Morgunblaðið - 29.07.1948, Side 1
E5 árgangur
177. tbl. — Fimtudagur 29. júlí 1948.
PrentsmiSj* MorgunblaÖsLða
6110 farast við sprengingu í Ludivigshafen
-«>
Olytnpíuleikvangurinn s London.
Kviknaði í efnaverk-
smiðju I. G. Farben
Mannheim í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter,
ÓSKAPA sprenging varð í verksmiðju I. G. Farbenindustrie í
I udwigshafen. Síðast þegar frjettist var talið, að 600 manns
hefðu þegar beðið bana, en 1200 höfðu verið fluttir á sjúkrahús
i nágrenninu. Strax eftir sprenginguna kom mikið lögreglulið
á vettvang, sem hefur unnið stanslaust að því í marga klukku-
tíma að bjarga fólki úr rústunum. Auk þess vinnur þýskt, banda-
rískt og franskt slökkvilið að þvi að slökkva bálið, en gengur
illa vegna þess, að hitinn er svo mikill, að erfitt er að komast
rærri mesta eldinum. Ekki er vitað um upptök eldsins, en þar
sem hann kom upp er klóroform framleiðsla.
Wembley-Stadion í London, þar sem Olympíuleikarnir fara fram.
Úlympíuleikornir hefjost í
Setningarafhöfnin
cg glæsileg.
í DAG kl. 13,30 eftir ísl. sumartíma verða Olympíuleikarnir
iiinir 14. í röðinni frá því þeir voru endurvaktir, settir af kon-
ungi Bretaveldis, Georg VI. Eftir nokkurt forspjall hirðsiða og
þegar konungur er kominn í stúku sina munu keppendur allra
þátttakandi þjóða, fylkja liði og ganga inn á leikvanginn, stöðvast
tíðan á innra leikvelli hans, með fánaborg í fylkingarbrjósti.
Fyrir hverri þjóð er borinn þjóðfáninn og spjald er sýnir hvaða
þióð er hjer á ferð.
Hátíðleg setning '
Eftir að fylkingin er komin á
sinn afmarkaða stað, rís konung
urinn úr sæti og setur leikana
með eftirfarandi orðum:
„Jeg lýsi því yfir að hinir
fjórtándu Olympisku leikar
haldnir í London eru hafnir.“
Lúðrar eru þeyttir og þús-
urídum dúfna er slept lausum
sem síðan flögra yfir leikvang-
inum til marks um vopnafrið.
Síéan heyrast drunur 21 fall-
bysssu, þær drynja til heiðurs
konungi, keppendum og áhorf-
endum.
Olympíueldurinn kemur
Rjett í því að drunurnar
deyja út kemur síðasti boð-
hlauparinn með Olympíueldinn
frá Grikklandi, þar sem eldur-
inn var kveiktur með sólargeisl-
unum á grískri grund fyrir
nokkrum dögum siðan og borinn
til London í gegnum lönd meg-
inlandsins, en boðhlaupararnir
voru fulltrúar frá viðkomandi
þjóð. Olympíufáninn er dreginn
að hún ,hægt og hátíðlega, við
tónaflóð frá Olympíulofsöngn-
um.
Olympíueiðurinn
Síðan kemur fram íþrótta-
maður sem fer með Olympíu-
eiðinn, sem er svo hljóðandi:
„Við heitum að við munum
keppa á Olympíuleikunum í
heiðarlegum leik og fylgja þeim
Framh. á bls. 2.
ilugvjel
ferst í Þýskalandi
Frankfurt í gær.
TILKYNT var í dag að dönsk
flugvjel hefði farist fyrir tveim-
ur dögum nærri Freiburg á
franska hernámssvæðinu í
Þýskalandi. Var þetta lítil
tveggja manna flugvjel, sem
var á flugi frá Lausanne í Sviss
til Strassburg ásamt átta öðr-
um. Sjón'arvottar segja, að allt
hafi virst í besta gengi, þegar
flugvjelin skyndilega lækkaði
og hrapaði niður í þjettan skóg.
Tveir menn voru i flugvjelinni
og fórust báðir. -— Reuter.
New Delhi í gær.
KASMÍR nefnd Sameinuðu
Þjóðanna situr nú i New Delhi
og ræðir Kasmír vandamálið
við leiðtoga Hindustan-ríkis. —
Var þriggja klukkutíma fundur
haldinn í dag, þar sem stjórn
Hindustan gerði grein fyrir
skoðunum sínum. Á föstudag
fer nefndin til Karachi, höfuð-
borgar Pakistan. — Reuter,
L I. Virthanen
vænlanlegur
í VETUR sem leið endurnýjaði
Háskóli íslands heimboð sitt til
hins heimsfræga finnska vís-
indamanns og Nobelsverðlauna-
manns A. I. Virthanen. — Var
lengi vel efamál, hvort hann
gæti komið hingað á þessu
sumri, en nýlega hefur komið
skeyti frá honum um það að
hann sje væntanlegur hingað 7.
eða 8. næsta mánaðar.
Flugæfingar við Súes
skurðinn
BRESKA flugmálaráðuneytið
tilkynti í dag, að breski flug-
herinn myndi halda flugæfing-
ar á næstunni í nánd við Súes-
skurðinn. Notaðar verða stórar
sprengjuflugvjelar og orustu-
vjelar og eru þær að leggja af
stað til Egyptalands.
festurveldii summálu
um mótmæiuorðsend-
ingu til Rússu
Washington í gær.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
MARSHALL utanríkisráðherra sagði á fundi með blaðamönnum
í dag að Bandaríkin, Bretland og Frakkland hefðu komist að
samkomulagi um efni næstu mótmælaorðsendingarinnar til
Iiússa, en eins og kunnugt er sátu fulltrúar þessara landa fund
í London til að ræða þessi mál. Marshall sagði, að efni orðsend-
ingarinnar yrði ekki birt fyrst í stað.
* Geigvænlegar skemdir.
Ludwigshafen er á franska
hernámssvæðinu í Þýskalandi
og stendur við Rín gegnt borg-
inni Mannheim. Sjónarvottar
segja í stuttu máli, að spreng-
ingin hafi verið óskapleg og
Ludwigshafen hafi öll orðið
hjúpuð þjettu reykskýi. Skemd
ir urðu á húsum í Mannheim
hinumegin við fljótið, flestar
rúður brotnuðu þar og þar af
er hægt að gera sjer í hugar-
lund, að skemdir í Ludwigs-
hafen hafa orðið geigvænlegar.
Talið er að fá hús sjeu uppi-
standandi þar, en sjest ekkert
vegna reyksins.
Hætta á eiturlofti.
Strax eftir sprenginguna var
lögreglulið kallað til úr öllum
nálægum borgum til að hjálpa
til við björgunarstarf og við
slökkvistörf vann þýskt, banda-
rískt og franskt slökkvilið. Bæði
hjörgunar- og slökkvistarf er
erfitt vegna mikils hita og ým-
issa eitraðra lofttegunda, sem
stafa frá efnabirgðum, sem
nauðsynlegar eru við ýmiskon-
ar efnaiðnað. Voru hættumerki
gefin í Mannheim vegna ótta
við eitraðar lofttegundir.
600 manns hafa farist.
Síðast þegar frjettist var tal-
ið, að um 600 manns hefðu far-
ist við sprenginguna, en auk
þess voru öll sjúkrahús í ná-
grenninu þegar full af særð-
um og limlestum mönnum.
Ekki er vitað nákvæmlega um
tölu þeirra, en reiknað út að
það muni vera um 1200
manns.
Seint í gærkvöldi var enn
unnið að því að grafa dauða
úr rústunum og að slökkvistörf-
um.
Afhent í vikulok
Frjettamenn telja líklegt, að
Rússum verði afhent orðsend-
ingin í lok þessarar viku, en þá
verða sendimenn Vesturveld-
anna í Moskvu komnir þangað
austur.
Talið er, að Vesturveldin
krefjist þess, að reynt verði að
komast að samkomulagi um ein-
hverja lausn í vandamálum
Þýskalands og stingi upp á að
fundur fjögurra utanríkisráð-
herra verði haldinn á næstunni.
Júgóslavar vilja vingast
við Rússa.
BELGRAD. — Kardelj starfsbróðir
og vinur Títós sagði í ræðu í dag,
að Júgóslavía myndi halda áfram að
styðja untanrikisstefnu Rússa gegn
„heimsveldisstefnu" Vesturveldanna.