Morgunblaðið - 13.07.1948, Síða 12

Morgunblaðið - 13.07.1948, Síða 12
VEÐUKÚTLITIÐ: Faxaflói: SAMBAND kommúnista við 20 fulltrúar sitja þing Norræna heimilisiðnað- arsambandsins Fíölbreyfl, Borræa heiniilisiðnaðarsýn- ing, opnuS í gær. 1 GÆRMORGUN kl. 10 var 0. þing Norræna heimilisiðnaðar- sambandsins Nordens husflidsforbund sett í Alþingishúsinu. -- Þetta er í fyrsta sinn, sem þingið er háð hjer á íslandi. Á siðasta þinginu, sem haldið var i Stokkhólmi 1937, var ákveðið, að næsta þing skyldi háð á íslandi, en vegna stríðsins og sam- gönguerfiðleika eftir stríðið hefur ekki getað orðið af bvi, fyrr cn nú. —‘ Á þingi þessu eru alls 21 fulltrúi, 2 frá Danmörku, 3 frá Finnlandi, 2 frá Svíþjóð, 4 frá Noregi og 10 frá íslandi. — Meðal íslensku fulltrúanna eru Matthías Þórðarson, formaður Sambands íslenskra heimilisiðnaðarfjelaga og Ilalldóra Bjarna- dóttir ráðunautur um heimilisiðnaðarmál á íslandi. »------------------------------- Heimilrsiðaaðarsýningin opnuð í sambandi við þingið var í gær opnuð Norræn heimilisiðn- aðarsýning í Listamannaskálan- um og mun hún að öllum líkind- um standa yfir 10 daga. Um leið og sýningin var opnuð. fluttu fulltrúar Norðurlandanna fimm stuttar ræður. Matthías Þórðar- son bauð fulltrúa og sýnirigar- gesti velkomna. Síðan talaði Svend Möller af hálfu Dmrrerk- ur, Toini-Inkeii Kaukonen af hálfu Finnlands, Kr. Grepctad af hálfu Noregs og Bo Ilamm- erskjöld af hálfu Svíþjóðar. — Loks mælti Ragnar Nordbv, heimilísráðunautur Noregs, nokkur orð á ítlensku. FiÁltrúar flytja kveðjur Hinir erlendu fulltrúar fluttu allir kveðjur írá heimalöndum sínurn og ljetu í ljós gieði sína yfir því, að hafa fengið tæki- færi til þess að sækja „Sögu- eyjuna" heim. — Þeír lögðu í- herslu á það, að Norðurlöndin væru öll á sama menningar- svæði, eins og sjá mætti af sýn- ingu þessari, og þess vegna bæri að stuðla að ö!Iu því, er orðið gæti til þess £ð efla norræna satpvinnu. Fjölbreytt sýning Á sýningu þecsari hefur hvert landanna eigin deild. Er íslenska deildin mest að vöxtum og auk heimilisíðnaðai eru sýndir nokkrir listiðnaðarmunir. Það yrðí of langt rrál að telja hjer upp alla þá muni, sem á sýr.ing- unni eru, en hún er furðu fjöl- brwytt. Munirnir hafa verið vald ir með það fyrir augum, að gefa sem gleggsta hugmynd um heim ilisiðnað hvers lands fyrir sig, og virðist valið hafa tekist með ágætum. Er þarna að fá gott yf- irlit yfir það, hvernig heiinilis- iðnaður er á Nc rðurlöndurn. Þijigið skal háð 3. hvert ár Híð norræna heimilisiðnaðar- samband er myndað af sambönd um heimilisiðnaðarfjelaga á Norðurlöudunura fimm. Sam- kvæmt lögum þess á að halda þing þriðja hvert ár, en vegna styrjaldarinna. hofur ekki getað orðið að þinghaldi síðan 1937, sem fyrr segir. Við setningu þingsins í gær- morgun gáfu fidltrúarni- skýrsl ur um þróun heimilis;ðnaðar- ins á Norðurlöndum síðan hið síðasta sambandsþing var háð. KI. 5 flutti frú Anna Hald Ter- kelsen erindi tm heimilisiðnað kvenna í Danmörku og kl. 8.30 flutti frk. Inga Lárusdóttir er- indi með skuggamyndum um ís- lenskan heimihsiðnað. Mörg erindi flutt. AUir velkomnir. í dag heldur svo þingið áiram í 2. kennslustoíu Háskólans. — Frk. Hulda Kontturi flytur kl. 10 fyrirlestur um tóvinnuefni og notkun þeirra í Finnlandi á stríðsárunum. Síðan talar Norð- maðurinn Nordby um kennslu í heimilisiðnaði. Síðari hluta dags skoða þingfulltrúar Hitaveituna, og þaðan til Þingvalla, þar sem snæddur verður kvöldverður. Á morgun kl. 10 mun Gertrud Rodhe, landshöfðingjafrú, flytja erindi um sænskan iðnað til heimilisnotkunar og frú Laufey Vilhjálmsdóttir flytur erindi kl. 2 um þróun og v erkefni íslensks heimilisiðnaðar, sjerstaklega ull ariðnaðar, og nauðsynieg skil- yrði til eðlilegra framfara nans. Annað kvöld flytja svo er- lendu fulltrúarnir kveðjuorð í útvarpið, og þinginu verður slit- ið með sameiginlegu borðhaldi. Landsmót í golfi halið LANDSMÓT I golfi hófst á sunnudag og eru þáttt.akendur 20. 14 frá Reykjavík, prír frá Vestmannaeyjum og þrír frá Ak ureyri. Fyrsta daginn var und- irbúningskeppni og komust 16 þeir efstu í úrvalsflokk, en hin- ir fjórir í fyrsta flokk. I undir- búningskeppninni varð efstur Jóhanses Helgason með 78 högg (18 holur). í gær hófst sjálf keppnin og voru leiknar 36 hol- ur. Efstir voru, Jakob Hafstein j og Jóhannes Helgason. báðir á 153 höggum. Frá opfltrn norrænu heimilisiðnaðarsýningarinRsr. ■UDSM. M0L: DL. K. MAGNUSSDN. Talið frá vinstri: Matthías Þórðarson, formaður Sambands íslenskra heimilisiðnaðarfjelaga, Svenð Möller, húsameistari, fulltrúi Danmerkur, Halldóra Bjarnadóttir, ráðunautur um heimilisiðnaðarmál á fslandi, Bo Hammerskjöld, landshöfðindi, fulltrúi Svíþjóðar, Toini-Inkeri Kaukonen ráðunautur, full- trúi Finnlands og Iír. Grepstad, skólastjóri, fulitrúi Noregs. McCormick ofursfi í einkaflugvjel tii íslands í GÆRKVÖLDI kom hingað til lands, Robert R. McCormick of- ursti og frú hans. Komu þau í einkaflugvjel til Keflavíkur og er það „fljúgandi virki“, ,,B 17“ sem hefir verið útbúin, sem far þega flugvjel. McCormitk ofursti er heims- frægur blaðaútgefandi og rit- stjóri. Hann er eigandi eins stærsta blaðs Bandaríkjanna, Chicago Tribune, sem kemur út í rúmlega einni miljón eintaka daglega og einni og hálfri milj. einkum á sunnudögumf Hafa greinar hans í Tribune oft vak- ið heimsathygli. Auk fjögra manna áhafnar í flugvjelinni er ritari McCor- micks, ungfrú Dorothy McMurr ay með í ferðinni. I fyrjrakvöld kom hingað til lands William J. Fulton, frjettastjóri Chicago Tribune í London, til að undir- búa komu McCormicks hingað til lands. Cormickshjcnin dvelja hjer aðeins í sólarhring og munu fara hjer um nágrenni til að skoða sig um. Hjeðan fara þau á miðnætti í nótt til Skotlands, Fleiri þrýsfiloffsfiug- vjelar fil islands 15 bandarískar þrýstilofts- flugvjelar af gerðinni Lockheed Shooting Star lögðu af stað frá Selfridge flugvelli nálægt De- troit og er ætlunin að fijúga þeim yfir Atlantshafið alla leið til Þýskalands, en þar munu þær fá bækistöð í framtíðinni. Flugvjelar þessar munu koma við á íslandi. — Reuter. 29 þúsund mál með rúml. 70 skipum Siglufirði í gærkveldi. SÍÐAN á hádegi á laugardag og þar til í gærkveldi hafa komið 73 skip, með rúmlega 20 þús. mál síldar. í gær var engin veiði og komu því skip þessi á laugardag og sunnudag. Nokkru eftir hádegi í dag höfðu verksmiðjurnar hjer á Siglufirði tekið á móti um 30 þús. málum. 7 skip. Af þeim skipum sem lönd- uðu í gær, sunudag, hafði m.s. Helga RE mestan afla, 1382 mál, næstur Dagur RE með 1100 mál, Böðvar AK, 650 mál, Jón Finnsson GK 600, Víðir AK 650, Ásgeir RE 550 og Vörður TH með 500 mál. Sunnudagurinn. Bræla var á miðunum í gær, sunnudag. Þá kom flotinn því nær allur að landi. Hjer var mikill fjöldi skipa og sagt var að um 70 skip lægju undir Þórðarhöfða. Um hádegi í dag tók veður að lagast og um líkt leyti lagði flotinn af stað út á mið. í kvöld um kl. 9 höfðu engár frjettir borist frá flotanum. Logn var á miðunum, en dimt yfir og gat því ekkert síldar- leitarflug farið fram í kvöld. Malbikun gafna Á FUNDI bæjarráðs, er hald inn var s.l. föstudag, var rætt um malbikun gatna og var sam þykkt að láta nú á næstunni malbika þrjár götur og gatna- spotta- Göturnar eru þessar: Amtmannsstígur, Holtsgötu milli Bræðraborgarstígs og Framnesvegar og Ingóifsstræti frá Amtmannsstíg að Banka- stræti. Uppreisnáilutninga- skipi ■ ' 1 London í gær. í DAG heyrðust neyðarmerkf frá 7100 smálesta bandarísku flutningaskipi, „William Car- son“, sem er statt út af Portú- gal á siglingu frá Genúa á ít- alíu til Bandaríkjanna. — ÞaS fylgdi með í skeytinu, að skips- höfnin hefði gert uppreisn, en skipstjórinn og nokkrir menn, sem hægt var að treysta, rjeðu enn yfir brúnni og loftskeyta- klefanum. Það var Valentiaútvarpsstöð- in á írlandi, sem heyrði neyðar- skeytið og kom hún boðum til annars bandarísks flutninga- skips, sem var skamt frá „Willi am Carson“ — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.