Morgunblaðið - 29.07.1948, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.07.1948, Blaðsíða 10
10 MORGCW9LA&113 Fimtudagur 29. júlí 1948. ,®3 KENJA KONA (^tir ^lÁJittiamó 140. dagur Svo breyttist röddin í hvísl: „Þú veist það Dan að jeg hefi altaf verið tvöföld — í mjer hafa búið tvær manneskjur. Önnur þeirra er góð, sönn og einlæg, en hin grimm og hræði- leg. Nú er sú góða skilin við mig, Dan. -Sú illa faldi sig alt- af á bak við hana, en nú þeg- ar sú góða er farin, þá verður sú vonda að korna fram á sjón- arsviðið. Þú sjerð nú ekki ann- að en hið versta við mig. Og þó er eitthvað gott í mjer ennþá — því að mjer þykir enn vænt um þig“. Stundum talgði hún mjög blíðlega og alúðlega við hann, og bá rann honum jafnan til rifja. Þá mintist hann þess hvað sjer hefði þótt vænt um hana einu sinni, og þá fór hann að tárast Þá gleymdi hann því hvað hún var hörmulega bein, hárið dautt og bandleiig- irnir eins og mjóar pípur. Svo var það einhverju sinni ■ í mars, þegar veturinn var að kveðja, að brjef kom frá Will. Þeim Dan og John þótti ákaf- lega vænt um að fá það. Og stuttu síðar fór Dan að tala við móður sína um liðna daga, þegar þe'ir drengirnir voru ungir og allir heima og heim- ilislífið gott. Hann mintist á þá Mat og Tom, og hún rauk ' ekki upp eins og vant var þeg- ar þeir voru nefndir. Hann tók bví kjark í sig og las fyr- ir hana brjefið frá Will. Það var svolátandi: — Kæra mamma, pabbi og Dan. Nú fæ jeg brjefin ykkar með skilum. Mig tekur sárt að heyja það að mamma skuli alt- af vera veik. Jég vona að henni batni með vorinu. Bráðum er stríðinu lokið og þá kem jeg heim. Jeg vildi að því væri nú þegar lokið og Sunnanmenn hefði tekið sönsum. Ekki veit jeg hvað jeg geri að stríðinu loknu. Ef jeg verð kyr í hern- um, þá fæ jeg þar stöðm sem læknir og fæ ef til vill hærri laun en jeg get fengið með því að setja mig niður ein- hvers staðar. En svo getur líka verið að jeg komi til Bangor með konu mína og við setjumst þar að. Segið mömmu að hún skuli vera hugrökk — þetta stríð endar áreiðanlega ein- hvern tíma. Pabbi, jeg hefi hitt þá Tom og Mat. Þeir særðust í orust- unni í East Tennessee ög voru teknir höndum. Tom gerði mjer þá boð með herlækni þeim, sem annaðist þá. Sprengikúla kcm í fótinn á Mat, en það þarf ekki að taka af honum fótinn. Tom fjekk kúlu í gegn um sig, en þ_að er ekki hættulegt. Þeir eru báðir hraustir eins og þú veist og þeir munu ná sjer. Jeg fjekk leyfi til þess að stunda þá í einá viku. Jeg vona að jeg geti fengið leyfi fyrir þá til þess að fara heim þeg- • ar þeir eru ferðafærir. Það eru ekki höfð nein fangaskifti, því að Sunnanmenn setja sína menn undir eins í herinn aftur. Ef mömmu langar til að sjá þá, aettu þeir að geta komið heim í júní. Skrifið mjer og látið mig vita hvað ykkur finnst. — Dan leif á móður sína, en hún lá með lokuð augu og enga svipbreytingu var að sjá á henni. Hann hjelt því áfram lestrinum. Og nú kom kafli, fjörlega rítaður og af þeirri gletni, sem Will var svo lagið. Dan þóttist viss um að móðir sín mundi hafa gaman að þessu og sjálfur hló hann oft að fyndninni í Will. En svo kom niðurlagið í brjefinu: — Skrifaðu mjer og segðu mjer hvernig mömmu mundi verða við ef þeir kæmi heim. Það væri vont fyrir þá að vera sendir í fangabúðir, því að þar er ilt að vera. En jeg ímynda mjer að jeg geti fengið leyfi fyrir þá að fara heim og vera heima þangað til stríðinu er lokið--------- Dan las þetta upphátt og nú beið hann þess hvað hún mundi segja. Hann bjóst við því að hún mundi fagna þessu. En hún sagði: „Manstu það ekki að eg skip aði ykkur Will að drepa þá, ef þið gætuð? Hvers vegna hefir Will ekki gert það?“ Og eftir litla stund bætti hún við: „Það er ekki vert að þeir komi heim fyr en jeg er dáin“. Hún talaði lágt en það var sami skipunartónninn í röddinni eins og fyrrum. Hann var þó ekki af baki dottinn. „Það getur verið að konurn- ar þeirra og börnin gæti kom- ið líka og eins konan hans Will — og þá væri öll fjölskyldan hjer sameinuð. Hún opnaði augun og leit á hann og eftir litla stund sagði hún: „Mjer þykir vænt um að þú hefir ekki gifst, Dan“. Hann ætlaði þá að segja eitthvað en hún hjelt áfram: „Þegar sonur giftist, þá hafa foreldrar hans mist hann, alveg eins og við mistum þá Tom og Mat. Dreng urinn, sem var barn á heimili þeirra, verður sinn eigin herra og húsbóndi og hefir ýmis á- hugamál, sem hann getur ekki talað um við foreldra sína. Dóttir getur horfið heim til móður sinnar ef hjónaband hennar fer út um þúfur — enda þótt mamma tæki þann kost- inn að strjúka með liðsforingja og enda ævina á einhverju hóruhúsinu. — En sonur, sem giftist, er kominn í sinn eigin heim“. Svo spurði hún: „Hvers vegna hefir þú ekki gifst eins og bræður þínir? Er það vegna þess.að þjer þykir vænt um mig?“ Það var bænarhreimur í rödd inni, en hann tók ekki eftir því. hvernig hún hafði talað um þá Hann var gramur út af þeim Mat og Tom. Hann sagði því -í hugsunarleysi: „Jeg ætla að gifta mig bráð- um“. Það kom sá skelfingarsvipur á hana að hann iðraðist þess um leið og hann hafði slept orð- inu. En nú varð það ekki aft- ur tekið. Hún lokaði augunum og sagði þreytulega: „Og jeg hjelt að*þú elskaðir mig?“ „Já, jeg geri það“. „Hver er það?“ spurði hún kuldalega. „Hvaða stúlku ætl- ar þú að giftast?“ „Beth Pawl“. Hún hvessti á hann augun. „Beth — dóttur Meg?“ Hann svaraði engu, en þá rak hún upp hryllilegan kulda- hlátur. „John elskaði Meg altaf“, tautaði hún.- „Hann afrækti nfig vegna hennar eins og þú afræk ir mig nú vegna dótturinnar. Sjaldan fellur eplig langt frá eikinni“. Svo sneri hún við blaðinu: „Ertu þá ekkert hræddur um það að Beth kunni að vera dótt ir hans föður þíns?“ Hann stökk á fætur eins og byssubrendur. Hann stóð þafna yfir þessum líkamlega aum- ingja, risi að vexti, og langaði mest af öllu til þess að mola hana sundur, kreista þessa spiltu sál út úr hrörlegum lík- amanum. En svo srjeri hahn sjer skyndilega við og gekk til dyra. Hún kallaði á eftir honum og var nú hámælt, aldrei þessu vant „Dan, Dan, farðu ekki“. Hann staðnæmdist, en hún fór að gráta og skalf og nötraði af ekka. Hann gekk þá aftur að rúminu. Hún veinaði: „Ó, Dan, Dan minn, hvernig gat jeg fengið af mjer að segja þetta? Hvernig stendur á þyí að jeg er svona? Æ, fyrirgefðu mjer Dan“. Hún grjet ákaft, greip hönd- um fyrir andlit sjer og velti sjer á hliðina: „Ó, hvers vegna get jeg ekki dáið? Hvers vegna get jeg ekki dáið? Jeg hefi altaf elskað þlg, Dan“. r:;. Hann kraup þá á knje yið rúmið og tók mjúklega um hgr'5 arnar á henni, gleymdi olíu öðru en því að þetta var deyj- andi vesalingur, sem hafði e.kk ert viðþol fyrir kvölum. ix. Langa stund lágu þau mó^ir og sonur í faðmlögum og hun gerði sig ótrúlega blíða og báð hann innilega fyrirgefningar. Hún sór og sárt við lagði áð hún elskaði þá alla drengina sína. Hún bað hann að skrifa Will og segja honum að ef þeir Mat og Tom gætu komið heim í júní, þá væri þeir velkomn„ ir. Og hún bað hann að koma með Beth til sín. $•' „Jeg ætla að gefa ykkur bless un mína“, sagði hún. „Þú mátt reiða þig á að jeg skal vera góð við hana og elska hana af því að hún elskar þig“. T,;. En þennan sama dag bað hím Dan líka að reka annað erindí- fyrir sig. ,,Og það verður að vera leynd armál okkar í milli, og það má enginn vita um það nema við tvö, og allra síst faðir þinn“, sagði hún blíðlega. „Þetta er skylduverk, sem jeg hefi van- rækt alt of lengi. Þú þekkir lögfræðing, sem heitir Levi Spree. Láttu hann koma til mín í fyrramálið, eftir að faðir þinn er farinn að heiman“. Dan þekti Levi Spree að illu einu og honum hnykti við að móðir sín skyldj biðja um þetta. En hann vildi nú alls ekki gera henni í móti skapj, og lofaði því að sjá um þetta.. Það virtist koma flatt upp á Levi Spree þegar Dan kom tjl hans, en hann varð þegar vi{5 beiðni Jenny og varð Dan sam- ferða. Þegar þeir komu upp 'í svefnherbergi hennar bað hún Svört og hvít Austurlenskt ævintýri,. 18. Jæja, þá ætla jeg fyrst að segja þjer, að hjer skammt frá býr kona, sem er óvinur minn, en jeg get ekki gert henni neitt illt, því að hún er systir mín og meðdrottning í ríkinu. FJún heitir Fagurrós. Jeg elska hana í rauninni eins og jeg get best elskað systur mína, en örlögin hafa hagað því svo, að við verðum að lifa í óvináttu og hatri þar til sá dagur rennur upp, að örtnurhvor okkar vinnur sigur á hinni. Þegar svo er komið munum við sættast. En hvorug okkar má beita vopnum sínum beint, við beitum aðeins vinum okkar og þjónum í þeirra baráttu, og mjer hefur nú heppnast með hjálp þjóna minna að gera besta vin hennar óskaðlegan, en hann verður að deyja, ef jeg á að vera örugg, annars gæti hann síðar orðið hættulegur. Það, sem jeg ætla að biðja þig um er, — að drepa hann. Viltu gera það? Jeg er reiðubúinn að gera það, sagði Akmeð. Hvar get jeg fundið hann? Það, sem þú átt að drepa er höfrungur, sem stöðugt er við strendur þessa ríkis. Þjónar mínir munu vísa þjer á hann, og þegar þú hefur fundið hann, máttu alls ekki vægja hon- um, því að undir því er sigur minn kominn. Þau voru nú komin að höllinni og gengu inn í hana. Höllin var ótrúlega skrautleg, en Akmeð fannst kvöldið líða fljótt í návist Sigurrósar og dansmeyjanna, sem dönsuðu kring- um þau eftir fallegri tónlist. Morguninn eftir, þegar Akmeð hafði klæðst, bað hann þjónana um að verða leiddur fyrir drottninguna. Þeir virt- ust hika og litu óttaslegnir á hann. Þá varð hann ákafari og skipaði þeim að leiða sig á fund drottningarinnar. Þeir hlýddu honum og fóru með hann gegnum langan dimman gang, sem virtist liggja út í eina álmu hallarinnar, sem. Akiheð hafði ekki tekið eftir daginn áður. Við enda gangsins drógu þeir til hliðar þjett silkitjald og vísuðu honum inn í stóran sal, þar sem honum sýndist drottningin sitja í hásæti sínu umkringd vopnuðum lífvörðum, en fyrir framan há- sætið voru margir menn, meðal annars tveir virðulegir, aldurhnignir menn, sem virtust vera ráðgjafar. Þegar Akmeð hafði stigið inn fyrir silkitjaldið hurfu þjön- ainir, sem höfðu fylgt honum þangað, en annar gamli mað- urinn kom móti honum til að spyrja hann, hvað hann vildi, Akmeð nefndi nafn sitt og sagðist vera kominn til að tala við drottninguna, sem hann hefði kynnst kvöldið áður. Nei. Guð «111111 góður. Jeg hef gleymt að setja þvottasnúruna upp. ★ — Sögðuð þjer ekki, þegar þjer selduð mjer þennan bíl, að þjer ætluðuð að gera við og bæta allt, sem brotnaði í hon- um, eða bilaði? -— Jú. — Jæja, þegar jeg var að keyra hann í gær, rak jeg mig á stýrið og braut þrjár fram- tennur. ★ Tveir verslur.armenn voru að tala um starfsíólkið á skrif- stofunum sínum. — Já, sagði annar. Jón gamli hefur verið svo lengi á skrif- stofunni minni, að hann er orð- inn gráhærður. — Hvað, það er ekki mikið, sagði hinn. Ella, skrifstofustúlk an mín er búin að vera svo lengi, að hún heíur verið bæði Ijóshærð, dökkhærð og rauð- hærð. * Ritstjórinn kemur inn og spyr vikadrenginn hvort nokk- ur hafi komið, sem vildi finna hann. — Já, einn maður kom, sagði drengurinr. Hann sagðist ætla að lúberja yður. — Og hverju svaraðir þú? Að mjer þætti það mjög leitt, en þjer væruð ekki við. ★ Maðurinn hjá rakaranum spurði: — Hversvegna hafið þjer. gúmmíhanska á höndun- um, þegar þjer eruð að klippa mig. Rakarim.: — Það er ^vegna nýja hármeðalsins okkar. Það er svo sterkt, að jeg er hræddur um, að ef jeg notaði ekkí hanska, þá færi hár að vaxa á handarbakinu á mjer. Maðurinn keypti eina flösku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.