Morgunblaðið - 29.07.1948, Page 6
e
*t O R C 17 N B L AÐ 1 &
Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík.
Framkv stj.: Sigfúa Jónsson.
Rltstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.).
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Ami Garðar Kristinasom.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstrœti 8. — Simi 1600.
Askriftargjald kr. 10,00 á mánuði, innanlsndn,
í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók.
kr. 12,00 utanlands.
• • /
Orfiriseyjarverksmiðjan
ÞAÐ var vel til fallið af Gunnari Thoroddsen borgarstjóra
að kveðja blaðamenn á sinn fund til þess að gefa þeim, og þar
neð almenningi ,tækifæri til þess að kynnast því, hvernig
horfir í byggingarmálum örfiriseyjar verksmiðjunnar og
þó sjerstaklega því, hvaða áhrif bygging hennar á þessum
slað hefur á hollustuhætti og þrifnað í bænum.
Eftir skýrslu borgarstjóra, verkfræðingsins, sem hefur
undirbúið málið og hafnarstjóra, liggur það svo opið fyrir,
að óþarfi er að fara lengur um það villur vegar. En að því
hafa nokkur brögð verið undanfarið að í þessu verksmiðju-
máli hafi verið kveðnir upp dómar, sem við engin rök hafa
átt að styðjast.
Aðalatriðið í skýrslu verkfræðingsins varðandi það atriði,
sem mest hefur verið rætt um í sambandi við þessa verk-
smiðjubyggingu, ólyktarhættuna af henni, er það, að af
henni stafi alls engin slík hætta.
Um þetta segir svo í skýrslu verkfræðingsins:
„1 blaðagreinum, sem birst hafa i ýmsum af dagblöðunum
að undanförnu, hefur því verið haldið fram að bygging hinn-
ar fyrirhuguðu síldarverksmiðju við örfirisey mundi stór-
spilla hollustuháttum Reykjavíkurbæjar. Hafarþessar umræð
ur að vonum vakið allmikinn kvíða meðal bæjarbúa.
Þetta sjónarmið byggist á þeim misskilningi að ekki sje
hægt að byggja síldarverksmiðju án þess að frá henni
berist ólykt langar leiðir, en er skiljanlegt að því leyti, að
til þessa hafa engar fullnægjandi ráðstafanir verið gerðar
til þess að koma í veg fyrir ólykt frá þeim síldarverksmiðj-
um, sem byggðar hafa verið hjer á landi. Slíkar ráðstafanir
eru þó mjög vel mögulegar og hafa verið notaðar árum sam-
an í sambandi við síldariðnað erlendis, einkum í Bandaríkj-
unum, með fullnægjandi árangri. Hættulegasta ólyktin frá
síldarverksmiðjum, er vinna með núverandi vinnsluaðferð,
stafar frá þurkarareyknum. 1 hægviðrum getur þessi lykt
borist 10—15 kílómetra, svo til verulegra óþæginda sje, ef
ekkert er að gert,- og mundu þá litlu skipta fyrir Reykjavík,
hvort síldarverksmiðja væri staðsett við örfirisey eða t. d.
í Gufunesi.
Með þeirri vinnsluaðferð, sem notuð verður við hina fyrir-
huguðu verksmiðju við örfirisey, er þessi hætta ekki fyrir
íiéndi. Eins og fyrr er getið, þá berast engin loftkend efni
frá vinnslunni, er hafa óþægilega lykt í för með sjer. Svip-
uðu máli gegnir um frárennsli frá sjálfri vinnslunni.“
Siðar í skýrslu sinni kemst Sveinn Einarsson verkfræð-
ingur þannig að orði:
„Af þessum ástæðum verða þær ráðstafanir, sem gera
þarf til þess að vernda hollustuhætti Reykjavíkur gegn
óþrifum frá verksmiðjunni i örfirisey mjög einfaldar og að
sama skapi tryggar.“
Þetta segir verkfræðingurinn, sem undirbúið hefur þessa
verksmiðjubyggingu frá upphafi. Hvort trúa menn nú hon-
um betur, eða þeim mönnum, sem í fullkomnu þekkingar-
íeysi reyna að telja samborgurum sínum trú um, að þeir
eigi að vaða grút í skóvarp á götum bæjarins?
Sá úlfaþytur, sem gerður hefur verið út úr þessu verk-
smiðjumáli af mönnum, sem ekki hafa haft vitneskju um,
hvernig það er í pottinn búið, er annars næsta furðulegur.
Það vita allir bæjarbúar að það er Reykvíkingum og raunar
útgerðinni um land allt mikið hagsmunamál að koma þess-
ari verksmiðju sem allra fyrst upp þannig að unt verði að
liefja starfrækslu hennar á komandi vertíð. En varla hefur
bygging hennar verið samþykkt áður en byrjað er að gera
hana tortryggilega, reyna jafnvel á alla lund að mála hana
upp sem djöfulinn á vegginn. Einn blaðamaður krefst meira
að segja borgarafundar um þjóðhættuna! Þetta minnir
óneitanlega á það þegar fundir voru á sinum tíma haldnir til
þess að mótmæla símanum.
' ‘Nei, bæjarstjórn, borgarstjóri og aðrir aðiljar þessa verk •
sm'iðjumáls eíga þakkir skildar fyrir forgöngu sína í því.
Allur almenningur í bænum fagnar þessu glæsilega atvinnu-
tæki og vonar að þess verði sem skemmst að bíða að það
taki til starfa.
Fimtudagur 29. júlí 1948.
*ar:
ijíbuerii ábriia
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Snorralaug — Sorp-
ílát.
„NÚ ER HÚN Snorrabúð
stekkur“, sagði góðskáldið og
þótti miður.
En hvaða orð skyldi skáldið
hafa, ef það liti ofan í Snorralaug
í Reykholti og horfði þar um
hríð á glerbrot, lyðgaðar niður-
suðudósir, járnarusl, pappír og
yfirleitt annað, sem heima á í
sorghaugum?
I Reykholti stendur stytta
Vigelands af Snorra Sturlusyni,
sem Norðmenn gáfu okkur af
rausn og sendu ríkisarfa sinn til
að afhjúpa og vígja okkur til
eignar. I hugum Norðmanna er
Reykholt helgur staður, en við
virðum ekki minningu Snorra
meira en svo, að við fyllum laug
hans af sorpi. A hann ekki betra
skilið?
•
Hvar er nú feðranna
frægð?
VIÐ MIKLUMST af frægð
feðranna, berjum okkur á brjóst
og minnum á að við sjeum af
víkingum komnir og höfðingjum.
Jafnvel konungbornir viljum
við vera, en engir aukvisar, nje
iiðljettingar.
„Fine Icelandsman, Eyrarbakki
og Stokkseyri“, sagði landinn, er
hann kynti sig fyrir útlendingn-
um — og þótti orð sín nokkurs
virði.
Frægðina viljum við hafa af
forfeðrunum, en minningu þeirra
mega aðrir heiðra. Búðir þeirra
eru orðnar að stekkjum og laug-
ar að sorpgeymslum. Bækur
þeirra eru að vísu til í skraut-
bandi, en frekar til að prýða
bókahillur, en að sækja í þær
visku og vandað málfar.
Stingum við fæti.
EN ER EKKI kominn tími til
að stinga við fæti. Láta ekki
helgustu sögustaðina grotna nið-
ur fyrir óhirðu. Hvað stoða
fræðsluskólar og funkisstíll, ef í
hlaðvarpanum er trampað niður
það, sem geymir minningu okkar
merkustu manna.
Það er ekki langt síðan, að
gestir gátu ekki gengið um hlað-
ið á einum sögufrægasta siað
Suðurlands, án þess að vaða aur-
inn upp að hnje, en hús öll voru
í þeirri niðurníðslu, að líkara
var kotbæ, en höfuðbóli. Lengi
mætti þannig telja. En staðar
skal numið að þessu sinni í þeirri
von, að við Islendingar látum
ekki lengur við svo búið standa,
heldur hefjumst handa ti 1 að
halda við og heiðra forna sögu-
staði.
•
Smáskítslegar að-
finnslnr.
EN Á MEÐAN Snorralaug í
Reykholti er að íyllast af rusli
og veggir fornra staða hrynja,
er ekki annað að sjá, en að mesta
áhugamál manna sje að láta rífa
niður gamalt skraut af Alþing-
ishúsinu í Reykjavík.
Það hafa borist miklu fleiri
brjef til „Daglega lífsins“, um
þá ’óhæfu1 að hafa kórónu Krist-
jáns níunda og einkennisbókstafi
á því húsi en um helstu framfara
mál, sem uppi hafa verið með
þjóðinni.
Það er engu líkara, en lýðveldið
íslenská sje í voða vegna þessa
gamla hússkrauts!
En við hlið Alþingishússins
stendur Dómkirkja landsins,
einnig með merki dansks kon-
ungs, en yfir því kvartar enginn.
Hjegómi .og hismi allt saman.
Hversvegna ættum við, að rífa
niður sögulegt skraut af þeim
fáu húsum, sem enn eiga sjer ein-
hverja sögu hjer á landi?
•
Krónnhatur.
ÞAÐ ER LIKA KYNLEGT
þetta krónuhatur manna. Það er
ekki langt síðan, að fjandskapast
var við myntina okkar, af því
að hún heitir króna og heimtað
að annað nafn yrði fundið á pen-
inginn vegna þess að krónan
þýddi kóróna og minti á kon-
unga.
Nú þegar við erum laus við
konunga, þurfu.vi v.ð ekki að
hafa neinar áhyggjur af þeim
lengur. Það hefur verið hjá okk-
ur eins og flestum öðrum þjóð-
um. Við höfum haft konunga,
sem voru slæmir stjórnendur og
aðra, sem voru góðir. Islendingar
hafa enga sjerstöðu í þeim efn-
um.
Við getum látið okkur í Ijettu
rúmi liggja, hvort myntin okkar
heitir króna, eða eitthvað annað.
Það sem máli skiftir fyrir okkur
er að okkar peningar verði gjald
miðill, sem gildir.
Það er nauðsynin meiri, en
hitt.
Úr öfugri átt.
BRESKA ÞJOÐIN HEFUR
marga kosu, sem eru virtir víða
um heim. Hún hefir líka, eins og
flestar aðrar þjóðir sín sjerein-
kenni. Einhvern tima las jeg í
bresku tímariti, að Bretar væru
allra manna gjarnastir á að gagn
rýna sjálfa sig og það væri mik-
ið tíðkað aí breskum blaðamönn-
um að skamma allt og alla inn-
anlands, ef eitthvað færi aflaga.
— En svo ættu þeir líka verst
allra með að þola, að útlendingar
settu út á pað, sem þeir sæju illa
fara í Bretlandi.
Erlendi vandlætar-
inn.
ÞESSI GREIN kom mjer í hug
á dögunum, er jeg sá breskan
mann segja okkur til syndanna
í blaðagrein í íslensku dagblaði
og kalla Reykjavík óþrifalegustu
borg í heimi.
Það er gott að fá góða gesti
til landsins, sem í einlægni vilja
segja okkur til og fá okkur til
að lagfæra, sem ábótavant kann
að vera. En hitt er verra með
að skilja hvað útlendingar, sem
eru með sjóriðu dögum saman,
(að eigin sögn!)
eftir að þeir stíga hjer á land
og hafa allt á hornum sjer, hafa
að gera við að hanga hjer í landi
mánuðum saman í gistivináttu
íslenskra manna.
! MEÐAL ANNARA ORÐA . . .. j
Þjóðfyíkiíigarpíma kommúnhfa.
Eftir Sidney Brookes, frjettarit-
ara Reuters.
Prag í júlí.
LONDIN í Mið-Evrópu hafa
síðastliðin tvö ár bætt nýju heiti
í orðasafn stjórnmálamanna. —
Stjórnmálamennirnir á þessum
slóðum flytja sjaldan svo ræður,
að þeir minnist ekki á „þjóð-
fylkingarnar", sem nú ráða lög-
um og lofum austan rússneska
járntjaldsins.
Þessir þjóðfylkingarflokkar
hafa margt sameiginlegt:
Þeir stjórna í löndunum, sem
liggja að Rússlandi.
Þeim er stjórnað af kommún-
istaflokkum, sem hrífsuðu til sín
völdin án þess fyrst að vera að
hafa fyrir því, að sigra í lýð-
ræðislegum kosningum.
Þeim hefir ennþá ekki tekist
að koma á algerum kommúnisma
í löndum sínum.
Leiðtogum þeirra er tamt að
tala um, að þeir stefni að „sósí-
alisma“.
• •
STEFNUSKRÁIN
Af ofangreindú má draga þá
ályktun, að þjóðfylkingarflokk-
arnir ráði nú þar ríkjum, þar
sem kommúnistiskir minnihluta
flokkar róa að því öllum árum,
að landið, sem þeir stjórna, verði
að lokum undir algerum óvje-
fengjanlegum yfirráðum beirra.
Fyr en svo er komið telja þeir
að takmarkinu um kommúnist-
iskt ríki hafi verið náð.
Stefnuskrá kommúnistanna í
Prag sannar þetta. Hún er í að-
alatriðum á þessa leið:
1. Að sigrast á öllum andstæð-
ingum sósíalismans.
2. Að koma á algerlega sósíal-
istisku þjóðskipulagi.
3. Að snúa þessum sósíalisma
upp í kommúnisma — skapa hið
algera kommúnistiska ríki.
• •
MILLIBILS-
ÁSTAND
Kommúnistaflokkarnir í slav-
nesku löndunum hafa enn þá
ekki með öllu lokið framkvæmd
fyrstu greinar stefnuskrárinnar,
eins og fjelagarnir í Prag hafa
sett hana fram.Þeir hafa enn
ekki lokið hreinsuninni, hefur
enn ekki tekist að sigrast á öll-
tim móthéfjum. Þeir hafa enh
ekki körriið á álgerum sósíalisrria.
Hjá þeim ríkir nokkUrs konar
millibilsástand, sem hvorki er
hægt að kalla sósíalisma nje kom j
múnisma og sem finna þyrfti því
annað nafn yfir. Þetta nýja heiti
er „þjóðfylking“.
• •
STAIÍFSAÐ-
FERÐIRNAR
Starfsaðferðir þjóðfylkingar-
flokkanna í löndunum austan
járntjaldsins eru ákaflega líkar:
'. Vægðarlaus hreinsun meðal
andstæðinganna.
2. Sama kommúnistiska hug-
sjónakerfið er látið liggja til
grundvallar mentamálum, hern-
um, lögreglunni og löggjöfinni.
3. Iðnaður pg verslun eru þjóð-
nýtt.
4. Eigendum stórjarða er út-
rýmt.
5. Strangri ritskoðun er kom-
ið á og öll gagnrýni bönnuð.
6. Flóknar „áætlanir“ boða
fólkinu mikla velmegun í fram-
ííðinni.
• •
LOKATAK-
MARKIÐ
Þrátt fyrir sömu starfsaðferð-
irnar, hafa kommúnistar í hinum
ýmsu löndúm austan rússneska
járntjaldsinS þó gert sjer Ijóst,
að þjóðskipulágið í löndum.
þeirra er hárlá ólíkt og því ekki
I með öllu hættulaust að láta
Framh. á bls. 8.