samtíð sinni en
margir þeir, er meira bárust á
í samfjelagi siglfirskra borgara.
Jón var maður rauplaus og
hjartahreinn. Hann var svo
trúr í öllu, er verkahringur
hans náði til, að lengra verður
tæplega komist. Og ekki munu
vinnuveitendur hans hafa feng
ið margar eftirkröfur af hans
hálfu, þótt hann ynni nokkuð
umfram löghelgaðan vinnu-
tíma. Hann var maður gamla
tímans og þjónslund bans of
rík til að standa í brösum við
„húsbóndann“v um nokkra
aura til eða frá fyrir vinnu-
stundina. Hann var því langt
frá því að vera stjettvís, sem mi
er kallað. En ekki kom það til
af neinum rótarskap í g-irð sam
verkamanna hans, heldur af rót
grónu eðli hans og samtíðar
og uppeldisáhrifum, er hann
var að komast til sjálfráðs
þroska.
Aldrei heyrðist frá honum
æðruorð eða kvartanir út af
eigin högum- Var þó aðbúnað
ur hans og ævikjör oft með
þeim hætti, að engan mun
hann hafa eignast öfundar-
mann þeirra vegna. Hann
hirti ekki um að berast á, og
hversdagsleg snyrting var hon
um ekkert sáluhjálparatriði,
enda bar útlit hans oft þess
ljósan vott.
Hann var ákaflega hvers-
dagsgæfur maður og sá stund-
um litt á honum hvort honum
líkaði betur eða ver, en þó gat
það komið fyrir að hann segði
fulla skoðun sína, og það gerði
hann fumlaust og ekki með
neinu offorsi.
öllum var vel til Jóns og
aldrei varð hann fyrir aðkasti
unglinga eða annarra, sem oft
er þó títt, er einkennilegir
menn eiga í hlut. Aldrei lagði
hann nokkrum manni misjafnt
til, en mörgum vjek hann góðu,
og tryggð hans til þeirra, er
hann taldi vini sína, var óbrigð
ul og fölskvalaus.
Ekki var hann mikiil fyrir
manni að sjá, en eigi að síður
sópaði þó að honum á sinn hátt.
og vakti hann eftirtfe'kt því nær
allra, er sáu hann, og eitthvað
var við manninn, sem vakti
hlýleik og virðingu, þótt ekki
væri það ytra útlitið. T’að var
eins og hann vekti hjá mönnum
þann grun, að á bak við líkams
tötrana byggi eitthvað göfugra
og glæsilegra en útlitið bar |
vott um. Og þessi grunur varð
oft að fullri vissu-
Skapgerð hans var föst og ó-
hvikul. Þeir, sem ætluðu sjer
þá dul að snúa honum til ann
arra skoðana en hann taldi rjett
ar, fóru fullkomna erindisleysu.
t'essháttai' sálnadorgara kunni
hann góð skil á að humma
fram af sjer. Galt hann mælsku
þeirra og fortölum hlutlausri
þögn og fálæti í svipmóti.
Jón var vel greindur og hefði
hann nokkumtíma notið snef
ils af tilsögn og menntun í
æsku og á þroskaárum, hefði
hann ekki staðið að baki mörg-
um, er meira ljetu yfir sjer, og
undarlega fróður var hann um
marga hluti, sem ætla mátti í
svip, að harm kynni engin skil
á og ljeti sig engu skipta. Að
þessu komst einstaka maður, ef
hann hitti vel á, og vann traust
gamla mannsins. En þá var
líka gaman að ræða við Jón, og
hann sjálfur hafði af þvi mikla
ánægju, en hann átti sjaldan
kost á að de'ila geði við aðra
menn og olli því ekki sist hlje
drægni hans sjálfs.
Og einmitt sakir hljedrægni
og stundum fullkominnar
minnimáttarkenndar, komst
hann aldrei til neinna metorða.
Ekki einu sinni að hann slamp
aðist 18. maðifr á lista til bæj
arstjórnarkosninga nje í sókn-
arnefnd eða neitt trúnaðar-
mannaráð- En ekki þa" fyrir:
Hann Irafði til alls þe'ssa næga
hæfileika og mun meiri en
sumir, er þessi tvísýnu höpp
hafa hlotið. Hinsvegar er það
vafalaust, að öll störf, sem hon
um hefði verið trúað fyrir og
hann tekið að sjer, hefði hann
rækt af hjartans trúmennsku,
því að hann var æ og ævinlega
trúr yfir hverri þeirri þiónustu
er íifið og samtíð hans kvaddi
hann til. Þegar Dr. Paul hinn
þýski reisti verksmiðju sína
gerðist Jón þar starfsmaður, og
svo mjög dáði þessi þýski verk-
smiðjueigandi trúmennsku Jóns
að þegar þessi verksmiðja var
seld Síldarverksmiðjum ríkisins
gerði Dr. Poul það að skilyrði,
eða mæltist til þess, að Jón
fengi þar atvinnu meðan hann
vildi og gæti stundað þá vinnu,
enda vann Jón þarna til dauða-
dags.
Jón hafði yndi af sönglist og
hljómlist og kunni sæg af söng
lögum. Þá hafði hann mjög
gaman af stökukveðskap og
kunni fjölda lausavísna, og
vissi glögg skil á, hvar þar var
feitt á stykkinu. Raulaði hann
oft slíkar stökur við vinnu sína
sjer til afþreyingar og hugar-
liægðar- Skellti hann þá oft
upþ úr ef smellin hending
hraut. En ógjarna kom slíkt þó
fyrir, nema hann teldi sig ör-
ugglega einan, en þá hýrnaði
svipurinn og bliki brá fyrir í
gráum augum hans, sem hvers
dagslega horfðu hlutlaus og
fjarrænt á fyrirbrigði mannlífs
ins.
Honum var fjarri skapi að
skipta sjer af verkum annarra.
I.agði Hann aldrei dómsorð á
slíka hluti nema þeir kæmu í
bága við störf þau, er honum
var trúað fyrir. En þá hafði
hann það til að beina skeytum
sinum þangað, er maklegast
var, og átaldi harðlega þá, er
honum fannst vinna af slíku
kæruleysi, að hans eigin störf
nýttust lítt eða ekki- Þar kom
enn í Ijós trúmennska og hús-
bóndahollustan. Þessháttar
vinnusvik voru höfuðglæpur i
hans augum, og þá, er gerðu sig
bera að slíku athæfi, kallaði
hann ganta og drussa og valdi
þeim kaldar kveðjur. Hann gat
sem sje átt það til að vera mein
yrtur og orðheppinn i besta
íagi.
Jæja, Jón minn. Jeg sakna
þess að eiga þess eigi oftar kost
að mæta þjer á götunni og
njóta hýrunnar í tilliti þínu,
heyra þig spá fyrir um veðrið,
og láta í ljós von þina um batn
andi tíðarfar og hækkandi sól,
— þá vissir þú að beið þín enn
starfið „niðri i doktor Pál“ eins
og öll undanfarin ár.
Jeg hefði gjarnan viijað fá
að þrýsta vinnulúna hönd þína
að skilnaði og þakka þjer marg
ar ágætar samverustundir og
allt gott. En jeg átti þess ekki
kost að kveðja þig svo sem mak
legt var og þú áttir skilið. Þú
hvarfst svo skyndilega af vett-
vangi daglegs lífs. En jeg og
margir starfsbræður þínir
minnast þín með verðskuldaðri
hlýju. En jeg minnist þess
lengst, yfir hve miklu og hlut-
lausu lífs og sálarþreki þú bjóst
þegar umkomuleysið svarf sem
fastast að.
Ævi þín var í rauninni von-
laus og þrotlaus sókn gegn öm
urleika lífsins og einstæðings-
skap, en sifelld þjónusta, oft
vanmetin og misskilin af þeim,
er þú fórnaðir þreki binu og
lífsorku. Með þinum hlutlausa
hætti settir þú svip á þennan
bæ, sem þú unnir innst inni
heitt og falslaust. Hjer stóð
vagga þín, hjer barðist þú von-
lausri baráttu við amstur og
önn, og hjer blaust þú gröf, sem
þú ef til vill þráðir mest af öllu-
Farðu nú heill, og sje til
nokkurt rjettlæti, hlotnust þjer
vafalaust trúrra jijóna verð-
laun.
Sigurtfur Björgól fnson.
AUGLÝSING
ER GULLS IGILDI
RIÉimingantrð sam
Guðmund Olafsson
bonda í Ásgarði
F. 2. júní 1870. D. 6. febr. 1947.
GUÐMUNDUR var fæddur 2.
júní 1870 í Ásgarði í Grímsnesi.
Foreldrar hans voru Ólafur Guð
mundsson bóndi í Ásgarði Ól-
afssonar. Hafa þeir feðgar búið
þar hver eftir annan um 150 ár.
Móðir Guðmundar var Hólmfríð
ur Þórðardóttir Eiríkssonar frá
Ulfljótsvatni En móðir Hólm-
fríðar var Sigríður Gísladóttir
frá Villingavatní.
Guðmundur ólst upp hjá for-
eldrum sínum í Ásgarði og vann
hjá þeim þar til hann reisti bú
sjálfur. — Ekki var hann til
menta settur frekar en þá tíðk-
aðist með ungmenni í bænda-
stjett. En, foreldrar hans voru
bæði gáfuð og gefin fyrir :"róð-
leik. Enda áttu þau allmikið af
góðum bókum Þetta notaði Guð
mundur sjer eftir föngum, úr
því ekki var kostur á skóla-
námi. Því hann var bæði nám-
fús og minnugur Sjerstaklega
var hann fróður í sögu og landa
fræði.
1895 hættu foreldrar hans bú
skap að mestu leyti. Hjeldu eft-
ir fyrir sig sem svaraði 1 kýr-
fóðri af túninu og tilsvarandi
af utantúnsslægjum. — Bjuggu
þau síðan á þessum parti til
dauðadags. En eftir þau Sig-
urður sonur þeirra ■— bróðir
Guðmundar — og býr hann þar
enn.
Þegar foreldrar Guðmundar
minkuðu við sig, tók hann til
ábúðar þann hluta af jörðinni
sem þau höfðu. og bjó þar síðan
til dauðadags — rúm 50 ár.
Guðmundur bjó aldrei stór-
búi, en komst altlaf vel af, enda
var hann orðlagður skilamað-
ur og hjálpfús við alla er til
hans leituðu Hann sljettaði tún
ið og girti það, og var það að
mestu leyfi vjeltækt við fráfall
hans. Bæjarhús og fjenaðarhús
bygði hann öll, og setti vatns-
leiðslu í bæinn, og raflýsti bæj-
arhúsin og fjósið. Umbætur þess
ar framkvæmdi hann smátt og
smátt, en aldrei svo mikið í
einu að hann skuldaðí meira en
hann gæti borgað fljótlega.
Guðmundur hafði áhuga fyr-
ir öllum almennum málum. —
Sveitarmálum, hjeraðsmálum
og stjórnmálum. Hafði svo sín-
ar ákveðnu skoðanir og fór ekki
dult með hverju hann fylgdi eða
hefði trú á að stefndi til bóta.
En var ^ó manna lausastur við
að blanda saman manngildi og
pólitískum skoðunum. — Hann
mat menn eftir drengskap
þeirra og mannkostum, en ekki
eftir því, hvaða stjórnmála-
flokki þeir fylgdu. Gaman hafðj
hann af að ræða við menn ekki
síður um pólitík en önnur mál,
og engu síður þó það væru and-
stæðingar hans í skoðunum, og
gat þá orðið allharðorður í bili,
en jafngóðir vinir voru þeir
eftir sem áður. þegar samræð-
unum var lokið. Um þessar sam
ræður sagði hann að ekki bygg-
ist hann við að andstæðingar
sínir lietu sannfærast. en verið
gæti þó, að það vekti þá til um-
hugsunar um það, að flokks-
stefna þeirra væri ekki með öllu
gallalaus eins og hún væri fram
kvæmd.
Um fertugt misti Guðmundur
heilsuna sökum liðagigtar og
var eítir það lítt vinnufær og
mörg síðustu árin varð hann að
ganga við stafi. Þrátt fyrir það
f '-1
var hann sístarfandi, enda mátti
segja að harm legði á allt gjörfa
hönd. Hann smíðaði, einkum
trjesmíði, batt inn bækur og m.
fl. Svo var hann sjerstaklega
laginn með að kenna tornæmum
börnum, sem ekki var hægt að
kenna með'fleiri börnum. Voru
flest eða öll þau börn honum
þakklát fyrir kensluna, og mint
ust hans með velvild jafnan eft-
ir það.
Það þótti mörgum einkenni-
legt við Guðmund hvað lítið bar
á honum á almennum fundum.
Það kom sjaldan fyrir að hann
bæði þar um orðið, nema ef
hann vildi leiðrjetta eitthvað og
gerði hann það þá vanalega
með örfáum orðum. Það var
þó ekki vegna þess að hann
skorti einurð eða fylgdist ekki
! með því, sem talað var, heidur
I mun það hafa stafað af því að
i hann vildi ekki lenda í flokks-
| bundnu þrasi — Þótti honum
í sumir hafa mannskemt sig á
[því.
I Þegar sími var lagðúr milli
Selfoss og Þingvalia, var síma-
stöð sett í Ásgarði og Guðmund-
ur var settur stöðvarstjóri. Það
starf hafði hann á hendi til
dauðadags. Gegndi hann því
I starfi með dugnaði og reglu-
' semi, svo fáir munu gera það
betur.
Guðmundur giftist ekki, en
bjó með sömu konu nær 50 ár,
Guðrúnu Gisladóttur og er hún
enn á lífi. Þau eignuðust eina
dóttur, Guðbjörgu að nafni. -—
Hún ólst upp með foreldrum sín
um og fór aldrei frá þeim. —
Eftir lát föður síns, tók hún við
símstjórastöðunni í Ásgarði, og
búa þær mæðgur þar enn. —
Guðrún var samhent Guðmundi
með greiðvikni og gestrisni, og
halda þær mæðgur þeim hátt-
um enn. K. G.
frá Palesfínu
SlÐUSTU loifar hreska hers
ins fóru frá Palestínu í dag.
600 manna lið verkfræðinga,
sem hafði verið sl ilið eftir til
ao eyðileggja óhreyfanleg hern
aðarmannvirki, steig um borð
í herflutningaskip, en síðastur
fór yfirhershöfðingi liðsins Mac
Millan.
Breska liðið befur alb. verið
flutt á skipsfjöUfrá IE ifa, en
nú munu Gyðingar taka við
stjórn hafnarinnar, en fulltrúar
Sameinuðu þjóðar.na gæta þess
að vopnahljesskihnálarnir verði
ekki brotnir mcð flutningi her
gagna til borgarinnar. - Reuter