Morgunblaðið - 29.07.1948, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.07.1948, Qupperneq 2
2 MORGVNBl 4 Ð11 Fimtudagur 29. júlí 1948, J Mito þorf 'Á BÆ J ARST JÓRN ARFUNDI í gær var til umræðu samþykt bæjarráðs frá 23. júlí um það að íbúðirnar í bæjarbyggingun- um nr. 19—25 við Löríguhlíð verði seldar við kostnaðarverði með eftirtöldum kjörum: Kaupendur greiði kr. 50.000 á 50 árum með 3% ársvöxtum. Á 10 árum greiði kaupendur 3 herb. íbúða kr. 40.000.00 með 4</2% ársvöxtum, en kaupendur 2ja herbergja íbúða kr. 20.000, á sama tíma með sömu kjörum. Bæjarráð samþ. að taka veð- deildarlán út á húsin, kr. 20.000 út á 3ja herb. íbúðir, en kr. 15.000 út á 2ja herb. íbúðir, og taki kaupendur að sjer greiðslu þessara lána. Kaupendur greiði þegar kaup- in verða gerð það sem á vantar að framangreind lán hrökkvi fyrir byggingarkostnaði, en nú er áætlað að hann nemi kn, 180.000 fyrir 3ja herb. íbúð, en jkr. 138.000 fyrir 2ja herb. íbúð. Ef framangreint kaupverð hrekkur ekki fyrir girðingu um húslóðina og lóðarlögun, er kaupandi skuldbundinn til að greiða að sínum hluta það sem á vantar, svo og árlegan rekstr- arkostnað lóðarinnar, hvort- 'tveggja eftir fyrirsögn bæjar- •stjórnar. Söluskilmáiar. Gunnar Thoroddsen borgar- ■it.jóri, tók fyrstur til máls út af tiilögu þessari og komst meðal •annars að orði á þessa leið: Samkvæmt tillögu þessari er gert ráð fyrir, að kaupendur oorgi við afhendingu 70.000 kr. fyrir þriggja herbergja íbúð- arnar, en 53.000 krónur fyrir xninni íbúðirnar, en lánskjör á hinum hiuta kaupverðsins sjeu sem í tiliögunni segir. Um leið og jeg Iegg þessa tillögu bæjar- ráðs fyrir bæjarstjórnina, vil jeg víkja nokkrum orðum að bygg- ingum þessum. Smíði þeirra hófst í ársbyrjun 1946. Var þá byrjað að grafa fyrir grunni húsanna. Ekki er víst hvenær verður hægt að flytja inn í þær íbúðir, sem fyrst verða tilbúnar, en eítirlitsmenn télja að það muni geta orðið fyrst í október næstkomandi. Siðan mun Iíða nokkur timi uns hægt verður að flytja í íbúðirnar allar. JL&n fengust ekki. Það mun hafa verið tilætlun bæjafstjórnarinnar að fá lán út á hús þessi hjá ríkinu, sam- kvæmt lögum um byggingar í kaupstöðum frá árinu 1946. Á síðasía þingi var framkvæmd þessara laga frestað fyrst um sinn. Þó þessar byggingar væru þá langt komnar, neitaði fje- lagsmálaráðuneytið að veita lán út á þær samkvæmt þessum lög- um. Jeg var því andvígur að lög- um þessum yrði breytt eða framkvæmd þeirra frestað, þar sem jeg tel slíkt vera til óhag- ræðis fyrir bæinn, en skil á hinn bóginn rök Alþingis fyrir frest- uninni, þar sem svo miklir erf- iðleikar eru á útvegun lánsfjár. Lán hafa ekki fengist í láns- sípfnunum út á þessi hús, nema í feðdeild 20,000 á þriggja her- bqrgja íbúðirnar og 15.000 á tveggja herbergja. Gera má þvi ráð fyrir, að bæjarsjóður verði sjálfdr að veita lán þau sem íbúðir eítir gæðum Frásögn borgarstjóra um Lönguhlíðarhúsin á bæjarstjórnaríundi í gær hjer um ræðir út á hús þessi. En útborgunin, samkvæmt til- lögum bæjarráðs, verður á allar íbúðirnar 1,832,000 krónur. Er ætlast til að bærinn noti þetta fje til áframhaldandi íbúðar- húsabygginga. Fólk vill eiga íbúðirnar sjálft. Jeg. skal ekkert fullyrða um, hvort bæjarstj. hefði ákveðið að selja íbúðirnar eða leigja þær, ef hagstæð lán hefðu fengist. En reynslan sýnir að betra er og borgurunum geðfeldara, að þeir eigi íbúðir sínar sjálfir. Fólk er að jafnaði ánægðara í eigin í- búðum og þar er umgengnin betri en í hinum. Býst jeg við, að bærinn geti ekki átt íbúðir og leigt þær út nema með halla, því reynslan er, að kröfur um viðhald íbúðanna og þörfin fyr- ir umbætur í bæjanbúðunum er mikil. Ef stilla ætti leigunni í hóf, mundi bærinn ekki fá upp í kostnað sinn. Mánaðargreiðslurnar. Útborganir þær, sem ráðgerð- ar eru, eru nokkuð háar — 38 til 39% af kostnaðar- og sölu- verði húsanna, en lánin, sem veitt eru, eru á hinn bóginn hagstæðari en þau lán, sem nú er hægt að fá. Mánaðargreiðsl- ur til bæjarins frá kaup. 3 herb. íbúðanna verða fyrstu tíu árin kr. 779.16 fyrir þriggja her- bergja íbúðirnar, en að tíu ár- um liðnum lækka þessar greiðsl ur, eða rentufje, í kr. 357.92. Þeir, sem kaupa tveggja her- bergja íbúðirnar, greiða mán- aðarlega fyrstu tíu árin kr. 520.42, en síðan kr. 309,59. Er lækkunin hlutfallslega minni fyrir-tveggja herbergja íbúðirn- ar vegna þess að tiu ára lánin eru þar tiltölulega lægri. Út- borgunin er hjer ekki reiknuð með. Byggingarkostnaður þess- ara húsa þykir hafa orðið all- hár. Mun húsameistari bæjar- ins og eftirlitsmaðurinn með byggingunum bráðlega gefa skýrslu um gang bygginganna og kostnað við þær. En það verða menn að taka til greina, að íbúðir þessar eru óvenju- lega vandaðar, telja jafnvel sumir að of mikið sje í þær borið. Einnig er það villandi, og gefur ónákvæma mynd, ef þess ar íbúðir eru bornar saman við aðrar tveggja og þriggja her- bergja íbúðir, svo sem verka- mannabústaðina í Stórholti, þar sem þriggja herbergja í- búðir hafa kostað rúmar 100.000 kr. Tveggja herbergja íbúðir í Lönguhlíðarhúsunum eru til dæmis stærri en þriggja her- bergja íbúðir í verkamannabú- stöðunum. Þær eru 84 ferm. að stærð, en þriggja herbergja í- búðirnar í verkamannabústöð- unum tæplega 69 ferm. Tveggja herbergja íbúð í Lönguhlíðar- húsunum mætti eins kalla fjög urra herbergja íbúðir, þar sem að hverri íbúð fylgir herbergi í rishæð, en aðalstofan er svo stóf að auðvelt er að skipta henni í tvennt. Sama er að, segja um þriggja herbergja í- búðirnar, er telja má að sam- svari fimm herberga íbúð. Jeg nefni þetta til leiðbeiningar fyrir þá, er vilja bera' þessar ibúðir saman við aðrar íbúðir í bænum og byggingarkostnað þeirra. Nauðsynlegt að meta íbúðir eftir gæðum. Þegar íbúðir eru bornar saman til verðs, verður að meta þær mismunandi eftir gæðum. Er brýn nauðsyn á að samdar verði fastar reglur um flokkun íbúða eftir því hversu vandaðar þær eru. Þetta er tal- ið sjálfsagt erlendis en hefur hjer á landi lítið verið af því gert. Landsbankinn hefur þó í sambandi við veðdeildarlán látið meta jafnstór hús bygð samtímis, á mismunandi verði með tilliti til gæða þeirra. Má vera, að til slíkrar flokkun- ar þurfi lagafyrirmæli. Sje svo, þá eru þau mjög aðkall- andi, því að slíkar reglur mundu sporna við ýmiskonar húsabraski og koma í veg fyrir að gölluð hús sjeu seld fullu verði. Nýjar Ieiðir. Jeg ætla ekki í þetta skipti að ræða húsnæðisvandamálið í bænum almennt. Húsnæðis- vandræðin eru mikil, en þetta er ekkert einsdæmi hjer í Reykjavík, það er svo í flest- um kaupstöðum landsins og flestum borgum nágrannaland- anna. Jeg ætla þó að óvíða sje gert jafn mikið af bæjarfjelags- ins hálfu eins og hjer, til þess að leysa úr þessum vanda. Bær inn greiðir til dæmis eina milj ón króna á ári í óafturkræf framlög til verkamannabú- staða. Hinsvegar er mer alveg ljóst, að þótt bærinn byggi stórhýsi eins og þau við Löngu hlíð, verður ekki með því leyst úr þessu vandamáli. Það verður að grípa til annarra ráða. Jeg hefi haft til athugunar aðra lausn á þessu máli, þar sem sameinað eru íorganga og fram lög bæjarins og framtak ein- staklinganna sjálfra. Hef jeg haft samráð við sjerfróða menn um þessi mál. en athuganir á því eru ekki komnar svo langt að jeg geti skýrt frá því enn. Að lokum minntist borgar- stjóri á, að þeir, sem kéyptu íbúðirnar í Lönguhlíðarhúsun- um, yrði að fallast á sömu skil- mála og þeir, sem keyptu Mela húsin, sem eru þess eðlis, að spornað er við því, að íbúðirn- ar lendi í braski. iiiaiif og finnskur í uppgftngi .. \ i I vi S?einblöm Jónsson bygg- istgamieislara. IÐNAÐURINN í Noregi og Finnlandi er í örum vexti. Efnis-» skortur háii að vísu báðum, en að öðru leyti lítur út fyrit" að þeir vinni sig fljótt upp. Svíar fundust mjer hinsvegar vera svartsýnir á sinn hag, enda þótt þeir‘sjeu með fullar búðir a£ ' örum. óttast þeir mjög gengisíall gjaldeyris síns. Álita margir að óhjákvæmilegt sje að lækka sænsku krónuna. Svíar eiga eríitt með að selja vörur sínar vegna þess að þær þykja of dýrar. Þannig fórust Sveinbirni Jóns-*1 syni byggingarmeistara orð er blaöið spurði hann tíðinda úr för hans, en hann fór nýlega ásamt konu sinni til Norður- landa til þess m. a. að taka þátt í Nordisk Haandværkeruke, sem haldin var á vegum Norræna fjelagsins í Noregi. Ennfremur sat Sveinbjörn Jónsson, ásamt Páli S. Pálssyni framkvæmdar- stjóra Fjelags ísl. iðnrekenda, 50 ára afmælishátíð finnska iðnað- arsambandsins. Við fórum 8 íslendingar, sem boðnir höfum verið til þess að taka þátt í Nordisk Haandverke- ruke í Noregi. Þangað voru einn- ig boðnir fulltrúar frá iðnaðar- mönnum hinna Norðurlandanna. Norðmenn sýndu okkur gest- unum iðnaðarfyrirtæki og menn ingarstofnanir í landinu og enn- fremur voru fluttir fyrirlestrar. Við komum á vörusýninguna í Bergen, þar sem sýndar voru framleiðsluvörur Noregs til lands og sjávar. Ennfremur vorum við viðstaddir afhend- ingu sveinsbrjefa i ýmsum grein um norsks iðnaðar. Þá var ferðast víða um Nor- eg °S ýmsir merkisstaðir skoð- aðir, m. a. heimili Edvards Griegs tónskálds á Troldhaugen. Blómsveigur var lagður á gröf Mikkelssens, hins þekta norska stjórnmálamanns. Á kosningadaginn í Helsingfors Frá Noregi hafið þið svo farið til Finnlands? Já, við fórum til Finnlands um Svíþjóð og komum til Hels- ingfors þann 2. júlí, þ. e. a. s. síðari kosningadaginn. Þar var allt með kyrrum kjörum og eng- ar æsingar að sjá á almenningi. Það, sem mjer fannst sjerstak lega til fyrirmyndar í sambandi við finnsku kosningarnar var það, að áróðurs og kosninga- miðar sáust hvergi límdir á hús- veggi eða girðingar, heldur á sjerstök spjöld, sem reist voru upp við hús, girðingar og trje. En þau voru öll horfin daginn eftir að kosningunum lauk. Hvernig tóku Finnar kosn- ingaúrslitunum ? Ósköp rólega sýndist mjer, en sumir undruðust hið geysilega atkvæðatap kommúnista. Al- ment hafði verið gert ráð fyrir að þeir töpuðu en ekki svo miklu, sem raun varð á. Hátíðahöld iðnaðarmanna Hátíðahöldin i tilefni 50 ára afmælis finnska iðnaðarsam- bandsins stóðu yfir þann 3. og 4. júlí. Fór fyrst fram hátíðleg athöfn í fundarsal kauphallar- innar. Voru þar flutt erindi á finnsku um finnskan iðnað, erí síðan fluttu fulltrúar Norður- landaþjóðanna, sem þarna voru staddir, kveðjur og árnaðaróskir þjóða sinna. Ennfremur flutti iðnaðar- og viðskiptamálaráðherra Finna þarna ræðu. Um kvöldið var svo haldið samsæti en daginn eftir var okkur erlendu gestunum sýnd Sveaborg, sem er gamalt sænskt virki. Þ. 5. júlí sátum við Páll svo fund í stjórn Norr. iðnaðarsam- bandsins. Voru þar rædd fræðslu mál og önnur menningarmál norræna iðnaðarmanna. — Aði þeim fundi loknum var erindi okkar til Finnlands lokið og hjeldum við þá heimleiðis. — Olympíuleikarnir . Framh. af bls. 1 reglum, sem settar eru, og við viljum taka þátt í þeim með sönnum íþróttaanda til sóma föðurlandi og heiðurs 'iþróttun- um.“ Eftir þetta munu þátttakend- ur yfirgefa leikvanginn og hin eiginlega keppni er þar með haf- in. Dagskráin Þar sem vitað er að áhugi okkara ísl.. er mestur fyrii* frjálsum íþróttum, sundi og knattspyrnu, fer hjer á eftir dagskrá morgundagsins, fyrstá keppnidagsins á þessum leikum, Frjálsar íþróttir Föstudagur 30. ágúst: Kl. 10 Hástökk (undankeppni)! — 13.30 400 m. grindahlaup (undanrásir) — 14.00 100 m. hlaup (undan- rásir) — 14,30 Kringlukast (Konur) — 15.00 800 m. hlaup (undan- rásir) — 15.30 Hástökk (úrslit) — 16.00 400 m. grindahlauþ (milliriðlar) — 16,30 100 m. hlaup (milli- riðlar) — 17.00 10 km. hlaup (úrslit)) Sund Sundknattleikskeppnin hefsij strax um kvöldið á setningar- daginn, föstudag. Kl. 8.00 Dýfingar, karla. — 13.00 100 m. frjáls aðferð karla (undanrásir) 200 m. bringusund, konur (undanrásir) — 18.00 100 m. frjáls aðferð, konur (undanrásir) 100 m. frjáls aðferð, karlar (milliriðlar) Knattspyrnan hefst á laugar- dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.