Morgunblaðið - 21.07.1948, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.07.1948, Blaðsíða 1
25 árgangur 170. tbl. — MiSvikudagur 21. júlí 1948. Prentsmiðja Morgunblaðsiáa Matvælin kos«asl ekki til Eerlínar. Hjer sjást vöruflutningabifreiðar, sem voru á leið rneð matvæli til Berlínar og; sem Bússar stöðvuðu. Maturinn hefur eyðilagst í vögnumyn 03 mildð verðmæti farið forgörðum. matvælum Bragð, sm á að neyða borgarbúa til að nsta rúsaeska gjaldmiSlHnn. Berlín í gærkvÖldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ÞÝSKA frjettastofan á hernámssvæði Rússa í Berlín sagði frá því i dag, að Rússar hefðu ákveðið að sjá allri Berlínarborg fyrir matvælum. Væru nægar birgðir korns á leiðinni til borgarinnar og innan fárra daga yrði það almenningi til sölu. Gætu íbúar af hernámssvæðum Vesturveldanna keypt matvæli og flutt þau til vesturhluta borgarinnar, en eini gjaldmiðillinn, sem tekinn yrði gildur væri gjaldmiðillinn á hernámssvæði Rússa. í tilkynningu frjettastofunnar sagði ennfremur, að rússnesku hernámsyfirvöld- in myndu næstu daga senda 100,000 smálestir af korni til Berlín- ar og lokið væri undirbúningi undir að 'auka mjólkur og græn- metisflutningana svo að nægði fyrir alla borgina. Vesturveldin hætta ekki loftflutningum. Þó frjett þessi sje ekki ,stað- fest af rússnesku hernámsyfir- völdunum telja ráðamenn Vest urveldanna, að ekki sje ástæða til að rengja frásögn frjetta- stofunnar. Robertson vfirmað- ur breska hernámsliðsins sagði, að þessi frjett væri ekk’ þýð- ingarmikil því að Rússum bæri skylda til sem hinum hernáms- veldunum að sjá Rerlínarbúum fyrir matvælum. Hann sagði og, að Vesturveldin myndu halda áfram loftflutningum til Berlínar þrátt fyrir þetta. Kænlegt bragð hjá Rússum. Stjórnmálafrjettaritarar eru sammála um, að þetta sje poli- tískt bragð hjá Rússum -'g mjög kænlegt, því að eftir þetta geta þqir ef til vill sagt, að loftflutn- ingar Vesturveldanna sjeu þarf láusir þar sem að Rússar geti sjálfir sjeð borginni fyrir mat- vælum og getur þar verið á- stæða fyrir þá til að hindra loftflutningana. Einnig er þetta beint framhald af kröfu Rússa um að gjaldmiðillinn af her- námssvæði þeirra í Þýskalandi sje einn í gildi í Berlín. Er tal- ið, að þeir hyggist á þennan hátt að koma þeim áformum sínum í framkvæmd. Tutior-flugvjel fersf París í gær. TUDOR-flugvjel, fórst í dag, er hún ætlaði að lenda á flugvelli skamt norður af París. Sjónar- vottar segja, sð flugvjelin hafi svifið niður yfir flugvöllinn og alt sýnst í góðu lagi, þegar hún beygði skyndilega af og hrapaði til jarðar. Fimm manns fórust. Utanríkkráðherrarnir fimm summula í aðalatriðum --------» _—_____ veila Bandaríkin fá sæti í fyrir bro! sín Cardiff, laugardag ! WINSTON CHURCHILI. hjelt hjer í gær, að Rretland yrði að komast úr hinum ógur- legu erfiðleikum, sem það ætti nú í. Bretar yrðu að fallast á, að Þjóðverjar tækju aftur upp stöðu sina í fjölskvldu Evrópu- þjóða. Þjóðverjar yrði; á ný að fá tækifæri til að nota hæfi- leika sína, sem væru miklir, á friðsamlegan hátt. En það yrði að búa svo um hnútana, að Þjóðverjar bættu fyrir þær misgerðir, sem þeir hefðu unn- ið með hernaðarst.efnu sinm. -— Reuter. Sfjórnarkreppan í Frakklandi París í gærkveldi. FUNDIR voru 1 dag haldn- ir í miðstjórnum allra helstu stjórnmálaflokka Frakklands, og var í ráði að sjá hverjir möguleikar væru á framhaldi stjórnarsamvinnu þeirra flokka sem stóðu að stjórn Schumans, eða hvort mögulegt sje að mynda nýja stjórn. Foringjar flokkanna gengu hver fyrir sig á fund Auriol forseta og skýrðu honum frá skoðunum flokk- ! anna á stjórnmálaástandinu í landinu. Mun forsetinn í fyrstu rannsaka skýrslur stjórn málamannana, en ekki er talið, að hann feli neinum stjórnar- myndun fyrr en í fyrsta lagi um miðjan dag á morgun. — Reuter. Sjahinn af Persíu kemur fi! London London í gær. SJAHINN af Persíu er í heim- sókn í Bretlandi 1 boði Breta- konungs. Kom hann í dag með Yorkflugvjel frá Malta, en þar kom hann við á leiðinni frá Persíu. — Reuter. Árás á Brefa í Kairo Kaíró í gær. ARÁS var gerð í gær á nokkra Breta, sem voru staddir í Ka- iro. Var kastað sprengju á þá, þar sem þeir voru á ferð á göt- um borgarinnar. Breski sendi- herrann í Egyptalandi hefur krafist ráðstafana til að slíkt komi ekki oftar fyrir. —Reuter ráði Vestur Evrópu- ríkjanna Yilja við?®ður við Rússa um Berlínarmálin, Haag í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. TVÖ aðalviðfangsefnin á fundi utanríkisráðherranna fimm í Haag voru Berlínarvandamálið og varnarbandalag Vestur Evrópu rikjanna. Voru þessi mál rædd í sjerstakri undirnefnd, sem allir utanríkisráðherrarnir áttu sæti í. Málin voru rædd á breiðum grundvelli og að viðræðunum loknum voru ráðherrarnir sam- mála í meginatriðum. í Berlínarvandamálinu leggur fundurinn til, að reynt verði að ná samkomulagi við Rússa og á öðrum íorsendum en Vesturveldin komu sjer saman um í mótmælaorð- sendingunum til Rússa. Um varnarbandalagið lýsir fundurinn því yfir, að viðkomandi þjóðir muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera ákvarðanir Brússel samþykktarinnar frá mars síðastliðnum að veruleika. Bsttiagar á Mal- ahkashaga Singapore í gær. HALDIÐ er áfram hernaðarað- gerðum gegn ofbeldisflokkum kommúnista á Malakkaskaga, en þeir hafa á mörgum stöðum búið um sig inni í þjettum frum skógum, þar sem mjög erfitt er að komast að þeim með heriið. Þegar svo stendur á eru Spit- fire flugvjelar vopnaðar eld- flugum sendar á vettvang, og í dag tókst þeim að kveikja í einni aðalbækistöð ofbeldis- mannanna skammt frá Kuala Lumpur. Bardagar urðu milli herliðs og flokka ofbeldis- manna skammt frá Kelantan. —Reuter. Undirbúningur að Olympíuleikunum London í gær. UNDIRBÚNINGUR að Olym- píuleikjunum í London er nú að verða sýnilegur á götum borgarinnar. í dag var unnið að því að reisa flaggstengur um hverfis Piceadillytorgið í borg- inni. — Reuter. Viljið hjer tala við lir. Smith? LONDON. — Eftir nýútkomnum skýrslum eru 1,600,000 marns í Bret landi, sem bera ættarnafnið Smitli. Þykir þetta hreinustu vandræði, og margir eru með þvi, að nafnið verði útilokað og skipað, að þetta fólk tald upp annað ættarnafn. Vilja viðræður við Rússa. Fundurinn leggur til, að reynt verði að komast að sam- komulagi við Rússa um Berlín- armálin og að þess verði ekki krafist fyrirfram, að samgöngu- leiðin til borgarinnar verði opn uð, heldur verði málið rætt við Rússa frá öllum hliðum. Áður en þessi skoðun fund- arins getur komið til fram- kvæmda, þurfa Bandaríkin að samþykkja hana. Bandaríkin fá sæti í lierráði V.-Evrópu. Um varnarbandalag Vestur- Evróouríkjanna vísaði fundur- inn til Brússel samþykktarinn- ar milli þessara fimm ríkja um sameiginlegar hervarnir, en nauðsynlegt er að gera ýmsar uppástungur úr þeirri samþykt að veruleika og hafa bandalag- ið milli ríkjanna serri nánast. Myndað verður sameiginlegt herráð þessarra fimm ríkja og verður Bandarikjunum og Kanada þar að auki boðið sæti í ráðinu. Þar sem ekki er um að ræða varnarbandalag við ’ Bandaríkin, gefur seta þeirra í sameiginlegu herráð bestu fá- anlegu tryggingu fyrir, að þau muni ekki sitja hjá ef Vestur- Evrópu þjóðirnar verða fyrir árás. Skömmtun afljett í Svisslandi. Zúrich. — Hætt verður á næstunni að skammta mjöl, hríserjón og feitmeti í Sviss- landi. en þetta voru síðustu vör urnar sem ekki voru seldar frjálst þar í landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.