Morgunblaðið - 29.07.1948, Page 8

Morgunblaðið - 29.07.1948, Page 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Fimtudagur 29. júlí 1948. - Hedtoft forsætis- in Framh. af bls. 5. máísins, enda er hún kunnug og hefur ekkert breyst. Góðvinur Islendinga. Hedtoft forsætisráðherra, mun halda hjeðan á föstudagskvöld. Hann skýrði blaðamönnum frá því, að hann hefði ekki getað stilt sig um að koma hjer við í þessari ferð. — Hjer ætti hann marga vini, og það væri sjer sjerstök ánægja, að koma hingað til að fylgjast sem nán- ast með þeim framförum, sem hjer ættu sjer stað. Hann kvað það vera sjer mik ið gleðiefni, að hann fyndi það greinilega að íslenska þjóðin vildi halda góðu vinfengi við Dani og Norðurlandaþjóðirnar yfirleitt, enda væri ríkjandi á- hugi meðal allra Norðurlanda- þjóðanna, að íslenska þjóðin yrði áfram í samfjélagi Norð- urlanda. Það er vitað mál að Hans Hedtoft forsætisráðherra er Is- lendingum mjög velviljaður í alla staðf og hefur hug á því að jafna allan kala og missátt, sem kynni að koma upp á milli Dana og íslendinga. Mun hann því jafnan vera velkominn til Islands sem góðvinur íslend- inga. Enda er víst að hann mæl ir af heilum hug, er hann bað blaðamennina í gær að fiytja íslensku þjóðinni sínar bestu kveðjur og óskir um, að Is- lendingum megi vegna sem best um alla framtíð. — Meðal annara orða Framh. af bls. 6. stefnuskrá kommúnista líta ná- kvæmlega eins út í hverju land- inu fyrir sig. Lokatakmarkið er vitaskuld eitt og það sama •— alger kommúnismi — en fjelag- arnir komast þó t. d. ekki hjá þeirri staðreynd, að þar sem megineinkenni Tjekkóslóvakíu er fjölmenn iðnaðarmannastjett, byggist þjóðskipulag Ungverja- lands að mestu á sæg fátækra smábænda. Og þetta hafa komm- únistar sjeð og þeir hafa komið fram skv. því. En enginn þarf að efast um, að þeir eru allir með sama markinu brendir, og þjóðfylkingargríman, sem þeir fela sig á bak við, boðar aðeins eitt lokatakmark: algert komm- únistiskt einræði. Libya ekki fær um að vera sjálf- slæð London í gærkveldi. FJÓRVELDANEFNDIN, sem undanfarna mánuði hefur haft til athugunar hvað gera beri við nýlendur ítala í Afríku, hefur nú skilað áliti um Libyu. Komast fulltrúar Bandaríkj- anna, Bretlands og Frakklands að þeirri niðurstöðu, að ný- lendan sje enn ekki, frá stjórn- málalegu sjónarmiði sjeð, þess megnug að gerast sjálfstæð. Benda fulltrúarnir meðal ann- ars á þá staðreynd, að nýlend- an getur ekki sjeð sjer fyrir sínum eigin nauðsynjum. Ibúar nýlendunnar, segja i fulltrúar Breta og Bandaríkja- manna, eru því þó algerlega andvígir, að ítalir fái á ný stjórn mála þeirra í sínar hend ur. Stórveldin fjögur, sem full- trúa eiga í ofangreindri nefnd, samþykktu á sínum tíma að hafa skilað áliti um nýlend- urnar ekki seinna en einu ári eftir friðarsamningar við Ítalíu hefðu verið undirritaðir. Næð- ist ekkert samkomulag, var hinsvegar til þess ætlast, að málið yrði lagt fyrir allsherj- arþing Sameinuðu þjóðanna. Verkalýðssam- bandið breska sfyð- ur iðnaðamefndina London í gær. VERKALÝÐSSAMBANDIÐ ákvað í dag, að veita hinni tilvonandi bresk bandarísku iðnaðarnefnd fulla aðstoð sína. Verður myndað sex manna iðn aðarráð verkalýðssambandsins og yerða þar fulltrúar sem eru sjerfræðingar í þessum grein- um; kolavinnslu, stáliðnaðin- um og baðmullariðnaðinum. Sokol Fm Hansína Benedlktsdóttir Framh. af bls. 7. Maður finnur, að þárna eru þjóðir, sem finnst leikfimi lífs- nauðsyn. í Sokol hreyfingunni eru líka tvær milljónir manna, það er að segja sjötti hver Tjekki. 1 sömu átt bendir líka að- sóknin að fimleikunum. Fimm daga í röð fylltust áhorfenda- svæðin ,sem taka 250,000 manns í sæti og engum finnst það sjer. staklega dýrt, þó inngangurinn kosti 400 tjekkneskar krónur (50,00 ísl. kr.). í DAG verður tii moldar borin frú Hansína Benediktsdóttir, ein af merkustu og bestu konum þessa lands. Frú Hansína er fædd 17. maí 1874 að Helgastöðum í Reykja- dal. Foreldrar hennar voru Benedikt prófastur Kristjánsson og kona hans Regína Sívertsen. í æsku fluttist frú Hansína með foreldrum sínum að Grenjaðar- stöðum og þar ólst hún upp á landskunnu rausnarheimili föð- ur síns Benedikts prófasts, sem var fyrirmyndar maður sem prestur, búhöldur og sveitarhöfð ingi. Ung mun hún hafa mist móður sína. Frú Hansína naut þeirrar mentunar sem þá var í tísku að ungar heimasætur nytu og mentun hennar og þroski á fyrirmyndarheimili föður henn- ar reyndist henni örugt vegar- nesti á æfiferli hennar. 16. septemberdag 1901, giftist frú Hansína frær.da sínum Jón- asi Kristjánssyni lækni og reistu þau bú á Brekku í Fljótsdal þar sem maður henner var hjeraðs- læknir. Þar bjuggu þau læknis- hjónin við mikla rausn, ung og dugleg og alt Ijek í lyndi. Jónas Kristjánsson varð fljótt frægur læknir og ekki reyndist hann síð- ur sem bóndi, en unga og fríða læknisfrúin ljet ekki sinn hlut eftir liggja sem húsmóðir og hjúkrunarkona, var hún sam- hent manni sínum og jafnoki hans og fjelagi í öllum hans störf um. Árið 1911 fluttu þau hjónin til Sauðárkróks og var Jónas Krist- jánsson hjeraðslæknir Skagfirð- inga til ársins 1938 að þau fluttu til Reykjavíkur. Rúmlega aldarfjórðungsstarf frú Hansínu í Skagafirði, er mikið og göfugt dagsverk. Enda kunna Skagfirðingar að meta þau læknishjónin á Sauðárkróki. Þau voru elskuð og virt af öllum sakir mannkosta þeirra og dugn- aðar, og einhvernveginn var það svo, að þau urðu undir eins Skag firðingar, eins og þau væru bor- in og barnfædd í hjeraðinu. — Aldrei hef jeg heyrt nokkurn mann í Skagafirði minnast á það, að frú Hansína væri Þingeying- ur og þó vissi jeg að hún unni sínum fögru æskustöðvum, en hún flíkaði ekki mikið tilfinning- um sínum. Heilhuga og óskift vann hún að öllum sínum mörgu áhugamálum og sparaði hvorki fje nje fyrirhöín. Hún vildi likna Minningarori og hjálpa þeim öllum sem veikir voru og í raunir höfðu ratað, en hina hvatti hún til starfs og dáða sem verkfærir voru. Hún vildi fegra og bæ.ta mannfjelagið og hún vildi að það gengi fljótt og vel og hún vann með eldleg'- um áhuga að því, að það tækist fljótt og vel. Hitt er svo annað mál, að það 'vill altaf sannast sem skáldið kvað: „Að vort ferðalag, gengur svo grátlega seint, að gaufið og krók.ana höfum við reynt og framtíðarlandið svo fjarri“. Frú Hansína forðaðist gaufið og krókana, hún stefndi í sólar- átt með þeim hraða sem hún framast orkaði og framtíðarland- ið e‘r altaf á næsta leiti og ekki nema herslu mupur að ná því. Við fráfall hinnar góðu konu, munu Skagfirðingar minnast hennar með ástúð og þökk, því að öllum var gleði að kynnast henni en engum ami. Hún gladdi alla, en grætti engan. Heimili þeirra læknishjónanna- á Sauðárkróki var til fyrirmynd- ar um rausn og skörungsskap. Gestrisni þeirra var alkunn og orðlögð, enda var þar oftast fullt hús gesta og heimiiið alltaf mann margt. Tóku þau öllum opnum örmum og reyndust ætíð best, þegar mest lá við. Frú Hansínp var umhyggjusöm og ástrík húsmóðir, enda var heimili hennar á Sauðárkróki glæsilegt hvar sem á var litið. Hún ræktaði þar mikinn og fagr- an garð í kringum húsið sitt og annaðist trjáplönturnar sínar með móðurlegri umhyggju. — Enda var garðurinn hennar höf- uðprýði í gráu kauptúninu, á mölinni við sjóinn. Það reyndi oft mikið á stjórnsemi og dugnað frú Hansínu er maður hennar var langdvölum í hurtu :"rá heim ilinu, bæði í siglingum utanlands, og með setu á Alþingi. En frú Hansína var þeim vanda vaxin og hjelt öllu í horfinu með dugn- aði sínum og forsjá. Þau læknishjónin eignuðust 5 börn: 1. Rannveigu kenslukonu, sem altaf hefir verið hjá for- eldrum sínum. 2. Regínu, sem dó 18 ára gömul 1923, hina efnileg- ustu stúlku. 3. Guðbjörgu konu Sigurðar Birkis söngmálastjóra. 4. Ástu, konu Bjarna Pálssonar, vjelfræðings. 5. Kristján læknfr, dáinn 1947. Fósturbörn þeirra hjóna voru 4, þrjár stúlkur og einn piltur. Dagsverk frú Hansínu er mik- ið, en mjer virtist hún aldrei vera þreytt. Flún var altaf ung í anda og altaf áhugasöm eins og maður hennar. Heilsa hennar bil- aði nú á seinustu árum. Frú Hansína átti miklu láni að fagna um æfidaga sína. Hún var vorsál og bjó alltaf sólskins- megin í Langadal lífsins. j Tvisvar dró þó fyrir sólu. — Fyrst er hún misti Regínu dótt- J ur sína, unga og fríða og efnilega I stúlku, en sá var þá sárastur harmur, er hún árið sem leið misti einkason sinn Kristján Jón asson lækni, er svo óvænt og skyndilega var á burtu kippt. En þessa harma sína bar frú Hansína með þreki og stillingu. Hún geymdi minninguna um sín kæru, góðu börn sem helgan dóm j hjarta síns, trúði, vonaði og um- ! bar allt og aftur skein. sólin en það var þó aðeins aftanskin og komið undir sólarlag á hinum fagra æfidegi þessarar góðu og [ göfugu konu. Blessuð veri storf hennar. -— Blessuð veri minning hennar. Sigurður Þórðarson. Seglskip til Bretlands. LONDON. — Það var tignarleg sjón, þegar fjögra mastra seglskipið Viking sigldi inn á höfnina i Fornmouth. Viking flutti 4000 smálestir af korni frá Ástraliu. l-i & á. t ti Efiir Robert Sform .i * n TMATóUV'6 A PADÖE! I * CAN 6/MfLL. MI6 CREDENTIAL6 FR0Á1 MERE! ME'6 CMECKING TME PLATE ON THAT CAR - I]M ÖCPAM/VIINó! Ar THI£ /þQ/HENT, AROL'ND TME FRONT, LIVER-L! I 1 TMlNK /Viy MUNCM WA6 KIGMT ABOUT TME CMAR/MAINE /YIANNER6 DAAlE! 6ME A1AV COMt OUT ANV /VlO/VIENT— NO TIME TO CALL &1N6! F3 TMAT FRAIL LOOK^ FAÁIILIAR CH/ARMAINE? Kalli: Þetta er löggi. Það er enginn vafi og hann er að taka upp númerið á þessum bíl. Jeg held, að það sje best fyrir mig, að koma mjer eitthvert burt. — X—-ð: Já, það var eins og jeg bjóst við, með þessa Karmen Mannérs. Hún hlýtur að fara að koma út. Það er enginn tími til að saekja Bing. Á sama tíma er Kalli kominn fram fyrir húsið. Kalli: Mjer jég kannisí við þessa stúiku. -- Nei, Karmen!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.