Morgunblaðið - 15.07.1948, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.07.1948, Blaðsíða 2
2 MORGUTSBLAÐlt Fimtudagur 15. júlí 1948. J 99 46 Tiu línur með snynd. Það er nó — ÞAÐ er komið upp um þig. ■ I »V . I . >: átt sextugsafmæli á fimtu- 1^1101 VI0 SeXlUqan fG KíO T tlaginn, segi ]eg við Alexander Jóhannesson prófessor, er jeg hringdi til hans í gærmorgun. Menn hafa tekið sig saman um aff skrifa greinar um big í öll blöð bæjarins. Ef þín verður að engu getið í Mbl. þá verður litið svo á, að við sjeum svarnir ó- vinir. — Já, jeg hef orðið var' við þetta samsæri. Jeg kalla það svo. Því jeg vil ekkert hafa með afmælisdaga að gera, nema ef jeg einmitt á þeim degi annað- hvort lýk við húsbyggingu eða gef út bók. Þegar stúdentagarð- urinn nýi var vígður, það kall- aði jeg afmælisdag. Jeg stóð fyrir byggingu hans. Hann komst upp á einu ári. Stórveisla og mjög skemtileg. Þetta var árið 1943. — útstreymlð í Hekluhrauni meira en mnnn gnt grnnnð Frásöp GaSmundar Kjarianssonar jÞ'iðja hvert ár. — Hvað hefur þú átt marga afmælisdaga er þú telurT — Síðan byggingar hófust á Háskólalóðinni hafa þeir getað orðið á þriggja ára fresti. Fyrst var það stúdentagarðurinn gamli. Jeg átti frumkvæðið að íjársöfnuninni. En Ludvig Guð- mundsson annaðist söfnunina. Lokið var við Atvinnudeildina árið 1937, Háskólann árið 1940, og þá Nýja garð ’43. Svo varð íþróttahúsið á eftir áætlun. Það var ekki vígt fyrri en á þessu ári. Þar var jeg ekki formaður byggingamefndar. En hafði talsverð afskifti af þeirri bygg- ingu. Og. íþróttaskylda stúdent- anna var lögleidd þegar jeg var háskóiarektor. Afleiðingin af þvx varð sú, að reisa þurfti þetta hús. —- Hefur þú nokkurntíma verið íþróttamaður? — Jeg held nú það. í fótbolta þegar jeg var strákur. í fremstu línu. Synti mikið m. a. meðan jeg var stúdent í Höfn. Iðkaði gönguferðir. Svo er það upp talið. Rektor. — Hve oft og lengi háskóla- rektor? — Þetta’ er í fimta sinn, sem jeg hef verið kosinn rektor. — Fyrst var jeg kosinn þrjú ár í röð 1932—35. Þá var kosið til oins árs. Svo aftur til þriggja ára 39—42. Og nú aftur til ár- anna ’48—51. Uppruni tungumála- — Þá eru það bækurnar. T Eins og þú veist hef jeg skrifað margar ritgerðir í inn- lend og erlend tímarit og marg- ar bækur. Jeg get ekki munað þær allar í fljótu bragði. Upp- runa-orðabók íslenskrar tungu verður mitt aðalverk. Byrjaði á heani upp úr 1930. Hefi gert skriflegan samning við heims- frægt bókaforlag í Sviss um út- gáfu bókarinnar, A. Francke í Bem. Bókin verður yfir þúsund blaðstður í stóru broti. Það verð- ur lífsverk mitt. í fyrra var hjer svissneskur stúdent, mjer til að- stoðar við frágang bókarinnar. 1 sumar er hjer annar. Þeir eru báðir stúdentar í forngermönsk- LJOSM. MSL: DL. K. MAGNU550N. Alexander Jóhannesson um málum. Kunningi minn, sem er kertnari þeirra hefur útvegað mjer aðstoð þeirra. Önnur bók kemur út eftir mig á ensku um uppruna tungumála. Hún verður að mínu áliti merk- asta bók mín. Jeg hef skrifað þrjár ritgerðir um þetta efni í enska tímaritið ,,Nature“. Flyt jeg þar kenningu um uppruna allra tungumála, sem er ný, en jeg er að vísu ekki einn um. Skýri frá því, hvernig að mínu áíiti, öll tungumál hafa orðið til. Þetta opnar mönnum nýja innsýn í málefnið. Aldraður Englendingur sir Richard Paget að nafni hefur skrifað stóra bók um sama efni. En hann byggir kenningar sín- ar á lífeðlisfræðilegum athugun- um talfæranna og kemst, þá leiðina, að svipuðum niðurstöð- um og jeg. Jeg geri samanburð eftir minni aðferð og kenning- um á mismunandi málaflokk- um, hebresku, kínversku o. fl. Það sem eftir er ævinnar ætla jeg ekki að skrifa um annað en petta, nema þá grein og grein um landsins gagn og nauðsvnj- ar. ■# En nú skalt þú ekki skrifa meira um þetta svokallaða af- mæli mitt. Strikaðu út það sem þú xert búinn að krota niður. Og settu 10 línur með mynd. Það er nóg. Jeg heyri það á Alexander, að nú er hann að því kominn að leggja heyrnartólið niður, en jeg ætlaði að minnast aðeins á for göngu rektorsins í flugmálunum hjer á árunum. Það var þegar menn voru að velta því fyrir sjer, hvort slíkur flugfrömuður eins og hann, myndi ekki vera mikill á lofti. En hvað sem um hinn sextuga Alexander verður sagt, þá er eitt víst, að honum hefur tekist betur en flestum öðrum núlifandi íslendingum að koma loftköstulum sínum niður á jörðina og grunnmúra þá í stein. Bráðum eignast hann von- andi einn afmælisdag í viðbót. Þegar hin nýja bygging Þjóð- minjasafnsins verður vígð. V. St. Starfsemi Handíða- ÞAÐ AÐ styrkur sá, - sem Handiðaskólanum í ár er ætlað ur úr ríkissjóði, eigi nægir til greiðslu á stofn- og rekstrar- kostnaði tveggja ársdeilda fyr- ir sjerkennaramentun í handa- vinnu kvenna, hefur verið á- kveðið, að nýir nemendur, er hafa í hyggju að búa sig und- ir sjerkennarapróf fyrir barna skóla, verði ekki teknir í skól- ann fyrr en haustið 1949. Jafnframt þessu hefir ver- ið ákveðið, að stúlkum þeim, sem i júní s. 1. luku sjerkenn- araprófi fyrir barnaskóla, verði gefinn kostur á að halda áfram námi n. k. vetur, til undirbún- ings að sjerkennaraprófi, er rjett veiti til kennslustarfa í skólum gagnfræðastigsins og í húsniæðraskólunum. M. ö. o.: A vetri komanda mun bannig aðeins framhaíds- deild kvennadeildarinnar starfa og lýkur námi í henni n. k. vor með sjerkennaraprófi fyr- ir skóla gagnfræðastigsins og húsmæðraskólana. Að öðru leyti verður starf- semi Handiðaskólans með svip- uðum hsétti og verið hefur að undanförnu. Skólastjórinn biður þess get- ið, að kensla í kennaradeildum skólans byrji þ. 15. sept. — Kennsla í öðrum deildum og námsflokkum skólans hefst 1. okt. Allar umsóknir skulu vera skriflegar og sendast skrifstofu skólans í umslagi, sem auð- kennt sje með orðinu „Um- sókn“. Umsóknir verða úr- skurðaðar um og upp úr 15. ágúst n. k. Ítalía Framh. af bls. 1 hann hiðjast lausnar fyrir ráðu neyti sitt- En De Gasperi bætti við: Kommúnistar hafa engin skynsamleg rök fært fjxir því, að stjórnin beri ábyrgð á bana tilræðinu. GUÐMUNDUR KJARTANS- SON jarðfræðingur er kominn heim frá Heklu. Tíðindamaður frá Morgunblaðinu hringdi til hans í gær, og spurði hann nán- ari frjetta af hinu merkilega kolsýru útstreymi í Heklu- hrauni. Hefir Guðmundur gef- ið sjer nokkurn tíma til að rann saka þetta einkennilega fyrir- brigði, sem kemur jarðfræging- unum alveg á óvart. Eftir því, sem Guðmundur skýrði frá, er þetta kolsýru út- streymi mikið meira, en menn í fjarlægð hafa getað látið sjer til hugar koma. Fór Guðmund- ur um hraunsvæðið nálægt Næf urholti, þar sem þessa hefir orðið vart. Hann hafði með sjer blys, til þess að geta á auðveld- an hátt kannað, hvar þessar kolsýru „tjarnir“ væru fyrir og hve djúpar þæreru og hve víð- áttu miklar. „Uppistöður“ þessar af kol- syru í hraunlægðum myndast vart nema þegar veður er alveg kyrt. Og má vera að þær mynd- ist ekki heldur þegar sólskin er. Að þá stígi kolsýran upp úr lægðunum með uppstreymi lofts sem þá á sjer stað. Kolsýrusvæðin eru aðallega á þrem stöðum. Og eru mörg uppgönguaugu á einu þess- ara svæða. En tvö eða þrjú hinum. Stundum er loft- straumurinn af kolsýrunni svo sterkur upp úr glufum og gjót- um, að strá bærast fyrir þeim vindi. Ekki getur Guðmundur fullyrt hvort kolsýru uppgang- an sje mismunandi mikil eftir loftþyngd, en telur líklegt, að hún sje þeim mun meiri, sem loftþrýstingur er minni. Á þriðjudaginn voru þrír menn með Guðmundi við athug anir þessar á kolsýru-uppistöð- unum, Björn Sigurðsson dr. Björn Jóhannesson og Tómas Tryggvason steinafræðingur. — Þá mældu þeir eina kolsýru- uppistöðuna við tjarnirnar, þar sem flestar kindur hafa drepist. Kom í ljós að hún var hálfur þriðji metri á dýpt, þar sem lægst var landið við tjarnar- bakkann. En flatarmál uppi- stöðunnar var þá um 2,000 fer- metrar. Ekki gátu þeir fjelag- ar vitað á hve löngum tíma þessir á að giska 3—4000 ten- ingsmetrar af kplsýru hefðu safnast fyrir þarna. En þeir höfðu nýlega verið á öðrum kol sýrustöðum og þá var það mikill andvari þar, að um enga ,.uppstöðu“ var að ræða. — Svo eftir því er líklegt, að þetta kolsýrumagn hafi streymt upp úr hrauninu á skömmum tíma. Hjer er ekki um að ræða kol- sýring, eins og sumir hafa haldið, heldur er það hrein kolsýra, sem upp úr hrauninu streymir. Fari menn niður í lægð, þar sem slík uppstaða er, fá menn andköf og svíður í nef og augu. En lykt slær fyrir vit manna, líkt og upp úr ný- opnaðri sódavatnsflösku. Guðmundur saaði að Næfur- holtsmenn hefðu fyrst orðið varir við um miðjan maí, að kindur yrðu bráðdauðar á þess- um slóðum. Svo sennilegt er, að um það leyti hafi kolsýran verið farin að fá útrás úr hraun inu Jeg spurði Guðmund Kjart- ansson hvernig honum litist á tilgátu Sigurðar Þórarinssonár um það, að kolsýran stafaði frá bruna gróðursins, sem var á gamla hrauninu, þar sem hið nýja hraun rann yfir. Sagði hann, að sjer hefði fyrst í stað dottið hið sama í hug. En hann væri nú farinn að efast um. að þar væri fundin hin rjetta skýr- ing. Kolsýruuppsprettur þessar eru æði langt frá nýja hraun- inu. Þær sem eru næst jaðri nýja hraunsins, eru í lýá kílómetra fjarlægð. En fjærst eru þær, sem kunnugar eru, tæpl. 3 km. frá hrauninu nýja. 9PP Dillard og Fonville „siegnir úl" Á AMERÍSKA úrtókumótinu fyrir Olympíuleikana vakti það mikla athygli að 21 árs blökkumaður, Barney Ewell vanp Mel Patton í 100 m. hlaupi, var tveimur fetum á undan honum í markinu. 3. var Harrison Dillard og fjórðí Ed. Convell. Þessir fjórir verða í 4X100 m. sveit USA. Patton vann aftur á mótí 200 m. hlaupið á 20,7 sek. —• Ewell varð annað en Cliff Bourland 3. Heimsmethafinn Charles Fon ville varð 4. í kúluvarpi með 16,49 m. og var því „sleginn út“. Delaney var fyrstur með 16,81, Thompson annar og Jam es Fuchs þriðji. Verne McGrew vann hástökk á 2,08 m. George Stanish og Dwight Edleman urðu nr. 2 og’ 3. — Steele vann langstökk með 7,97 m. en stökk 8,17 í ógildu stökki. Douglas var annar en Wright þriðji. — Mal Whitfield vann 800 m. á 1.50,6, Robert McMillen 3000 m. hindr unarhlaup á 9.18,7, Bill Porter vann 110 m. grindahláup á 13,9, en Dillard var þar í 4, sæti. Gordien vann kringlukast á 50,65, Don Gerhman 3.52,2, Mal Whitefield 400 má á 46,5, Eric Koutonen og William Al- ban þrístökk með 14,91, Mor- cum stangarstökk á 4,47 m. og San Francisco spjótkastið með 68,63. *> * < j Kólera í Hindustan NEW DELHI: — Kólerufaraldut! geisar nú í Ganges dalnum í Ind- landi. Hafa 10.000 manns þegag dáið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.