Morgunblaðið - 21.07.1948, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.07.1948, Blaðsíða 8
' GUES5 I'UI €-ÉLU MS CAR-.-IT’e- / ONLN A FÉW / /WONTH£ «r-/ OLO— ) /I CCULDNl'T N, HEIP l.«VB.MINð iNi.'/:^! x'.vi $0RNV A50UT ■' 'ÍOUR S3S?OTHER, BUT X 00 NEEP A CAR — > NO( TH*THANK^Í I NÉEO TWO TH0U£AND f D0LLAR6! ) BV THE WAV, r/M BIUU MORGAN- VOU’RF —? ’ Copr. 1947. Kinj; Featurcs Syndicaic, Inc., WotlU nfflits rcsoygcd. MM r LET’$ SéT a TABLE! if word ” 5EEF5 THR0U6H THlð HAZV HUBBUB THAT VOU HAVB A CAR TO $EUL, THEV’LL TEAR VOU UM& FROM Jj UM&, LAMÞl __ ^====3<Bí= charmaine MANNER6. „„,/-/- i BROTHER ?s&kDZOPE RATtON-? V5TOO BAD...THIZZ k HELF? Róninn: Þarí bróðir i/inn svo nauosynlegaT ueturou þá Haft nokkiið gágn af þessum dollurum ? Karmen: Nei, takk, jeg þarf að fá tvö þúsund dollara. — Býst við, að jeg verði að selja bílinn minn. Hann er næst- um i/-,. CO.V-.U >r, "X7 Jeg heyrði, hvað þjér voruð að segja, u, ', það er leitt með hann bróður yðar, en jeg þarf aö á nýjan bíl. — Við skulum fá okkur sæti við borð óg' tala saman um þetta, en ekki hafa hátt því aö ef þessir kauar niexna neyra, að þú viljir selja bíl, verða þeir bvjálaðir. Við borðið. X—9: Jæja þá, jeg er Villi Morgan. Hvað heitið þjer? Karmen: Jeg heiti Karmen Manners. MaRGUNBLAÐJÐ Míðvikudagúr ;21. fúlí 1048. Efiir Roberi Sform Herra og drengjavesti. ULLARVÖRUBÚÐIN Laugaveg 118. iiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiimiiiiiiiumiimimiiii | Herbergi I Stúlka getur fengið sjer í herbergi, endurgjaldslaust, | með ljósi og hita, í stað i bess að líta eftir börnum i á kvöldin. Uppl. Grettisg. | 71, III. hæð, eftir kl. 7. TeiknistofðJEK‘1 verður lokuð vegna sum- ; arleyfa frá 21. júlí til 1. ; ágúst. — Jörundur Pálsson. Húsnæði Eitt herbergi og eldhús eða eldunarpláss einhvers staðar ekki allfjarri há- skólanum, óskast 1. okt. Kennsla og húshjálp get- ur komið til greina. Til- boð sendist á afgr. Mbl. merkt: „1. okt. — 267“. Esja fer hjeðan mánudaginn 26. þ. m. til Glasgow. Getur tekið nokkra farþega til viðbótar og einnig vörur. Súðin fer hjeðan kl. 8 i kvöld til Vestfjarða og Strandahafna. iinmngaro Árnn Andr í DAG er til moldar borinn öol- ingsmaðurinn Árni Andrjesson, Njálsgötu 41. Árni var Rang- æingur að ætt, fæddur og að nokkru leyti uppalinn undir Eyjafjöllum, en að nokkru leyti í Hemlu í Landeyjum og sem fulltíða maður heimilismaður þar nálægt fimtán ár og var þvi oftast kendur undir nafninu Árni frá Hemlu. Var hann ná- frændi Andrjesar bónda þar. Andrjes faðir Árna og Andrjes í Hemlu voru bræðrasynir, en faðir Árna var sonur Sighvatar, sem kendur var við Hól undir Eyjafjöllum, þjóðkunnan fróð- leiksmann, vel lesinn og ment- aður á þeirra tíma vísu. Föður sinn misti Árni á unga aldri. Jeg ætla mjer ekki að rekja æfi- sögu Árna frænda og vinar míns, til þess var hann mjer of kær og nákominn, en það eitt af mörgu, sem verðugt er í minni áð hafa um líf og starf hans, var trúmenskan og mann- göfgin, sem lýsti sjér í öllum hans athöfnum, kunni hann líka glögg skil á rjettu og röngu í daglegu lífi. Árni var prýðilega1 vel að sjer af óskólagengnum manni að dæma, las og talaði mörg erlend tungumál, sem hann lærði mest af lestri bóka á eigin spýtur. Fróðleiksfýsn og bókhneigð tók frítíma hans, frá annari vinnu og gerði hann hæf- an til að þýða brjef og bækur af erlendum málum. Um nokkurt skeið vann hann við skrifstofustarf hjer í bæ, en hvarf frá því og stundaði múr- vinnu allmörg ár. Árni var ó- venju grandvar maður, og undr- aðist mjög er menn ljeku sjer að ósannsögli í orðum og athöfnum og fylgdist hann lítt með í þess- um daglega flaumi, þó hann hinsvegar hefði góða greind og gáfur til að verja þann mál- stað er samviska hans taldi rjett vera. Síðustu ár æfi sinnar vann hann sem inn'neimtumaður og að nokkru við bókhald hjá klæðaverslun Andrjesar Andrjes sonar. Ávann hann sjer traust ekki aðeins húsbænda sinna, heldur líka þeirra, er hann skifti við. Af hverju? Af því hann hafði alt í lagi, af því hann starf aði í kærleika og sannleikurinn Ci tlHt var aðalsmerki hans. — Slíkir menn eru alltaf til fyrirmyndar þeim, sem kunna að meta rjett írá röngu. í apríl 1919 kvongaðist Árni eftirlifandi konu sinni Sigríði Tómasdóttur,. sem hefur verið honúm sannur vinur og lifsföru- nautur 'þau 29 ár, er þau lifðu saman. I gegnum veikindi og erfiðleika stóðu þau sem einn maður og nú síðast hefur hin góða kona sýnt manni sínum með hjúkruri smni ást og þakk- íæti íyrir ' samverustundirnar, sem voru bjartar og fagrar. Nú eru hendur og fætur stirðn aðar, lífinu lokið hjer í heimi og hið blíðá bros horfið, aðeins glampandi minning hjá þeim, sem nutu samveru hans. Við frændur og vinir kvéðjum trygg an vin og fjelaga, þökkum marga samverustund fyrst frá æskuárum og nú síðar á full- orðinsárunum. Við vitum að á landinu eilífa verður sál hans umvafin þeim kærleika er hann sjálfur um- vafði aði’a með hjer í heimi. — Þessvegna syrgjum ekki, en ósk- um honum fararheilla í hinum nýju heimkynnum. A. A. „Noregur í lifum FRU GUÐRUN BRUNBORG hefir tvö undanfarin sumur komið til íslands frá Noregi í sjerstökum tilgangi. Hún hefir ferðast um landið og flutt fyr- irlestra og sýnt kvikmyndir til þess að safna peningum í sjóði til styrktar háskólastúdentum í Noregi og á íslandi. en til sjóð- anna er stofnað til minningar um son hennar Olav Brunborg, sem ljet lífið í þýskum fanga- búðum. Frú Brunborg er nýkomin hingað í þriðja sinn og að þessu sinni hefir hún meðfei’ðis fall- egar landlagsmyndir frá Nor- egi Eru það nokkrar stuttar myndir teknar á mjófilmu í eðlilegum litum. Kvikmynda- mönnunum hefir tekist að festa á filmuna hina einstöku og undursamlegu náttúrufegurð Noregs, en fleira kemur til greina, því áhorfendur fá tæki- færi til að sjá atvinnuhætti, menningarlíf og lífsbaráttu. — Myndin frá fiskveiðunum við Lófóten er fróðleg og skemt- un vekur, að sjá virðulega sendi herra og ráðherra að þoi’sk- veiðum. I stuttu erindi, sem fi’ú Brun- borg flytur á undan sýningum getur hún þess, að það hafi oft sært hana í þau 30 ár, sem hún hefir dvalið í Noregi, hve fá- kunnáttan er mikil um Islend- inga. SegisJ hún með þessum myndasýningum vilja leggja fram sinn skerf til að auka þekk ingu íslendinga á Norðmönnum og væntir þess, að það geti orð- ið til þess, að eitthvað verði gert til að kynna ísland í Nor- egi. Á föstudaginn kemur byrjar frú Brunborg sýningar á kvik- myndunum í Listamannaskál- anum. Aðsókn hefit verið góð að sýningunum, enda eru þær þess virði að siá bær. Veifíngarnar á Esju samkvæmf áfengis- Frá dómsmálaráðuneytinu hefir Mbl. boi’ist eftirfarandi: í TILEFNI af blaðaummæl- um um vínveitingar um borð í m.s. Esu, vill dómsnlálaráðu- neytið vekja athygli á því. að í niðurlagi 3. gr. áfengislaga nr. 33/1935 segir berum orð- um, að fyrirmæli greinarinnar nái ekki til herskipa eða skemmtiferðaskipa. Þar sem m.s. Esja siglir nú sem skemmtiferðaskio með skemmtiferðamenn frá Bret- landi til íslands, og menn þess ir dvelja í skipinu meðan það dvelur hjer, og þar sem eng- in heimild finnst í áfengislög- unum, til að telja, að aðeins útlend skemmtiferðaskip falli undir niðurlagsákvæði 3. gr. áfengislaganna, taldi ráðuneyt- ið sjer ekki fært að neita að verða við kröfu Skipaútgerðar ríkisins, um að beita þessu fyr- irmæli áfengislaganna um m._s. Esju. Það er því alger mis- skilningur, að ráðuneytið hafi veitt hjer undanþágu eða sett ný fvrirmæli, heldur hefur ein ungis verið farið eftir gildandi landslögum, sera ráðuneytið hef ur enga heimild til að víkja frá um þetta. — Mefíaf mna?a orða Framh. af bls. 6. borun á dýpstu holu, sem gerð hefir verið í Ðánmörku. Er ver- ið að gera hana skamt norður af Randers á Jótlandi og mun hún verða hjerumbil 4000 m. djúp. Sýknaður af öffum ákær- um um að hafa misþyrmf föngum BRESKUR höfuðsmaður að nafni Stephens var í dag sýkn- aður af öllum ákærum, sem á hann voíu bornar fyrir herrjetti í London. Hann var sakaður um að hafa farið ilia með þýska fanga í Bad Nenndorf fangels- inu, en þar hafa ýmsir stríðs- glæpamenn verið hafðir í haldi. Framh. af bls. 5 menn komi færri af þeim sök- um. Finnar tala ekki um stjórnniól við útlendinga. Um ísland vissu Finnar fátt og þótti nýstárlegt og ótrúlegt að heyra um veðráttufar á vetr- um, hitaVeituna — og gamlar skólapiltafer-ðir á íslandi. Um stjórnmál sín tala Finnar ekki við erlenda gesti að jafnaði, sagði si'. Sigurbjörn. — Erlendir blaðamenn kvarta stundum yf- ir þeirri þögn. Þó heyrði hann stundum óttablandinn sársauka í sambandi við þau mál. Að lokum bætti sr. Sigur- björn þessu við: „Jeg vissi ekki fyrr en síðtxstu dagana í Svíþjóð að mjer mundi lánast vegna gjaldeyrisins að komast til Hels ingfoi’s, og gerði því engum boð á undan mjer. En auðnist mjer heilsa — og gjaldeyrir, fer jeg þangað aftur og heimsæki „ís- landsbörnin“. Jeg veit nú hvern ig mjer verður tekið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.